Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 44

Morgunblaðið - 29.07.1989, Page 44
Á ÞJÓÐVEGI1 SUMARÞÁHURKL. 13.30 RAS I l UTVARPID Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Forsætísráðheira er svartsýnn á samninga við Borgaraflokkinn STEINGRÍMUR Hermannsson forsætísráðherra hélt leynilegan fund með þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í sumarbústað forsætísráð- herra á Þingvöllum, síðdegis í gær, þar sem m.a. var rædd staðan i viðræðum rikisstjórnarinnar við fúlltrúa Borgaraflokksins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ríkir ekki mikil bjartsýni meðal ráðherra rikisstjórnarinnar á að samningar takist við Borgaraflokk- inn og staðfestí forsætisráðherra blaðið í gærkveldi. Þeir ráðherrar sem funduðu með forsætisráðherra á Þingvöllum voru Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, Jón Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. „Þetta var almennur fundur um ýmis málefni og meðal annars ræddum við stöðuna í viðræðum okkar við Borgaraflokkinn," sagði Steingrímur. Hann sagði útilokað að fara út í þá stöðu í smáatriðum, að svo væri í samtali við Morgun- að svo komnu máli. „Ég tel reyndar að mörgu leyti heldur ólíklegt að það náist samkomulag við Borgara- flokkinn,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að viðræður við Borg- araflokkinn myndu a.m.k. frestast eitthvað um sinn. Utanríkisráðherra færi utan í dag og fjármálaráðherra kæmi ekki hingað til lands fyrr en 8. ágúst. Ekki væri hægt að taka afgerandi ákvarðanir í þessu máli, með formenn samstarfsflokkanna stadda erlendis. Helgarveðrið: Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi VEÐURSTOFAN spáir hægri norðvestanátt með sólskini á Suður- og Vesturlandi um helgina. Hitinn gæti orðið um 12 til 15 stig, hlýj- ast á Suðausturlandi. Að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings, er veðurútlit helgar- innár mun betra en undanfarnar helgar á Suður- og jafnvel Vestur- landi. Er útlit fyrir þurrt veður um allt land í dag, léttskýjað verður á 40 ára stúdentar frá MR: Forseti Is- lands með í för til Sov- étríkjanna VIGDÍS Finnbogadóttir, for- setí Islands, fer ásamt bekkj- arfélögum úr Menntaskólan- um í Reykjavík í þriggja daga ferð til Sovétríkjanna 12. ágúst næstkomandi. Kornelíus Sigmundsson for- setaritari staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ferðin til Sovétríkjanna er farin í tilefni 40 ára stúdentsafmælis hópsins frá Menntaskólanum í Reykjavík. Suðausturlandi en skýjað á Norð- vesturlandi. Þó mun víða sjást til sólar inn til landsins. Búast má við að heldur fari hlýn- andi en aðfaranótt föstudags snjó- aði víða í Ijöll á Vestfjörðum og á vestanverðu Norðurlandi. Hiti fór þá niður í eitt stig á Hveravöllum og þar var slydda. „Sunnudagurinn sýnist mér ætla að verða nokkuð góður dagur um allt land, en það er alltaf spurning- in um blessað sólskinið sem allir em að bíða eftir,“ sagði Magnús. „Ég held að það fari að létta til sunnanlands og ég hef spáð sólskini í Reykjavík og á Suðurlandi meiri- hluta dagsins. Hitinn ætti að potast eitthvað upp á við og hann gæti orðið 12 til 15 stig í dag og á morg- un á Suðvesturlandi en væntanlega eitthvað hærri á Suðausturlandi." / sumarskapi Morgunblaðið/RAX Gjaldþrot hjá Hraðfrysti- húsi Patreksflarðar hf. Skuldir fyrirtækisins voru 660 milljónir um áramót FRÁ OG með 1. ágúst verð- ur verðlag Morgunblaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 1000. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 660 á virkum dögum, en kr. 690 á sunnu- dögum. í lausasölu kr. 90 eintakið. STJÓRN Hraðfrystihúss PatreksQarðar hf. hefiir ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum hjá fyrirtækinu eftir að ljóst er að Hlutaijár- sjóður hefúr hafnað beiðni um aðstoð. Að sögn Sigurðar Viggósson- ar, stjórnarformanns Hraðfrystihússins, samþykkti Byggðastofiiun áætlun, sem gerð var til að bjarga fyrirtækinu en Fiskveiðasjóður hafnaði henni. Ekki er vitað hver var afstaða viðskiptabankans, Landsbanka Islands. Stærsti hluthafi í Hraðfrystihús- inu er Samband íslenskra sam- vinnufélaga, sem á um 75%. Auk þess er ljóst að Fiskveiðasjóður tap- ar verulegum íjármunum.Um ára- mót vom skuldir fyrirtækisins tald- ar vera um 660 milljónir króna sem síðan hafa bætt á sig dráttarvöxt- um. Fyrirtækið á frystihús og gerir út tvö skip sem em með rúmlega 50% af aflakvóta staðarins. Vinna lagðist niður hjá frystihúsinu í októ- ber á síðasta ári en 140 manns unnu hjá fyrirtækinu þegar það var í fullum gangi. Sigurður sagði, að ekki væri eft- ir neinu að bíða þegar Hlutafjár- sjóður hefur neitað fyrirtækinu um aðstoð. Ákvörðun sjóðsins hefði komið á óvart miðað við yfirlýsing- ar stjórnvalda á undanförnum miss- emm. „Þetta er undirstöðufyrirtæki hér á staðnum og miklir hagsmunir í húfi fyrir fólkið sem hér býr og sveitarfélagið," sagði Sigurður. „Okkur finnast þetta heldur kaldar kveðjur frá þessum opinbem sjóð- um og ég er hættur að skilja hvað þessum sjóðum ber að gera.“ Sagði hann að stærsti hluthafinn, Sam- bandið, hefði verið tilbúið að styðja við áætlun um að bjarga fyrirtæk- inu en eftir að Fiskveiðasjóður hafn- aði þátttöku í björgunaraðgerðum hefði verið ljóst hvert stefndi. Ákveðið hefur verið að sveitar- stjórn komi saman til fundar, þar sem kannaðir verða möguleikar til að bjarga byggðarlaginu. „Aðalat- riðið er að heimamenn standi saman og reyni að safna fé til kaupa á skipunum með aðstoð opinberra aðila,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.