Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 4

Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 f Norræn ráðstefiia um brjóstakrabbamein: Dauðsföll þriðjungi færri með almennri brjóstamyndatöku Á NORRÆNNI ráðstefnu um brjóstakrabbamein, sem haldin var í Stokkhólmi í ágúst, kom fram, að rannsóknir benda til þess að hægt sé að koma í veg fyrir þriðja hvert dauðsfall af völdum brjóstakrabba- meins með almennri brjóstamyndatöku hjá konum á aldrinum 50-69 ára. Hér á landi er öllum konum á aldrinum 40-69 ára boðin slík myndataka. ísland er eina landið, þar sem skipuleg leit með brjósta- myndatöku nær til heillar þjóðar, en stefht er að því í fleiri löndum. Þá kom fram, að margt bendir til þess, að pillan auki líkur á brjósta- krabbameini hjá konum á aldrinum 35-40 ára. Á ráðstefnunni kom fram, að rannsóknir benda til þess, að hægt sé að koma í veg fyrir þriðja hvert dauðsfall af völdum bijóstakrabba- meins með almennri bijóstamynda- töku hjá konum á aldrinum 50-69 ára. Ekki hefur enn komið fram lækkuð dánartíðni hjá konum á aldr- inum 40-49 ára, sem mætt hafa i bijóstamyndatöku. Á ráðstefnunni kom fram, að sumir töldu að iengri tíma þyrfti til að árangurinn kæmi í ljós, þar sem dánartíðni af völdum bijóstakrabbameins væri lág í þeim aldurshópi. Lögð var fram álitsgerð sérfræðinefndar, þar sem eingöngu var mælt með hópleit í þessum ald- urshópi við þær aðstæður þar sem hægft væri að fylgjast mjög vel með framkvæmdinni og stöðugt hægt að meta árangur slíkrar leitarstarf- semi, eins og gert er hér á landi. Loks var á ráðstefnunni greint frá rannsóknum á áhrifum getnaðar- varnarpillunnar á líkum á að fá bijóstakrabbamein. Kom fram, að margt bendir til þess, að pillan auki líkur á bijóstakrabbameini hjá kon- um á aidrinum 35-40 ára. Þó eru áhrifin ekki talin meiri en svo, að af 7.000 konum sem tekið hafa pill- una í a.m.k. fjögur ár, má búast við einu bijóstakrabbameinstilfelli af völdum pillunnar. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi íslands, þeir Hrafn Tulinius, yfir- læknir Krabbameinsskrárinnar, og Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir rönt- gendeildar Krabbameinsfélagsins, tóku þátt í ráðstefnunni, sem var haldin í tengslum við árlegan fund sambands norrænna krabbameins- félaga. Hrafn flutti yfirlit um stöðu faraldsfræðilegra rannsókna varð- andi ættgengi og bijóstakrabba- mein. Hér á landi er sérstaklega góð aðstaða til slíkra rannsókna, þar sem krabbameinsskráning nær til allrar þjóðarinnar og ættfræðiupplýsingar eru aðgengilegar. Á vegum íslensku krabbameinsskrárinnar er nú unnið að rannsóknum, sem beinast að því að greina hvernig bijóstakrabba- mein erfist, ef um erfðir er að ræða. Baldur greindi á ráðstefnunni frá framkvæmd og fyrstu niðurstöðum hópleitarinnar hérlendis, en hún hófst í nóvember 1987. ísland er eina landið, þar sem skipuleg leit með bijóstamyndatöku nær til heill- ar þjóðar og jafnframt eina landið, þar sem konur geta farið samtímis í leit að krabbameini í leghálsi og bijóstum. VEÐURHORFURÍDAG, 8. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Lægð á leið norð-austur um Grænlandssund, en hæð yfir Norðursjó. SPÁ: Hæg suðvestan átt og heldur hlýnandi veður. Víðast þurrt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan strekkingur og væta viða um land, helst þó á Norö-Austurlandi. Hiti 8-13 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan átt, víða nokkuð stíf. Skúrir á Suður- og Vesturlandi en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Áfram milt. 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E' EE Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti veður Akureyri 4 skýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 13 alskýjað Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 3 rigning Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 10 skúr Aigarve 20 skýjað Amsterdam 22 mistur Barcelona 24 mlstur Berlín 20 mistur Chicago 21 þoka Feneyjar 21 hálfskýjað Frankfurt 21 heiðskirt Glasgow 11 rigning Hamborg 20 mistur Las Palmas 26 léttskýjað London 25 léttskýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg vantar Madríd 16 rigning Malaga 26 léttskýjað Mallorca 26 lóttskýjað Montreal 18 heiðskírt New York 18 mistur Orlando 26 léttskýjað París 23 heiðskírt Róm 25 hálfskýjað Vín 19 þokumóða Washington 20 þokumóða Winnipeg vantar Morgunblaðið/Rúnar Þór Blýplötumar í rafgeymunum em látnir veðrast áður en þær eru endurunnar í blýtein fyrir grásleppuvertíð. Tilraunir verða gerðar með handfæratein í vetur. Endurvinnsla á Tjörnesi: Blýi úr rafgeymum breytt í netatein Á TJÖRNESI í Suður-Þingeyjar- sýslu hefiir verið stunduð endur- vinnsla í smáum stíl síðustu 28 Islandslax: Sótt um fram- hald greiðslu- stöðvunar ÍSLANDSLAX hf. í Grindavík hef- ur óskað eftir tveggja mánaða framlengingu á greiðslustöðvun félagsins. Að sögn Axels Gíslason- ar stjómarformanns félagsins er unnið að mótun tillagna sem lagð- ar verða fyrir stærstu lánar- drottna í því skyni að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Axel vildi á engan hátt greina frá efni tillagnanna. íslandslaxi var veitt greiðslustöðv- un til þriggja mánaða í júníbyijun. Heildarskuldir voru þá sagðar um 800 milljónir og eigið fé neikvætt um 60-70 milljónir. Að meðtöldum ábyrgðum eigenda voru eignir þó taldar rúmlega 200 milljónir umfram skuldir. íslandslax er að 51 hundr- aðshiuta í eigu SÍS og dótturfyrir- tækja þess; Regins, Olíufélagsins og Iceland Seafood, en 49% eru í eigu norska fyrirtækisins Noraqua. árin. Blýi úr rafgeymum bifreiða er safhað saman og því breytt í grásleppunetatein, en Tjörnesing- ar stunda grásleppuveiði á vorin í þó nokkrum stíl. í landi Steindals er mikill haugur bílarafgeyma, sem bóndinn þar á bæ, Sighvatur Bjarnason, hefur safnað saman ásamt bróður sínum á næsta bæ. Þeir bræður hófu söfnun raf- geyma árið 1961. Þeir skiáfa, tapp- ana af geymunum og hvolfa þeim á snjóléttan mel, þar sem blýþynnurnar úr geymunum eru látnar veðrast. Þegar öll sýra er á bak og burt, er blýplötunum safnað saman. Blýplö- turnar eru látnar í ílát og þær brædd- ar með gasloga og settar í mót. Þá eru þær bomar heim í hús, þar sem plöturnar eru aftur bræddar með gasloga og fljótandi blýinu viðhaidið á gaseldavél. Blýið er því næst tekið í ausu og rennt í sérstakt tangar- mót. Tangarmótinu' er augnablik brugðið undir rennandi kalt vatn, mótið er opnað og úr því er slegin tilbúin netasakka. Gróflega áætlað sparast 2.500 krónur á hvetju neti með því að nota heimatilbúnar sökkur í stað innflutts blýteins, að sögn Sighvats. Þeir bræður áætla að þeir hafi búið til fimm til sjö tonn af blýteini með þessu móti í gegnum árin. í vetur hafa þeir hug á að bæta við fram- leiðsluna og ætla þeir þá að prófa sig áfram með handfæratein. Sykurmolarnir: 20 þúsund eintök seld af nýju plötunni SYKURMOLARNIR sendu frá sér breiðskífu sl. mánudag. Lagið, si góðar viðtökur ytra og var valið 1: Sounds. Á miðvikudag höfðu selst landi. í tilefni af útkomu smáskífunnar komu hingað til lands breskir blaða- menn fyrir stuttu til að taka viðtöi við hljómsveitina. Birtust viðtöl í blöðunum New Musical Express og Melody Maker í síðustu viku og for- fyrsta smáskífúlagið af væntanlegri *m ber heitið Regína, hefur fengið ig vikunnar í breska tónlistarblaðinu um 20.000 eintök af plötunni í Bret- síður blaðanna voru lagðar undir myndir af hljómsveitinni. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin er á forsíðum þessara blaða samtímis. Sykurmolarnir leika á tónleikum í Tunglinu í kvöld. Útlit fyrir korn- uppskeru í meðallag'i HORFUR eru á að kornuppskera í haust verði í meðallagi og að sögn Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli í Austur-Landeyjum gæti uppskeran orðið á bilinu 1 til 1,5 tonn á hvern hektara. Hann sagði að kornslátt væntanlega hcfjast í næstu viku ef veður leyfði. Magnús sagði að sáning hefði tafist í vor vegna verkfalla, en þá var skortur á sáðkorni, og hefðu nokkrir bændur sem ætluðu að hefja komrækt í vor hætt við af þeim sökum. „Ég býst við sæmilegri uppskeru þrátt fyrir að tíðarfarið í sumar hafi ekki verið með besta móti. Júnímánuður var kaldur og sólar- leysi í júlí, en ágústmánuður hefur bætt þetta upp.“ Bændur í Landeyjum rækta nú korn á um 200 hekturum samtals, en kornrækt er einnig stunduð undir Eyjafjöllum, á Fljótsdals- héraði og í vaxandi mæli í Mýrdal. k » t r & f § i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.