Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 32
B8 • - C8GÍ ÍJÍJl. .«2 asaAOHÁDlIAJt ®CtóJ®ei3HOK 32 ;:::::: morgunblaðið laugardagur 29. júlí 1989 * Sveinn Isleifsson fv. lögregluvarð- sijóri — Minning Þegar við hjónin komum heim úr ferðalagi að kvöldi laugardagsins 22. júlí sl. var það fyrsta sem við fréttum við heimkomuna að fyrrver- andi starfsfélagi og •vinur, Sveinn ísleifsson fyrrverandi lögregluvarð- stjóri, hefði látist snögglega fyrr um daginn á leið heim frá Reykjavík í bifreið með dóttur sinni. Það dimmdi yfir við að heyra þessa frétt, en þannig er lífsins saga, að hryggjast og gleðast hér um fáa daga. Við sem starfað höf- um með Sveini síðustu árin vissum vel hvernig heilsu hans var varið og því átti þessi andlátsfregn ekki að koma okkur alveg á óvart, en það er alltaf sárt þegar góðir vinir kveðja í hinsta sinn. Sveinn fæddist að Miðkoti í Fljótshlíð 22. ágúst 1923. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Krist- jánsdóttir frá Auraseli og ísleifur Sveinsson, trésmíðameistari og bóndi í Miðkoti, og var Sveinn einkasonur þeirra, en alsystur hans voru fimm og ein hálfsystir. í Mið- koti ólst Sveinn upp við öll venjuleg bústörf á glaðværu og snyrtilegu heimili. Árið 1940 hættu foreldrar Sveins búskap og fluttu að Hvolsvelli, þar sem Isleifur faðir hans reisti sér eitt af fyrstu íbúðarhúsunum í þorp- inu og vann þar síðan að iðn sinni. Sveinn hóf störf hjá Kaupfélagi Rangæinga árið 1942 sem vörubif- reiðastjóri og vann við það í mörg ár uns hann gerðist verslunarmaður og síðar deildarstjóri hjá sama fyrir- tæki. Á Hvolsvelli kynntist Sveinn konu sinni, Gunnþórunni Sigurðar- dóttur, f. 10. febrúar 1924, er kom- ið hafði úr Reykjavík til verslunar- starfa hjá kaupfélaginu. Þau giftu sig 7. febrúar 1948 og fluttu um sama leyti í nýbyggt hús sitt á Hvolsvegi 17. Böm þeirra eru þijú: Margrét fædd 14. nóvember 1948, Inga Kristín fædd 14. ágúst 1953, gift Rúnari Kristjánssyni frá Hellu, og ísleifur fæddur 22. janúar 1958, sambýliskona hans er Ólöf Tómas- dóttir frá Hveragerði. Öll eru böm- in búsett í Reykjavík. Til fósturs tóku þau hjónin dóttur Margrétar, Þómnni Grétarsdóttur f. 26. októ- ber 1968 og hefur hún alist upp hjá þeim. Árið 1973 flutti fjölskyld- an í nýtt og vandað hús í Öldu- gerði 15 á Hvolsvelli. Þar hafa þau búið sér fallegt heimili og þangað var gott að koma í heimsókn, vel tekið á móti öllum og húsráðendur alltaf kátir og hressir. Árið 1960 hófu ijórir menn störf sem héraðslögreglumenn í Rangár- vallasýslu og var Sveinn einn þeirra og fyrirliði frá upphafi. Þetta vora aukastörf og að mestu unnin um helgar, á samkomum og í öðram sérstökum tilfellum. Árið 1966 kom ný lögreglu- og sjúkrabifreið í sýsl- una og sá Sveinn um hana og sinnti jafnframt sjúkraflutningum. Þetta gerði hann með sínu starfi hjá kaup- félaginu til ársins 1972 að hann réðst í fullt starf við löggæsluna og _þá skipaður varðstjóri. Á þessum áram var margt sem kallaði á aukna löggæslu í hérað- inu. M.a. hafði umferð aukist mikið með vaxandi bílaeign og bættu vegakerfi, mikil aðsókn var að sam- komum og virkjunarframkvæmdir voru hafnar á hálendinu með stór- virkum vélum og miklum mannafla. Það var því í ýmsu að snúast og oft mikið að gera hjá einum manni, en á árinu 1974 var maður ráðinn til viðbótar í fullt starf við löggæsl- una. Sveinn lauk prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins árið 1975. Það var hans hlutverk að leiða og móta störf lögreglunnar í Rangárvallasýslu frá upphafi og ég held að það sé álit manna að vel hafi tekist og lög- reglumenn og sýslubúar muni njóta þess um ókomna tíð. Merkið stend- ur þótt mennirnir falli. Sem lögreglumaður var Sveinn sanngjarn 'og réttsýnn í störfum sínum, vildi öllum vel, og að mildum höndum væri farið um smærri af- brot manna. Ég held að honum hafi alltaf allið betur sá hluti starfs- ins sem fólst í aðstoð við samborg- arana er urðu fyrir óhöppum eða leituðu til lögreglunnar af ýmsum öðram ástæðum. Hann var vinsæll í starfi og eignaðist ekki óvildar- menn, en ef um alvarlegri mál var að ræða, var hann traustur og ákveðinn og þá gott að starfa með honum. Við Sveinn voram samstarfs- menn í 35 ár. Fyrst hjá Kaupfélagi Rangæinga og síðan við lögreglu- störf í sýslunni. Margs er að minn- ast frá þessum árum og var sam- starf okkar alltaf með ágætum, að vísu voram við ekki alltaf sammála um öll mál, en þau vora þá rædd og komist að þeirri niðurstöðu sem best hentaði á hveijum tíma. Meðan Sveinn hafði fulla heilsu var hann glaðvær og léttlyndur og næmur fyrir því spaugilega í tilver- unni og minnist ég margra skemmtilegra stunda frá liðnum áram. Hann var ákaflega hagvirk- ur, smiður góður og viðgerðarmað- ur á hin ýmsu tæki nútímans. Snyrtimenni í allri umgengni og vildi hafa alla hluti á sínum stað. Sveinn gaf sig ekki mikið að fé- lagsmálum, en var virkur í þeim félögum sem höfðu forvarnir, að- stoð og mannúð á stefnuskrá sinni. Hann var um árabil formaður Slysa- varnadeildarinnar Dagrenningar í Hvolhreppi og vann mikið starf við að koma upp húsnæði deildarinnar og að uppbyggingu á björgunar- sveit hennar, sem hann starfaði í frá upphafi. Hann var stjórnarmað- ur í Rauðakrossdeild Rangárvalla- sýslu og sá lengi um sjúkraflutn- inga á hennar vegum. Fyrir hönd stjórnar Rauðakrossdeildarinnar færi ég honum bestu þakkir fyrir öll störf á þeim vettvangi. Um sl. áramót hætti Sveinn lög- reglustörfum af heilsufarsástæðum og hugðist nú sinna sínum áhuga- málum í rólegheitum. Á yngri árum mun hann hafa haft áhuga á því að læra að fljúga, en átti ekki kost á því. Þegar hann var kominn á sextugsaldur rættist sá draumur hans og tók hann þá einkaflug- mannspróf og átti hlut í fjögurra sæta flugvél. Með félögum sínum í fluginu hafði hann komið upp flug- skýli við flugvöllinn á Hellu. Þetta veit ég að veitti honum miklar ánægju- og gleðistundir. Frá sl. áramótum hafði hann tekið að sér að sjá um eignir Flugmálastjórnar og eftirlit með flugvellinum á Hellu. Að leiðarlokum þakka ég Sveini góð kynni, tryggð, vinsemd og gott samstarf á liðnum árum og ég hef verið beðinn að færa honum kveðjur og þakkir fyrir leiðsögn og gott samstarf, frá lögreglumönnum í Rangárvallasýslu. Við hjónin sendum Gunnþórunni, börnum, tengdabörnum, barna- börnum, systkinum og öðram vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Guðjón Einarsson t SIGURMUNDUR EINARSSON, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, andaðist 19. júlí. Útförin verður gerð frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Barnabörnin. t Móðir mín og tengdamóðir, amma okkar, tengdaamma og langamma, KLARA RÖGNVALDSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 26. þ.m. Kristrún Skúladóttir, Hervald Eiriksson, Skúli Eggert Þórðarson, Gunnar Þorsteinsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Dagmar Sigurðardóttir, Gfsli ívarsson og barnabarnabörn. t GUÐJÓN M. PÉTURSSON, fiskmatsmaður, Þykkvabæ 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 31. júlí kl. 13.30. Aðstandendur og vinir. t Útför systur okkar og mágkonu, HELGU MAGNÚSDÓTTUR kennara, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. júlí nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sumarstarf KFUK og Kristni- boðið. Kristfn Magnúsdóttir Möller, EinarTh. Magnússon, Petrína H. Steinadóttir, Guðmundur Óli Ólafsson. t Móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. ágúst nk. kl. 13.30. Hreggviður Stefánsson, Þórunn Björgúlfsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Stefán Már Stefánsson, Kristfn Ragnarsdóttir, Guðrún Hreggviðsdóttir, Anna Sigrfður Stefánsdóttir, Þórunn Hreggviðsdóttir, íris Guðrún Stefánsóttir, Ása Hreggviðsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Jón Hrafnkelsson, Jakob Már Stefánsson, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Ragnar Már Stefánsson, Sigrfður Hrafnkeisdóttir, Hrafnkell Már Stefánsson, Stefán Hrafnkelsson, Hannes Hrafnkelsson, Guðrún Hrafnkelsdóttir, og langömmubörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GERÐAR RAFNSDÓTTUR, Vogabraut 16, Akranesi. Sérstakar þakkir til Kirkjukórs Akraness, Skagaleikflokksins og Tónlistarfélags Akraness fyrir aðstoð og hluttekningu. Bent Jónsson og fjölskylda, Áslaug Rafnsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andléts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIMUNDU ÞORBJÖRGU GESTSDÓTTUR, Austurtúni 2, Hólmavík. Jóhann Guðmundsson, Soffía Þorkelsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Ásdís Ólafsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sóley Tómasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Jóhannsson, barnabörn, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, dóttur, systur, mágkonu og frænku, KRISTÍNAR J. HJALTADÓTTUR, Sæviðarsundi 31, Reykjavík. Marsibil S. Gísladóttir, Marsibil S. Bernharðsdóttir, Hjalti P. Þorsteinsson, Þorsteinn Hjaltason, Jónfna Arnardal, Kristján Óli Hjaltason, Helga Benediktsdóttir, og bræðrabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og velvild vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar og afa, SVAVARS HALLDÓRSSONAR, Breiðvangi 20, Hafnarfirði. Kristín Ingvarsdóttir, Sigrfður I. Svavarsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Ólöf Svavarsdóttir, Garðar Flygering, Halldór Svavarsson, Jóseffna V. Antonsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Hólavegi 12, Sauðárkróki. ísak Árnason, Sigríður Árnadóttir, Rögnvaldur Árnason, Sigurlfna Árnadóttir, RagnhildurÁrnadóttir, Trausti H. Árnason, Jón H. Jóhannsson, Lfna Þorkelsdóttir, Kári Hermannsson, Páll Halldórsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.