Morgunblaðið - 23.08.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989
27
hafi verið hress maður. Hrókur fagn-
aðar hvar sem hann kom, teinréttur
og svipsterkur og allt fas hans í þá
veru að um það verður bara haft
eitt orð: karlmannlegur. Að gömlum
og góðum íslenskum sið gerði hann
aldrei boð á undan sér fyrr en bylm-
ingshögg í hurð eða kröftug hringing
og á dyrabjöllu, viðhafandi oftast
sama formálann: „Er ég að gera
skandal?“ og rak heimamönnum
rembingskoss að skagfirskum hætti.
Síðan var setið í sögufagnaði sem
hert var á með svörtu kaffi.
Ragnar var maður mikilla sanda
og mikilla sæva og virtist fara létt
með að rúma stórar mótsagnir. Hann
var félagslyndur einfari og samfara
ósveigjanlegri hirðusemi og reglu-
festu voru samskipti hans við Bakk-
us með þeim hætti að aldrei féll
skuggi á þeirra sambúð og blótaði
hann þetta goð sitt af lífi og sál og
mikilli ánægju hvenær sem færi
gafst. Það var því mörgum enn ein
vísbending um óréttlæti heimsins
hve heilsugóður Ragnar var og boru-
brattur jafnan. Þó mun hann hafa
átt sínar erfðiðu stundir sem hann
deildi með engum en sat þá afskipt-
ur og lagði kapal, glímdi við kross-
gátu eða hneppti tilfinningar sínar
í ferskeytlur.
Þótt starf Ragnars væri öðrum
þræði tengt viðskiptum þá sýndi
hann aldrei tilburði til að græða fé,
þjó við örugga afkomu en áhugi
hans var bundinn öðru. Hann var
hreinskiptinn við alla, sagði skoðun
sína umbúðalaust og átti ekki til
fals eða undanbrögð. Vinnuþrek
hans var mikið ef því var að skipta
og gaman að sjá hann að verki.
Árviss hátíð var að telja fram til
skatts með honum. Hvernig hann
gat jafnvel blandað vísum og sögum
inn í andlausa útreikninga. Eða hvað
hann var ábúðarmikill þegar hann
sló á samlagningartakkann á reikni-
vélinni svo buldi í og niðurstöðutalan
var réttleg fundin. Þannig hefði Guð
áreiðanlega borið sig að ef hann
hefði verið endurskoðandi.
Þótt Ragnar bæri heitar tilfinn-
ingar til sinna nánustu verður varla
sagt að hann hafi verið mikill fjöl-
skyldumaður og kom þar margt til,
m.a sú nauðsyn vinnunnar vegna
að vera langtímum fjarvistum frá
heimili þau ár þegar börnin voru ungs
og hjónaböndin standa í blóma.
Svanlaug og Ragnar vour um margt
samvalin hjón, baksvið þeirra var
svipað og áhugamál mörg þau sömu,
einkum skáldskapur og hestar. Þó
var þeim skapað að skilja eftir 25
ára hjúskap, en héldu alla tíð vin-
áttusambandi þar til Svanlaug lést
fyrir aldur fram veturinn 1978.
Samband Ragnars við bræður
sína var mikið og innilegt en tvíbura-
bróðir hans, Sigurður, féll frá fyrir
tveimur árum. Dætur Ragnars fjórar
voru þó stolt hans og stærilæti ásamt
stórum hópi barnabarna — og nú
síðast var hann í þrígang orðinn
langafi. Með öllu þessu fólki fylgdist
Ragnar grannt og barnabörnunum
var hann sannkallaður hvalreki hve-
nær sem hann komi heimsókn með
sögur sínar og stórkarlahlátur.
Það er eftirtektarvert hvað Jiessi
geðríki maður eltist fallega. I fari
hans tók að bera á miklu blíðari
tónum en fyrrum. En vissulega var
tekið að hausta, hann hafði losað
sig við flestar vinnukvaðir og hafði
við orð að í haust myndi hann fella
síðasta reiðhestinn sinn.
Ragnari var hlíft við löngu dauða-
stríði. Að kvöldi 12. ágúst fékk han
hjartaáfall þar sem hann var staddur
að heimli sínu og var fluttur á
sjúkrahús. Laus við æðru kvaðst
hann óttalaus við að deyja og ekk-
ert að vanbúnaði. En ekki var mikið
fararsnið á honum daginn eftir, þar
sem hann tók á móti gestum á gjör-
gæslu og þótt sýnilega væri af hon-
um dregið upphófst hann glaður og
reifur með sögur og vísur milli þess
sem áhyggjufullir læknar komu til
að taka púls og lesa af línuritum.
Það var ekki fyrr enn í fulla hnefa
að gestir fengu að kveðja. Fáum
stundum síðar var hann allur.
Að ferðalokum kemur í hugann
reisa sem Ragnar fór fyrir rúmu ári
á æskuslóðir norður í land ásamt
Magnúsi bróður sínum, dætrum,
tengdasonum og slangri af barna-
börnum. Margir voru fullir eftir-
væntingar að berja loks augum þetta
söguland sem svo oft hafði leiftrað
fyrir hugarsjónum yfir kaffibolla
syðra. En hvað kom í ljós? Hijóstur
og meiri hijóstur skiptust á við
mannauða bæi. Ekki létu þeir bræð-
ur bilbug á sér finna en hófu að
gæða þessar sveitir lífi með ævisög-
um manna og dýra og Ragnar kunni
að auki allar þær vísur sem ortar
höfðu verið undir þessum himni í
þúsund ár og mylgraði þeim inn á
milli fróðleiks og skemmtunar. I
Ketu var enn búið og þarna stóðu
hlið við hlið gamla kirkjan og splunk-
uný dráttarvél og ekki mikill stærð-
armunur á þessu tvennu. Ragnar sté
í stólinn en út um einfalt rúðugler
guðshússins gat að líta túnið gult
af fíflum á aðra hönd en á hina
matarkistulegt hafið.
Nú er síðasta stakan hljóðnuð og
aftan við sögurnar hefur dauðinn
sett punkt. Og það er kvíðvænlegt
að eiga aldrei framar von á spurn-
ingunni: „Er ég að gera skandal?!
Pétur Gunnarsson
Upp skaltu á kjöl klífa
köld er sjávardrífa
skafl beygjattu skalli
þótt skúr á þig falli
kostaðu huginn að herða
hér muntu lífið verða
ást hafðir þú meyja
eitt sinn skal hver deyja.
(Þórir jökull, úr Sturlungasögu)
Raggi frændi er dáinn. Sturlunga
öll var honum kær og þaulkunn en
karlmennskuorð Þóris jökuls þó
einkar hugstæð og jafnan nærtæk.
Ragnar hafði nýverið lokið löng-
um og oft ströngum starfsdegi.
Dagsverkið var mikið og gott en
andlát hans bar brátt að og var
ótímabært. Ævikvöldið var enn
naumast gengið í garð en þess hefði
Ragnar, með öll sín áhugamál og
alla sína vini, notið betur en flestir
aðrir.
Ragnar var okkur einstaklega
ljúfur frændi, traustur vinur og vel-
gjörðarmaður, en hann var líka einn
allra skemmtilegasti maður sem við
höfum kynnst. Og þannig viljum við
minnast hans, sem hróks alls fagn-
aðar í góðra vina og fjölmargra
frænda hópi.
Ef til vill var það snarasti þáttur-
inn í fari Ragnars hversu afdráttar-
laust hann Iifði lífinu. Hann vílaði
hlutina ekki fyrir sér, var stór í gleði
sem sorg, breyskur en búinn óvenju
miklum mannkostum. í ranni Ragn-
ars var vítt til veggja og vistin aldr-
ej daufleg.
Áhugamál Ragnars voru óþrotleg
og hann kunni vel að njóta alls þess
sem lífið hefur best að bjóða. Hann
var Skagfirðingur skír og hreinn og
hafði ómælda ánægju af góðum
hestum, fornum fræðum og skáld-
skap og gleði sinni af þessum og
öðrum hugðarefnum kunni hann
bæði og vildi deila með öðrum. Sjálf-
ur var hann hagorður í besta lagi
og skaði hversu lítt hann flíkaði
skáldskap sínum.
Það voru ógleymanlegar stundir
í æsku okkar þegar Raggi frændi
kom í heimsókn. Við sóttum í að fá
að sitja hjá þeim tvíburabræðrunum,
'honum og pabba, og gleyptum í
okkur hvert orð sem af vörum þeirra
hraut. Við reyndum að Iáta sem
minnst á okkur kræla svo að enginn
tæki eftir okkur og áttaði sig á því
að langt var liðið fram yfir háttatíma
barnanna. Þær voru óteljandi vísurn-
ar og sögurnar sem þeir tvíburarnir
kunnu og leitun að jafn slyngum
sögumönnum. Okkur fannst sem við
þekktum hveija þúfu, hól og klett á
æskustöðvum þeirra í Ketu á Skaga,
svo ljóslifandi voru frásagnir þeirra.
Þeir kunnu líka ógrynni af lögum
og ljóðum. Ósjaldan sátum við og
hlustuðum á þá og yngsta bróður-
inn, Magga, taka saman lagið á
milli allra sagnanna og vísnanna,
dálítið góðglaða og svo undur ljúfa.
Það var óvenju náið samband á
milli bræðranna allra en einkum
voru þó tvíburarnir samhentir í öllu
sem þeir tóku sér fyrir hendur, hvort
sem um var að ræða hestamennsk-
una og atvinnusamstarfið á fullorð-
insárum eða prakkarastrikin í æsku.
Þeir voru undarlega líkir og ólíkir í
senn. Lítil saga úr æsku þeirra lýsir
þessu og því sterka bræðrabandi sem
á milli þeirra var:
Keta var kirkjustaður sveitarinnar
og var kirkjan sæmilega búin eftir
því sem þá' tíðkaðist, meðal annars
með glergluggum. Glerið hafði verið
flutt á hestum úr kaupstaðnum, um
langan veg og með ærinni fyrirhöfn.
Eitt sinn sem oftar léku tvíburarnir
sér með hrútshorn en sáust ekki
fyrir, eins og ungum drengjum er
títt, svo að fyrr en varði réðust hrút-
ar þeirra til atlögu við glerið góða
og linntu ekki fyrr en allar rúður
kirkjunnar voru mölbrotnar. Að von-
um líkaði afa þetta miður. Hann tók
pottormana sinn undir hvora hönd-
ina og hafði með sér í brunnhús til
hirtingar, eins og þá þótti bæði nauð-
synlegt og sjálfsagt. Raggi var
„eldri“ bróðirinn, fæddur nokkrum
klukkustundum á undan pabba.
Hlaut hann því að taka refsingu sína
út fyrst og var honum umsvifalaust
stungið á bólakaf í ískalt brunn-
vatnið. Eins og Þórir jökull forðum
tók strákur örlögum sínum af æðru-
leysi og karlmennsku en að eigin
sögn stóð pabbi hjá og hafðist ekki
að, svo sem lög gerðu ráð fyrir. Þá
var röðin komin að „yngri“ bróðurn-
um og hlaut hann sömu traktering-
ar. En nú rann Ragga blóðið til
skyldunnar. Þótt kornungur væri
réðist hann til atlögu við sjálft „yfir-
valdið" eins og hrútarnir við glerið
áður og beit svo að á sá, fyrir með-
ferðina á ástkærum bróðurnum.
Eins og þessi litla saga ber með
sér var Ragnar tilfinningaríkur en
jafnframt ótvíráður þegar á unga
aldri. Síðar á lífsleiðinni rak hann
endurskoðunarskrifstofu af miklum
dugnaði- um áratuga skeið, ýmist
einn eða í félagi við aðra. Fyrirtæk-
ið dafnaði og að lokum bjó hann það
í hendur öðrum, nokkrum góðum
drengjum sem höfðu lært til endur-
skoðunar á hans vegum. I þeim átti
hann trúa samstarfsmenn og trausta
vini.
Ragnar lifði lífi sem tók að lifa
og hann lætur mikið eftir sig. Með
Svanlaugu heitinni konu sinni eign-
aðist hann fjórar góðar og gjörvileg-
ar dætur sem voru athvarf hans og
gleði. Þessum elskulegu frænkum
okkar samhryggjumst við nú inni-
lega en jafnframt samgleðjumst við
þeim yfir því að hafa átt Ragga
frænda að föður, þennan glaða og
góða mann.
Orn. Halldór oer Anna.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og sonur,
LÚÐVÍK JAKOBSSON,
Jörundarholti 232,
Akranesi,
lést sunnudaginn 20. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 1 5.30.
Valgerður Gísladóttir,
Anna Ósk Lúðvíksdóttir, Kári,
Hjörtur Lúðvíksson, Bjarni Lúðvíksson,
Rósa Björk Lúðvíksdóttir, tengdabörn,
Jakob K. Þorvaldsson,
Rósbjörg A. Hjartardóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDUR GUÐMUNDSSON,
Torfufelli 24,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst
kl. 13.30.
Hafliði Baldursson, Guðlaug Sigmarsdóttir,
Brynja Baldursdóttir, Guðmundur Jónsson,
Guðmundur Ó. Baldursson, Helga K. Stefánsdóttir,
Halldóra Baldursdóttir, Hilmar S. Sigurjónsson,
Jón Baldursson, Elín Bjarnadóttir
og barnabörn.
t
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU MÖRTU GUÐNADÓTTUR,
frá Karlsskála,
Hagamel 45,
sem lést í Landsspítalanum 14. ágúst, verður gerð frá Dómkirkj-
unni í dag, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Birna Gunnhildur Friðriksdóttir,
Egill Jónsson,
Jón Friðrik Egilsson,
Anna Birna Egilsdóttir,
Örn Egilsson
og fjölskyldur.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma
JÓSEFÍNA KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Háteigsvegi 11,
lést í Landspítalanum að kvöldi 14. ágúst. Útförin fer fram i Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vilja minn-
ast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Magnús P. Þorbergsson,
BergurTh. Þorbergsson, Stefanía Friðriksdóttir,
Fjóla K. Þorbergsdóttir, Hermann Björgvinsson,
Gunnar B. Þorbergsson, Unnur Bjarnadóttir,
Stella E. Þorbergsdóttir Singer,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Lokað
Lokað í dag vegna jarðarfarar RAGNARS Á.
MAGNÚSSONAR.
Aðalendurskoðun,
Síðumúla 31.
Lokað
Vegna útfarar RAGNARS Á. MAGNÚSSONAR
lögg. endurskoðanda verður skrifstofa mín lokuð
miðvikudaginn 23. ágúst.
Lögmannsstofa Þorsteins Eggertssonar hdl.,
Síðumúla 31.
STURTUKLEFI M/ÖLLU!
FLAIR STURTUKLEFI MEÐ ÖLLUM FYLGIHLUTUM
Á HREINT FRÁBÆRU VERÐI KR:
Suðurlandsbraut 20 ■ Sími 83833