Morgunblaðið - 23.08.1989, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIE)VJ.K|UL>AGUR 23. ÁGÚST 1989
Var dagurinn erfiður í
bankanum?
Við hefðum átt að grafa
holu til að leita skjóls í...
HÖGNI HREKKVÍSI
List eða
„ólist“ á
Kjarvals-
stöðum
Til Velvakanda.
Ég kom á Kjarvalsstaði,
(fimmtud. 3.8. 1989), þar sem sjá
mátti hina miklu erlendu lista-
verkasýningu frá Epinal í Frakkl-
andi, sem mikið orð hefur farið af
í fjölmiðlum að undanförnu og
lengi mun hafa verið lagt kapp á
að fá hingað til lands. Manni hefur
skilist að hér væru á ferðinni stór-
fengleg listaverk á heimsmæli-
kvarða.
Undrandi varð ég er ég leit aug-
um þessi miklu „listaverk". Það lá
við að ég félli í stafi af að sjá þau
undur og stórmerki, sem ráða-
mönnum hússins hafa tekist að
safna hér saman, vafalaust með
miklum tilkostnaði, landsins lýð til
andlegrar sálubótar skyldi maður
ætla. Héðan skyldi enginn fara út
aftur án aukins innsæis og skiln-
ings á listrænum verðmætum, sem
góðviljuðum útlendum snillingum
hafði af höfðingsskap sínum þókn-
ast að lána okkur, fávísum eyjabú-
um, sem ekki hefðu fyrr kynnst
slíkum undrum heimslistarinnar.
Og hvað var nú það, sem einkum
vakti athygli og furðu okkar fá-
vísra?^
1. Á miðju gólfi hafði verið rað-
að saman á allstóran, kringlóttan
blett, þunnum, óreglulega löguðum
steinhellum, líkum þeim, sem nóg
er af í íslenskum líparítfjöllum, t.d.
í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi.
Erfitt gat verið að finna út, hvern-
Til Velvakanda.
Ég sá í einhveiju blaði um dag-
inn bréf frá konu, sem kvartaði
yfir því að hún hafði ekki fengið
að fara inn í Danshúsið í Glæsibæ
í gallabuxnapilsi. Ég verð að segja
eins og er, að mér finnst þetta
gott. Sjálfur fékk ég nefnilega
ekki inngöngu þama í vor, klædd-
ur gallabuxum og peysu. Mér
fannst það hart en dyraverðirnir
hringdu fyrir mig á bíl og ég fór
heim í jakkafötin.
Þegar ég kom svo aftur var vel
ig hér gat verið um að ræða eitt-
hvert stórbrotið listaverk á heims-
mælikvarða. Víða á íslandi má sjá
húsveggi, sem skreyttir em með
líparíthellum, gestum og heima-
mönnum til augnayndis, en aldrei
hefur víst hálærðum listfræðingum
komið til hugar að kalla þessar
skreytingar stórbrotin listaverk,
enda hefur enginn til þess ætlast.
2. Á öðrum stað er hálmhrúga,
eða einskonar sáta, sem bundið er
utan um með snæri. í hveiju skyldi
liggja listgildi þessarar hrúgu?
3. Á öðrum stað fyrir miðjum
vegg var á gólfinu samsafn ýmissa
muna, sumra heldur óhijálegra.
Þarna voru kassar og smáborð,
þvottabretti, kökukefli og fleira
smálegt óskyldra hluta, m.a. einn
hlutur, sem helst líktist heymeis.
Þessi uppstilling minnti helst á það
fyrirbrigði að koma niður í ein-
hveija kjallarageymslu, þar sem
sundurleitum hlutum, sem búnir
voru að gegna hlutverki sínu, hefði
verið fleygt óreglulega út um allt,
til þess að losna við þá frá augun-
um. Og enn kom upp í hugann
sama spurningin: Hvernig átti að
vera hægt að hrífast af fegurð eða
listrænni túlkun þessa verks hins
tekið á móti mér og ég boðinn
velkominn. Allir þarna inni voru
vel klæddir, Anna Vilhjálms. söng
eins og hún ein getur og svei mér
þá ef ekki allir dönsuðu undir söng
og frábærri hljómsveit. Þetta er
eitt besta ball, sem ég hef komið
á og hef ég þó víða farið.
Hins vegar mættu veitingahús,
eins og Danshúsið í Glæsibæ, taka
það fram í auglýsingum, hvaða
klæðnað þau heimta af gestum.
Sveinn Stefánsson
útlenda „listamanns"?
4. Fyrir miðjum enda salar hékk
stór mynd af niðursuðudósum, sem
allar voru nákvæmlega eins að lög-
un, og minntu á samskonar mynd-
ir í venjulegum auglýsingum eða
í verslunum. Hvert skyldi nú vera
listrænt gildi þessa verks?
í salnum voru mörg verk fleiri,
en erfitt var að njóta þeirra sem
fagurra listaverka eða hafa yndi
af að skoða þau. Hitt var heldur,
að þau vektu óhug og leiða í huga
manns og ósjálfrátt skaut upp
þeirri hugsun, hvort verið væri að
gera gys að dómgreind almenn-
ings, sem sýningin er ætluð að
telja listmat hins almenna borgara
á svo lágu stigi að nánast mætti
bjóða honum hvað sem vera skal,
ef það væri i nafni listar. Nema
þá að hún væri í raun ætluð „lista-
mönnunum" einum, höfundum ver-
kanna og þeim sem ljá henni rými
í þessum dýrmætu salarkynnum,
en slíkt vil ég ekki ætla. En þó
má spyija: hveijum er sýningin
ætluð?
Ég held, að þegar svona vægast
sagt, undarleg „listsýning er opnuð
almenningi, þá þyrfti nauðsynlega
að vera til staðar einhver list-
fræðingur, sem gæti treyst sér til
að skýra fyrir gestum í hveiju feg-
urð og/eða listgildi þvílíkra verka
væri fólgið.
Gaman þætti mér og vafalaust
mörgum fleirum, ef einhver list-
fræðingur tæki sig til og útlistaði
í dagblöðum eða í öðrum fjölmiðl-
um fyrir almenningi, í hveiju hið
mikla listgildi hinna fjögurra fram-
angreindu verka á Kjarvalsstöðum
er fólgið, að þeirra áliti. Það væri
þakklátt verk, sem allir kynnu að
meta, ef vel væri á málum haldið
og viðfangsefnið væri í raun verð-
ugt slíkrar umfjöllunar.
Listunnandi
Gallabiixiir og veitingahús
Víkverji skrifar
Einn af viðmælendum Víkveija
hafði orð á því, að hvar sem
hann kæmi, kvartaði fólk undan
álögum núverandi ríkisstjórnar.
Hann kvaðst heyra þetta orð: álög-
ur...álögur...álögur alls staðar og
taldi skv. því, að það ætti ekki að
kalla þessa ríkisstjóm vinstri stjórn
heldur álagastjórn. Þessu er hér
með komið á framfæri við þjóðina.
XXX
Annar viðmæíandi Víkveija
kvaðst hafa verið í hópi ungs
fólks fyrir nokkru. Mikill meiri hluti
þessa fólks hefði talað um, að það
vildi gjarnan flytja af landi brott
vegna þess, að afkomumöguleikar
væru svo takmarkaðir hér. Hann
sagði hins vegar, að sér hefði brugð-
ið mjög, þegar í ljós kom, að flest
þessara ungmenna töldu sig ekki
geta gert þetta þrátt fyrir góðan
vilja. Ástæðan var alls staðar sú
sama: skuldafjötrar.
xxx
Umræður um jarðgöng hafa
verið töluverðar undanfarna
mánuði og nýlega birtist í Morgun-
blaðinu viðtal við Steingrím Sigfús-
son, samgönguráðherra, þar sem
hann fjallaði um jarðgöng. Víkveiji
hefur orðið þess var, að þetta viðtal
og aðrar umræður um jarðgöng
hafa vakið upp áhyggjur hjá fólki.
Sagt er sem svo: við erum komin
vel á veg með að leggja varanlegt
slitlag á hringveginn. Hvaða vit er
í því að veija miklum fjármunum í
jarðgöng á þessu stigi málsins, sem
hlýtur að leiða til þess, að minna
fjármagn gengur til varanlegrar
vegagerðar.
Þetta er sjónarmið út af fyrir sig
og sýnir, að fólki er annt um, að
lokið verði lagningu slitlags á hring-
veginn a.m.k. Um leið og því er
iokið má ganga út frá því sem vísu,
að sterkar kröfur koma fram um
að halda áfram þessari vegagerð
utan hringvegar. I því sambandi:
hvaða segja menn um vegatolla,
sem gerðir voru að umtalsefni á
þessum vettvangi fyrir nokkru og
tíðkast í fjölmörgum löndum? Þeir
mundu flýta mjög varanlegri vega-
gerð í landinu - þ.e. ef einhver ríkis-
stjórn á borð við þessa, sem nú sit-
ur tæki þá ekki upp á því að taka
þá peninga í eitthvað annað!
xxx
Fólk kvartar undan veðrinu hér
í sumar. Víkveiji var í nokkrar
vikur í 30-37 stiga hita. Það var
verra veður! Kannski eru útlending-
arnir, sem hingað koma að flýja
hitann?!