Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 4
4 MORGUNBLíAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 Tillögur neftidar um rekstur Þjóðleikhússins: Framkvæmdastj óri verði ráðinn að húsinu sem fyrst Þjóðleikhúsið greiði ekki 240 milljóna króna skuld við ríkið NEFND um rekstur Þjóðleikhússins hefúr skilað áfangaskýrslu þar sem meðal annars er lagt til að framkVæmdastjóri verði ráðinn til Þjóðleikhússins sem fyrst og að 240 milljóna króna skuld stofnunar- innar við ríkissjóð verði látin niður falla. Enn fremur er lagt til að það sem eftir er þessa árs verði leikrit einungis sýnd á stóra svið- inu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði 5 manna nefnd um rekstur Þjóðleikhússins 13. júní sl. í henni sitja Haukur Ingibergs- son frá flárlaga- og hagsýslustofhun, Friðrik H. Friðriksson og Sigr- ún Valbergsdóttir frá menntamálaráðuneyti og ívar H. Jónsson og Gísli Alfreðsson firá Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðherra kynnti árin 1979 til ’81. Sé borinn saman áfangaskýrsluna á fundi í gær, ásamt Hauki Ingibergssyni, for- manni nefndarinnar, og Guðrúnu Ágústsdóttur, aðstoðarmanni ráð- herra. Fram kom f máli Svavars Gestssonar að Þjóðleikhúsið hefði á undanförnum árum átt við veruleg- an rekstrarvanda að stríða. Engum einum aðila væri þar um að kenna. í skýrslunni kemur fram að meðal- kostnaður við hveija uppfærslu Þjóðleikhússins hafi verið tæplega helmingi hærri árin 1986 til ’88 en fjöldi sýningargesta sömu ár kemur í ljós að þeim hefur fækkað um 22%. Nefndin telur að taka þurfi alla þætti rekstrar Þjóðleikhússins til gagnrýnnar endurskoðunar. Byggja þurfi reksturinn á rekstrar- og starfsáætlunum og tryggja að hann fari að fjárlögum og sé eins hag- kvæmur og unnt er. Bent er á að samsetning starfsliðs sé óhagkæm. Fjöldi tæknimanna sé ekki í sam- ræmi við fjöida leikara og aldurs- samsetning leikarahópsins sé óhag- kvæm. Lagt er til að ráðinn verði fram- kvæmdastjóri til Þjóðleikhússins sem fyrst og hafi hann það verk- efni að styrkja rekstur og fjármála- stjórn leikhússins. Gert er ráð fyrir að nefndin geri tillögu um mann í starfið og verði ráðið í stöðuna strax í næsta mánuði. Þá mun einnig valið hvaða leið skuli farin í rekstri Þjóðleikhússins út þetta ár. Nefndin varð sammála um að leggja til við ráðherra að leikstarfsemi verði að- eins á stóra sviðinu og þar verði sýnd 4 leikrit. Þau eru Haustbrúð- ur, Óvitar, Oliver og Fjölskyldufár- ið. Verði þessi leið valin mun samt vanta 60 til 70 milljónir króna til að endar nái saman í árslok. Skuld Þjóðleikhússins við ríkis- sjóð frá síðastliðnum 4 árum er tæplega 240 milljónir króna. Það er álit nefndarmanna að óraunsætt VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 29. JULI YFIRLIT í GÆR: Skammt austur af landinu er heldur minnkandi 993 mb lægð, sem þokast austnorðaustur. Á morgun hlýnar nokk- uð í veðri, einkum norðvestan til. SPÁ: Fremur hæg norðan og norðvestanátt. Skúrir um norðanvert landiö, en skýjað og úrkomulítið eða úrkomulaust annarsstaðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Hæg vestanátt. Skýjað og lítilsháttar súld á annesjum vestanlands en annars þurrt. Léttskýjað um allt austan- vert landið. Hlýnandi veður og hlýjast á Austur- og Suðausturlandi. HORFUR Á MÁNUDAG:Hæg norðvestanátt, smáskúrir á annesjum norðanlands en léttskýjað á Suður- og Austurlandi. Fremur milt. s, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■# # * * * * * Snjókoma ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’ , > Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hití veður Akureyrl 8 súld Reykjavík 8 rigning Bergen 15 skýjað Helsinki 26 léttskýjað Kaupmannah, 20 skýjað Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 5 skýjað Osló 21 skýjað Stokkhólmur 21 hálfskýjað Þórshöfn 10 skúr Algarve 28 léttskýjað Amsterdam vantar Barcelona 29 místur Berlín 22 léttskýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 27 léttskýjað Frankfurt 22 háifskýjað Giasgow 17 mistur Hamborg 18 skýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 24 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 21 léttskýjað Madríd 35 heiðskírt Malaga 30 heiðskírt Mallorca 31 hálfskýjað Montreal 20 skýjað New York 25 mistur Orlando 25 þokumóða Parfs 24 hálfskýjað Róm 31 heiðskírt Vfn 22 skýjað Washington 25 mistur Winnipeg vantar Morgunblaðið/Þorkell Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Haukur Ingibergsson, for- maður nefhdar um rekstur Þjóðleikhússins, stinga saman nefjuin á blaðamannafundi um rekstur Þjóðleikhússins í gær. Guðrún Ágústs- dóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, fylgist með. sé ’ að ætla að Þjóðleikhúsið geti hæðin verði tekin inn í næstu auka- greitt þessa skuld á næstu árum fjárlög og skuldin jöfnuð með því af sjálfsaflafé eða framlögum og framlagi að fengnu samþykki Al- gera þeir að tillögu sinni að upp- þingis. Urquell seldist upp á 10 dögum TEKKNESKI bjórinn Pilz Ur- quell er nú uppseldur hjá Áfeng- is- og tóbaksverslun rikisins. Sala tékkneska bjórsins hófst fyrir tiu dögum og hefur hann á nokkrum dögum náð mestum vinsældum hjá viðskiptavinum í vínbúðinni Heiðrúnu, verslun ÁTVR við Stuðlaháls, en þar er hann ein- ungis seldur. Þór Oddgeirsson, sölustjóri ÁTVR, segir að þetta hafi verið fyrsta sendingin, sem komið hafi til landsins af tékkneska bjórnum, en búið væri að leggja inn pöntun fyrir þeirri næstu. Ovíst er hvenær von er á henni, en það ætti ekki að taka marga daga, sagði Þór. Einar Jónatansson, sölustjóri í Heiðrúnu, sagði að síðasti kassinn af Urquell hafi verið seldur í hádeg- inu í gær. „Þessi bjór hefur verið vinsælastur hér í búðinni síðan hann kom á markaðinn. Ég veit ekki neina einhlíta skýringu á því, en viðskiptavinir tala um að hér sé á ferðinni hinn eini sanni pilsner." Pilz Urquell er 4,1% að styrkleika og hefur lág áfengisprósenta fælt suma viðskiptavini frá því að kaupa hann. Hugsanlega yrði bjórinn enn vinsælli ef hann væri örlitið sterk- ari, að sögn Einars. Þór sagði að komið hefðu tæp- lega þúsund kassar af Urquell til landsins. Þeir innihéldu um það bil sjö þúsund lítra. Prófarkales- urum sagt upp á Tímanum TÍMINN hefiir sagt upp tveimur af þremur prófarkalesurum sínum. Einn mun starfa áfram og verður hlutverk hans að lesa yfir fyrirsagnir á kvöldin. Að sögn.Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóri blaðsins, er ætl- unin að draga úr prófarkalestri í tengslum við breytingar á tölvu- kerfi blaðsins. Inn í kerfið væri nú kominn „leiðréttingapúki“, sem tæki fyrir vissar villur og einnig væri væntanlegt fullkomið orðskipt- ingaforrit frá Háskólanum, sem ætti að fækka skiptingarvillum. Auk þess væri ætlast til þess að blaðamenn læsu vel yfir efni sem þeir sendu frá sér. Sagði Kristinn að lokum, að þrátt fyrir þessar breytingar yrði áfram lögð áhersla á að gefa Tímann út á góðu íslensku máli. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Bifreiðin sem brann er gjörónýt og hin bifreiðin er töluvert skemmd. Borgarfl örður: Bifreið brann til kaldra kola Hvanntúni í Andakíl ALLHARÐUR árekstur tveggja bíla varð á fóstudagsmorgun á vegin- um sem áður var þjóðvegur nr. 1, rétt vestan Eskiholts í Borgar- hreppi. Við áreksturinn kviknaði í annarri bifreiðinni og varð ekki við eldinn ráðið og brann allt í bílnum sem brunnið gat. Tildrög voru þau að bifreið úr sakaði ekki. vesturátt lenti í lausamöl og öku- maðurinn missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún lenti á annarri bifreið sem á móti kom. Áreksturinn olli því að samstundis kviknaði í bílnum sem var á leiðinni út af veginum. Allir farþegar, tveir í hvorri bifreið, voru í bílbeltum og Það vildi svo illa til að ekki náð- ist samband við síma lögreglunnar i Borgarnesi fyrr en eftir fimmtán minútna hringingar og var þá létt verk fyrir slökkviliðið að slökkva í glæðunum þegar það kom rúmri klukkustundu eftir áreksturinn. - DJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.