Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
203. tbl. 77. árg.
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Beðið í frumskóginum
rveuter
REYNT var í gær að bjarga farþegum Boeing 737
þotu brasilíska flugfélagsins Varig, sem brotlenti í
Mato Grosso, þéttum frumskógi í Brasilíu á sunnu-
dag. Yfirvöld segja að siglingatæki vélarinnar hafi
bilað. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt um
að öll siglingatæki flugvélar hafi bilað. Menn geta
gert mistök, en það er fátíðara að tækjabúnaður
bregðist svo,“ sagði flugmálaráðherra Brasilíu,
Otavio Lima. „Ef farþegunum hefði ekki auðnast
að komast út úr þykkninu og ganga að sveitabæ,
hefðum við aldrei fundist í frumskóginum," sagði
Solange de Mello flugfreyja. Á myndinni sjást nokkr-
ir þeirra, sem komust lífs af, bíða þess gð verða
fluttir á sjúkrahús frá bóndabæ skammt frá slys-
staðnum. 41 maður komst lífs af úr slysinu og 13
fórust.
Kosningarnar í Suður-Afríku:
Tutu spáir gífurleg-
um flöldamótmælum
Jóhannesarborg, Höfðaborg. Reuter, Daily Telegraph.
ÞJÓÐARFLOKKURINN sem hefúr farið með völd í Suður-Afríku frá
1948, hélt þingmeirihluta í þingkosningum sem fram fóru á miðviku-
dag þrátt fyrir mikið fylgistap. Til mikilla átaka kom á milli lögreglu
og blökkumanna er mótmæltu kosningunum. Kirkjuleiðtogar hafa sak-
að lögregluna um að hafa myrt 23 mótmælendur.
Þjóðarflokkurinn hlaut 93 þing-
sæti, af 166 mögulegum, en hafði
133 þingsæti fyrir kosningarnar.
Þingmeirihluti Þjóðarflokksins féll
úr 80 þingsætum í 21 þingsæti. 12
sætum af 178 á suður-afríska þing-
inu er úthlutað stjórnmálaflokkum í
samræmi við fjölda unninna þing-
sæta.
F.W. de Klerk, forseti landsins,
hét því að beita sér fyrir stjórn-
málaumbótum í landinu. De Klerk
sagði að hin sterka útkoma Þjóðar-
flokksins og Demókrataflokksins,
sem berst gegn aðskilnaðarstefnu
stjórnvalda, veitti sér „skýlaust um-
boð“ til að hefjast handa við valda-
jöfnun í landinu.
Þótt íhaldsflokkurinn, sem vill við-
halda kynþáttaaðskilnaðarstefnunni,
hafi næstum tvöfaldað þingmanna-
fjölda sinn í kosningunum, úr 22 í
39, þá vann Demókrataflokkurinn
einnig mikið á. Hann hlaut 33 þing-
menn kjöma en hafði 21.
Suður-afrískir kirkjuleiðtogar
hafa sakað lögregluna um að myrða
Pólland:
Samstöðumeim í meinhluta
í ríkissljórn Mazowieckis
Varsjá. Reuter.
TADEUSZ Mazowiecki, forsæt-
isráðherra Póllands, hefiir
myndað ríkisstjórn fjögurra
flokka. Mazowiecki sagði á
fiindi þingfulltrúa Samstöðu í
gær að samstöðumenn myndu
fara með sex ráðuneyti og Qög-
ur mikilvæg embætti að auki í
hinni nýju ríkisstjórn sem skip-
uð verður 22 mönnum. Komm-
únistar, sem hafa farið með
völd í landinu frá 1940, hljóta
Qögur ráðuneyti, Bændaflokk-
urinn fjögur og Demókrata-
flokkurinn þrjú. Auk fær þess
hver flokkanna einn aðstoðar-
forsætisráðlierra. Pólska þingið
þarf að samþykkja ráðherra-
lista Mazowieckis og verður
gengið til atkvæða um hann nk.
þriðjudag.
„Fyrir höndum eru tvö mikil-
væg verkefni en þau eru að koma
á stjórnmálaumbótum í landinu
og að leiða það út úr efnahagsleg-
um ógöngum,“ sagði Mazowiecki
á fundi sínum með samstöðu-
mönnum.
Mest kom á óvart val Mazowi-
eckis á utanríkisráðherra, en emb-
ættið féll í skaut Krzysztofs Skub-
iszewskis. Hann er sá eini í hinni
nýju ríkisstjórn sem stendur utan
flokkanna fjögurra. Hann er 62
ára lagaprófessor við háskólann í
Poznan.
Mazowiecki sagði að samstöðu-
menn myndu fara með öll helstu
efnahagsmálaembættin. Leszek
Balcerowicz, 42 ára háskólakenn-
ari frá Varsjá, verður fjármálaráð-
herra og aðstoðarforsætisráð-
herra, Tadeusz Syryjczyk, tölvu-
fræðingur við einkafyrirtæki í
Kraká, iðnaðarráðherra og próf-
essor Witold Trzeciakowski, helsti
efnahagssérfræðingur Samstöðu,
verður ráðherra án ráðuneytis, en
hann mun jafnframt verða yfir-
maður Efnahagsmálaráðs lands-
ins. Aðrir ráðherrar Samstöðu
verða Henryk Samsonowicz, fyrr-
um rektor Varsjárháskóla sem fer
með menntamál, og Izabella Cyw-
inska, leikhússtjóri frá Poznan,
sem fer með menningarmál. Hús-
næðismálaráðuneyti verður í
höndum Aleksanders Paszynskis
og Jacek Kuron verður vinnu-
málaráðherra.
Kommúnistaflokkurinn fær ut-
anríkisviðskipta- og samgöngu-
málaráðuneyti. Czeslaw Kiszczak,
leiðtogi pólska kommúnistaflokks-
ins, sem í síðasta mánuði var til-
nefndur forsætisráðherra en varð
að segja af sér er honum mistókst
að mynda ríkisstjórn, verður inn-
anríkisráðherra, og Florian Siv-
wicki varnarmálaráðherra, en þeir
hafa gegnt þeim embættum frá
1981.
23 mótmælendur á kosningadaginn.
Desmond Tutu erkibiskup spáði því
að til gífurlegra mótmæla myndi
koma gegn „fjöldamorðum“ á
blökkumönnum og kynblendingum
sem mótmæltu kosningunum. „Ég
er þess fullviss að útför fórnarlamb-
anna verði ógnvænleg stund,“ sagði
Tutu.
Ný aðferð
til að ráða
kyni barna
Lundúnum. Daily Telegraph.
Læknar við Hammersmith-
sjúkrahúsið í Lundúnum hafa
kynnt nýja aðferð til að ráða kyni
barna.
Robert Winston, sem stjórnað hef-
ur rannsókninni, segir að þessi að-
ferð sé flókin og dýr. Henni verði
aðeins beitt þegar hætta sé á alvar-
legum arfgengum sjúkdómum, sem
aðeins leggjast á annað kynið, svo
sem dreyrasýki og vöðvarýrnun hjá
drengjum.
Læknarnir í Hammersmith beita
fyrst sömu aðferðum og við glasa-
barnaftjóvgun. Ein fruma er síðan
fjarlægð úr fósturvísinum tveimur
dögum eftir fijóvgun og er deoxyrí-
bósa-kjarnsýran, eða efni genanna,
rannsökuð. Athugað er hvort í henni
finnist y-litningur, eða kynlitningur
karla. Á meðan heldur fósturvísirinn
áfram að þroskast í tilraunaglasinu.
Fósturvísinum er að lokum komið
fyrir í móðurinni reynist hann af því
kyni sem óskað er.
Þjóðernisvakningin í Litháen:
Almennur ótti við valdbeitingri
sameinar kommúnista og Sajudis
Vilnius. Reuter.
TILRAUNIR Moskvusfjórnar-
innar til að kveða niður þjóðern-
isvakninguna í Eystrasaltslönd-
uin hafa meðal annars valdið
því, að Litháum finnst sem um
þá sé setið. I landinu ríkir al-
mennur ótti við, að sovétstjórnin
láti brátt til skarar skríða og
frammi fyrir þeirri ógn hafa
kommúnistaflokkurinn og
fiöldahreyfingin Sajudis, sem
krefst fulls sjálfstæðis, tekið
höndum saman.
Umsátursástandið, sem ríkir í
hugurn Litháa, kom vel fram á
fundi, sem . 300 Sajudis-félagar
héldu í Vilnius nú í vikunni. Fund-
arsalurinn var skreyttur gulum,
grænum og skarlatsrauðum fána
sjálfstæðs Litháens og hver ræðu-
maðurinn á fætur öðrum lýsti yfir,
að hann óttaðist ekki íhlutun sovét-
stjórnarinnar, jafnvel ekki þótt hún
birtist í líki hervalds.
„Við skulum ekki óttast efna-
Reuter
Sovéskir heriögregiumenn á
tali við litháíska mótmælendur.
hagslegar refsiaðgerðir. Litháar
hafa fyrr orðið að þjást. Fólk var
sent til Síberíu og sumir lifðu það
af. Við getum einnig lifað af,“ sagði
Kazimeras Antanavicius, þingmað-
ur á sovéska fulltrúaþinginu.
Jafnvel formaður litháíska
kommúnistaflokksins, Algirdas
Brazauskas, sem hefur áunnið sér
virðingu og stuðning Sajudis með
lýðræðislegum umbótum, segist
ekki geta útilokað, að Moskvu-
stjórnin beiti að lokum hervaldi í
Eystrasaltsríkjunum. Hann lagði
þó áherslu á, að á þingi yrði áfram
fjallað um ný lög um borgararétt
og um skýrslu þingnefndar, sem
segir, að innlimun Litháens í Sov-
étríkin árið 1940 hafi verið ólögleg.
Olli skýrslan sú miklum áhyggjum
og reiði í Moskvu.
Vytautas Landsbergis, formaður
Sajudis, segir, að sú ákvörðun að
halda áfram þingumræðunni sýni,
að kommúnistar í landinu hafi tek-
ið sér stöðu með þjóðinni — og
Sajudis. „Kremlarstjórnin vildi reka
fleyg á milli okkar en reyndin er
sú, að nú stöndum við sanian."