Morgunblaðið - 05.07.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 05.07.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIf) MlÐVIKUnAGUR 5. JÚLÍ 1989 35 hún sótti, t.d. Kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði, Iðnskólanum í Reykjavík og nú síðast í Kennara- háskólanum til að afla sér kennara- réttinda til kennslu í Iðnskólanum. Áður hafði hún verið gjaldkeri hjá Flugieiðum í 15 ár. Segir það til um öryggi, traust og trúmennsku sem hún naut þar. Þá stjórnaði hún saumastofu ÖBÍ hér í Hátúni 10, í fjögur ár. Saum- aði hún mikið fyrir kirkjur lands- ins, t.d. fermingarkyrtla. Öllum þótti vinna hennar unnin af list og vandvirkni. Sigríður Marsibil dóttir hennar verður 16 ára 20. júlí, virðist hún líkjast móður sinni um margt enda alin upp við líka umhyggju og naut jafnframt ástríkis afa síns og ömmu. Hér er mikill missir og söknuður fyrir einkadótturina og alla er til þekkja, en mest skyggir á hjá öldr- uðum foreldrum, en huggun að vita og muna að Guð gaf þeim indæla og elskulega dóttur, sem allir virtu og vildu eiga að vini. Minning þeirra um hana verður þeim styrkur í sorginni. Góðir og elskulegir synir, þeir Þorsteinn og Kristján Óli, munu ásamt konum sínum og börnum veita þeim styrk og gleði. Fóstursystkini og systkini Marsi- bilar, móður hinnar látnu konu, vilja færa alúðarþakkir og kveðjur. Elsku systir og mágur. Guð blessi ykkur og varðveiti í sorginni. Megi hin látna frænka mín hvíla í friði hins algóða Guðdóms í Alheims- geimi. Guðm. Bernharðsson frá Ástúni. Fréttin barst okkur fyrirvara- laust. Ekki óraði okkur fyrir því þegar við kvöddumst rúmri viku áður að sú kveðjustund væri okkar síða'sta. Kristín Jónína Hjaltadóttir höf starf við Iðnskólann í Reykjavík haustið 1986. Hún stundaði starf sitt af samviskusemi og vandvirkni svo af bar. Jafnframt kennslunni hóf hún nám í uppeldis- og kennslufræðum við Kennaraháskóla íslands og lauk því námi vorið 1988. Þijú ár eru ef til vill ekki langur tími, en á þeim þremur árum sem Kristín Hjaltadóttir starfaði við Fataiðndeildina vann hún kennslu- gögn sín og undirbjó kennsluna af mikilli kostgæfni, og lagði með því traustan grunn að framtíðarstarfi við skólann. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í raðir kennara við deildina er mun verða vandfyllt. Við samkennarar Kristínar þökk- um samfylgdina og meðal okkar mun minningin um einstaklega prúða og viðmótshlýja manneskju lifa. Við vottum dóttur hennar, for- eldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kennarafélag Iðnskólans í Reykjavík. 26. júní 1988 var dagurinn sem ég kynntist Kristínu Hjalta í gegn- um sameiginlega vinkonu okkar. Hvern gat þá grunað að 26. júní að ári væri hún öll? Við höfðum báðar áhuga á gönguferðum og þessi fyrsta ferð okkar ásamt henni Fríði var aðeins upphafið. Við bjuggum nálægt hvor annarri, bjuggum við svipaðar að- stæður og áttum mörg sameiginleg áhugamál. Vinir hennar og fjölskylda köll- uðu hana Stínu, en ég kallaði hana alltaf Kristínu. Mér fannst vera reisn yfir nafninu og það var líka reisn yfir henni Kristínu. Hún var glæsileg kona og fólk tók eftir fal- legri framkomu hennar og yfir- bragði. Manni finnst eitt ár ekki langur tími til að kynnast, en okkur fannst fljótlega eins og við hefðum þekkst lengi. Þegar við fórum saman í síðustu gönguferðina okkar, töluð- um við um það að nú væri ð verða ár síðan við kynntumst, en við vor- um sammála um að okkur fyndist við hafa þekkst í mörg ár. Datt okkur ekki annað í hug en við ætt- um margar gönguferðir og langa vináttu framundan. Það var gaman að fá að fylgjast með Kristínu við vinnu sína. Hún vann bæði við kennslu sem kjóla- meistari við Iðnskólann í Reykjavík og einnig var hún beðin að vinna verk sem kröfðust bæði kunnáttu og vandvirkni. Ég fann að hún gerði miklar kröfur til vinnu nemenda sinna, enda gerði hún ekki minni kröfur til sjálfrar sín. Kristín hætti ekki við hálfnað verk eftir að byijað var. Þýðingar- mesta og vandasamasta verkinu sem hún vann i lífinu gat hún samt ekki fengið að fylgja eftir eins og hún hefði óskað. Það var að fylgj- ást áfram með dóttur sinni, henni Billu, sem tæplega 16 ára þarf að sjá á bak mömmu sinni. Kristín veiktist snögglega og lést ellefu dögum síðar. En Billa á góða fjöl- skyldu, sem mun styðja hana og styrkja áfram. Samband Kristínar og foreldra hennar var eins og foreldrar geta best óskað sér. Þau studdu við hana eins og þau gátu og hún við þau. Það var aðdáunarvert hve vel var hlúð að á báða bóga. Nú þegar leiðir skiljast er mér efst í huga þakklæti fyrir þann tíma sem ég átti með Kristínu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og minning hennar mun lifa áfram með mér þó hún sé ekki lengur hjá okkur. Billu Siggu, foreldrum, bræðrum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magga Ég var stödd norður í landi, í Skógahólum í Þórðarstaðaskógi, þegar ég frétti andlát elskulegrar frænku minnar, Kristínar Jónínu Hjaltadóttur. Hvers vegna þurfa alltaf þeir bestu að vera kallaðir á brott? Ef til vill em þeim ætluð hlutverk á æðri sviðum, hlutverk, sem aðeins kærleiksríkustu sálir geta leyst af hendi. Það hvarflaði ekki að mér, að það væri okkar síðasta samveru- stund 8. júní, þegar við hjónin ásamt nánustu fjölskyldu Kristínar hittumst í tilefni afmælis föður hennar. Það var yndislegt kvöld og alveg sérstakt. Kristín hafði verið á námskeiði vegna starfs hennar sem kennari og fatahönnuður. Hún var óvenju glöð og einhver geisl- andi birta var yfir henni þegar hún miðlaði okkur hinum af því, sem hún hafði verið að læra. Hún þurfti ávallt að gefa öðrum hlutdeiM í því, sem var jákvætt og gott. Ég hafði orð á þvi við manninn minn á leiðinni heim að aldrei hefði ég séð hana jafn glæsilega, glaða og bjarta yfirlitum. Ég mun geyma minningu hennar í hugskoti mínu eins og hún var þetta kvöld. Hún var bara 45 ára. Ég hef engri konu kynnst, sem var henni lík, alltaf ljúf í lund, hjálpsöm, dug- leg, samviskusöm, vandvirk og ein- staklega fórnfús. Hún var eins og vorið sem vermir og hlýjar og vekur bjartar vonir. „Því fórnin er viðkvæði vorsins það vekur og kann ekki að hlifa, og síst af öllu sér sjálfu. Með sjálfsfórn skal illt út drífa. Hin argansta andstyggð, sem þekkist stenst aldrei þann drengskap, sem kýs í sölurnar líf sitt að leggja Gefið lífið - og sigur er vís.“ Hún lagði hluta af sjálfri sér í allt sem gerði. Fyrir nokkrum ái-um hannaði hún fermingarkyrtla, mjög smekklega, vandaða, en einfalda. Einnig saumaði hún messuklæði, sem vinkona hennar, vefnaðarlista- konan Sigríður Jóhannsdóttir, hafði ofið af sinni alkunnu snilld. Kristín hafði líka mikinn áhuga fyrir að hanna þægilegan fatnað fyrir fatlað fólk og tók þátt í starfi Sjálfsbjarg- ar. í öll þessi verk lagði hún hluta af lífi sínu. En mest og best var þó lífgjöf hennar til þeirra, sem hún umgekkst. Samband hennar og fórnfýsi við foreldrana var alveg einstakt. Hún var dóttur sinni, sem er tæplega 16 ára, miklu meira en elskuleg móðir, hún var henni bæði vinur og félagi. Ég kallaði Kristínu oft uppá- haldsfrænku mína, en hún var mér meira en frænka, við vorum trúnað- arvinir og gátum leitað hvor til annarrar ef á bjátaði. Og alltaf kom ég frá henni léttari í lund og hugar- rórri. Fyrir allt það sem hún var mér vil ég þakka henni og bið Guð að varðveita hana og blessa. ’ Við hjónin, synir okkar og þeirra ijölskyldur sendum Billu, Hjalta, Billu Siggu og bræðrunum, Krist- jáni Óla og Þorsteini, ásamt þeirra fjölskyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við biðjum þess að minningin um allt það góða, sem Kristín var og gerði, megi sefa sorg þeirra. Guð styrki þau og blessi minningu henn- ar. Ragna H. Hjartar Kallið er komið,- komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hún Stína mín er dáin, hún lést í Borgarsjúkrahúsinu 28. júní sl. eftir viku legu sem'virtist vera heil eilífð. Kristín Jónína fæddist á Flat- eyri 30. október 1943, dóttir hjón- anna Marsibil Bernharðsdóttur og Hjalta Þorsteinssonar og ólst þar upp ásamt tveimur bræðrum sínum, Þorsteini og Kristjáni Óla. Hugurinn reikar aftur til hausts- ins 1960 þegar hópur ungra stúlkna kom saman og hóf nám í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Þar urðu okkar fyrstu kynni. Mynd hennar stendur mér skýr fyrir hugskotssjónum, myndin af þessari rauðhærðu myndarlegu stúlku sem geislaði af hlýju og trausti og var alltaf tilbúin að hlusta og leysa vanda þeirra er til hennar leituðu. Hún bræddi hug og hjörtu allra sem kynntust henni. Leiðir okkar lágu saman á ný nokkrum árum seinna í Reykjavík þegar ég frétti að Stína og fjöl- skylda hennar væru flutt þangað. Það urðu miklir fagnaðarfundir er við hittumst á ný eins og ávallt síðar. Fjölskylda hennar tók mér opn- um örmum og varð heimili þeirra mér sem annað heimili. Við stöllurn- ar könnuðum saman borgarlífið og brölluðum margt skemmtilegt sam- an. Árin liðu og við eignuðumst okkar fjölskyldur. Stína eignaðist eina dóttur, Marsibil Sigríði, sem nú er 16 ára og lifandi eftirmynd dóttur sinnar. Stína bjó þeim yndislegt heimili og skammt frá bjuggu, Billa amma og Hjalti afi, svo stutt var að fara á milli og veittu þau hvort öðru mikinn stuðning enda samband þeirra einstaklega náið. Þótt leiðir okkar skildu er ég flutti aftur til Akureyrar misstum við aldrei sambandið hvor við aðra og þótt lengra yrði milli samveru- stundanna var alltaf eins og við hefðum hist deginum áður. Það var ómetanlegt að eiga Stínu að vin. Elsku Billa Sigga, Hjalti og Billa, þið hafið misst mikið. Fjölskylda mín sendir ykkur innilegar samúð- arkveðjur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ég þakka Stínu samveruna. Guð blessi hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragna vinkona Nú er rétt ár síðan hópur nem- enda í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands fór í Danmerkurferð til náms og skemmtunar. Ferðin var á allan hátt ánægjuleg og við hlökkuðum til að halda hópinn næstu árin og rækta vinskapinn. Engan óraði fyr- ir að handan við sumarið góða biði sorg og dauði en sú hefur orðið raunin. Tvær skólasystur hafa kvatt okkur síðan í fyrrasumar og eftir stendur hnípinn hópur. Við tókum eftir Kristínu Hjalta- dóttur strax í fyrstu kennslustund- inni þegar við reyndum að ráða í öll þessi ókunnugu andlit. Kristín brosti við öllum sem á vegi hennar urðu. Hún var hávaxin og tíguleg með fallegt rautt hár og öll fram- koma hennar einkenndist af yfir- vegun og prúðmennsku. Hún var lítið fyrir að trana sér fram en ávann sér traust og væntumþykju okkar allra með alúð og elskusemi. En þótt Kristín væri yfirveguð og róleg var hún alltaf tilbúin að vera með í öllu og var glöðust allra á góðum stundum. Hún var óspör á hrósyrði og uppörvun öðmm til handa en gerði ekki mikið úr eigin afrekum. Kristín var þó töluverð afreks- kona og vann öll verk af stakri prýði. Sem ung stúlka réðst hún til Loftleiða og vann þar við skrifstofu- störf um árabil. Þar undi hún hag sínum vel og eignaðist marga góða vini. En Kristín átti sér draum og fyrir u.þ.b. tíu árum lét hún hann rætast. Þá fór hún í Iðnskólann í Reykjavík og lærði fatasaum og innan fárra ára var hún orðin kjóla- meistari og sjálf farin að kenna iðngrein sína við skólann. Kristín steig skrefið til fulls og aflaði sér réttinda til kennslu og útskrifaðist úr því námi síðastliðið sumar. Þótt Kristín væri hæf í þeim störfum sem hún tók að sér var móðurhlutverkið vafalaust það hlut- verk sem hún naut sín best í. Billa, einkadóttir Kristínar, ber fagurt vitni um það. Samband þeirra mæðgna var óvenju fallegt og kær- leiksríkt. Þær gerðu flesta hluti saman og voru hvor annarri allt. Missir Billu er mikill og hún á alla okkar samúð. En við trúum því að öll sú ást sem Billa naut hjá móður sinni og þeir mannkostir sem hún hefur erft fleyti henni yfir erfiðasta hjallann. Samvistir verða aldrei metnar í árum eða áratugum; það sem þær skilja eftir sig verður ekki mælt á neinum kvarða. Kristín lætur eftir sig yndislega foreldra sem hún virti og dáði. Þeim sendum við innilegar samúðar- kveðjur svo og öðrum skyldmennufn Kristínar. Skólasystkin í UF-námi KHÍ 1986-1988. Þann 30. október 1943 leit lítil stúlka dagsins ljós á Flateyri við Önundarfjörð. Hlaut hún nafnið Kristín Jónína. Foreldrar hennar voru hjónin Marsi- bil Bernharðsdóttir og Hjalti Þor- steinsson. Fyrir áttu þau hjón drengina Þorstein og Kristján Ola. Litla stúlkan ólst upp á Flateyri í einstaklega samheldinni og ástríkri fjölskyldu. Stína eins og hún var kölluð var hávaxin, bein í baki og með einstaklega fallegt rautt hár, hafði elskulega framkomu og var í alla staði glæsileg kona. Þegar Stína var tæpra sautján ára fór hún í húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði og þar hófst vinátta okkar, sem haldist hefur óslitin síðan, þótt búseta hafi að- skilið. Fjölskylda Stínu tók sig upp og fluttist til Reykjavíkur árið 1962. Var ég þá þar við nám og var vin- átta þessa góða fólks ómetanleg og alltaf var ég þar velkomin. Eftir að til Reykjavíkur var kom- ið vann Stína í nokkur ár hjá Loft- leiðum við skrifstofustörf, en fór síðan í nám við Iðnskólann í Reykjavík og varð kjólameistari. Vann hún við stjórnunarstörf á saumastofu Öryrkjabandalagsins og var henni það starf mjög hug- leikið. Síðar aflaði hún sér kennslurétt- inda og starfaði síðustu árin sem kennari við Iðnskólann. Stína eignaðist eina dóttur, Marsibil Sigríði, sem verður sextán ára í ár. Áttu þær saman afskap- lega notalegt og fallegt heimili þar sem ég átti ótal margar ánægju- stundir. Hjálpsemi og hlýja í garð t MINNINGARKORT annarra var Stínu í blóð borin og alltaf var jafnánægjulegt þegar hún hringdi og sagði: „Ég ætlaði bara að heyra í þér hljóðið.“ Þegar ég kveð elskulega vinkonu mína, vil ég þakka henni allt sem við áttum saman að sælda. Elsku Billa Sigga mín, Billa, Hjalti, Óli og Steini. Megi minning- in um Stínu Hjalta ávallt geymast. Stína Jónasar Stína er farin en minningin um hana lifir. Kynni okkar hófust haustið 1978 þegar við hófum nám í fataiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Við vorum æði mislitur hópur, en samheldinn og oft höfum við hist og átt saman góðar stundir í gegn- um árin. Þegar við minnumst Stínu kemur margt ljúft upp í hugann, fyrst og fremst var hún tryggur og góður vinur, það er sárt að þurfa að kveðja hana en við vitum að henni er vel tekið hvar sem hún kemur. Elsku Billa, hugur okkar allra er hjá þér. Við sendum þér, foreldr- um hennar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinkonur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sát mína leiðir mig á rétta vep, fyrir sakir nafns síns. (23. Davíðssálmur.) Á hásumardegi, þegar náttúran skartar sínu fegursta og við fyll- umst aðdáun og trú á sköpunar- mátt lífsins, er fyrii-varalaust kölluð á brott frá ástvinum sínum frænka mín, Kristín Hjaltadóttir. Hún sem bar svo sterk einkenni þroskandi lífs og hafði svo mikið að gefa og margs að njóta í þessu lífi. Okkur er trúlega ekki ætlað að skilja allar ráðstafanir almættis- ins, aðeins að trúa og þakka það góða sem okkur er gefið. Líf Kristínar var stór gjöf, það vita best hennar nánustu ættingjar og vinir, gjöf sem aldrei verður frá þeim tekin. Svo heilsteypt, hugul- söm og hlý sem hún var verður hún ógleymanleg þeim sem áttu við hana kynni. Þeir sem kynntust Kristínu fundu fljótt hve hlýtt og einlægt samband var milli hennar og foreldra og bræðra, og þeim varð um leið ljóst á hvaða grunni farsæld hennar og gleði stóð. Á heimili foreldra hennar, Marsi- bilar Bernharðsdóttur og Hjalta Þorsteinssonar, má segja að hafi verið stunduð sú mannrækt sem skilar sér til komandi kynslóða. Við frændsystkinin minnumst með aðdáun og þökk samveru- stunda á heimili þeirra þar sem amma okkar naut einnig umhyggju og ástúðar til hinstu stundar. Kristín hlaut þannig í vöggugjöf og uppeldi svo marga góða kosti sem hún ræktaði og bætti stöðugt við. Hún gaf sér jafnframt tíma til að hlúa að öðrum og þá ekki síst eldra fólkinu í fjölskyldunni. Dóttirin unga, Marsibil Sigríður, var hennar stærsta gjöf og til henn- ar hugsum við sérstaklega með bæn um styrk. Sorgin má ekki hindra framgang lífsins. Blessuð sé minning frænku minnar, ég bið Guð að gefa ástvin- um hennar öllum styrk og kraft. Þóra Alberta Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.