Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 3 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Hafísinn er nú kominn á siglingaleiðir norður af landinu. Hafls kominn í strandstrauma Skemmtiferðaskipum ráðlagt að fara austur fyrir land HAFÍS er nú á siglingaleiðum við Horn og á austanverðum Húna- flóa. ísinn er þar með kominn í strandstrauma og hreyfist væntan- lega suður á bóginn í norðan- og norðvestanáttinni, sem ríkjandi verður næstu daga. Hafísdeild Veðurstofunnar hafa borist fregnir bæði af hafísspöng- um og eins af stökum jökum á sigiingaleiðum og hefur tveimur skemmtiferðaskipum, sem vænt- anleg eru um helgina, verið ráðlagt að fara heldur austur fyrir landið til Akureyrar í stað þess að fara vestur fyrir landið af ótta við hafís- inn. Annað skipið er portúgalskt og hitt sovéskt. „Það er ekki svo að skilja að siglingaleiðin sé ekki opin, en ef skipin eiga þangað ekkert sérstakt erindi, þykir réttast að benda þeim á að velja sér aðra leið á áfanga- stað,“ sagði Þór Jakobsson, deild- arstjóri hafísdeildar, í samtali við Morgunblaðið. ísspöng, sem er um ein míla á breidd, liggur þijár til ijórar sjómíl- ur út af Drangaskarði á Ströndum. Rekís tekur þar við og liggur aust- ur úr. Þór sagði að ísspöngin væri þétt og því væri varasamt að sigla í gegnum hana. Full ástæða sé fyrir sjófarendur að fara varlega. Þá liggur ísspöng í tíu sjómílna Álit alnæmislækna: fjarlægð frá Kolbeinsey, sam- kvæmt fréttum sem bárust frá Landhelgisgæslunni í gær. ísinn þar liggur í norðnorðvestur og þaðan í norðvesturátt. í austurátt sést ís í radar, einnig í um tíu sjómílna fjarlægð. Þór segir að hætta sé á að meiri hafís berist hingað frá sjálfu Græn- landssundi ef norðvestlægar og vestlægar áttir ætla að vera ríkj- andi næstu daga, eins og spáin bendir til. Fimmmenningarn- ir við Sljörnubíó: Þrír við bíó- ið af slysni Innbrotsþjófarnir fímm, sem handteknir voru við Stjörnubíó aðfararnótt miðvikudagsins, hafa játað við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglunni að hafa átt þátt í nokkrum smáinn- brotum. Bæði var um að ræða innbrot þessa sömu nótt og eldri mál. Eins og kunnugt er af fréttum voru þeir handteknir við Stjörnubíó í tveimur hollum, fyrst tveir og hálftíma síðar þrír. Við yfirheyrslur hjá RLR kom í ljós að þeir þrír, sem handteknir voru síðar, ætluðu sér ekki að bijótast inn í Stjörnubíó. Sá hópur ætlaði sér inn í söluturn á Barónstíg. Hins vegar fældust þeir frá því innbroti vegna mannaferða og leituðu sér skjóls bak við Stjörnubíó. íbúar þeir í nágrenninu, sem létu vita af fyrra innbrotinu, voru ekki sofnaðir aftur er þeir urðu varir við þremenningana. Létu þeir lögregluna því aftur vita sem kom á staðinn og hirti þessa sein- heppnu þjófa. Ströng gæsla á Laugarvatni um verslun- armannahelgi STRÖNG gæsla verður á tjald- og hjólhýsasvæðum við Laugar- vatn um verslunarmannahelg- ina til að afstýra ónæði. Fjöldi tjalda verður takmarkað- ur í samræmi við reglugerð og öllum sem óvirða reglur og til- mæli starfsmanna tafarlaust vísað af svæðinu. í fréttatilkynningu segir að á Laugarvatni sé áhersla lögð á þjónustu við fjölskyldur og fastagesti. Boðið sé upp á margs konar þjónustu við ferðafólk því til afþreyingar, svo sem báta, hesta, seglbretti, mini-golf, gufu- bað og sund. Gönguleiðir í ná- grenninu ,séu við hvers manns hæfi. í grein Læknablaðsins er rakið hvernig staðið hefur verið að fræðslu um alnæmi hér á landi frá árinu 1983. Tvær skoðanakannan- ir voru gerðar árið 1987 til þess að meta þekkingu og viðhorf ís- lendinga til alnæmis. Af niðurstöð- um þeirra er ljóst að staðfestar smitleiðir alnæmis, þ.e. smit við kynmök, frá blóði sýktra einstakl- inga og við samnýtingu sprautuná- la, eru vel þekktar. Hins vegar töldu margir, um 60%, alnæmi geta smitast eftir öðrum leiðum, t.d. með kossum. Sigurður Guðmundsson læknir telur næsta skref í alnæmisfræðslu vera rannsókn á kynhegðun og atferli íslendinga. „Svo að áfram- haldandi fræðsla beri tilætlaðan árangur þarf að vera ljóst að hveij- um hún á að beinast og hvernig henni verði best komið til skila. Einungis þannig má eyða fordóm- um og breyta viðhorfum og kyn- ferðislegu atferli almennings," sagði Sigurður. „Mjög lítið er vitað . liií um kynlífshegðun íslendinga, t.d. hversu margir eru gagnkynhneigð- ir og hve algengt fjöllyndi sé. Al- næmi er alvarlegasti faraldur síðari tíma og upplýsingar sem þessar hefðu mikið gildi í barát- tunni gegn sjúkdómnum.“ Sigurður kveður rannsókn á kynlífshegðun nauðsynlega svo að hægt sé að meta hvort árangur fræðslunnar komi fram í breyttu atferli og viðhorfum til alnæmis. „Unnið hefur verið að undirbúningi slíkrar könnunar með Félagsvís- indastofnun en nú er þetta mál í biðstöðu þar sem ekki fæst fé til rannsóknarinnar,“ sagði Sigurður. Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrun- arfræðingur hjá Landlæknisem- bættinu og einn höfunda greinar- innar, tekur í sama streng og telur niðurstöður rannsóknar á kynlífs- hegðun íslendinga geta nýst vel við skipulagningu forvarna. Að- spurð sagði Vilborg alnæmis- fræðsluna vera síst minni nú en áður þó væri reynt að leggja .Ttoshíit uL i.Jlo nartinniv ciit Keppt á heimasmíðuðum tryllitækjum Lokadagar Vinnuskóla og leikjanámskeiða æskulýðsráðs Haftiarflarðar voru í gær og fyrradag. Hið árlega kassabílarall á Linnetsstíg fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. „Fífldjarfír ökuþórar þreyta keppni á heimasmíðuðum tryllitækjum", stóð í auglýsingu æskulýðsráðs. Nauðsynlegt að kanna kynlífshegðun Islendinga NAUÐSYNLEGT er að kanna kynlífshegðun og atferli íslendinga áherslu á aðra þætti en í upphafi, ranghugmyndum um smitleiðir svo að betur megi sjá til hvaða þjóðfélagshópa fræðsla um alnæmi t.d. reynt að eyða fordómum og sjúkdómsins. þarf helst að ná. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem reynt er að meta árangur alnæmisfræðslu á íslandi til þessa. Sigurður Guðmundsson læknir er einn höfunda greinarinnar og segir hann slíka rannsókn nauðsynlega svo að hægt sé að beina fræðslunni sérstaklega til þeirra sem eru í áhættuhópum. Auk þess sé lítið vitað um kynhegðun Islendinga og gæti slík könnun veitt mikilvægar upplýsingar um kynferðislegt atferli landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.