Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Dagdraumar
fjármálaráðherra
30. þing SUS á Sauðárkróki:
Hvað segja ungir
sj álfstæðismenn?
í ÁLYKTUNUM 30. þings Sambands ungra sjálf- I dæmi. Þeim kom öllum saman um að fyrsta verk-
stæðismanna, sem haldið var á Sauðárkróki síðast- efhi Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkissfjórn yrði að
liðna helgi kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina afnema skatta vinstri stjórnarinnar, leggja niður
sem nú situr. Morgunblaðið tók nokkra þingfúlltrúa millifærslusjóðina og draga úr ríkisumsvifúm og
tali, fólk sem tekur virkan þátt í starfí aðildarfé- miðstýringu. Einstaklingsfrelsi er orð dagsins hjá
Iaga SUS og Sjálfstæðisflokksins, hvert í sínu kjör- | þessu fólki.
Oft má auðveldlega leysa'
úr vanda með því að
breyta skipulaginu. Hugmynd-
ir um slíkar breytingar verða
hins vegar að vera settar fram
við réttar aðstæður til að þær
séu trúverðugar.
Ólafur Ragnar Grimsson
fjármálaráðherra hefur misst
tökin á stjórn ríkisfjármála.
Hallinn á ríkissjóði ber þess
merki. Nýjar tillögur ráðher-
rans um halla á ríkisbúskapn-
um á næsta ári staðfesta upp-
gjöf hans og ríkisstjórnarinn-
ar. Þótt formaður Alþýðu-
bandalagsins hafi ráðið fyrrum
ritstjóra Þjóðviljans í fjármála-
ráðuneytið í þeirri von, að hon-
um takist að fá fólk til að
brosa, þegar það borgar skatt-
ana sína, eru frekari skatta-
hækkanir ekki úrræði sem
duga við núverandi aðstæður.
Ríkisstjórnin hefur þar að auki
ekki bolmagn til að knýja þær
í gegn. Kaupmáttur launa hef-
ur hrapað um 15% á einu ári
og ekkert bendir til að sú þró-
un sé að stöðvast. Ríkisstjórnin
hefur ekki heldur bolmagn til
að skera niður ríkisútgjöld. Við
gerð fjárlaga næsta árs ætlar
hún að fylgja þeirri gamal-
kunnu aðferð að ákveða fyrst
útgjöldin og sjá svo til hvað
kemur í kassann. Ríkisstjórnin
hefur ekki þrek til að halda
rekstri sínum innan fyrirsjáan-
legra tekna.
Við þessar aðstæður kýs
Ólafur Ragnar Grímsson að
kveikja á stjörnuljósum í von
um að menn horfi frekar á þau
en úrræðaleysið og vandræða-
ganginn. Hann segist ætla að
leggja aukafjárveitingar fyrir
árið í ár fyrir Alþingi í haust.
Hann talar um að breyta þurfi
gildistíma fjárlaga, þannig að
fjárlagaárið hefjist 1. júní í
stað 1. janúar.
Kristinn Pétursson alþingis-
maður vakti athygli á því í
Morgunblaðsgrein fyrir
skömmu, að sig tæki það sárt
að sitja á Alþingi og vera óvirt-
ur á þann veg sem tíðkast
hefur með afgreiðslu fjárauka-
laga. Hún stæðist ekki gagn-
rýni. Undir það skal tekið og
fer vel á því að fjármálaráð-
herra gefi nú fyrirheit um
sjálfsagðar endurbætur á
þessu sviði. Hitt kann einnig
að leiða til skilvirkari með-
ferðar á ijárlögum að Alþingi
hafi þau lengur til meðferðar
á vetri hveijum, enda er það
ekki nýmæli að menn velti fyr-
ir sér breytingum á fjárlagaár-
inu.
Ólafur Ragnar Grímsson
þarf að gera annað og meira
en þetta til að ávinna sér traust
sem fjármálaráðherra. Hann
þarf að standa við önnur stór
orð sín, eins og þau á síðasta
hausti, að nú yrðu fjármál
ríkisins tekin öðrum og fastari
tökum og treysta mætti ásetn-
ingi um hallalausan ríkisbú-
skap. Ólafur Ragnar bætir
ekki stöðu ríkissjóðs með því
að breyta skipulaginu á þann
veg sem hann hefur boðað.
Hallinn verður sá sami, hvort
heldur hann er reiknaður 31.
desember eða 31. maí.
Sænska
akademían
að er mikill heiður fyrir
íslendinga, að 10 félagar
af 18 í sænsku akademíunni
skuli nú sækja okkur heim. Á
vegum akademíunnar hefur
aðeins einu sinni áður verið
efnt til sambærilegrar ferðar
til útlanda og var hún þó stofn-
uð fyrir rúmum 200 árum, eða
árið 1786. Fyrsta utanferðin
var til Finnlands, þar sem býr
sænskumælandi þjóðarbrot.
Akademían er kunnust fyrir
úthlutun Nóbelsverðlaunanna
ár hvert. Hlutverk hennar á
heimavettvangi er hins vega
að hlú að sænskri tungu meðal
annars með útgáfu á orðabók.
Þegar litið er á dagskrá
akademíunnar hér sést að
megintilgangur íslandsferðar-
innar er að kynnast því, hvern-
ig staðið hefur verið að vernd
íslenskrar tungu. Svíar telja
sig eiga í vök að verjast í þeim
efnum eins og svo margar
aðrar þjóðir. Felst ekki lítil
viðurkenning í því fyrir ís-
lenska málstöð, að akademían
skuli færa henni gjöf í tilefni
25 ára afmælis stöðvarinnar
nú í sumar.
Gleðileg heimsókn sænsku
akademíunnar verður íslensku
þjóðinni til uppörvunar í bar-
áttunni fyr-ir varðveislu tung-
unnar. Allir fagna því að vera
heiðraðir með þessum hætti.
Þorsteinn Siglaugsson;
Við veitum
eldrimönnum
aðhald
„EG aðhyllist einstaklingshyggju
og borgaralega þjóðfélagsskip-
an, þess vegna er ég sjálfstæðis-
maður. Borgaralegt þjóðfélag og
frjálst markaðskerfi tel ég vera
vænlegustu leiðina til að halda
uppi góðum lífskjörum í landinu
og lifandi þjóðfélagi. Ég held að
Sjálfstæðisflokkurinn sé, vegna
hugmyndagrundvallar síns eini
flokkurinn þar sem skoðanir
mínar eiga hljómgrunn, sagði
Þorsteinn Siglaugsson, 22 ára
heimspekinemi. Þorsteinn var á
þinginu kjörinn í stjórn fyrir
Austurland.
Þorsteinn
sagði að það sem
hefði helst háð
flokknum að
hans mati væri
að hann hefði
ekki hlotið nægj-
anlegt fylgi til
að geta setið
einn við stjóm-
Völinn og þar af
leiðandi sífellt þurft að vera í mála-
miðlunum_ við fiokka með aðra
stefnu. „Ég held að forystumenn
Sjálfstæðisflokksins hafi reynt eftir
föngum að fylgja eftir stefnu hans.
Það er hins vegar erfitt þegar flokk-
urinn er alltaf í samsteypustjórnum.
Ég vil iýsa trú minni á núverandi
forystu okkar og formann flokks-
ins. Ég held að forystumenn flokks-
ins geti komið stefnumálum okkar
í framkvæmd fái þeir til þess tæki-
færi. Ég er ekki einn af þessum
óánægðu sjálfstæðismönnum."
Þorsteinn sagðist hafa tekið þá
ákvörðun að starfa innan Sambands
ungra sjálfstæðismanna þar sem
hann hefði áhuga á því að koma
hugsunum sínum á framfæri. SUS
væri mjög góður og skemmtilegur
vettvangur í því sambandi. „Mér
finnst vissulega vera nokkur munur
á Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna og Sjálfstæðisflokknum.
Þegar menn eru komnir út í þessa
„alvörupólitík" verða þeir að taka
meira mið af öðrum hlutum en hin-
ir ungu innan SUS. Við þurfum
ekki að fara út í málamiðlanir við
fólk sem hefur algjörlega gagn-
stæðar hugmyndir heldur getum
einbeitt okkur að hugmyndafræð-
inni. Samband ungra sjálfstæðis-
manna hefur alltaf veitt Sjálfstæð-
isflokknum aðhald í þeim málum
og haldið stefnunni fast að eldri
mönnunum.“ Þorsteinn taldi hins
vegar oft bera við að almenningur
hefði ekki næga vitneskju um þær
hugmyndir sem lægju að baki
stefnu SUS. „Við höfum ekki lagt
áherslu á að fínpússa og markaðs-
setja hugmyndir okkar úti í þjóð-
félaginu. Það verður að skýra hlut-
ina betur. Má nefna sem dæmi orð
eins og „fijálshyggja" sem er
grundvöllur stefnu okkar en hefur
fengið á sig neikvæðan blæ meðal
almennings. Við þurfum að kynna
þetta mál betur og útskýra fyrir
fólki að þetta sé engin hörð ómann-
leg stefna einhverra ósveigjanlegra
hugmyndafræðinga, heldur stefna
sem ég tel að flest allir í þessu þjóð-
félagi vildu að yrði hrint í fram-
kvæmd.“ Fijálshyggja snerist að
hans mati ekki um að níðast á gam-
almennum og fátæklingum, eins og
andstæðingar sjálfstæðismanna
reyndu að halda fram. Allt slíkt
væri rangtúlkun „Það sem ég vil
helst sjá gerast í framtíðinni er að
draga úr valdi stjórnmálamanna
eins og kostur er og gera þjóðfélag-
ið þannig úr garði að einstaklingur-
inn fyrst og fremst hafi frelsi til
athafna og beri ábyrgð á þeim. Á
það finnst mér skorta ansi mikið í
dag. Einnig verður að skrá gengið
rétt þannig að undirstöðuatvinnuve-
girnir hljóti þann stuðning sem þeim
ber. Ég vil líka gjarnan sjá aukin
og sterkari menningartengsl ís-
lands og Evrópu. Við megum ekki
gleyma því að þótt að okkar menn-
ing sé merkileg og verði að varð-
veita þá erum við hluti af hinni
vestrænu menningarheild og frá
henni er sprottinn grundvöllur okk-
ar stefnu. Við megum aldrei ein-
angrast frá hinum vestræna heimi.“
Asta Þórarinsdóttir:
Mætti yngja
upp í flokkn-
um í Kópavogi
„Sjálfstæðisstefiian er sú eina
rétta í minum augum. Ég vil að
einstaklingurinn fái að ráða því
sem mest sjálfúr hvað hann vill
taka sér fyrir hendur og hvernig
hann ráðstafar tekjum sínum. Ég
er á móti miðstýringu ríkisstjórn-
arinnar," sagði Ásta Þórarins-
dóttir, nítján ára verzlunarskóla-
nemi. Hún er ritari Týs, félags
ungra sjálfstæðismanna í Kópa-
V08þ ð -
bæjar, og erum í í t
sífelldum undir-
búningi fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar á næsta ári. Mér finnst
að það þurfi breytinga við á fram-
boðslistanum í Kópavogi, það mætti
yngja dálítið upp. Það þarf nýtt
ungt fólk til þess að vinna bæinn
af vinstrimönnum. Það er nánast
engu bæjarfélagi á landinu eins illa
stjómað, allt rekið á lánum. Við
eigum nóg af ungu fólki, sem getur
gert stóra hluti í sveitarstjórnarmál-
unum.
Það er sjálfsögðu líka markmið
okkar að koma vinstri stjórninni frá
í kosningum sem allra fyrst. Fyrstu
verkefni Sjálfstæðisflokksins í nýrri
ríkisstjórn þurfa að vera að afnema
skatta vinstri stjórnarinnar, skera
niður ríkisútgjöldin, leggja niður
millifærslusjóðina og selja eins
mörg ríkisfyrirtæki og hægt er.
Þannig getur almenningur tekið að
sér að koma reglu á sukkið og
óstjórnina, sem hefur viðgengizt hjá
stjórnmálamönnunum.
Pólitísk umræða þarf að breytast
þannig að hún fjalli meira um mál-
efni, en minna um menn. Pólitík,
sem á að geta höfðað til ungs fólks,
felur í raun í sér að völd stjórn-
málamannanna verði minni en þau
eru nú.
Það þarf að opna þjóðfélagið og
auka fijálsræðið. Til þess að svo
geti orðið, þurfum við líka að taka
þátt í þróuninni í Evrópu. Þó þurf-
um við að gæta þess að íslendingar
haldi réttindum sínum, til dæmis
hvað fiskimiðin varðar. En við get-
um tvímælalaust notið góðs af því,
sem er að gerast í Evrópu. Við
þurfum til dæmis að efla menning-
artengslin við önnur Evrópuríki og
sjá til þess að íslenzk ungmenni fái
tækifæri til að komast til mennta
í því nýja menntakerfi, sem Evrópu-
bandalagið er að byggja upp. Það
þarf að gefa fólki kost á að mennta
sig erlendis, jafnvel þótt hægt sé
að læra sömu hluti í háskóla hér
heima. Við eigum að opna betur
gluggann til Evrópu.“
Guðmundur
Johnsen;
Flokkurinn er í
millibilsástandi
„ÞEGAR ég fór að kynna mér
stefnur stjórnmálaflokkanna á
sínum tíma heiilaðist ég af Sjálf-
stæðisflokknum vegna þess hvað
hann vildi gefa einstaklingunum
mikið færi á að spjara sig sjálf-
ir,“ sagði Guðmundur Johnsen
22 ára hagfræðinemi frá Hvera-
gerði. Guðmundur var á þinginu
kosinn í stjórn fyrir Suðurland.
Hann sagði að þegar hann hefði
síðan farið að lesa hagsögu á liðn-
um árum hefði það vakið athygli
hans að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði starfað í þeim ríkisstjórnum
sem stjórnuðu efiiahagsmálum
hvað best.
„Mér finnst
Sjálfstæðis-
flokkurinn þó
hafa misst flugið
aðeins á síðustu
árum. Menn
hafa gleymt
hvaðan þeir
koma og hvert
feeil'e™ a5ðJGuðmundur
Ég held að flokk-
urinn sé nú í millibilsástandi. Menn
eru að gera það upp við sig hvert
eigi að stefna í framtíðinni. Flest
þau stefnumið sem sett voru á sjötta
og sjöunda áratugnum, t.d. hvað
varðaði uppbyggingu velferðarkerf-
isins, er nú búið að hrinda í fram-
kvæmd.“ Sagði Guðmundur að sér
fyndist sem þetta kæmi fram í for-
ystu flokksins. Hún virtist ekki
hafa náð eins vel saman og hún
ætti að gera. Jafnvel þó að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri nú með gott
fylgi í skoðanakönnunum þá skilaði
fasta fylgið, „hinir sönnu sjálfstæð-
ismenn", sér ekki sem skyldi. „Mér
sýnist forystan ekki hafa sýnt nógu
vel þann vilja sinn að vilja halda
flokknum uppi og hefur afstaða
hennar til mála ekki verið nógu
sannfærandi."
Þegar Guðmundur var spurður
hvert hann teldi að flokkurinn ætti '
að stefna í framtíðinni sagði hann
það tvímælalaust eiga að vera að
haftaminna þjóðfélagi og að koma
á fijálsara kerfi, t.d. í sjávarútvegi
og landbúnaði. Mín skoðun er sú
að flokkurinn eigi að stefna að
Þorsteinn