Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 Kanadískir skipasmiðir: Kafbátur fyrir þá sem minna mega sín Sfjórnarformaður Stratas, Peter Spencer, aðalhluthai! í stóru lög- fræðingafyrirtæki í Halifax segir nýja kafbátinn koma þeim þjóðum að góðu gagni sem ekki hafa efiii á kjarnorkukafbátum. „Hann hef- ur ekki stóran kjarnaofii sem þarfhast hefðbundinnar kjarnorku- tækni. Við höfiim leyfi til að selja vinaþjóðum kaft)átinn.“ Iiann vildi ekkert segja um fréttir af því að Tyrkir ætli sér að gera samning við Stratas og kaupa fímm kafbáta fyrir 1,2 milljarða dollara. eftir Ron Laytner í Kanada er verið að þróa nýja gerð af kafbátum sem kemur til með að gerbreyta öllum aðstæðum í neð- ansjávarhernaði. Hægt verður að halda þessum nýja kafbáti í djúpi sjávar jafn lengi og venjulegum kjarnorkukafbáti en hann verður jafnframt helmingi ódýrari svo herir féminni ríkja innan Atlantshafsbandalagsins og þriðja heims ríkja munu hafa efni á honum. Samkvæmt kenningunni á hann að geta komið í staðinn fyrir skip og þyrlur við strandvarnir. Kafbáturinn er þannig hannaður að hann getur iegið á landgrunni vikum saman í einu og fylgst þög- ull með öðrum kafbátum eða skipum þegar þau nálgast ströndina. Hann verður búinn tundurskeytum og get- ur því komið óviðkomandi skipum og kafbátum að óvörum og sökkt þeim. Það er kanadískt fyrirtæki, Stratas SSI, í Halifax í Nova Scotia, sem hefur hannað kafbátinn. Aætl- anir eru um að framleiða nokkra báta í Bretlandi. Fram að þessu hafa aðeins verið til tvær gerðir kafbáta; dísilkaf- bátar, sem aðeins geta verið neðan- sjávar stuttan tíma í einu og þurfa að koma reglulega upp til að „anda“, og svo kjarnorkukafbátar, en þeir framleiða gufu sem drífur skrúfurn- ar. Stratas hefur þróað lítinn kjarna- ofn sem framleiðir rafmagn og hleð- ur rafhiöður. Verð bátsins er það sama og dísilkafbátur kostar, stærð- in einnig og svo getur hann verið jafn lengi neðansjávar og kjarn- orkukafbátur. Fjölmörg ríki, þar á meðal Bret- land og Bandaríkin og Sovétríkin einnig eftir því sem talið er, hafa gert tilraunir til að hanna sams kon- ar sameinaðan dísil- og kjarnorkuk- afbát og Stratas setur nú á markað en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt kerfi fæst til að virka. Hinn nýi kafbátur mun kosta um það bil 250.000.000 dollara (11 millj- arða ísl. krónaj, sem er helmingurinn af verði bresku kjarnorkukafbá- tanna af Trafallar-gerð sem sjóher- inn hefur nú yfir að ráða. Þetta er um það bil fimmti hluti af verði bandarísks Trident-kafbáts. Stratis-kafbáturinn er hins vegar ekki heppilegur fyirr ríki eins og Bretland og Bandaríkin því að þau þurfa mjög hraðskreiða árásarkaf- báta sem geta farið langar vega- lengdir neðansjávar til að leita að og eyðileggja kafbáta og skip óvin- anna. Nútíma kjarnorkukafbátar geta farið á meira en 40 hnúta h'raða í kafi, en Stratas-báturinn nær ekki slíkum hraða. „Þessi kafbátur er einungis ætlað- ur til varnar," segir Ed Dunn yfir- maður Stratas. „Það eina sem tak- markar úthald hans í kafi er það hvað áhöfnin sjálf þolir lengi við og hve miklar birgðir hann getur tekið. En þetta er enginn hraðbátur og hæfir best til strandvarna.“ Stjórnendur Stratas telja að kaup- endur kafbátsins verði ríki sem þurfa á vörnum að halda í landhelgi sinni. Talið er að Stratas eigi í viðræðum við Tyrki um samning upp á 1,2 milljarða dollara og viðræður við fleiri ríki séu hafnar. Verið er að smíða líkan að kjarna- ofni kafbátsins og það verður tilbúið í árslok 1988. Kafbáturinn verður að mestu leyti hannaður í fimm km2 skipasmíðastöð í Port Hawkesbury á Cap Breton-eyju, en þar er ein dýpsta íslausa höfn í Norður- Ameríku. Stöðin hefur þegar fengið leyfi kanadískra stjórnvalda til að smíða kjarprkukerfi í þungavatns- verksmiðju Stratas, Atomic Energy Canada Ltd. sem opnuð hefur verið á ný. Stratas hefur einnig opnað á ný Cap Breton Industrial Marine-skipa- smíðastöðina, sem áður hafði verið lokað, en henni tilheyrir fljótandi þurrkví á hinu djúpa Canso-sundi sem aðskilur Cap Breton-eyju frá Neva Scotia. „Viðskiptavinir okkar eru áreiðanlega bandalagsríki sem hafa undirritað samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna," seg- ir forseti Stratas, Peter Spencer í Halifax. „Utanríkisráðuneytið verð- ur að samþykkja allt sem við gerum hér í Kanada." Ef af þeim samningum um kaf- bátinn verður, sem von er á, er þar um að ræða stærsta skipasölusamn- ing í sögu Kanada. „Til viðbótar við 1,2 milljarða framleiðslukostnað," segir Spencer, „fela aukasamningar í sér þjálfun áhafnar í bátinn, endur- bætur á hafnarmannvirkjum og 25 ára samning um viðhald á bátunum svo í allt verður útflutningsverð- mæti nokkrir milljarðar dollarar. Kanadamenn hafa haldið þessu kafbátaverkefni leyndu, er þó vitað að Stratas hefur samstarf við tvö bandarísk fyrirtæki. Annað þeirra er Brow and Root inc. í Houston, dótturfyrirtæki Haliburton, og hefur það með höndum verkfræðilega út- TÆPLEGA 50 norræn ung- menni hafa undanfarna daga lagt undir sig Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þar er nú námskeið fyrir ungt fólk, sem starfar með áhugaleikfélögum á Norður- löndunum. Eins og nafnið á námskeiðinu, „Ævintýrið á götunni", gefur til kynna er tilgangurinn að segja ævintýri úti á götu. Það er gert með grímum, stórum brúðum, tón- list og dansi. Árangurinn má svo sjá á götum Akraness laugardaginn 29. júlí þegar hópurinn fer um bæinn og sýnir ævintýrið á götunni. Dag- skráin byijar við Akraborgina kl. 13.30. Unga fólkið er á aldrinum 16 til 22 ára og kemur víðsvegar að af Norðuriöndunum. Þau sem koma lengst að eru frá Álandseyj- um og Finnlandi. Árlega eru haldin leiklistarnám- skeið eða hátíðir fyrir ungt fólk á vegum Norræna áhugaleikhúss- færslu og smíði. Þetta 30.000 manna fyrirtæki gerði fyrir stuttu samning við bandaríska sjóherinn um verk- efni við herstöðina í Diego Garcia á Indlandshafi, en hann hljóðar upp á 800 milljónir dollara. Sú deild bandaríska fyrirtækisins sem fer með verkfræðiframkvæmdir á hafi úti sérhæfir sig í hönnun og smíði á olíuborpöllum og pípum, og starfar mikið á Norðursjó. Aðstoðar- forstjóri Brow and Root, A1 Cross- man, segir: „Við ætlum að veita Stratas stuðning við kafbátaverkef- nið. Við gerum einnig ráð fyrir því að fá aðstöðu í stöð Stratas á Cape Breton-eyju við hugsanlegt verkefni okkar sem tengist olíuvinnslu við hinar nýju olíulindir í Hibernia í Austur-Kanada." Brow and Root á stóran hlut í breska fyrirtækinu Devonports Dockyards í Playmouth í Englandi en það var nýlega selt til einkaaðila. Þegar fyrsta pöntunin á kafbátunum kemur er búist við að Devonport sjái um smíði þeirra fyrstu en fram- kvæmdir kunna að hefjast árið 1991. Hitt bandaríska fyrirtækið er ORI. Inc. í Rockville, það er hluti Atlantic Reserarch Corportation, í ráðsins og skiptast löndin á að standa fyrir slíku. „ , (Frettatilkynnmg-) „Menningaráfair*: Listadagskrá á Hótel Borg NOKKRIR listamenn, sem halda til Sovétríkjanna í haust og kalla sig „Next Stop Soviet", flylja dagskrá á Hótel Borg á sunnu- dag kl. 21.00 sem þeir kalla „Menningaráfall“. Á dagskránni verður tónlist, ljóðlist, brúðuleik- list og upplestur. Meðal þess sem flutt verður er tónverk eftir Þorvaid B. Þorvalds- son og þjóðlagatónlist, Embluleik- húsið verður á sviði og flytur brúðu- leikhúsþátt og Baldur Á. Kristins- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sjón, Ulfhildur Dagsdóttir og Valdimar Örn Flygenring flytja frumsamið efni. (Frcttatilkynning) Alexandríu. Atlantic Research er deild í Sequa Corporation í New York, sem stundar alls kyns fram- leiðslu og hefur áhuga á að smíða eldflaugar og önnur vopn og tækni- búnað til hernaðar. Einn stærsti hluthafinn í Stratas, skipaarkitektinn Bob Novitsky, seg- ir: „Vegna fullveldisóska og vonar Kanadamanna um yfirráðin á þriðja heimshafinu (íshafinu) töldum við að floti Kanada þyrfti að nýta sér kjarnorkuna eins og mörg önnur ríki hafa gert.“ Novitsky er sjóliðsforingi á eftirla- unum, útskrifaður frá Konunglega herskólanum í Kanada, MIT, og ýmsum stofnunum sem kenna sjáv- arverkfræði. Hann segir ennfremur: „Næstu áratugi verður markaður fyrir um það bil 90 nýja varnarkaf- báta. Þriðja heims ríki þurfa að losa sig við kafbáta frá því í heimsstyij- öldinni síðari, sem eru orðnir gamlir og ótraustir og sumir sjóherir vilja fá nútímalega kafbáta til varnar neðansjávar.“ Samkvæmt upplýsingum frá sjó- her eins Vesturveldanna munu nýju kafbátarnir geta sparað gífurlega íjármuni í rekstri sjóheija um heim allan. „Því tímabiii er lokið að erlend- ir risakafbátar geti komist óáreittir inn í landhelgi annarra ríkja,“ sagði þessi sjóliðsforingi, en hann vill halda nafni sínu leyndu. „Það er erfitt að finna þennan hljóðláta, litla kanadíska kafbát nema maður sé beint fyrir ofan hann, en hins vegar heyrist til kjarnorku- knúinna árásarkafbáta á löngu færi. Þetta eru mestu framfarir í þróun dísil-rafmagnskafbáta í 50 ár.“ Dan Hayward talsmaður kanadísku afvopnunarstofnunarinn- ar í Ottawa segir: „Stratas-kaf- báturinn hefur mikið aðdráttarafl á erlenda viðskiptavini og eykur ekki á spennu milli stórveldanna. Ástæð- an er sú að Kanadamenn eru mjög varkárir í vopnaútflutningi sínum meðan aðrar þjóðir, svo sem Frakk- ar, hafa alltaf selt hveijum sem hafa vill. Ég held þó ekki að búið sé að þróa þessa tækni til fulls en kjarna- ofninn sem verið er að ljúka við er gerður til notkunar á landi. Hann hefur enn ekki verið reyndur í kaf- báti og enn hefur engin raunveruleg reynsla fengist af honum. En þetta þróunarverkefni Stratas er ákaflega áhugavert.“ Höfundur er blaðaniaður í Bandaríkjunum. Kanadískur raf-dísil kafbátur fer framhjá kaíbátastöð Stratas í Halifax, Nova Scotia, á leið á haf út. Auk þess að smíða hinn nýja dísil-kjarnorkukafbát ætlar Stratas að koma upp kafbátastöð við Canso- sund sem tengist Norður-Átlantshafi og hernaðarlegum flutningaleiðum. Þessi stöð mun veita NATO og bandalagsríkjum kafbátaþjónustu. Akranes: „Ævintýrið á götunni“ Wélagsúf FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 0919533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 30. júlí Kl. 08.00 Þórsmörk-dagsferð. Verð kr. 2.000,-. Athugið afslátt Ferðafélagsins á sumardvöl i Þórsmörk. Kl. 09.00 Gengið eftir Esju frá Hátindi - komið niður hjá Artúni. Verð kr. 1.000,-. Kl. 13.00 Blikdalur. Létt göngu- ferð. Blikdalurinn kemur á óvart. Hann er lengsti dalurinn sem inn i Esju skerst. Verð kr. 800,-. Miðvikudagur 2. ágúst. Kl. 08.00 Þórsmörk-dagsferð. Verð kr. 2.000,-. Kl. 20.00 Hrauntungustígur - Gjásel. Létt kvöldganga. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn. Ferðafélag islands. Auðbrekku 2.200 Kópavogur Samkoma i kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. ISÍj Útivist Sunnudagsferðir 30. júlí: Kl. 08.00 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1.500,- Kl. 13.00 Landnámsgangan 16. ferð Heiðarbær - Nesjar. Fróð- leg og skemmtileg ganga með strönd Þingvallavatns. Spenn- andi jarðfræði og þjóðsöguc við hvert fótmál. Verð kr. 1.000,- Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.