Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 10
MORGÚNBLAÐIÖ FÖSTUÖÁ'GÍJK fe SÉPT&MBÍÍR íb Ljósmynd/Boeing eftir Pétur Einarsson flugmálastjóra Á þeim 70 árum sem liðin eru frá upphafi flugs á íslandi, voru opinber afskipti af aðbúnaði á flugvöllum ekki mjög skipulögð fyrr en 1987, er sett voru lög um flugmálaáætlun er gerir ráð fyrir fullnaðarupp- byggingu flugvalla landsins sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum á 10 árum. Aðbúnaður flugs var til þess tíma mjög vanþróaður og ógnaði beinlínis flugöryggi. Þessi ákvörðun Alþingis var því bylting í flugmálum okkar og mun setja okkur á sama bekk og aðrar menningarþjóðir flugsins. Skipulag innanlandsflugs hefur verið í sömu sporum að mestu um 40 ára skeið. Með bainandi vegum og jarðgangagerð blasir hinsvegar við ný .þróun. Ýmsir flugvellir sem hafa v.erið mikilvægir hingað til, munu verða öryggisflugvellir frekar en áætlunarflugvellir. Samgöngur með flugi milli landshlutamiðstöðva, s.s. Akureyrar og Reykjavíkur, munu væntanlega halda áfram að aukast. Eins verður flugið enn um langa hríð mikilvægt erfiðum lands- hlutum á vetrum, s.s. Vestfjörðum. Sjúkraflugi, sem var mjög snar þátt- ur innanlandsflugs og flogið á flug- vélum, er nú í æ ríkara mæli sinnt af þyrlum og mun það sýnilega aukast vegna yfirburða þyrlnanna við erfiðar aðstæður. Ný flugvéla- gerð, sem þarf varla lengri flugvelli en þyrlur, hefur verið þróuð í heim- inum af fyrirtækjunum Boeing og Bell í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þessar flugvélar, sem hlotið hafa nafnið hnitur á íslensku, munu væntanlega verða í almennri notkun innan 20 ára. Bandaríski heraflinn hefur nú þegar pantað 1.000 hnitur og Evrópumenn hafa byrjað þróun eigin gerða. Verði hnitur teknar í notkun hérlendis, mun það gjörbreyta flugflutningum okkar innanlands. Á fyrrgreindu árabili hefur stefnan verið sú, að fjölförnustu flugleiðirnar innanlands hafa verið flognar af flugfélögum með sérleyfi, og lítið rúm hefur ver- ið fyrir samkeppni. I ýmsum löndum hefur innanlandsflug verið gefið frjálst, sem hefur leitt af sér lægra fargjald, aukna tíðni flugferða og fleiri farþega. Líklegt er að áþekk þróun verði hér á landi á næstu áratugum. Útsjónarsemi og þekking á flugi auðlind Alþjóðaflugþjónustan hefur nú í 44 ár verið mikilvægur hornsteinn í flugmálum okkar. Af henni hefur aldrei orðið peningalegur gróði en hún hefur verið og er mikilvæg veita tækniþekkingar. Nú er unnið sam- kvæmt sex ára áætiun við tölvú- og tæknivæðingu hennar, sem mun gera flugumferðarþjónustu okkar sambærilega við það besta og full- komnasta sem þekkist. Kostnaður verður líklega milli 5 og 10 milljón- ir Bandaríkjadala eða á núverandi gengi 300-600 milljónir króna, og er allur greiddur með erlendu fé. Samvinna Islendinga og Norður- Atlantshafsbandalagsins í flugmál- um hefur verið okkur afar mikil- væg. Við höfum fengið aðgang að herbúnaði þess, til þess að tryggja öryggi borgaralegra flugsam- gangna. Þannig hefur fjarskipta- kerfi flugsins á jörðu niðri að miklu leyti verið kostað af því og ftjáls Hnitur framtíðarinnar. aðgangur okkar að ratsjárstöðvum á íslandi og í Færeyjum aukið mjög flugöryggi. Þegar tenging verður komin á við ratsjárstöðvar í Græn- landi, sem væntanleg verður innan fárra ára, stendur flugumferðar- þjónusta íslendinga betur en nokkur önnur úthafsflugstjórnarmiðstöð. Á þeim 70 árum sem Iiðin eru frá upphafi flugs á íslandi, höfum við aflað okkur mikilvægrar þekkingar á öllum þáttum flugsins. Öflug sam- skipti og samvinna við erlenda aðila hafa stuðlað að tækniþekkingu hér- lendis, er jafnast á við það besta í útlöndum. Á seinni árum hafa einn- ig tugir íslendinga öðlast háskóla- menntun í málaþáttum er snúa að flugi. Við eigum flugvélaverkfræð- inga, flugrekstrarfræðinga, þraut- þjálfaða atvinnuflugmenn, flugum- ferðarstjóra og sérfræðinga, sem hafa sérhæft sig á ýmsum tækni- sviðum flugsins er varða flugörygg- ismál, flugleiðsögutæki eða tölvu- búnað o.s.frv. Vegna fámennis okkar og frum- stæðs aðbúnaðar urðu íslendingar að þróa sínar eigin aðferðir við allt, sem viðkom flugi. Þar réð og ræður hin góða íslenska útsjónarsemi, sem hefur leitt það af sér að við fáum meiri afrakstur af starfsmönnum okkar og kerfum en ríkari þjóðir. Við höfum þar mikilvæga þekkingu sem við getum miðlað öðrum jafn- stæðum eða fátækari þjóðum. Sú miðlun hefur þegar háfist m.a. með því að Flugmálastjórn veitti Azor- eyja-búum lítillega ráðgjöf varðandi úthafsflugstjórn, og hannaði nýjan flugvöll við Þórshöfn í Færeyjum. Grænlendingum hefur verið boðin ráðgjöf og/eða verktaka. Því er orð- ið fyllilega tímabært að sameina þessa íslensku krafta fyrir alþjóð- legan markað og hefur verið unnið að því undanfarin tvö ár. Mörg framtíðartækifæri í millilandaflugi Opinber stefna í rnillilandaflugi var lengi á reiki hérlendis. Segja má að við höfum fylgt erlendum fyrirmyndum og takmarkað leigu- flug að og frá Islandi lengi vel, tii þess að vernda hagsmuni íslensku millilandaflugfélaganna. En með setningu reglugerðar um leiguflug nr. 21/1985 voru þær reglur rýmk- aðar mjög. Sérleyfi til áætlunarflugs milli íslands og annarra landa voru ekki til, fyrr en eftir sameinmgu Loft- leiða hf. og Flugfélags íslands hf. sem var árið 1973. Skömmu eftir sameiningu flugfélaganna, eða 1976, var stofnað nýtt millilanda- flugfélag, Arnarflug hf. Það félag fékk áætlunarleyfi 1982 til ýmissa borga Mið-Evrópu. Arið 1982 skipti þáverandi sam- gönguráðherra áætlunarflugi til út- landa á eftirfarandi máta milli fyrr- greindra flugfélaga: „Aðeins Flug- leiðir hf. hafi heimild til áætlunar- flugs til Norðurlanda, Bretlands, Bandaríkja N-Ameríku, Lúxem- borgar, Frakklands og Frankfurt í Sambandslýðveldinu Þýskalandi og aðeins Arnarflug hf. heimild til áætlunarflugs til Hollands, Sviss og Dússeldorf í Sambandslýðveldinu Þýskalandi." - Hvað framtiðin ber i skauti sér í millilandaflugi okkar er erfitt að geta sér til um. En víst er að tæki- færin eru mörg. Fijálsræði í flugi milli landa er að aukast í heiminum, gömlum landamærahindrunum er verið að ryðja úr vegi. Fyrirsjáanleg er aukin samkeppni við útlensk flug- félög og nú fljúga hingað áætlunar- flug SAS (Scandinavian Airlines Systems), þýska flugfélagið Luft- hansa og breskir aðilar hafa boðað komu sína. Ennfremur flýgur bandaríska vöruflutningafélagið Federal íixpress reglubundið áætl- unarflug frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkur og áfram til Aneh- orage í Alaska og Tókýó í Japan og hefur með þvi opnað nýjan mark- að fyrir afurðir þjóðarinnar í Asíu. Afkoma íslensku flugfélaganna hefur ekki verið góð síðasta áratug- inn, þegar á heildina er litið. Þó er rekstur Flugfélags Norðurlands undantekning þar á. Reyndar hafa rekstrarerfiðleikar verið það miklir, að mjög róttækra breytinga virðist þörf. Annars vegar þarf stefnu í flugmálum innanlands, sem gerir vel reknum flugfélögum kleift að dafna, og hins vegar þarf stóraukið fjármagn til millilandaflugs. Reynsla annarra þjóða sýnir, að frjálsræði í innanlandsflugi leiðir af sér sterkari flugfélög og betri þjón- ustu fyrir almenning. Þó þarf að taka sérstaklega til athugunar flug til staða, þar sem fámenni er. Ekki er ástæða til að ætla að frjálsræði í innanlandsflugi á Islandi leiddi til annars en gerst hefur erlendis. íslenskur mótleikur við breytingu í flugrekstri í heiminum Ólíklegt er, að íslensk millilanda- flugfélög eigi auðvelt uppdráttar á næstu áratugum, ef þau tengjast ekki á einhvern máta fjölþjóðlegum risaflugfélögum. Reynsla Banda- rikjamanna af afnámi hafta í flugi er, að meðalstór flugfélög hverfa, en risastór og mjög lítil félög lifa. Fyrir dyrum er áþekkt afnám hafta í flugi innan Evrópubandalagsins eftir árið 1992. Að vísu er ekki ljóst enn hver verður staða rikja, sem standa utan við Evrópubandalagið, en vísustu menn gera ráð fyrir áþekkri þróun innan Evrópubanda- lagsins og varð í Bandaríkjunum. Sú hætta blasir þá við, að eitthvert risaflugfélaganna í Evrópu hefji flug til íslands og bjóði betri og ódýrari þjónustu en íslensku áætlunaiflug- félögin geta ráðið við. Mótleikurinn við því gæti verið að íslensku milli- landaflugfélögin tengdust náið risa- flugfélagi, t.d. Lufthansa og/eða KLM (Koninlijke Luchtvaartmaatsc- happij NV) á þann máta, að erlendu félögin ættu umtalsverðan eignar- hlut í íslensku félögunum, sem samt sem áður flygju sjálfstæð undir okk- ar fána. Með þvi gæti sparast gífur- legt fjármagn, sem okkar flugfélög þyrftu og þurfa að veija til við- halds, auglýsinga, öflunar flugvéla, þjálfunar starfsfólks o.fl. því þau gætu notað sér risakerfi hinna er- lendu félaga og notið góðs af hag- stæðum samningum s.s. við kaup á flugvélum og annars sem til flug- rekstrar þarf. Ef fjárhagsleg undirstaða milli- landaflugfélaga okkar verður tryggð á einhvern máta, þá blasa tækifærin við. Tækifærin eru stór- kostleg vegna legu lands okkar milli ríkjabandalaganna í austri og vestri og vegna náttúrufegurðar landsins. Framtíðarmöguleikar íslendinga 1. Efling núverandi flugs til Evrópu og Norður-Ameríku og það grundvallað á þörfum íslensks efnahagslífs. Annarsvegar eru við- skiptatengsl okkar við fyrrgreind heimssvæði og hinsvegar vaxandi fjöldi ferðamanna frá þessum svæð- um til íslands. íslendingar fara helst til sólarlanda í sumarfríum sínum og er svo komið, að um helmingur íslendinga ferðast til útlanda í sum- arleyfi sínu. Afkoma íbúa sólarland- anna fer batnandi og ferðalög þess fólks til annarra landa fara vax- andi. Þánnig gætu íslensk flugfélög ef til vill flutt í auknum mæli t.d. ítalska, portúgalska eða spænska ferðamenn til íslands, en íslenska ferðamenn til þeirra landa. Með tímanum gæti á þessum leiðum skapast grundvöllur fyrir áætlunar- flug. Fjöldi erlendra ferðamanna til íslands fer sívaxandi. Árið 1988 voru þeir rúmlega 120 þúsund tals- ins með flugi og árleg meðalaukning hefur verið milli 7 og 10%. Talið hefur verið að hver erlendur ferða- maður noti sem svarar u.þ.b. .70 þúsund krónur til ferðalagsins, og eru þá fargjöld meðtalin. Hér er því um að ræða háar fjárhæðir eða allt að 7 milljörðum króna árlega. Er- lendir ferðamenn hafa einnig áhrif á afkomu innanlandsflugsins. Talið er að þeir séu allt að 30% farþega í innanlandsflugi að sumri. — Hitt er svo allt önnur saga hve marga erlenda ferðamenn viðkvæm nátt- úra lands okkar þolir árlega. 2. Flug milli heimsálfa. Stysta flugleið milli tveggja áfangastaða á jörðinni er stórbaugslína. Island liggur á stórbaugslínu milli Wash- ington DC og Moskvu. Á meðfylgj- andi korti gefur að líta dregna stór- baugslínu og hringi er sýna fimm og tíu klukkustunda flugtíma hrað- fleygrar þotu, frá Islandi. Segja má að fimm klukkustunda hringurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.