Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUU 1989 Sætin eru þægilega stinn og halda farþegum sem ökumanni í góðum skorðum. Gott rými er í framsætum og þægilegt fyrir tvo að sitja í aftursætum. Þriðji maður- inn þar myndi þrengja nokkuð að og væri sjálfsagt ekki vinsæll á lan- gieiðum. Stillingar á sætum og ör- yggisbeltum eru góðar en ekki er laust við að mönnum finnist þeir sitja full lágt svona fyrst í stað að minnsta kosti. Það kemur þó ekki að mikilli sök því útsýni úr bílnum er ágætt. Kraftmikiil Eins og fyrr segir eru aksturseig- inleikarnir það sem BMW státar af í þessum bíl. Og hann rís alveg undir nokkru lofi þar. Sérstaklega fær hann plús fyrir kraft. í við- bragðinu úr kyrrstöðu er eins og hann sé ekki endilega mjög snöggur en þurfi að herða á í framúrakstri eða við aðrar aðstæður jafnvel á mikilli ferð er hann fljótur að auka hraðann eins og þarf. Góð gírskipt- ing auðveldar líka leikinn en þegar ekið er á helstu þjóðvegum er lítið um að skipta þurfi niður fyrir ijórða gír. Þannig má til dæmis auðveld- lega aka honum í fjórða gír upp Kamba á 90 km hraða og bæta við ef þarf. Hámarkshraðinn er upp- gefinn 198 km á klukkustund. Annað sem einkennir BMW skut- bílinn er hversu hljóðlátur hann er. Ekki er um að ræða hávaða frá vél, jafnvel ekki við mikinn snúning og vegarhljóð er óverulegt. Við akstur á íslenskum malarvegi nýtur bíllinn sín líka vel. Hann fer vel í holur og þvottabretti og fjöðrunin er stíf þannig að óvæntar sveiflur með afturendann eru naumast fyrir hendi í venjulegum akstri. Akstur á fáförnum malarvegum þar sem hryggur er hár í miðju er hins veg- ar ekki beint fyrir bíl sem þennan. Stýrið gott nema hvað það er óþarf- lega hijúft viðkomu. Eg segi ekki að það sé eins og sandpappír og víst á stýri ekki að vera gljáslípað en það þarf ekki að vera svo hrjúft. Varla þarf að fjölyrða mikið um ak'stur í borg, þar leikur allt í hönd- um bílstjórans. Með vökvastýri að sjálfsögðu og góðu útsýni og spegl- um er bíllinn næsta auðveldur í meðförum og þetta finnur bílstjóri eiginlega strax og hann sest undir stýri. Það er eins og hann kannist við þetta allt. Dýr ánægja BMW 320i skutbíllinn er vel bú- inn og vandaður bíll. Frágangur er góður og í farangursrými er verk- færum þægilega fyrir komið í hólfi og bæta má fleira smádóti við í annað hliðarhólf. Þessi gerð kostar kringum 1.840 þúsund krónur sem er allmikið verð fyrir fjölskyldu- bílinn. Fyrir þetta verð fæst hins vegar ýmislegt. Fyrst og fremst má ítreka ánægju í akstri í þessum hljóðláta og kraftmikia bíl bæði á malarvegum og malbiki. Þá er vagninn traustvekjandi og vandað- ur eftir stutta viðkynningu og kringum 600 km akstur. Ný bók um bílaviðgerðir Bíllinn minn heitir ný bók sem Vaka-Helgafell hefur gefið út. Eins og nafnið bendir til ijallar hún um bílinn, er handbók með hagnýtum upplýsingum varðandi rekstur og viðhald bíla. Bókin er gefin út í samvfnnu við Félag íslenskra bif- reiðaeigenda og er eftir Anders Gustafsson en Jóhannes Jóhannes- son tæknifræðingur hefur þýtt hana og staðfært. Fyrsti kaflinn fjallar um ýmis almenn atriði varðandi rekstrar- kostnað, viðgerðir, verkfæri og þess háttar. Næsti ijallar um hreyfilinn og eru þar útskýrð ýmis atriði um hvemig hann vinnur, smurkerfi, eldsneytiskerfi, kælingu og fleira. Þá er sérstakur kafli um rafkerfi og annar um kveikjukerfið. Aflrás heitir næsti kafli og síðan koma kaflar um hjól og fjaðrabúnað, stýr- isgang, hemla og að endingu eru kaflar um umhirðu, viðhald og bil- analeit. Auk þess sem ijallað er um efnið í texta eru birtar' myndir og teikn- ingar til frekari skýringar. Þá er skrá yfir efnisatriði bókarinnar svo að auðvelt ætti að reynast að fletta beint á viðkomandi síður. Sé orðið viftureim tekið sem dæmi er bent á kafla þar sem ijallað er um skipt- ingu og strekkingu viftureimar og síðan hvar minnt er á hana sem nauðsynlegan varahlut í bílnum. Listinn er þó fremur knappur og aðeins birt þau orð sem notuð eru í bókinni. Leiti maður til dæmis að orðinu hljóðkútur eða pústkerfí eru þau ekki fyrir hendi heldur er rætt um útblástur og hvernig skipta megi um útblásturskerfi. Lýsingar á viðgerðum eru stuttar og laggóðar og tekið er fram hvað þarf að hafa við hendina af verk- færum og varahlutum og síðan lýst stig af stigi hvernig menn skuli bera sig að. Þessi bók er því áreið- anlega góður leiðarvísir þeim sem vilja leggja í ýmsar minni háttar viðgerðir og viðhald á bíl sínum. Góðar myndir og teikningar eru til nánari útskýringar í bókinni Bíllinn minn. ÚOSÍÖ fustiskrúfurruu. Hf;r er önftUf yetð af teimor irttlliruju. Hör iujtf okki fitnyn efta spurma ut rofaiine tuiUfw otu fosi.skrúfur iosoð ar OQ teimm strekkt mcA sór- stakn Hfilliskriifu. BMW 320i Touring: Góðir aksturseiginleikar Bílar JóhannesTómasson Aðlaðandi Haltlid rafainutri { possari Hfdftu 09 horftið fetiiískrút- umor. Bílaumboðið hf. í Reykjavík sem annast innflutning á BMW hefur að undanförnu kynnt BMW 320i Touring, skutbílinn frá BMW. Auk 320i gerðarinnar er hann til sem 325i og þá með stærri vél og sem fjórhjóladrifinn 325i ef menn vilja. Hér er á ferðinni 320i sem er bíll með sex strokka stórri vél, hlaðinn aukabúnaði og allur hinn vegleg- asti. Þetta er bíll sem gaman er að aka og er verst að vera ekki sölu- maður í Þýskalandi eða í öðru álíka starfí og umhverfi sem krefst hrað- skreiðra bíla til ferða á góðum veg- um. En vissulega má líka nota BMW skutbílinn hérlendis. Hann er hins vegar ekki ódýr - vel búinn bíll sem þessi kostar kringum 1.840 þúsund krónur. BMW verksmiðjurnar hafa til þessa verið þekktar fyrir annað en skutbíla en nú á að leggja áherslu á að koma þeim á framfæri. Slag- orð verksmiðjanna með þessari nýju gerð er að sameina góða aksturseig- inleika og hentugan bíl á marga vegu. Taka verður undir það að góðir aksturseiginleikar eru fyrir hendi, það verður varla á betra kosið. Kraftur, stöðugleiki, lítill hávaði frá vél og almenn þægindi við aksturinn gerir það að verkum að bílstjóra líður vel. Sjálfsagt má frekar deila um hversu hentugur bíllinn er til margra verka. Sem venjulegur borgarbíll er hann skemmtilegur, einnig til aksturs úti á vegum og hann getur vissulega flutt eitt og annað í góðu farangursrými. En það má líka velja sér ódýrari bíla og jafnvel hentugri hvað varðar hleðslu og umgang ef menn eru bara að leita að flutningatæki. Því verður fremur að líta á BMW 320i Touring sem venjulegan fjölskyldu- og ferðabíl í dýrari flokknum. BMW skutbíllinn er aðlaðandi bíll. Hann er fremur látlaus og ekki beint sportlegur en þó með léttu yfírbragði ef svo má að orði kom- ast um bíl. Stuðarar eru ekki áber- andi, enda í sama lit og bíllinn sjálf- ur nema mjó svört rönd, framljósin tvö eru lítið áberandi í framendan- um og afturljósin falla vel inn í skutflötinn. Rúður eru allstórar og þrátt fyrir að póstar séu nokkuð verklegir eru þeir ekki áberandi. Bíllinn virðist ekki stór séður að utan en helstu mál eru þessi: Lengd 4,325 m, breidd 1,645 m og hæðin er 1,38 m. Bíllinn vegur 1.230 kg óhlaðinn og getur borið 480 kg og 75 kg á toppnum. Lengd farangurs- rýmis séu sætin lögð niður getur mest orðið 1,545 metrar. Vélin er sex strokka, 2 lítra og 129 hestöfl. Hann er fímm gíra, með sóllúgu, rafdrifnum rúðum að framan og útispeglum, samlæsingu með sérs- takri þjófavöm og Iítill upplýsinga- gluggi ofan framrúðunnar gefur til kynna bilanir á perum í ljósum, Stórar rúður veita gott útsýni og sóllúgan var meira að seg]a kærkom- in þegar sjaldséð sól birtist á höfúðborgarsvæðinu einn daginn nýve- rið. stöðu olíu og vatns á rúðusprautum og fleim. Stórir hraða- snúnings- hraðamælar em mest áberandi í mælaborði og er það vel útbúið. Sérstaklega eru stefnuljósa- og þurrkuarmar við stýrið þægilegir í notkun. Þá er beint framan við ökumann BMW 320i Touring er látlaus skutbíll sem býr yfir ýmsum góðum eiginleikuin. Morgunbiaðið/BAR Þetta er gott vinnuumhverfi - bílstjórinn kann strax vel við sig hér. angursrýmið og með henni fela dótið og draga jafnvel enn úr vegarhljóði sem þó er mjög lítið. Farangursrýmið er ágætt en mætta opnast betur niður þar sem ljósin eru. mælir sem sýnir bensínnotkun í lítrum miðað við 100 km. Sé ekið á jöfnum hraða milli 80 og 100 sýnir mælirinn 8 til 10 lítra eyðslu á hundraðið. Uppgefin eyðsla er sögð rúmir 7 lítrar á 90 og tæpir 10 á 120 km hraða. í borgarakstri er hún sögð vera 12,5 lítrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.