Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 18

Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 18
C8GJ um .es aUOAQHAOUM OlQAJflKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JULI 1989 Morgunblaðið/Þorkell Bryiyólfur Jónsson, framkvæmdasfjóri Skógræktarfélags íslands, við einn söfnunarbaukanna. Safiiað fyrir landgræðsluskóg- um meðal erlendra ferðamanna SETTIR hafa verið upp söfnunarbaukar á 30 stöðum víðsvegar um land til að safna meðal erlendra ferðamanna til ræktunar landgræðslu- skóga. Þetta er liður í miklu átaki, sem Skógræktarfélag Islands, Land- græðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið eru nú að undirbúa fyrir næsta ár í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Islands. Gróðursett hafa verið allt að 2 milljónum tijáplantna í gróðurs- nautt en friðað land. Búnaðarbanki Islands kostaði gerð baukanna sem voru framleiddir hjá Sviðsmyndum hf. Hugmyndin að söfnunarbauknum var þróuð með ýmsum aðilum ferða- þjónustunnar. Stjóm Ferðamálaráðs Islands studdi þetta framtak, Félag leiðsögumanna og Félag landvarða hétu því stuðningi sínum með því m.a. að kynna átakið fyrir eriendum ferðamönnum eftir efnum og ástæð- um. Baukunum var komið fyrir á ferðamannastöðum, m.a. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við afgreiðslu feijunnar á Seyðisfirði, um og upp úr miðjum júlí. Þeim er ætlað að standa út næsta ár. í sumar fæst því reynsla af söfnunarbaukunum, sem mun nýtast næsta sumar — átaksárið. I frétt, sem Morgunblaðinu hefur borist, segir að þetta sé fyrsta til- raunin til að safna til uppgræðslu landsins meðal erlendra ferðamanna, en slíkt hafí verið gert erlendis með góðum árangri. Þar megi t.d. benda á glæsilegan árangur í ísrael, þar sem svokallaður Þjóðarsjóður gyð- inga hafí lyft grettistaki í upp- græðslu landsins, klætt eyðimörkina grænum skógum fyrir gjafafé frá innlendum og erlendum mönnum. Erlendir gestir sem þangað koma séu hvattir til að leggja skógræktinni lið og hafi margir, m.a. þjóðhöfðingjar, skilið eftir heilu skógana í minningu um heimsókn sína. Þá segir í fréttinni, að ef vel ta- kist til með söfnunina meðal erlendra ferðamanna mætti vel reyna að fylgja fordæmi gyðinga og fá erlenda þjóðhöfðingja og önnur stórmenni til að gefa til skógræktar í tilefni heim- sóknar sinnar. Skógarlundir eða skógarhlutar yrðu síðan nefndir eftir þeim eða löndum þeirra. Listahátíðin Hunda- dagar hefst á morgun Mynd ágústmánaðar í Listasafrii íslands „Úr Þingvallahrauni“ eftir Finn Jónsson. Listasafii íslands: Mynd ágústmánaðar HUNDADAGAR hefjast sunnu- daginn 30. júlí, listadagar í Reykjavík sem Tónlistarfélag Kristskirkju, Alþýðuleikhúsið og Listasafii Sigurjóns Ólafssonar standa fyrir. A Hundadögum Neftid endur- skoðar lista- mannalaun Menntamálaráðherra hefiir skipað nefnd sem fjalla á um launamál listamanna i því skyni að gera tillögur um nýtt fyrir- komulag á listamannaiaunum. Nefndinni er ætlað að skila fyrstu niðurstöðum sinum fyrir nóvemb- erlok. í nefndinni eru Ragnar Amalds alþingismaður, sem jafnframt er for- maður, Eiður Guðnason alþingismað- ur, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri og formaður Bandalags íslenskra lista- manna, og Guðný Magnúsdóttir myndlistarmaður. koma fram um það bil hundrað listamenn úr flestum listgreinum. Helstu atriði á Hundadögum eru Macbeth, sýning Alþýðuleikhússins, og nýja íslenska óperan „Mann hef ég séð“ eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þá verður fjöldi kammer- og ein- söngstónleika í óperunni. Fyrstur kemur þar fram Martin Berkovsky píanóleikari, þá spilar Miami-strengjakvartettinn nýstofn- aði sem leikið hefur víða og hefur þegar unnið til verðlauna. I Miami- kvartettinum leika þær Sigrún Eð- valdsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir. Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Peter Sakari, kemur með píanótríóið sitt frá Finn- landi sem kailar sig Tríó Kauniainen. Þá munu Manuela Wiesler, Einar Jóhannesson og Þorsteinn Gauti leika einleiks- og tríótónlist eftir íslensk tónskáld. Hljómsveitin sem spilar í óperunni mun ekki láta sinn hlut eftir liggja og mun koma fram á sjálfstæðum hljómsveitartónleikum undir stjórn franska stjómandans Pascal Verrot. Hljómsveitin er skipuð ungum hljóð- færaleikurum sem ýmist eru starf- andi eða við nám erlendis. Gesta- stjómandi á tónleikunum verður Hákon Leifsson. Aðrir tónleikar verða annars stað- ar en í íslensku óperunni. David Tutt spilar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar þriðjudaginn 1. ágúst kl. 20.30. Þá verða djasstónleikar með Ghanamanninum Cab Kaye í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar föstudag- inn 4. ágúst kl. 20.30. Orgeltónleik- ar, helgaðir eingöngu verkum eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, verða í kirkju Krists konungs í Landakoti. Þijár málverkasýningar verða á Hundadögum. Kristján Davíðsson sýnir andlitsmyndir í Listasafni Sig- uijóns. Þá sýna Cheo Craz Ulloa og Sigurður Örlygsson málverk í and- dyri og á göngum íslensku óper- unnar. Amgunnur Ýr sýnir málverk í Gallerí Nýhöfn. Ungu skáldin standa fyrir uppákomum á miðviku- dagskvöldum í ágúst á Borginni. Þar verða flutt ljóð, leikrit og stuttmynd- ir. Hundadagahátíðin hefst með há- messu í Landakotskirkju 30. júlí og með frumsýningu á Macbeth kl. 20.30 sama dag í Óperanni. (Úr fréttatilkynningu) MYND ágústmánaðar í Listasafni íslands er „Úr Þingvallahrauni" eftir Finn Jónsson listmálara. Hér er um að ræða olíumálverk frá árinu 1953 og er stærð þegs 108x109 cm. Listamaðurinn ogeig- inkona hans, Guðný Elíasdóttir, gáfu Listasafninu málverkið árið 1985 og er það til sýnis í sal 2. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fýlgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13.30—13.45 og er safnast saman í anddyri safns- ins. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11—17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Helsinki-listahátíðin; Guðmundur Emilsson stjóm ar hljómsveitinni Avanti! Fátítt að utanaðkomandi stjórni sveitinni GUÐMUNDI Emilssyni, framkvæmdastjóra og stjórnanda Islenzku hljómsveitarinnar, hefur verið boðið að stjórna finnsku hljómsveit- inni Avanti! á Helsinki-listahátíðinni í lok ágúst. Avanti! er ein þekkt- asta hljómsveit Norðurlanda og hefur orðstír hennar farið víða um heim. Það er fátítt að utanaðkomandi sljómandi fái að starfa með hljómsveitinni, þvi að hún starfar helzt ekki nema með stofiiendum sínum, þeim Esa-Pekka Salonen og Jukka-Pekka Saraste. „Það fylgir vandi vegsemd hvefri, og ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er bæði heiður og viðurkenning fyrir mig sem hljómsveitarstjóra, en jafnframt er þetta erfitt verkefni," sagði Guð- mundur Emilsson í samtali við Morgunblaðið. „Avantil-hljómsveit- in er mjög sérstök hljómsveit. Hún var stofnuð 1983 af tveimur ung- um, finnskum stjómendum, þeim Salonen og Saraste, sem höfðu djúpstæða þörf fyrir að láta til sín taka og öðlast reynslu í hljómsveit- arstjóm, en það er yfirleitt ekki auðsótt mál. Þeir söfnuðu í kring um sig í kammerhljómsveit ungum tónlistarmönnum, sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa útskrifazt úr Sibeliusar-akademíunni í Hels- inki. Þama vora því ekki neinir aukvisar á ferðinni þótt sveitin væri ekki mjög stór.“ Guðmundur sagði að markmið hljómsveitarinnar væri að koma á framfæri tónlist, sem ella heyrðist sjaldan. „Það er oftast þannig með hljómsveitir að fyrst er hljómsveitin sett saman og síðan athugað hvað hægt er að láta hana spila. Salonen og Saraste sneru þessu við og spurðu fyrst: „Hvaða tónverk vilj- um við heyra?" og síðan sníða þeir hljómsveitina að tónverkinu hveiju sinni. Avantií-hljómsveitin getur þess vegna verið allt frá einni flautu og upp í fullskipaða Beetho- ven-hljómsveit og allt þar á milli. Það má lýsa henni þannig að hún sé bæði sveigjanleg og fersk.“ Frá stofnun Avanti! hefur hún bæði náð að skapa sér sess heima og erlendis og einnig hafa stjórn- endur hennar, sem áður vora óþekktir utan Finnlands, orðið heimsfrægir menn. Líklegt þykir að Esa-Pekka Salonen taki bráð- lega við stjóm Los Angeles- fílharmóníusveitarinnar. Hljóm- sveitin starfar helzt ekki með nein- um öðram stjómendum en stofn- endum sínum. Þann tíma sem þeir sinna öðram verkefnum starfar hún sem kammersveit án hljómsveitar- stjóra. Meðlimir úr sveitinni hafa þó tekið að sér æfíngastjóm við og við. Guðmundur sagði að boðið um að stjóma Avanti! væri til komið fyrir milligöngu dr. Ilkka Oramos, framkvæmdastjóra sveitarinnar. Þeir hefðu kynnzt fyrir um tíu áram við dómnefndarstörf fyrir norræna tónlistardaga. Dr. Oramo er jafnframt yfírmaður tónvísinda- deildar Sibeliusar-akademíunnar. „íslenzka hljómsveitin bauð honum til íslands í vor til að halda fyrir- lestra á tónvísindahátíðinni okkar,“ sagði Guðmundur. „Hann fór þá að tala um að það væri gaman ef ég fengist til að koma til Finnlands að stjóma hljómsveitinni, en hann hafði fylgzt með hljómsveitarstjórn minni á norrænni tónlistarhátíð hér í Reykjavík árið 1986. Vandinn væri bara sá að hún fengist ekki til að vinna með neinum öðram en sínum eigin stjórnendum." Guðmundur fór svo til Finnlands í sumar í boði Oramos og kynntist starfsemi og meðlimum Avanti! á tónlistarhátíð sveitarinnar. Hann segir að íslenzka hljómsveitin og Avanti! eigi það sameiginlegt að vilja leggja áherzlu á nútímatónlist og verk ungra tónskálda og hvetji ungt tónlistarfólk til dáða. A hátíð- inni hitti Guðmundur Esa-Pekka Salonen í annað sinn, en hann hafði áður heyrt Guðmund stjórna verki eftir sig á Ung nordisk muskikfest í Reykjavík 1982. Áður en Finnlandsdvöl Guð- mundar var úti, höfðu þeir Esa- Pekka Salonen og dr. Oramo haft samband við framkvæmdastjóra Helsinki-hátíðarinnar og fengið hann til þess að breyta áður ákveð- inni dagskrá þannig að Guðmundi yrði boðið að stjórna Avanti! á ein- um tónleikum 29. ágúst. „Vinsemd Salonens er ekki lokið með þessu, hann hefur boðað komu sína hing- að til íslands næsta vetur til þess að styðja við bakið á Islenzku hljómsveitinni," sagði Guðmundur. „Ég geri mér grein fyrir því að Avantil-hljómsveitin er ljónagryfja á köflum, þótt hljóðfæraleikararnir séu dásamlegir tónlistarmenn. Ég fylgdist með þeim bæði á æfingum og tónleikum á hátíðinni í sumar og þar héldu þau þijátíu og fimm tónleika á sjö dögum, geri aðrir betur. Þau æfðu myrkranna á milli,_ en spiluðu allt eins og engl- ar. Ég mun bara reyna að gera mitt bezta og vera vandanum vax- inn,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að tónleikamir hefðu enn meiri þýðingu fyrir sig en ella að því leytinu, að þeir yrðu lokatón- leikar hans til doktorsprófs í hljóm- sveitarstjómun við háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Guðmundur gerði tillögur að verkefnavali fyrir tónleikana, þar á meðal um þijú íslenzk verk. For- ráðamenn hátíðarinnar völdu eitt þeirra til flutnings, Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, sem fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1985. Helsinki-hátíðin er stærsta lista- hátíð á Norðurlöndum og þangað er til dæmis ævinlega boðið tveim- ur erlendum sinfóníuhljómsveitum. Einnig kemur fram fjöldi finnskra tónlistarmanna. ÓÞS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.