Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 7

Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 7
Páll Bergþórsson. Páll Bergþórs- son ráðinn veð- urstofiistjóri PALL Bergþórsson deildarstjóri veðurfarsrannsókna hjá Veður- stofu íslands hefur verið ráðinn veðurstofustjóri frá og með 1. október næstkomandi til ársloka 1993. Páll Bergþórsson fæddist í Fljótst- ungu í Hvítársíðu árið 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1944 og nam veðurfræði við sænsku veðurstofuna og Stokkhólmsháskóla. Auk þess dvaldi hann við rannsóknir á Eng- landi. Páll var fastráðinn hjá Veðurstofu íslands árið^949 og árið 1982 tók hann við starfi deildarstjóra veður- farsrannsókna. Hann hefur einnig sagt veðurfréttir í Sjónvarpinu frá stofnun þess árið 1966. í samtali við Morgunblaðið sagði Páll að starfið legðist afskaplega vel í sig. „Veðrið er mitt eina sanna áhugamál," sagði hann. „Fyrirrenn- arar mínir hafa aðeins verið þrír í þau 70 ár sem Veðurstofan hefur starfað og þeir hafa markað stefnu sem ég vil gjarnan reyna að fylgja." Ekki sagðist Páll hafa breytingar í huga aðrar en þær sem ný tækni kallar á. „Tæknin og þekkingin á þessu sviði hefur breyst geysilega á síðustu fjörtíu árum og alltaf hefur verið reynt að nota nýja þekkingu til að bæta þjónustu við landsmenn. Því myndi ég vilja halda áfram eftir því sem ijárhagur og mannval ieyfir. En á Veðurstofunni er afskaplega gott starfslið og ef það er eins gott á öðrum ríkisstofnunum þá eru þær ekki illa staddar," sagði Páll að lok- Elín Heiðarsdóttir við afgreiðslu- störf. ÁTVR opnar útsölu á Höfii Höfn. ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins opnaði útsölu á Höfn, þriðjudaginn 5. september. Hún er til húsa á Víkurbraut 5 í húsnæði HP og sona, en fyrirtæk- ið sem er flutningafyrirtæki sér um reksturinn. Einn starfsmaður mun annast afgreiðsluna. Verslunin er opin milli klukkan 2 og 6 virka daga. - JGG MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 7 Verslanir ganga í lið með Endurvinnslunni Móttaka Endurvinnslunnar á einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum færist nú smám saman í varanlegt horf. Móttökustöðum Endurvinnslunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkar og að sama skapr fjölgar þeim verslunum sem taka við áldósum. Nítján vers/anir taka við dósum Kaupmenn hafa verið fljótir að bregðast við og sýna áhuga sinn á umhverfisvernd í verki. Nú þegar hafa verið teknar í notkun í nítján verslunum vélar sem taka við áldósum. Vélarnar prenta út inneignarnótu í viðkomandi verslun fyrir andvirði dósanna. Þessar verslanir eru: Á höfuðborgarsvæðinu: Mikligarður við Sund, Reykjavík. Mikligarður við Hringbraut, Reykjavík. Mikligarður við Engihjalla, Kópavogi. Kaupstaður í Mjódd, Reykjavík. Kaupstaður, Eddufelli, Reykjavík. Miðvangur, Hafnarfirði. Verslunin Bónus, Skútuvogi 13, Reykjavík. Verslunin Bónus, Faxafeni 14, Reykjavík. Verslunin Austurstræti 17, Reykjavík. Söluturninn Bræðraborg, Hamraborg, Kópavogi. Snævarsvídeó, Höfðatúni 2, Reykjavík. Á landsbyggðinni: Skagaver, Miðbæ 3, Akranesi. Söluskáli KASK, Höfn. Matvörumarkaður OLÍS, Hveragerði. Kaupfélag Árnesinga, Vöruhús, Selfossi. Kaupfélag Vestmannaeyja, Verslun Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum. Verslunin Bára, Grindavík. „ Verslunin Veiðibær, Sandgerði. Samkaup, Keflavík. Eftir um það bil hálfan mánuð munu verslanir Miklagarðs, Kaupstaða og Miðvangur einnig taka á móti einnota plast- og glerumbúðum. Eftir því sem verslunum sem taka á móti umbúðum fjölgar loka upphaflegir móttökustaðir Endurvinnslunnar. Móttökustöðunum í Breiðholti og Kópavogi hefur þegar verið lokað og innan skamms verður einnig lokað við Eiðisgranda og í Hafnarfirði. Áfram verður opið í Dugguvogi 2 og þangað er hægt að skila beygluðum og illa leiknum umbúðum. Opnunartími í Dugguvoginum er frá kl. 13 - 18 mánudaga til föstudaga. Söfnunarstaðir eru áfram um allt land. Endurvinnsla er þáttur í sjálfsagðri umhverfisvernd og stuðlar að lieilbrigðara verðmæta- mati. Þar við bætist að hún er dágóð búbót fyrir duglega safnara. imnvimuK Hf Nýtt úr notuðu! YDDA Y30. 4/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.