Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 36
0HITACHI
J/f RÖNNING
^ KRINGLUNNI/SÍMI (91)685868
__
ÆPÆFÆFÆAfJEr
Efstir á blaði
FLUGLEIÐIR ^
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 6S1811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Grímsey:
Blindur fálki
íheimsókn
FÁLKAR eru ekki daglegir
gestir í Grímsey, en einn slíkur
fékk þó áhuga á að sækja eyjar-
skeggja heim á miðvikudag.
Það var Hulda Einarsdóttir sem
fyrst kom auga á fálkann þar
sem hún var á göngu um eyna.
Er hún ásamt móður sinn ætlaði
að nálgast gestinn flaug hann upp,
en fipaðist flugið og lenti á girðing-
arstaur. Er Einar Þorgeirsson fað-
ir Huldu náði að handsama fáikann
kom í ljós að hann var blindur á
öðru auga og illa á sig kominn.
Fálkinn var tekinn í hús þar sem
xriMÉiann fékk í svanginn og braggað-
ist hann þá furðu fljótt. Á fimmtu-
dagsmorgun fékk hann flugfar
með Flugfélagi Norðurlands frá
Grímsey til Akureyrar og þaðan
fór hann til Reykjavíkur og var
komið til Náttúrufræðistofnunar.
Borgardómur
tryggingar-
víxils leystur
undan ábyrgð
BORGARDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt að maður, sem aft-
urkallaði með símskeyti ábyrgð
sína á tryggingarvíxli vegna
greiðslukortaúttektar annars
manns, sé einungis ábyrgur fyr-
ir úttektum fram að afturköllun-
l^pinni. Vanskil urðu á greiðslum
úttekta og steftidi greiðslukorta-
fyrirtækið korthafa og tveimur
ábyrgðarmönnum á tryggingar-
víxli sem lagður hafði verið fram
vegna viðskiptanna til greiðslu
skuldar að fjárhæð um 400 þús-
und krónur.
Annar ábyrgðarmannanna, út-
gefandi víxilsins sem afhentur
hafði verið óútfylltur, hafði aftur-
kallað ábyrgð sína með símskeyti
til greiðslukortafyrirtækisins þeg-
ar tekið hafði verið út á kortið
fyrir um 177 þúsund krónur. Þeg-
ar innheimtutilraunir báru ekki
árangur útfyllti fyrirtækið víxilinn
'r~*Ff'yrir heildarskuldinni og stefndi
samþykkjanda, útgefanda og
ábekingi til greiðslu skuldarinnar
í heild þrátt fyrir fyrirvara útgef-
andans.
Dómarinn, Hjördís Hákonar-
dóttir, komst að þeirri niðurstöðu
að ábyrgð útgefandans hefði fallið
niður með símskeyti hans en féllst
ekki á þá kröfu útgefandans að
ábyrgðin yrði einungis látin ná til
úttektar innan samþykktrar út-
tektarheimildar til korthafans, sem
var 50 þúsund krónur. Hinn
"^Kibyrgðarmaðurinn, ábekingur
víxilsins, hafði hvorki afturkallað
ábyrgð sína, né sótt þing meðan á
öllum rekstri málsins stóð og var
hann því dæmdur ásamt sam-
þykkjanda tryggingarvíxilsins,
korthafanum, til að greiða alla
kröfu fyrirtækisins en útgefandinn
_^/ar, sem fyrr segir, gerður ábyrgur
fyrir greiðslu 177 þúsunda í félagi
við hina tvo.
JReykjavíkur:
Utgefandi
Morgunblaðið/Bjarni
Bannað að leggja
Myndir Erró
á sýningu
í Moskvu
FYRSTA yfirlitssýningin á al-
þjóðlegri 20. aldar list var opnuð
fyrir nokkrum vikum í Moskvu.
Meðal þeirra sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Matisse, Picasso,
Braque, Leger, Chagall og Erró.
A
Ifrétt frá Kjarvalsstöðum kemur
fram að sýningin er fyrsta stóra
yfirlitssýningin með verkum 20. ald-
ar meistara, sem haldin er í Moskvu.
Á kápu sýningarskrárinnar er mynd
af hinu þekkta málverki eftir Erró.
„The Background of Pollock", sem
hann málaði árið 1967.
Sýningin, sem fengið hefur góðar
viðtökur, er sett saman af franska
listfræðingnum Daniel Abadie og
hefur hann valið að vinna út frá
afgerandi myndrænum hugtökum
og skiptist sýningin í eftirfarandi
flokka: liturinn, formið, draumurinn,
áferðin,. minnið, vitnisburðurinn, of-
beldið, strangleikinn, skrif, raun-
veruleikinn, myndin og er Erró þar
á meðal, byggingin, rýmið og goð-
sögnin.
Selfoss:
Féll niður
afhúsþaki
Selfossi.
UNGUR húsasmiður féll niður af
húsþaki á Selfossi um klukkan
hálf fjögur aðfaranótt laugardags
og hlaut slæm meiðsl í baki. Mað-
urinn var fluttur með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á Borgarspítal-
ann í Reykjavík.
Smiðurinn vann ásamt öðrum við
það á föstudag að skipta um þak
á einbýlishúsi að Víðivöllum 22. Um
nóttina unnu mennirnir við að gera
þakið vatnshelt og við þá vinnu steig
smiðurinn afturábak út af þakinu og
kom niður á steypta stétt fyrir neð-
an. Fallið var um þrír og hálfur metri.
— Sig. Jóns.
Framleiðsla kindakjöts skert
um 1.000 eða 300 tonn á ári?
Ágreiningur ráðherra um framkvæmd búvörusamnings:
Útflutningsbætur vegna 1.000 tonna 350 milljónir kr.
ÁGREININGUR er á milli Qár-
málaráðuneytis og landbúnaðar-
ráðuneytis um úthlutun fúllvirðis-
réttar sauðfjár þau tvö ár sem
eftir eru af gildistíma núverandi
búvörusamnings. Fjármálaráð-
herra vill fella niður allar úthlut-
anir umfram verðábyrgð búvöru-
samnings ásamt því að skerða
framleiðsluna sem nemur auka-
úthlutunum undanfarin ár. Alls
þyrlti að skerða fúllvirðisréttinn
um 1.000 tonn af kindakjöti hvort
ár eða rúm 10% af framleiðslu.
Landbúnaðarráðherra leggur til
að slegið verði striki yfir aukaút-
hlutanir undanfarin ár, viss atriði
sett í gerðardóm ef ekki næst sam-
staða um lausn en aukaúthlutanir
felldar niður næstu tvö ár, þannig
að framleiðslan verði skert um 300
tonn á ári eða 2-3%. Útflutnings-
bætur með 1.000 tonnum af kinda-
kjöti eru um 350 milljónir kr.
Um miðjan síðast-
liðinn vetur óskuðu
fulltrúar ríkisins í
framkvæmda-
nefnd búvöru-
samninga eftir fyr-
irmælum frá yfir-
mönnum sínum um hvernig taka
ætti á ýmsum álitamálum varðandi
framkvæmd búvörusamninganna.
Landbúnaðarráðherra óskaði eftir
.úttekt Ríkisendurskoðunar á fram-
kvæmdinni og í skýrslu stofnunar-
innar var yfirlit um úthlutun verð-
ábyrgðar umfram búvörusamninga.
sem var allt að 500 tonnum á ári. 1
síðustu viku svöruðu ráðherrarnir
erindi fulltrúa sinna í framkvæmda-
nefndinni. Svarið var sameiginlegt,
þar sem segir að skerða þurfi fram-
leiðslurétt það sem eftir er samn-
ingstímans en með svarinu fylgdu
bókanir þar sem fram kemur ágrein-
ingur um hvernig það skuli gert.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra telur erfitt að
skerða framleiðslu allra sauðfjár-
bænda næstu tvö ár vegna leiðrétt-
inga og aukaúthlutana til einstakra
manna undanfarin ár. í ræðu sinni
á aðalfundi Stéttarsambands bænda
sagðist hann hafa sett fram þá skóð-
un að óhjákvæmilegt væri að gera
greinarmun á þeirri framleiðslu sem
þegar er til komin eða væntanleg á
grundvelli útgefinna reglugerða og
hins vegar þeim árum sem eftir lifa
samningstímans og ekki hafa verið
settar reglugerðir um. í greinargerð
fjármálaráðuneytisins er hins vegar
sett fram sú skoðun að líta beri á
heildarframleiðslumagn samnings-
tímans sem eina heild og tryggja að
framleiðslan verði ekki meiri en
samningurinn gerir ráð fyrir.
Þetta mál var til umfjöllunar á
Stéttarsambandsfundinum. Fram-
leiðslunefnd fundarins lagði til að við
úthlutun fullvirðisréttar fyrir nýbyij-
að framleiðsluár yrði haldið eftir að
minnsta kosti 2% til að mæta skerð-
ingu vegna niðurfellingar auka-
úthlutana. Hins vegar var ekki fallist
á skerðingu vegna aukaúthlutunar
samkvæmt reglugerðum undanfarin
tvö ár, enda hafi þar verið um ein-
hliða stjórnvaldsákvörðun að ræða.