Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 15
manns. Thor hefur ekki setið auðum
höndum frá því skáldsaga hans
Grámosinn glóir kom út haustið
1987. Hann hefur unnið að annarri
skáldsögu sem væntanleg er á
markað í haust, auk þess er hann
höfundur textans við sjónvarps-
óperuna Vikivaka sem sjónvarps-
stöðvar á Norðurlöndum vinna að
í sameiningu. Það er því af nógu
að taka þegar sest er niður og
rætt við Thor um nýju skáldsöguna
og kynni hans af verki Gunnars
Gu'nnarssonar, Vikivaka, í gegnum
vinnuna við sjónvarpsóperuna.
Spennusaga með
sakamálaívafi
„Ég á erfitt með að tala um nýju
bókina mína enn sem komið er.
Annars eru allir orðnir hundleiðir á
að heyra mig segja að ég eigi svo
erfitt með að tala um þá hluti sem
ég er ekki búinn að vinna. Og ég
er ekki alveg búinn,“ segir Thor
og vill greinilega fara varlega_ í
umræðu um nýju bókina sína. „Ég
stefni að því að útgefandinn fái
handritið frá mér í byrjun septem-
ber. Það er því svolítil vinna eftir.
Ég get þó sagt að þetta sé samtíð-
arsaga sem gerist í Reykjavík —
næstum alveg í Reykjavík. Þarna
eru tvær meginsögur sem fléttast
saman í eina skáldsögu. Þar er
reynt að skyggnast svolítið undir
þetta yfirborð sem blasir við okkur,
sakamál koma við sögu og komið
er við í undirheimum Reykjavíkur.
Ég var að spytja útgefandann minn,
hann Halidór Guðmundsson hjá
Máii og menningu, hvernig saga
þetta eiginlega væri og hann sagði
að þetta væri svona spennusaga úr
undirheimum Reykjavíkur með
sakamálaívafi! Þetta fannst mér
hljóma svo vel hjá honum og nokk-
uð mikið satt í því.“
— Er þetta annars konar saga
en það sem þú hefur fengist við
hingað til?
„Mér finnst ég alltaf vera að búa
eitthvað nýtt til.“
— Er þetta reyfari?
„Ekki reyfari. Það held ég ekki.
Ekki frekar en Glæpur og refsing
eftir Dostoyefskí er reyfari, en ég
má nú ekki taka svo stórt nafn í
munn mér til samanburðar, þá
halda menn að ég sé orðinn alveg
snargalinn. Nei, ég er ekkert farinn
að slá af _og vonandi ekki farinn
að linast. Ég vona að ljúfar undir-
tektir vegna Grámosans hafi ekki
dregið úr mér þrótt. Nei, þetta er
ekki reyfari. Hins vegar er álitamál
hvort þjóðfélagið okkar sé ekki orð-
ið ansi reyfaralegt, en það er hægt
að ijalla um reyfaralegt samfélag
án þess að úr verði reyfari. Engu
að síður er þetta spennusaga með
sakamálaívafi."
— Ertu þá að notfæra þér ein-
hver sakamál sem hafa átt sér stað
í raunveruleikanum nýlega?
„Ekkert er alveg nýtt undir sól-
inni og allt byggist á. einhveiju.
Stundum veit maður af því og
stundum ekki. Ég vil gjarnan vísa
þessari spurningu til lesenda bókar-
innar og ef þeir þykjast þekkja fyr-
irmyndir þá er það kannski vegna
einhverra atburða frekar en fólks.
Þetta er ekki lykilróman né eftir-
hermur af raunverulegum einstakl-
ingum. Það kann þó að vera að ég
hafi til hliðsjónar einhveija atburði
sem hafa gerst, án þess að þeim
sé fylgt nákvæmlega, heldur notað-
ir frekar til að ýta við hugmynda-
fluginu. Á þann hátt er fjallað um
þann heim sem við lifum í hér í
Reykjavík og á íslandi í dag. Noti
ég einhvetja kunnuglega atburði
þá er það alveg eins og mér hentar
í mínu skáldverki."
Nú skrifarðu
aðgengilega bók!
— Hvernig vinnulag hefurðu ta-
mið þér við skriftirnar?
„Það þarf nú ekki að segja ís-
lendingum að mikilvægast sé bara
að sitja við. Það hefur Halldór Lax-
nes sagt okkur öllum og einnig að
mikilvægast fyrir rithöfund sé að
hafa góðan rass. Það þarf ekki mig
til að hafa orð á því. En stundum
fæ ég sérstaka hugmynd sem hleyp-
MQRQ UNB UADIDmSU N bijUDA.QtílR" 3;jgjE8TMBft
Vilhjálmsson sendirí haust frá
sér nýja „spennusögu “úr undir-
heimum Reykjavíkur oghefur brotist,gegn um
hljóbmúrinn“ innísjónvarpsóperu eftir Vikivaka
Gunnars Gunnarssonar — ogkom þarab auki
heim frá Frakklandi á dögunum meb heiburs-
borgaranafnbót upp á vasann
ir miklu af stað en stundum er það
ekki. Þetta gerist mikið þegar mað-
ur situr við sitt verk og þá sé ég
svo mikið fyrir mér og tek þá
kannski einn þráð í skáldverkinu
og rækta hann svo og svo langt.
Síðan spinn ég annan við þar til
kemur að því að ég er kominn með
mikið efni — einum of mikið
kannski. Þá þarf ég að fara að ráð-
ast á og höggva frá, skera til og
fella saman. Það getur verið gríðar-
lega mikið verk en þá get ég
kannski tekið einhvern þráðinn sem
fellur frá og ræktað seinna eitthvað
annað úr honum. Það er ákaflega
mikilvægt fyrir mig að vefa saman
skáldverkið. Ég heyrði stundum hér
áður — og ýmsir ráku áróður fyrir
slíku — að það væri svo erfitt að
lesa mínar fyrri bækur. Það fylgdi
gjarnan að þeir hinir sömu hefðu
sig í gegnum bækurnar en það
væri ekki ráðlegt fyrir aðra að
reyna slíkt. Þær væru fyrir sérfræð-
inga. Mér er meinilla við svona
áróður. Ég vona að hver sem er
geti fært sér í nyt þessar bækur.
Það er brýnast að ætla sér ekki að
gleypa þær allar í einu. Flýttu þér
hægt, sögðu Rómveijar. Annars
held ég að það hafi ekki verið
vandamál fyrir lesendur að hafa sig
í gegnum Grámosann og ég vona
svo verði ekki heldur með næstu
bók. Mér finnast þessar bækur allar
vera þáttur í einhverri þróun sem
hefur gerst innra með mér.“
— Fyrri bækurnar óaðgengileg-
ar og loks kom Qrámosinn sem var
meira að alþýðuskapi. Þetta er töm
skýring á vinsældum Grámosans.
Skrifaðirðu Grámosann með slíka
viðhorfsbreytingu í huga?
„Alls ekki. Ég sé þetta þannig
að ég tek það sem sækir á mig
hveiju sinni og reyni að gera því
skil. Það er ekki vísvitandi að ég
segi við sjálfan mig: „Heyrðu karl,
þetta gengur ekki lengur. Nú skrif-
arðu aðgengilega bók!“ Annars er
svo með þessar hugmyndir um að
eldri bækurnar mínar væru óað-
gengilegar; sumir sögðu að í þeim
væri ekki söguþráður, en það eru
heilu bálkarnir sem hver hefur sinn
söguþráð og fyrir mér skapa þeir
eina heild sem bundin er alls konar
sterkum böndum. Ég verð var við
æ meiri áhuga fyrir þessum bókum
núna, sérstaklega hjá yngra fólk-
inu.“
— Vilja lesendur alltaf láta segja
sér sögu þar sem þráðurinn er auð-
rakinn?
„Það kann að vera og ég þykist
alltaf hafa verið að gera það —
bara með mínum hætti. Það held
ég komi líka í ljós þegar menn fara
að skoða þessar bækur, þær eru
krökkar af sögum, sem mynda svo
samfellda heild, hafi mér tekist það
sem ég ætlaði að gera.“
Þjóðleg list er alþjóðleg
Það vekur athygli að Thor hefur
gengið til liðs við nýjan útgefanda,
Mál og menningu, en áður var út-
gefandi hans bókaforlagið Svart á
hvítu. „Mál og menning tók við mér
núna þegar um skipaðist hjá Birni
vini mínum Jónassyni í fyrirtæki
hans Svörtu á hvítu. Mér þykir
ákaflega gott að skipta við Mál og
menningu ekki síður en við Svart
á hvítu.“ Nýja bókin Thors er vænt-
anleg um mánaðamótin októb-
er / nóvember, en áður koma út hjá
Máli og menningu þijár bóka Thors
í kiljubroti, Fljótt fljótt sagði fugl-
inn, Folda og Grámosinn glóir. „Það
ku vera svo mikil eftirspurn eftir
þessum bókum að forlaginu finnst
sem því beri skyida til að sjá svo
um'að þær séu fáanlegar. Mér líkar
það bcst hvað þetta verða ódýrar
bækur, því alveg frá því fyrsta bók-
in mín kom út árið 1950, þá lang-
aði mig til þess að bækur mínar
væru ekki svo dýrar að þeir sem
vildu komast yfir þær þyrftu að
rýja sig inn að skinni til að eignast
þær. Eg er ákaflega ánægður með
þetta því þessar bækur hafa ekki
verið fáanlega-lengi og mér hefur
alltaf þótt leiðinleg tilhugsun að
þær væru ekki til, ef einhveijum
dytti nú í hug að reyna að nálgast
þær.“
— Er ekki gaman fyrir rithöfund
að geta státað af því að bækur
hans séu uppseldar?
„Það er dálítið tvíbent. Ég fer
ekki að gera mér upp það tómlæti
að ég hafi ekki ánægju af því að
margir sækist eftir bókunum
mínum. Það gleður mig mjög að
slíkur áhugi sé meðal fólks að bæk-
urnar mínar seljist upp. En þá vil
ég líka að rokið sé til að endur-
prenta þær, þannig að hver kynslóð
hafi aðgang að bókunum ef hún
kærir sig um.“
— Hvaða hlutverki gegnir rithöf-
undur þá í samfélagi mannanna?
Hvernig upplifirðu hlutverk þitt sem
rithöfundur og skáld í þjóðfélaginu?
„Þetta er hræðileg spurning. Ég
er alveg sannfærður um að ég þjóni
minni þjóð með mínum hætti og
mínum skilmálum og reyni að duga
henni sem best með því að skrifa
bókmenntir sem standist annars
staðar líka. Og ég þykist hafa
svolítinn rétt til að tala svona. Ég
hef alltaf gert þá kröfu til mín og
mér finnst að Islendingar megi
gjarnan hugsa þannig, að skrifa í
senn íslenskar bækur sem geti jafn-
framt staðist kröfur sem gerðar eru
hvar sem er. Það er sú krafa sem
ég geri til sjálfs mín og svo er ann-
arra að dæma hvernigþað lánast.“
— Eigum við þá að elta stór-
þjóðirnar í listsköpun eða kemur
þetta af sjálfu sér ef sköpunin er
íslensk?
„Mig minnir að Jón Leifs hafi
orðað þetta þannig að þjóðleg list
sé jafnframt alþjóðleg ef hún er
nógu þjóðleg. En þetta er hægt að
hártoga og rangfæra svo mikið.
Ef maður er að skrifa og er kannski
einlægur í þeirri hugsun að vona
að verkið dugi íslensku fólki — og
þó skrifað sé á íslensku sem svona
fáir lesa — þá vonar maður jafn-
framt að þetta séu marktækar evr-
ópskar bókmenntir. Vandamálin
eru orðin svo sameiginleg um allan
heim. Listamaðurinn er þannig
tvíbentur að vera í senn íslenskur
og evrópskur í þessum skilningi.
Mér finnst að íslendingar eigi ekki
að vera neitt bangnir við þetta. Við
höfum að baki okkur heimsbók-
menntir — íslendingasögur — og
fyrir mína kynslóð og þá sem yngri
eru, þá er það svo mikil ögrun og
örvun að hafa verið samtíða manni
einsog Halldóri Laxness. Ég man
hvað það var óskapleg upplifun fyr-
ir mig að lesa Vefarann mikla sem
unglingur. Ég komst á stórfenglegt
andlegt fyllerí og þá fann ég að þó
skrifað væri á íslensku ætti að
stefna að því að skrifa fyrir allan
heiminn.“
— Það er þó ekki þar með sagt
að íslenskir rithöfundar eigi að elt-
ast við erlendar formúlur að afþrey-
ingarbókmenntum?
„Nei, alls ekki. En það hafa á
öllum öldum orðið til tískur, gjarnan
í kringum mikla listamenn og alls
konar hermibókmenntir verða til
sem fara um löndin. Sumir fara í
þá slóð en á hinn bóginn er gagn-
semi þeirra stóru, einsog Faulkn-
ers, Hemingways og Laxness, sú
að þeir drepa svo mikið af meðal-
mennskunni. Þeir koma alltaf í
gegnum meðalmennsku þeirra sem
feta í slóðina og margir gefast líka
hreinlega upp andspænis þessum
stóru höfundum sem eru svona
sterkir og afdráttarlausir. Það þýð-
ir reyndar ekkert að vera hræddur
við þá heldur og það eru vissir hlut-
ir á hveijum tíma sem maður verð-
ur að glíma við og svo kemur bara
í Ijós hvort maður hefur það af eða
ekki. Fyrir mitt leyti hef ég ekkert
gaman af því að endurtaka það sem
aðrir hafa gert; ég hef bara áhuga
á því að búa til mína hluti hvað sem
líður öllum tískum. Maður verður
að reyna að standa sjálfur hvað sem
á dynur, annars dugirðu ekki og
það er enginn elsku mamma á sjón-
um. Einu sinni spurði mig ágæt
kona hvort hún ætti að verða leik-
kona eða ekki og ég svaraði: „Ef
þú kemst hjá því áttu ekki að verða
það.“ þetta er kannski dálítið harka-
lega orðað en það er nokkuð til í
því samt og síðan verður að taka
því sem fylgir og segja það sem
þarf að segja hvað sem það kostar.
Ég hef svona rómantískan skilning
á hlutverki listamannsins; hann
dugar best ef hann hlýðir engu
nema eigin samvisku."
Endursköpun á listaverki
Thor hefur ekki látið sitt eftir
liggja við þýðingar og á síðustu
árum hafa komið út þýðingar hans
á nokkrum öndvegisverkum þessar-
ar aldar. Hlutskipti manns eftir
André Malraux, Nafn rósarinnar
eftir Umberto Eco og Hús andanna
eftir Isabellu Allende. Þá þýddi
Thor fyrir nokkruin árum hið magn-
aða leikrit Eugene O’Neill, Dagleið-
in langa inn í nótt. Síðasta verkefni
hans á þessu sviði en samt nokkuð
annars eðlis, er textinn að sjón-
varpsóperunni Vikivaka eftir skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar.
— Ef við víkjum að óperutextan-
um að Vikivaka, þá langar mjg að
spyija hvernig sé að taka verk ann-
ars rithöfundar og umbreyta því í
mjög svo ólíkt form — sjónvarps-
óperu þar sem textahöfundur verð-
. . ... Ifl
ur að beygja sig undir ströng lög-
mál tónlistarinnar og lúta þeim
tímatakmörkum sem "sjónvarpið
setur.
„Mér finnst að eina færa leiðin
að slíku verkefni sé að til sögunnar
komi mjög sjálfstæður listamaður
og taki verk eftir annan listamann
— kannski mjög ólíkan — og hann
fái innblástur, túlki það og endur-
skapi. Maður verður að losa sig við
lögmál bókarinnar og finna eitthvað
samsvarandi á hinu listsviðinu og
túlka það eins einlæglega og hægt
er. Það held ég að ég hafi reynt
að gera og túlka það sem ég fann
í verki Gunnars Gunnarssonar.
Ég kynntist Gunnari Gunnars-
syni nokkuð seint og það var hann
sem steig fyrsta skrefið og með
Deim hætti að ég hreifst af því. Við
urðum mjög góðir vinir við Gunnar
og það var mér mjög mikils virði
að kynnast honum og finna hvað
hann var gjörólíkur því sem ég
hafði gert mér í hugarlund. Hann
var svo hlýr maður, stór og örlát-
ur. Mér þótti því vænt um Gunnar
Gunnarsson og þegar þetta verkefni
að Vikivaka kom til var það mér
sérstök ánægja að taka það að
mér.“
Ströng lögmál formsins
„Þetta var líka freistandi verk-
efni vegna þess hversu spennandi
mér þótti tilhugsunin að vinna með
Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi,
hann er víðmenntaður og fjölgáfað-
ur tónlistarmaður. Ég átti samt
dálítið erfitt í fyrstu með að kom-
ast inn í þetta verk Gunnars. Það
var næstum eins og ég þyrfti að
fara í gegnum hljóðmúrinn. Svo
þegar ég var kominn inn i það þá
fann ég svo mikið í því og sá hvað
það er fínt inni í sér. Það er þrung-
ið sérstæðri gamansemi sem orkaði
ekki mjög aðlaðandi á mig í fyrstu
en það kann að hafa stafað af því
hversu ég var upptekinn af öðrum
verkefnum þegar ég kom fyrst að
Vikivaka. Þegar við Atli fórum að
vinna saman þá var það alveg ein-
staklega náin og skemmtileg sam-
vinna. Atli kenndi mér svo margt
í sambandi við tækni og byggingu
í tónlist. Ég reyndi að laga mig
mikið eftir honum — maður verður
að gera það — skorðurnar sem
tíminn setur manni eru mjög stífar
— það má ekki gleyma því.
Það kom oftar en ekki fyrir að
ég varð að beygja mig undir lög-
mál tímans og tónlistarinnar, það
varð að breyta og mér þótti vænt
um að finna áhuga Atla á mínum
texta og að honum var það töluvert
sársaukamál að þurfa að skera
hann niður. En það varð ekki vikist
undan kröfum tímans, svo við urð-
um að fórna mörgu. Tónlistin gerði
einnig þær kröfur að línur varð að
stytta eða breyta til að fá annað
hljómfall — á öðrum stöðum þurfti
að lengja þær — eða fella saman
einsog í því tilviki þar sem ein per-
sónan syngur með fimm röddum
sömu söguna frá mismunandi sjón-
arhornum. Ég reyndi að sýna Gunn-
ari hollustu og yrkja textann í anda
hans. Það er hinsvegar takmarkað
hvað hægt er að flytja yfir í svona
þröngt form svo það verður kannski
eins konar eimur, angan eða svipur
af skáldverkinu sjálfu. Þetta var
vinna sem ég hafði mikla ánægju
af og kynntist annarri hlið á Gunn-
ari Gunnarssyni sem skáldi en ég
hafði þekkt áður.“
Sjónvarpsóperan Vikivaki er
samvinnuverkefni norrænna sjón-
varpsstöðva, söngvarar, leikarar og
höfundar eru íslenskir, en leikstjór-
inn og aðrir aðstandendur koma frá
hinum Norðurlöndunum. Upptökum
á tónlistinni er lokið og í haust
verður verkið kvikmyndað hérlend-
is. Fyrirhugað er að sýna Vikivaka
á páskum á næsta ári.
Ekki þarf að efast um að Thor
sé þegar farinn að velta fyrir sér
næstu verkefnum; önnur skáldsaga,
Ijóðabók eða þýðing á einhveiju
öndvegisverki heimsbókmenntanna
eru vafalaust einhvers staðar fram-
undan. En um það þýðir ekki að
spyrja úr því Thor er tregur til að
ræða verkefnin meðan þeim er ólok-
ið, hvað þá áður en byijað er á þeim.