Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 29. JÚLÍ 1989 Hittígegnum Hörpuspjaldið Pollameistararnir í 6. flokki Þórs voru iðnir frímiðar á leik Þórs og Fylkis í 1. deild íslands- við að reyna að hitta í gegnum götin á Hörpu- mótsins. Þegar ljósmyndara bar að, hafði ein- spjaldinu, sem stillt hafði verið upp í göngugöt- ungis einum tekist að hitta, en þá var nógur unni í gær. Ollum vegfarendum gafst kostur á tími til stefnu, svo eflaust hafa miðarnir allir að spreyta sig með þeim, en í boði voru tíu gengið út að lokum. Grímsey: Endurbætur á flugbrautinni UNNIÐ verður að endurbótum á flugbrautinni i Grímsey í sumar, og er ráðgert að lengja hana um 300 metra til norðurs. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagði að líklega myndi verkinu ekki Ijúka fyrr en með haustinu, en töluvert þarf að sprengja, til þess að hægt sé að lengja braut- ina. Þorlákur sagði þessa fram- kvæmd nýtast Grímseyingum á ýmsan hátt, því ,auk þess að vera augljós endurbót á flugbrautinni, þá fengist líklega gróft gijót til þess að nýta við endurbætur á höfn- inni. „Það stendur til að hefja endur- bætur á innri höfninni hjá okkur næsta vor, og gera hana skjólsælli. Er meiningin að gera bryggju þar sem hægt verður að leggja smábát- unum að allt árið, en það hefur ekki verið hægt fram að þessu,“ sagði Þorlákur. Rósa sýnir í Gamla Lundi MYNDLISTARKONAN Rósa Ing- ólfsdóttir sýnir 36 sjónvarps- grafíkmyndir í Gamla Lundi frá og með deginum í dag, en sýning- unni lýkur sunnudaginn 6. ágúst. Á sýningunni er að finna þrjár myndraðir, sem Rósa hefur unnið í tengslum við starf sitt á Sjónvarp- inu, og nefnast þær: „IConur í íslenskri ljóðlist", „Það er leið út“ og „Óðurinn til krónunnar". Fyrr- nefndu myndraðirnar eru blýants- teikningar en „Óðurinn til krónunn- ar“ er silkiprentaður og unninn með blandaðri tækni. Kaup á nýrri Hríseyj- ar ferj u enn á dagskrá KAUP á feiju eru enn á dagskrá hjá okkur, þó svo að ekkert hafi orðið úr kaupum nú, og vona ég að við fáum nýja ferju á þessu ári,“ sagði Guðjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrísey, þegar Morgun- blaðið innti hann eftir því hvort kaupum á nýrri feiju hefði verið frestað fram á næsta ár. „Þetta er ekki rétti tíminn til að huga að feijukaupum. Þær eru í stöðugri notkun nú yfir sumarið, og verð því mjög hátt.“ Guðjón sagði að Hríseyingar hefðu haft augastað á norskri feiju, sem var til sölu, en ekkert litist á verðið á henni, og því var ákveðið að bíða með kaup á nýrri feiju þar til í haust, og athuga þá hvort ekki verði hægt að fá eina slíka á skikk- anlegu verði. Hann sagði að gert væri ráð fyrir 35 milljónum króna á lánsfjárlögum til kaupa á feij- unni, en kvaðst reikna með að hærri fjárhæð þyrfti til að greiða ►Sumartónleikar: Capella media heldur tónleika TRÍÓIÐ Capella media heldur tónleika um þessa helgi í Akur- eyrarkirkju, Húsavíkurkirlq'u og Reykjahlíðarkirkju. Tríóið er skipað tveimur Vestur- Þjóðveijum, sem leika á lútu og /ítar. en þriðji meðlimurinn er ísiensk söngkona frá ísafirði; Rann- veig Sif Sigurðardóttir, sem verið hefur við söngnám í Austurríki undanfarin þijú ár. Tríóið Capella media var stofnað í Austurríki árið 1987 og hefur haldið tónleika í Vestur-Þýskalandi, þetta eru hins vegar fyrstu tónleik- ar þess hér á landi. A efnisskránni eru verk eftir Tobías Hume og John Dowland, og að venju verður fyrst leikið í Akur- eyrarkirkju á sunnudag kl. 17, þá á Húsavík á mánudag kl. 20.30, og loks i Reykjahlíðarkirkju á þriðjudag kl. 20.30. fyrir hana að fullu. „Við erum að leita að u.þ.b. 300 tonna feiju, sem getur annað bæði þungaflutningum fyrir okkur, svo og farþegaflutningum," sagði Guð- jón. „Þá verður þessi nýja feija ekki einungis í áætlunum til Hríseyjar, því einnig er í bígerð að hún verði í flutningum til Grímseyj- ar tvisvar í viku. Staðreyndin er nefnileg sú að eyjarnar eru ekki alveg sjálfbjarga, og þurfa stærri fleytu til að annast þungaflutn- inga,“ sagði Guðjón Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, tók undir þessi orð sveit- arstjórans, og sagði að kaup á feiju hefði mikla þýðingu fyrir Grímsey- inga. „Ríkisskip eiga erfitt með að koma hér upp að — það má ekkert vera að veðri — og því hefur oft liðið langur tími á milli þess sem skip frá þeim hafa getað lagst að bryggju hér hjá okkur,“ sagði Þor- lákur, og kvað það jafnvel hafa skipt mánuðum. „Sérstaklega kemur það baga- lega við okkur að geta ekki sent frá okkur fisk, sem búið er að meta, auk þess sem það getur verið erfið- leikum bundið að fá flutta hingað þyngri hluti eins og vélar,“ sagði oddvitinn að lokum. Kennarar Kennarar óskast til starfa við sérdeildir í SVIFFLUG frá Melgerðismelum „Má bjóða þér í f lugferð?" Flugvikan stendur nú yfir til 7. ágúst. Opiðfram á kvöld. s. Löngumýri 9 og 15. Upplýsingar gefur Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri, sími 96-24655. m | Meira en þú geturímyndad þér! Grund II og bændakirkjan að hálfii, eru til sölu. Morgunbiaðið/KJS Grund II til sölu: „Hef ekki kvóta til að standa í skilum“ - segir Þórður Gunnarsson, bondi „Það er ekki um annað að gera en að reyna að selja þessa jörð; mjólkurframleiðslukvótinn er ekki nema 128.000 lítrar, og það er alls ekki nóg til þess að hægt sé að borga af jörðinni og framfleyta jaftiframt fjölskyldu. Ég hef því einfaldlega ekki kvóta til þess að standa í skilum,“ sagði Þórður Gunnarsson, bóndi á Grund II, í sam- tali við Morgun-blaðið um ástæður þess að hluti þessa landsfræga höfuðbóls væri til sölu. Þórður keypti jörðina fyrir sjö árum ásamt bróður sínum, og hans fjölskyldu, og sagði að þá hefði þeim verið gefin fögur fyrirheit um framleiðslu sem dyggði til þess að borga af kaupunum. Framleiðslu- kvótinn var síðan settur á árið eft- ir, og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukinn kvóta, hafðist ekkert upp úr krafsinu. „Ástæðan fyrir því að við fengun ónógan kvóta, var sú að enginn búskapur hafði verið á jörðinni áður en við keyptum. Eftir það tók við þrautarganga frá einum ráðamanni til annars, en engin úrlausn fékkst. Ég hefði þurft að fá svona 30-50 þúsund lítra í viðbót fyrir ári síðan til þess að eygja von um að geta staðið við mínar skuldbindingar. Ég vildi hins vegar ekki trúa öðru en því að mjólkurframleiðsla hér á þessari jörð, sem er ein sú besta í héraðinu, borgaði sig. Stefna stjórnvalda er hins vegar sú, að í staðinn fyrir að hvetja til fram- leiðslu þar sem hún er ódýrust, þá er verið að sækja mjólk upp um fjöll og firnindi, og það geta allir séð, hversu hagkvæmt það er fyrir neytendur," sagði Þórður Gunnars- son. Leiðrétting Blaðamanni varð heldur betur á í meðferð mannanafna sem birtust í frétt á Akureyrarsíðu í gær. Framkvæmdastjóri Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði var réttnefndur Svavar Magnússon í upphafi greinar, en upp frá því nefndur Magnús. Framkvæmda- stjóri ÚA var nefndur Þorsteinn Vilhelmsson, en hið rétta er að hann heitir Vilhelm Þorsteinsson. Þá var Þorsteinn Baldvinsson hjá Samheija sagður Baldursson. Er í raun ótrúlegt hvað mörg mistök áttu sér stað í ekki lengri grein, og er innilega beðist afsökunar á þessu. TIOI J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.