Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989. 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Myndi ekki auka bjórsölu Ferðamaður hringdi: „Það er ekki rétt að það myndi auka sölu á bjór í Áfengisverslun ríkisins ef hætt yrði að selja bjór í fríhöfninni í Keflavík eins og talað hefur verið um. Farþegar og flugáhafnir myndu þá kaupa bjór erlendis í staðinn eins og ég hef oft séð flugáhafnir gera nú þegar t.d. við komu frá Luxemb- urg og mér skilst að svo hafi ver- ið áður en farið var að selja bjór í fríhöfninni. Margar fríhafnir er- lendis selja bjór og það mun mörg- um þykja fínt að vera með aðrar tegundir heldur en seldar eru í áfengisverslunum hér. Yrði hætt að selja bjór í fríhöfninni myndi fólk aðeins kaupa meiri bjór er- lendis og draga myndi úr sölu hér heima að sama skapi.“ Budda Budda með snyrtivörum og gulleynalokkum gleymdist í bún- ingsklefa Sundlauga Reykjavíkur í Laugardal, laugardaginn 21. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 642027 Kettlingar Tveir fallegir og hreinlegir átta vikna kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 622722. Tveggja mánaða gamalan fresskettling, sem er mannelskur og vel vaninn, bráðvantar nýtt heimili. Upplýsingarí síma 24176. Köttur Kötturinn Nikulás, sem er blágrár með hvítar loppur, fór að heiman frá sér að Laufásvegi 2a sunnudaginn 23. júlí. Vinsamleg- ast hringið í síma 23611 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Gæði heilsufæðis og holleftia Til Velvakanda. Undanfarin ár hefir talsvert verið fjallað um gagnsemi heilsufæðis í fjölmiðlum. Ég tel áhuga fyrir hollefnum og heilsurækt til mikilla bóta. Enginn vafi leikur á því að slík vakning sparar mikla peninga í útgjöldum til heilbrigðismála, þegar líða tímar og fram í sækir. Miklu máli skiptir fyrir fólk almennt að kynna sér gagnsemi, gæði og verð á einstök- um heilsuvörum. Þar gætu neyt- endasamtök hjálpað með hlutlausar upplýsingar, til dæmis með gæða- samanburði. Þá finnst mér ámælis- vert hvernig sumt starfsfólk heilsu- fæðisverslana og lyfjaverslana er fáfrótt um þessa hluti. Verslunin Frækornið á Skólavörðustíg er t.d. eina verslunin sem hefir gefið mér nákvæmar innihaldslýsingu á því Ginseng sem er til sölu og á verslun- in þakkir skilið fyrir það. Ég vil ekki gera lítið úr þörf fyr- ir að rannsaka innihald kjötfars, þó ég neiti þess helst ekki ótilneydd- ur. Mig langar samt að hvetja neyt- endasamtökin til að taka sig á í þessum efnum. Erlendis hafa neytendasamtök staðið að víðtækum gæðasaman- burði á einstökum hollefnum. Hefir þá oft komið í ljós að þau efni sem mest eru auglýst eru ekki alltaf best. Ég þykist vita að dýrt sé að gera slíkar rannsóknir, en í slíkum tilfell- um mætti notast við erlendar hlut- lausar kannanir. Hvenær megum við neytendur heilsufæðis vænta gagnlegra hlut- lausra upplýsinga um þessi mál? Helgi Jóhannesson Öllu er afmörk- uð stund Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu bárust fréttir af miklu flugslysi sem varð í Banda- ríkjum Ameríku er DC-10 þota fórst og yfir hundrað manns fór- ust. Þegar ég leit á Morgunblaðið daginn sem fréttin birtist blasti við mér vattvangur þessa hörmulega atburðar eins og mér vitraðist hann nokkru áður en slysið átti sér stað. Mér komu í hug eftirfarandi orð: „Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma.“ (Préd. 3:1) „Eng- inn maður hefur vald yfir dauða- deginum." (Préd. 8:8)“ . .. og spor mannsins eru ákveðin af Drottni.“ (Orðskv. 20:24). Margir eru þeir menn sem hafa þann eiginleika að sjá fram til ókominna tíma og virðist mörgum mikill leyndardómur. Undrast margir hæfileika spákvenna sem segja til um ókomna atburði, oft árum áður en þeir koma fram. Efasemdarmenn finnast þó ekki í hópi þeirra sem trúa á örlög, eða hafa upplifað mörg áþreifanleg dæmi sem ekki er hægt að gera skil í stuttu bréfi. Lifum því í sátt við alla, tilbúin að mæta dauða okkar sérhvern dag, og höfum hugafst að þó: „hjarta mannsins upphugsi veg hans, stýrir Drottinn gangi hans.“ (Orðsk. 16:9). Einar Ingvi Magnússon Það er ánægjulegt að grilla á góðum degi. Látið ekki óvarkárni spilla þeirri gleði. Hellið alls ekki uppkveikivök- vanum yfír grillið eftir að búið er að kveikja upp í því. ©1987 Universal Proas Syndicato r/ ég Skí&J 5já-urr\gailSíé'inarvx. 'i Ptr~ og fótbrot kbnunnar þlnnar i siocb\r\r\ fyrir v'mstnx oi)rtxb \ ptr." TM Reg. U.S. Pal Otl.—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Þú manst eftir bílskúrnum hérna...? Geðlæknirinn reddaði mér á undraverðan hátt. Konan mín stakk af með hon- um... HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.