Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 35
eseí ijúi. .es HuoAmíAöUAj gktaj8vtjoííom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 Hulda Jensdóttir. Morgunbiaðið/Sverrir breyting til. „Áður en ég fór að vinna á Fæðingarheimilinu tók ég á móti börnum í heimahús- um,“ segir Hulda. „Yfirleitt var því þannig farið að þegar ég kom inn á heimilið fóru feðurnir út. Mér leiddist þetta og bað menn- ina að vera inni á heimilinu. Sum- ir voru viðstaddir fæðinguna. Þegar Fæðingarheimilið tók til starfa hélt ég þessum sið. Nú er meirihluti feðra viðstaddur fæð- ingu barna sinna. Þessi breyting er að mínu mati afar jákvæð. Fæðingin verður stór stund í lífi feðranna og gerir það að verkum að þeir fá tilfinn- ingu fyrir barn- inu frá upphafi, verða betri feð- ur._“ í nágranna- löndum okkar hefur þróunin orðið sú undan- farin ár að fleiri og fleiri konur velja að fæða heima eða á litlum stofnunum. Á íslandi er þróunin öfug. Hvernig ætli standi á því? „Staðreyndin er er að margar konur fá þær upplýsingar að að sjúkrahús séu öruggari stofnanir en lítil heimili eins og þetta. Þetta er ekki rétt, við höfum fyrsta flokks tækja- búnað og sérmenntað starfslið engu síður en spítalarnir. Einu munurinn er sá að hér rekum við heimili, ekki sjúkrahús.“ Það hefur valdið nokkrum deil- um að undanförnu að í sumar verður Fæðingarheimilinu lokað frá 24. júlí til 4. september í sparnaðarskyni. Þess má geta að í vor var hluta heimilisins lokað um stundarsakir af sömu ástæð- um. „Mér finnst ekki eðlilegt að sparnaður hjá ríkinu bitni á íslenskum mæðrum og börnum þeirra,“ segir Hulda um lokunina. „Með því að loka Fæðingarheim- ilinu er tekinn frá konum sá sjálf- sagði réttur að fá að velja um tvær ólíkar stofnanir. Lokunin í mars var ekki gerð í samráði við starfsfólk Fæðingarheimilisins. Þá var m.a. lokað skurðstofu sem við höfum verið að byggja upp síðustu ár.“ Að lokum er Hulda spurð að því hvað hún ætli að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. „Ég á í raun ekkert svar við þessari spurningu að svo stöddu. Gott að byija á því að rækta sinn eig- in garð sem hefur orðið útundan í dagsins önn. Lífverndarmálin eiga mikið í mér og að sjálfsögðu einnig mæður og börn, sem ég mun trulega alltaf starfa fyrir, þó það verði í breyttri mynd.“ 4990,- Nýjung á íslandi! Undrahjólið LALA BIKE hefur farið sigurför um heiminn og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. LALA BIKE er hannað með öryggi barna, unglinga og fóiks allt að 75 kg. að þyngd. LALA BIKE má nota til æfinga og leikja jafnt inni sem úti. LALA BIKE fer hægt, fer hratt og tekur krappar beyjur; þú stýrir og bremsar með fótunum. LALA BIKE er knúið handafli og þú ræður hraðanum. Verð kr. Kynningarsala í Kolaportinu í dag. Sendum í póstkröfu (EURO - VISA) Pöntunarsímar621607 og 671441 Útsölustaður: AAAnvlís SVEINSSON, yKMKlVlU heildverslun, Ármúla40, sími 35320. pósthólf 485,121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.