Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 11

Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 11 Philippe Cazal: Hann á verk á sýningnnni Al- þjóðleg nútímalist sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, er franskur og heitir Philippe Cazal. íslensk sljórnvöld buðu honum hingað til lands í tilefhi þessarar sýningar. „Mér hefði aldrei dottið í hug að koma hingað að eigin frumkvæði," segir hann. „Belgía er nyrsta landið sem ég hef komið til í Evr- ópu fram að þessu." Honum segist ekkert hafa iitist á sig lyrst og það var ekki bara vegna veðursins. „Húsin hérna í Reykjavík eru hræðiieg. En náttúran er stórkost- leg og ég gæti vel hugsað mér að ferðast meira um landið.“ Philippe Cazal lauk námi frá Art Décoratif í París árið 1973. Tveimur árum seinna gekk hann til samstarfs við hóp listamanna sem kallaði sig „Un tel“. „Nafnið er mjög táknrænt, en „un tel“ getur þýtt staða eða stell- ing. Hópurinn stóð fyrir allskyns uppákomum og gjömingum, en ein- staklingarnir innan hans unnu líka sjálfstætt. Uppákomur hópsins vöktu talsverða athygli, sem sést kannski best á því að nú geta nemendur í frönskum listaskólum valið að starfa í hópum sem kallaðir eru „un tel“. Mér finnst það skondið því það era níu ár síðan hópurinn okkar hætti. Ein minnisstæðasta uppákoma hópsins í mínum huga, var í Louvre-safninu 1978. Þar er alltaf mikið af ferðamönnum og við voram með sýningu á ferðamannatískunni. Við vorum öll eins klædd, í hvítum fötum sem búið var að þrykkja á orðið ferðamaður (tourist) í mörgum litum og með mismunandi letri. Við límdum svo á okkur miða með nöfn- unum okkar og fengum unga konu með fágaða rödd til að kynna fatnað- inn eins og gert er á tískusýningum. Uppátækið hlaut góðar undirtektir viðstaddra. Ég stóð líka einn fyrir uppákomu í bæ skammt utan Parísar. Eg stóð innst á svæði sem opnaðist í áttina frá mér með áhorfendur í eins kíló- metra fjarlægð. Frá þeim séð var ég því pínulítill. Síðan hélt ég á kalltæki sem ómaði setningu sem ég hafði yfir aftur og aftur til áhorfenda: „Ég hef glatað tíma mínum, ég hef glatað tíma mínum“ (je perd mon temps).“ Frá því tel-hópurinn hætti hefur Cazal starfað einn. Hann skírskotar oft til auglýsinga í verkum sínum og um það segir hann: „Ég vil gera list- ræna hluti sem fólki finnst það hafa séðáður. Ég hef nokkuð lengi gert verk í svipuðum anda, þar sem ég leik mér með myndir og titla. Öll verkin mín bera titla sem hafa tvöfalda merk- ingu. Ég hef gaman að tvíræðni og einnig því að stilla upp andstæðum." „Modele Sculpture du Salon.“ Viður klæddur gerv- ileðri og fjög- ur kampavíns- glös. I BMW 3-línunni eru annarsvegar 2ja og 4ra dyra bílar og hinsvegar 5 dyra Touring skutbíl- ar. Þú borgar minnst fyrir BMW i 2ja dyra út- færslunni, en hann kostar álíka og litill jap- anskur bíll með sérútbúinni vél. Munurinn er mikill milli BMW og japanskra bíla, og dæmi þá hver fyrir sig. Einkenni BMW eru þau sömu í öllum útfærsl- um. Hann er aflmikill, hefur frábæra akstureig- inleika og snerpu sem þú getur treyst þegar mest á reynir. Fjöörunin og annar tæknilegur útbúnaöur er fyrsta flokks enda hér á ferðinni bíll sem er gerður fyrir kröfuharða kaupendur. Þaö er eftirsóknarvert að eiga og aka BMW, þess vegna viljum við gera okkar ítrasta til að þú njótir þess besta, og eignist BMW. Þér er hér með boðið að koma og reynsluaka BMW 3-línunni eða öðrum BMW bílum, þiggja hjá okkur veitingar og ræða við sölumenn um hagstæða greiðsluskilmála. Viljir þú að við tökum gamla bílinn sem greiðslu upp í nýjan BMW, skaltu hiklaust notfæra þér skiptitilboðið okkar sem auðveldar þér að eignast BMW á góðum kjörum. BMW 3161, 2ja dyra kostar frá kr. 1.227 þúsund. Bílaumboðið selur einnig notaða BMW. Leitaðu upplýsinga hjá sölumönnum. Njóttu þess besta, — eignastu BMW. ÞAÐ ER EINFALT MÁL AÐ SEMJA VIÐ OKKUR. Bílaumboðiö hf Krókhálsi 1, Reykjavik, sími 686633 Einstakur bíll ffyrir kröfuhurðo. áletranir sem merkt geta annað en þær í fljótu bragði virðast gera. Sýnt í tímariti Síðustu fimm árin hefur Philippe Cazal notið velgengni á alþjóðavett- vangi og hefur hann í nógu að snú- ast við að þeytast á milli sýninga í Evrópu og Bandaríkjunum. En hann segist þó eyða mestum tíma sínum í vinnu. Framundan hjá honum á þessu ári era samsýningar í Hamborg, á Kor- síku, í París, Mílanó og Bologna og einkasýning í Brassel. Cazal gefur sér reyndar einnig tíma til að gefa út tímarit, með um- fjöllun um listir, sem hann ritstýrir jafnframt. Það heitir Public og kom út í fjórða sinn fyrr á þessu ári. Út- gáfan hófst árið 1984 og er því óhætt að segja að eintök af tímarit- inu séu sjaldgjæf. „Hugsunin á bak við tímaritið er að gefa það út þegar þess er þörf. Síðasta heftið er helgað Frakklandi og er það sett upp eins og sýning. Ljósmyndirnar vora tekn- ar sérstaklega fyrir þessa „sýningu". Þetta er nokkurskonar leikur, „sýn- ingin“ bytjar einhvers staðar framar- lega, tekur nær allt plássið, en aftast er „bókabúð“, eins og á söfnum, þar sem era ljósmyndir af verkum nokk- urra listamanna í viðbót við þá sem taka þátt í „sýningunni". Hluti verksins „La magie du succés". Morgunblaðið/Þorkell Philippe Cazal Kampavín og velgengni Á sýningu sem Cazal hélt í Barbic- an Center í London á síðasta ári var meðal annars verk sem hann kallar „La magie du succés" (Töfrar vel- gengninnar). Það vora sex ljósmynd- ir, allar af stúlku með kampavínsglas og -flösku og manni að kyssa á háls- inn á henni. Stúlkan á myndunum var aldrei sú sama, en myndunum var stillt upp eins og auglýsingu í verslunarglugga. Fyrir ofan hveija mynd var merkið með nafni Cazals, sem hann lét auglýsingastofu hanna sérstaklega fyrir sig, en fyrir neðan mótaði fyrir dökkum útlínum af kampavínsflösku og -glasi þar sem stóð „L’Artiste dans son milieu". „L’Artist dans son milieu" er Caz- al sjálfur, þar sem hann er ekki að- eins stjórnandi, heldur einnig gjaman í aðalhlutverki í verkum sínum. „Það er erfitt að þýða „milieu,“ segir hann. Orðið hefur þijár mismunandi merkingar í frönsku." Philippe Cazal vinnur þannig að hann gerir nákvæmar teikningar af hugmyndum sínum en fær síðan fag- menn, hvern á sínu sviði, til að fram- kvæma þær. „Auglýsingaáhrifin koma enn betur fram þegar vérkin era unnin af iðnaðarmönnum. Ef um er að ræða ljósmynd til dæmis, þá sé ég um uppstillinguna en fæ Ijós- myndara til að taka myndina." Sjálf- ur sést hann á öllum ljósmyndunum. Það er sama hvaða verk Cazals eru skoðuð, allsstaðar rekst áhorf- andinn á orðaleiki. Skúlptúrarnir hans heita til að mynda allir Modele- eitthvað í merkingunni „déja vu“ (séð áður) og myndir og skilti bera oft Við eram búin að kynna blaðið í Grenoble, Bologna, New York og London. Næst fer ég til Montreal, en hugmyndin er að kynna tímaritið í einum sýningarsal á hveijum stað. Salurinn leggur til borð og stóla, ég læt prentdúk á borðin og tímaritið liggur á borðunum handa sýningar- gestum. Þeir geta síðan sest niður og drakkið meðan þeir skoða „sýn- inguna“.“ Yfirskrift „sýningarinnar" í Publi c er: II n’y a pas „d’art francais" — Það er ekki til nein „frönsk list“. „Titillinn er villandi, segir Philippe, en þegar hann er lesinn sést að orðin „frönsk list“ era höfð innan gæsa- lappa. Enda á ekki að skilja þau bók- staflega, heldur er átt við að það sé ekki nein sérstök stefna eða hreyfing til meðal franskra listamanna í dag.“ MEO Mér fínnast orða- leikir skemmtilegir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.