Morgunblaðið - 29.07.1989, Side 2
2
««€1 um sg& tjKSAiavrrroaoM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
Hagvirki:
Viðræður við ráðuneyt-
ið hefjast eftir helgina
Vilji til að afstýra lokun fyrirtækisins
VILJI er til að athuga fleiri möguleika í máli Hagvirkis en beinar
peningagreiðslur þannig að ekki þurfí að koma til lokunar fyrirtækis-
ins. „Eg geri ráð fyrir að viðræður við fjármálaráðuneytið hefjist
strax eftir helgi,“ sagði Jóhann Bergþórsson, framkvæmdasfjóri
Hagvirkis, við Morgunblaðið, en hann átti viðræður við Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra um málið. Mál Hagvirkis var rætt á
ríkissfjórnarfundi í fyrradag í ljósi bréfs VSÍ til stjórnarinnar.
reka mál Hagvirkis fyrir dómstól-
í bréfi Vinnuveitendasambands-
ins kemur fram að mikilvægt sé
að fá vitneskju um hvort ríkissfjórn-
in telji 4. gr. laga um raforkuver
taka til söluskatts. Ákvæðið kveður
á um að virkjunaraðili sé undanþeg-
inn gjöldum í ríkissjóð vegna bygg-
ingarframkvæmda. Jóhannes Berg-
þórsson segir að bæði Hagvirki og
ríkið vilji fá úrskurð um óvissu-
þætti í lögum, hann hljóti því að
Gengið lækk-
að meira en
gert var ráð
fyrir í vor
- segir Örn Frið-
riksson vara-
forseti ASÍ
ÖRN Friðriksson, annar vara-
forseti Alþýðusambands Is-
lands, segir að gengislækkan-
ir að undanförnu hafi verið
meiri en gert hafi verið ráð
fyrir þegar kjarasamningar
voru gerðir í vor. Hann segir
að í næsta mánuði muni for-
ysta Alþýðusambandsins meta
áhrif gengislækkananna og
ákveða hvort gripið verði til
einhverra aðgerða vegna
þeirra.
Om sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Alþýðusambandið
myndi í næsta mánuði reyna að
meta, hver áhrif gengislækkan-
imar hefðu á launakjörin, en
ljóst væri að allar gengislækkan-
ir leiddu til verðhækkana þar
sem grunnverð erlendrar vöru
hækkaði og milliliðakostnaður
ykist í kjölfar þeirra.
„Við viljum að staðið verði
við þær yfirlýsingar um aðhald
í verðlagsmálum, sem gefnar
voru þegar kjarasamningamir
voru gerðir,“ sagði Öm. „Það
hefur ekki verið gert nema að
óverulegu leyti og í rauninni
aðeins þegar launþegasamtökin
hafa gripið til aðgerða eins og
að hvetja fólk til að kaupa ekki
mjólk og bensín. Við munum að
sjálfsögðu meta hvort þörf er á
að halda slíkum aðgerðum
áfram.“
um.
í bréfi VSÍ koma fram efasemdir
um gildi reglna um innheimtu sölu-
skatts. Deilt er á að óljóst sé hvað
sé undanþegið söluskatti og hvað
ekki. Þá segir orðrétt: „Atvinnu-
reksturinn hlýtur að eiga kröfu á
því að þær reglur sem settar eru
um skyldu fyrirtækja til innheimtu-
starfa fyrir ríkissjóð séu þolanlega
skýrar og í samræmi við lög.“ Fjár-
málaráðuneytið hefur þennan hluta
bréfsins til athugunar að sögn Jó-
hanns.
í lokakafla bréfs VSÍ er áréttað
reglugerðarákvæði um að jafnræðis
beri að gæta við meðferð gjaldenda
vegna vanskila söluskatts. Að
síðustu ítrekar VSÍ samstarfsvilja
sinn við stjórnvöld um endurskoðun
á skattamálum fyrirtækja og viða-
mikilli innheimtu þeirra á opin-
berum gjöldum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Eimskipafélagið hefur tekið í notkun nýja gáma til hrossaflutninga. Fyrstu hrossin voru flutt úr landi
í þeim i nótt.
Nýir gámar til hrossaflutninga
EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefiir tekið i notkun nýja gáma til flutnings á
hrossum og í nótt voru fyrstu 24 dýrin flutt með þeim úr landi áleið-
is til Svíþjóðar. Gámarnir eru hannaðir með það fyrir augum að
bæta aðbúnað dýranna og eru meðal annars yfirbyggðir í þeim til-
gangi.
Gunnar Arnason, hrossaútflytj-
andi, segir að mun betur fari um
dýrin í nýju gámunum; þeir séu
yfirbyggðir og veiti því meira skjól.
Þeir séu í rauninni færanleg hest-
hús. Nefndi hann meðal annars, að
mun auðveldara væri að koma
hrossunum í nýju gámana heldur
en þá gömlu.
Hross eru flutt úr landi sjóleiðis
yfir sumarið en með flugvélum á
öðrum árstímum. Víðir Aðalsteins-
son, verkstjóri hjá Eimskipafélag-
inu segir, að frá því í vor hafi félag-
ið flutt 170 hross, aðallega til
Svíþjóðar og Þýskalands.
Bandaríkjamemi kosta nýja
vatnsveitu á Suðurnesjum
Varnarliðið fær vatn án sérstakra greiðslna í 15 ár
Bandaríkjamenn kosta gerð nýrrar vatnsveitu á Suðurnesjum og
greiða til þess rúmlega hálfan milljarð króna, samkvæmt samkomu-
lagi sem utanríkisráðherra hefiir gert við bandarísk stjómvöld.
Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli fær neysluvatn næstu 15 árin án
sérstakra greiðslna en að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir því að
það muni greiða fyrir vatnið til jafiis við aðra. Ráðherra undirritaði
í gær samning við Vatnsveitu Suðurnesja um lagningu veitunnar
og rekstur hennar.
Bæjaiyfirvöld í Njarðvík og
Keflavík stofnuðu sameignarfélagið
Vatnsveitu Suðumesja í byijun
þessa árs. Stjórnarformaður fyrir-
tækisins er Oddur Einarsson, bæj-
arstjóri í Njarðvík og framkvæmda-
stjóri er Hannes Einarsson, formað-
ur bæjarráðs í Keflavík.
Kostnaður við gerð nýju vatns-
veitunnar er áætlaður 465 milljónir
króna og hefur verið samið við
bandarísk stjómvöld um greiðslu
þeirrar upphæðar. Auk þess munu
Bandaríkjamenn greiða kostnað
vegna þjálfunar starfsmanna og
byijunarreksfrarkostnað upp á 58
milíjónir króna.
Hönnun vatnsveitunnar er nú á
lokastigi. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist á þessu ári og að
þeim Ijúki um mitt næsta ár. Borað
verður eftir vatni í svokölluðum
Lágum, norðvestur af Svartsengi
og verður vatnið leitt í leiðslum í
miðlunartank fyrir ofan byggðina í
Njarðvík og Keflavík. Veitt verður
vatni til þessara tveggja byggðar-
laga og flugvallarsvæðisins, en auk
þess er gert ráð fyrir að önnur sveit-
arfélög á Suðurnesjum geti tengst
veitunni.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Oddur Einarsson,
stjómarformaður Vatnsveitu Suðumesja, takast í hendur eftir undir-
ritun samkomulagsins.
Ferðafélag-
anum dreift
Kristján Ólafsson, sölumaður
og neytendafrömuður, gekk í
gær í lið með lögreglunni og
aðstoðaði hana við dreifingu
bæklingsins Ferðafélagans, sem
íþróttasamband lögreglumanna
gefur út. í bæklingnum er meðal
annars að finna ábendingar til
ferðamanna. Lögreglan segir að
vegfarendur megi búast við því
hvenær sem er að verða stöðvað-
ir af lögreglu, sem afhendi þeim
Ferðafélagann að undangeng-
inni athugun á ástandi bíis, öku-
manns og farþega. Bömin í
bílnum fá raðspil frá Tannvernd-
arráði. Ferðafélaginn fæst einn-
ig gefinn á nær öllum lögreglu-
stöðvum landsins.
Norðurlandamótið í skák:
Guðfríði gengur vel
GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir
gerði í gær jafiitefli við alþjóðlega
meistarann Bener frá Svíþjóð á
Norðuriandamótinu í skák í Finn-
landi og er nú með 3 'A vinning og
í 3. sæti. Höiberg frá Danmörku
hefúr þegar sigrað í kvennaflokki
með 5/2 vinning, i 2. sæti er Dahl
frá Noregi með 4 vinninga og þær
tefla saman í síðustu umferð. Sigri
Höiberg í þeirri skák og Guðfríður
í sinni öðlast báðar þátttökurétt á
millisvæðamóti kvenna.
Engin breyting varð á stöðu efstu
manna í karlaflokki. Margeir Péturs-
son gerði jafntefli við Jón L. Áma-
son, Helgi Ólafsson samdi um jafn-
tefli við sænska stórmeistarann
Schussler og jafntefli varð einnig hjá
Jouni Yrjöla og Simen Agderstein.
Þeir fjórmenningar hafa allir hlotið
sjö vinninga eftir tíu umferðir.
í meistaraflokki tefla tveir íslend-
ingar. Lárus Jóhannesson vann skák
í gær og hefur 5 vinninga en Tómas
Bjömsson gerði jafntefli og hefur
4% vinning.
Undirmenn
samþykkja
UNDIRMENN á farskipum hafa
samþykkt, nýgerða kjarasamn-
inga með 50 atkvæðum gegn 36.
Atkvæði greiddu 87 og er það um
82% af stöðugildum innan flotans
en 86 atkvæði komu upp úr kassan-
um og hafði eitt atkvæði ekki skilað
sér.