Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
„Þetta gengur
ekki lengur!“
ingmaður Framsóknar-
flokksins, Guðmundur G.
Þórarinsson, sker upp herör
gegn stefnu ríkisstjómarinnar
í ríkisfjármálum í grein í
Tímanum sl. fimmtudag. Hann
staðhæfír að það stefni, að
öllu óbreyttu, í sautján þúsund
milljóna króna ríkissjóðshalla
á tveimur árum (1989 og
1990), þrátt fyrir stóraukna
skattheimtu. „Þetta gengur
ekki lengur,“ segir þingmaður-
inn, „ráðið til að bregðast við
tapi ríkissjóðs er að skera upp
ríkiskerfið. Það þarf að sam-
eina stofnanir, leggja niður
stofnanir, hætta rekstri sem
þegnamir í landinu geta sjálfir
séð um. Við veljum ekki ráð-
herra til að reka stálsmiðjur
eða ferðaskrifstofur."
Ástæða ér til að taka undir
þessi sjónarmið. Það er megin-
mál að hemja ríkisútgjöldin.
Ríkisbúskapurinn verður að
laga sig að efnahagslegum
vemleika í samfélaginu. Þegar
samdráttur er í þjóðarfram-
leiðslu og/eða þjóðartekjum,
„þegar herðir að hjá atvinnu-
Íífi og launþegum," eins og
þingmaðurinn kemst að orði,
gengur ekki að ríkisbúskapur-
inn hrifsi til sín stærri og
stærri skiptahlut.
Guðmundur G. Þórarinsson
segir orðrétt:
„Líklega em um 70% út-
gjalda ríkisins laun. Fækkun
ríkisstarfsmanna er erfítt mál
þegar atvinnuleysi hefur hald-
ið innreið sína. En er ekki
hagræðing og fækkun starfs-
fólks einmitt það sem ríkis-
stjórnin krefst af atvinnulíf-
inu? A það að vera einvörð-
ungu til þess að ríkið þurfi
ekki að fækka hjá sér? Stór-
felldur uppskurður kerfisins,
sameining stofnana og fækkun
þeirra er því miður þjóðar-
nauðsyn. Hjá því verður ekki
komizt."
Þingmaðurinn gerir og lítið
úr léttvægum viðbrögðum íjár-
málaráðherra gegn fyrirsjáan-
legum fjárlagahalla:
„Mönnum finnst einfalt að
leysa vanda ríkissjóðs með inn-
lendri lántöku. Auðvitað
hækkar það vexti, tekur hið
takmarkaða lánsfé frá at-
vinnulífinu. Enn á ný er hugs-
unin sú að aðalatriðið sé að
ríkissjóður nái sínu. Lánsfjár-
þörfin minnkar ekki við það.
Aðrir verða að taka erlend lán
eða fá engin. Það skiptir e.t.v.
ekki máli ef ríkissjóður fær
sitt. Flýting launaskatts verk-
ar á sama hátt. Fyrirtækin sem
em í vanda verða að taka auk-
in lán til þess að bæta greiðslu-
stöðu ríkissjóðs.“
Grein Guðmundar G. Þórar-
inssonar, þingmanns Fram-
sóknarflokksins, verður vart
túlkuð nema sem andóf gegn
stefnu Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra
— og ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar — í skatta- og
ríkisfjármálum. Hún ber þess
vitni að éfasemdir og óánægja
með stjómarstefnuna og fram-
kvæmd hennar ná langt inn í
raðir stuðningsmanna hennar.
Þar vex sjónarmiðum fylgi,
sem einkennt hafa gagnrýni
stjórnarandstöðunnar. Hvorki
greinarhöfundur né aðrir þing-
menn stjómarflokkanna kom-
ast þrátt fyrir það hjá pólitískri
ábyrgð á stjórnarstefnunni eða
framkvæmd hennar í höndum
einstakra ráðherra meðan þeir
ljá ríkisstjóminni stuðning sinn
á þingi.
Núverandi ríkisstjórn hefur
stóraukið skatta, bæði á at-
vinnulífið og almenning, þrátt
fyrir samdrátt í þjóðarbú-
skapnum. Hún hefur, ásamt
ytri aðstæðum, skekkt rekstr-
arlega undirstöðu atvinnuveg-
anna. Hún hefur þráast við að
skrá gengi krónunnar til sam-
ræmis við efnahagslegan veru-
leika atvinnulífsins. Fyrir-
tækjadauði hefur verið tíður
og atvinnuleysi er meira en
verið hefur í tvo áratugi. Að-
stoð félagsmálastofnana til
hjálparþurfandi fólks hefur
vaxið mikið frá liðnu ári. Ríkis-
stjómin tekur stærri hlut ríkis-
sjóðstekna í verði vöru og þjón-
ustu en grannríki með tilheyr-
andi áhrifum á verðlag. Hún
berst gegn því að opna lána-
markaðinn. Og hún hefur
bafnað öllum tillögum sjálf-
stæðismanna um breyttar
áherzlur í skattamálum.
Ábendingar stjórnarþing-
mannsins Guðmundar G. Þór-
arinssonar í Vettvangi Tímans
eru góðra gjalda verðar. Hann
segir í raun allt sem segja
þarf um stjórnarstefnuna i
fjómm orðum: „Þetta gengur
ekki lengur!“ Þau orð þarf
þingmaðurinn að staðfesta í
verki.
Perluköfiin og bedúína-
líf heyrir nú til fortíðinni
SMÁRÍKIÐ Qatar teygir sig út í Persaflóa eins og bólginn þumalfíng-
ur. Ætla mætti að lega landsins þætti hernaðarlega mikilvæg. En
raunin er sú að Qatar var ekki merkt almennilega inn á landabréf
fyrr en á síðustu öld, ekki einu sinni sjókort. Þá var engin aðstaða
fyrir skipalægi og uppi á landi var ekki vatn að hafa.
Þannig hefst grein eftir dr. Hussein Shehadeh um arabiska
dvergríkið Qatar, sem fáir þekkja. Dr. Shehadeh er lesendum Morgun-
blaðsins kunnur og birtar hafa verið eftir hann ýmsar greinar um
málefíii Arabalanda síðasta ár. Hann er Palestínumaður en búsettur
í Danmörku og skrifar bæði fyrir skandinavísk blöð og arabísk. Hann
var gestur Blaðamannafélags íslands fyrir ári og flutti þá fyrirlestur
í Norræna húsinu um málefíii Arabalanda við miklar og góðar undir-
tektir.
Hann var nýlega í Qatar og ritaði greinar um ríkið að ferð lok-
inni. Hann veltir fyrir sér þróun mála í þessu litla eyðimerkurríki,
sem sjaldan kemst í fréttir utan síns heimshluta. Ríki sem var bed-
úínaland þar til fyrir Qórum áratugum að olía fannst og hefur breytt
lifnaðarháttum Qatara. Til hins betra eða verra? Það er auðvitað
áhorfsmál.
Qatar teygir sig um 200 kíló-
metra út í flóann. Bedúínar höfðu
haldið til á Arabíuskaganum um
aldir og farið á milli vinja eftir sér-
stökum lögmálum til að tryggja
skepnum sínum, úlföldum, geitum
og sauðkindum fæðu. Venjulega
komu bedúínarnir aðeins til Qatar-
skagans yfir vetrarmánuðina, en
héldu sig í Nejd og Hasa í mið- og
austurhluta Arabíu á öðrum árstím-
um.
Hver ættbálkur hafði sitt sér-
staka yfirráðasvæði, kallað dirah.
Óskráð lögmál voru að ættbálkur-
inn færi alls ekki út af sínu svæði.
Hvert ættbálkasvæði var vandlega
afmarkað, þótt hvergi væru nein
landamerki í sandauðninni og þetta
segir sína sögu um háþróaða tilfinn-
ingu bedúína landfræðilega séð.
Yfir hveq'um ættbálki vár höfðingi
— sheik — sem bar ábyrgð á vel-
ferð síns fólks. Ekki var hann endi-
lega óskeikull og annar í ættbálkn-
um gat gert tilkall til stöðunnar,
en varð að sanna styrk sinn og
hæfileika áður en ættbálkurinn við-
urkenndi hann.
Bedúínar Iifðu á mjólk og döðl-
um. Kjöt var sjaldgæfur lúxus hjá
þeim. Þeir bjuggu í tjöldum, gerðum
úr geita- eða úlfaldaull og urðu að
þola bæði vetrarkulda eða sumar-
hita.
Tilvera og lífsbarátta bedúínanna
var hörð og óvægin að mörgu leyti.
Þessi erfíðu lífskjör áttu þó sinn
þátt í að þeir fundu hjá sér hvöt
til að tileinka sér háleitar siðfræði-
legar hugsjónir. Þeir virtu þá eigin-
Jeika sem gerðu manninum kleift
að lifa af í eyðimörkinni: hugrekki,
þolgæði, varkámi og samheldni.
En þeir höfðu einnig aðrar langanir
sem aðeins óbeint vom þó nauðsyn-
legar forséndur til að þrauka: gest-
risni, höfðingslund, umburðarlyndi,
réttlætiskennd og fúsleika til að
fyrirgefa. Gestrisni bedúinanna
varð annáluð. Hversu fátækur sem
bedúíninn var hikaði hann ekki við
að slátra eina dýrinu sínu til að
geta boðið gesti til veislu — þó svo
að um væri að ræða ókunnan mann.
Það gat orðið til að fjölskyldan varð
að svelta, en hún hafði þó altjent
haldið lögmál gestrisninnar og látið
hag náungans sitja í fyrirrúmi um
eigin hag.
Vegna þeirra ytri aðstæðna sem
bedúíninn bjó við í eyðimörkinni
voru reglur samfélagsins aldrei á
tabúla skráðar. En ótvíræður lýð-
ræðishugsunarháttur virðist hafa
ríkt meðal bedúínanna, þótt engar
væru stofnanir til að framfylgja
lýðræðishugmyndum þeirra né
neins konar yfírbygging. Sama gilti
um fleira. Listrænar hneigðir bed-
úínans leituðu ekki útrásar í hand-
verki heldur í orðum. Áhöld og
tæki voru ekki mörg í venjulegum
tjaldbúðum, aðeins var hugsað um
það nauðsynlegasta. En í öllum
búðum var skáldið eða frásagnar-
maðurinn. Listin að yrkja, segja
frá, búa til sögur var í miklum
metum og skáldið naut virðingar í
samræmi við það.
Sá maður sem átti hvað drýgstan
hlut að því að ríkið Qatar varð til
var Jassim sheik. Hann var hraust-
menni og mikill baráttumaður. Ekki
síður aflaði hann sér þó viðurkenn-
ingar er hann orti áhrifamikið
harmljóð eftir Nuru konu sína. Nú
á tímum hafa bedúínarnir, eða
kannski ætti að kalla þá fyrrver-
andi bedúína langflesta, fastan
samastað og eru í óða önn að laga
sig að breyttum heimi. Ljóð þeirra
snúast nú oftar um chevrolet-trylli-
tæki og MIG-flugvélar en um úlf-
alda og töfra og leyndardóma eyði-
merkurinnar.
Við ströndina bjuggu einnig bed-
úínar og færðu sig ekki jafn reglu-
lega til og þeir sem voru inni í
landinu. Þeir lifðu á að draga fisk
úr sjó eða kafa eftir perlum. Þetta
átti sérstaklega við um Qatar, en
undan ströndum þess voru auðug
ostrumið. Samt var lff fiskimann-
anna óg perlukafaranna ekki síður
ótryggt og erfítt og bedúínanna sem
Hussein Shehadeh
fóru um sandana. Að sönnu voru
til nokkrir perlukafarar sem áttu
mikið undir sér, en þessi atvinnu-
grein lagðist af upp úr 1930, þegar
japanskar gerviperlur fóru að flæða
yfir markaðinn. Þegar kreppa var
í Evrópu á fjórða áratugnum voru
einnig mjög erfiðir tímar á svæðun-
um við flóann, matur var af skorn-
um skammti og fjöldi manns svalt
til bana.
Það má nærri geta að það var
mikið áfall þegar perluköfunin lagð-
ist af, þar sem náttúruperlurnar
höfðu verið undirstaðan í efnahag
og atvinnulífi fólksins sem þarna
hafðist við. Perluköfun var heldur
ekkert grín heldur púlvinna og mjög
hættuleg. Notaðir voru sérhannaðir
bátar, flestir smíðaðir í íran eða
Bahrein og áhöfn var 16 manns.
Lagt var upp á mörgum bátum og
höfðu þeir samflot út. Hvetjum
báti var úthlutað ákveðnu svæði.
Vertíðin hófst 1. maí og bátarnir
sneru ekki heim fyrr en vertíðin var
á enda í septemberlok. Kapteinn,
kafarar, siglingafræðingar, lærl-
ingar og kokkar bjuggu allir við
sömu skilyrði undir steikjandi sum-
arsól. En hlutskipti kafaranna var
áreiðanlega erfiðast. Einatt voru
kafararnir þrælar, sem höfðu verið
fluttir til þessa heimshluta í því
skyni að þjálfa þá í perluköfun. Á
fengsælustu miðunum voru straum-
ar sterkir og hættulegir og hákarlar
voru þama á sveimi. Ótaldir voru
þeir kafarar sem skaut aldrei upp
og lentu annað hvort í hákarls-
kjafti eða drukknuðu.
Said Mubarak al-Badedd, þekkt-
ur fyrrverandi kafari í Qatar, hefur
lýst köfuninni: „Vinnan hófst við
sólampprás. Ég kafaði niður og
vom bundin um mig tvö reipi, á
öðm var lóð til að festa það við
botninn. Hitt var bundið um ökkl-
ann og á það settur poki, ekki ólík-