Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGlM -8.’ SKPTKMI-IkR- í
Minning:
Jón Ingimarsson
skrifstofiisijóri
Fæddur27. októberl923
Dáinn 2. september 1989
Vinarkveðja
Minningar eru okkur hugstæðar
á mjög mismunandi vísu. Sumt
verður ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum okkar í ákveðnu umhverfi,
í samvistum við ákveðinn hóp, í
tengslum við tónlist, ljóð eða mynd-
list. Ég hygg þó, að mörgum sé svo
farið, að ákveðnar minningar kalli
fram mynd af mönnum og atburða-
rásum, sem beinlínis tengjast þeim.
Það er ekki aðeins nú á þessum
tímamótum, heldur ávallt, að um-
hugsun um vin minn, Jón Ingimars-
son, kalla fram í hugskoti mínu
óvenju glöggar myndir af stað og
stund. Af nógu er að taka. Feður
okkar voru vinir og samstarfsmenn
og enda þótt ekki væri daglegur
samgangur, hittust þó fjölskyldur
okkar oftar en ekki, og ein fyrsta
ljóslifandi minningin sem ég sé
skýrt fyrir mér er að Jóni og Lalla
flatmagandi á gólfinu á Seljavegin-
um í tindátaleik. Það eru nú fimmtíu
og fimm ár síðan. Á sama hátt
minnist ég líka heimsókna á Vita-
stíginn, þar sem nóg var til af alls-
konar dóti og blöðum; ég man aðal-
lega eftir Familie Journal hinum
danska og svo Fálkanum sem til
var í þykkum bókum. Annars var
í þá daga drjúg bæjarleið af Selja-
veginum á Vitastíg, og því ekki
hlaupið oft á milli. Nokkrum árum
síðar settumst við samtímis í fyrsta
bekk Gagnfræðaskóla Ingimars, í
sömu bekkjardeiid, og hófst þá sam-
eiginleg skólaganga og samvist,
sem stóð allt frám á annað háskóla-
ár. Ekki vorum við þó í sömu bekkj-
ardeild í menntaskólanum, nema í
fjórða bekk, en þar skildu leiðir er
ég hrökklaðist í máladeildina og Jón
hélt áfram á stærðfræði- og raun-
vísindabraut. Hvað kemur upp í
hugann frá gagnfræðaskólaárun-
um? Ég sé þá fyrir mér allskonar
sakleysisleg strákapör en skýrastar
eru útlínurnar á frímerkjasafni og
frímerkjasöfnun Jóns. Margir
strákarnir þóttust eitthvað vera að
safna frímerkjum, en safnið hans
Jóns var það eina, sem ég man eft-
ir að væri skipulega upp sett og
nostursamlega raðað. Eg sé enn
fyrir mér hvernig bækurnar litu út,
og sérstaklega skiptimerkjaalbúm-
ið. Það lærði ég nokkuð af Jóni,
en brast fljótlega þolinmæði og
þrautseigju til að halda söfnun
áfram. Það gerði Jón hinsvegar um
margra ára skeið.
Menntaskólaárin liðu, við vorum
svo iánsamir að tilheyra þar bekkj-
arsamfélagi, sem í þráð og lengd
hefur haldið hópinn, vináttu og
samgangi í ríkara mæli en flestir
aðrir slíkir hópar, sem ég hefi haft
spurnir af. Myndir sem tengjast
Jóni þar eru margar í huga mínum,
en skýrt mótuð er fimmtabekkjar-
ferðin _ okkar til Akureyrar vorið
1942. í bekkjarlífinu komu stundum
upp smá atvik, að menn urðu lítil-
lega saupsáttir, en slíkt stóð
skammt, tíðum vegna ljúflegrar
milligöngu og sáttargerðar Jóns.
Þar kemur fyrst ljóslega í minning-
ar mínar, myndin af hinum milda,
þægilega og mjúka félaga, sem við
öll bekkjarsystkini hans þekkjum
svo vel, stendur okkur nú svo ljós
fyrir sjónum, og við þökkum fyrir.
Jón innritaðist með allmörgum
bekkjarbræðrum sínum í læknis-
fræði að afloknu stúdentsprófi, en
á þeim tfma gat berklaveikin enn
verið raunverulegur ógnvaldur, og
á öðru ári veiktist Jón all hastarlega
af brjósthimnubólgu ásamt berkla-
lungnabólgu. Hann tapaði það
miklu af námsárinu, að hann tók
þann kost að skipta yfir í lögfræði-
nám. í þeirri grein haslaði hann sér
síðan völl og vann sitt megin
lífsstarf. Það er Ijóst, að Jón hefði
áreiðanlega orðið góður læknir í
orðsins allra beztu merkingu, og
stundum fannst mér á honum sem
hann hefði gjarnan valið sér þann
starfsvettvang. Hitt er, að svo sem
ávallt er með alla góða og farsæla
menn, þá skilaði hann góðum og
árangursríkum starfsdegi í grein
sinni, og nú um áratuga skeið ein-
mitt í nánum tengslum við læknis-
fræðileg og heilbrigðisleg viðfangs-
efni. Mjög skýrar minningamyndir
eru í huga mér frá heimsóknum til
Jóns á Vitastíginn í veikindum hans,
og ég man sérstaklega eftir von-
brigðum mínum, er hann sagðist
vera hættur við að fara í próf með
okkur hinum. En allt snerist til
besta vegai', hann náði fullri heilsu.
Myndirnar streyma að. Ein er
ógleymanleg. Bláskógar á páskum
1942. Jón býður okkur nokkrum
félögunum þangað til dvalar ásamt
pabba sínum. Allir þekktum við
séra Ingimar, flestir verið í skóla
hjá honum, en vissu ekki allir fyrri
en nú hvað hann gat verið bráð-
fyndinn og skemmtilega ræðinn.
Það voru ekki sömu kræsingarnar
á Bláskógum og oft voru framborn-
ar á saman stað þijátíu til ljörutíu
árum síðar, en kjarngóð íslenzk
bjúgu í alla mata. Minnisstæðasta
og skemmtilegasta ijallganga sem
ég hefi komizt í um ævina. Upp
Bláskógaheiðina og upp á Kjöl, al-
veg fram á brún. Utsýni um mest-
allt Vesturland og allt norður til
móðurbyggða Jóns, því Mælifells-
hnjúkur blasti við af þessari há-
bungu.
Að loknu háskólanámi skiljast
Ieiðir nokkuð, svo sem oft verður,
en ég veit alltaf af Jóni og ég sé
hann og Lalla fyrir mér á gólfinu
á Seljaveginum. Von bráðar liggja
leiðir saman á ný.
Við kvæntumst um svipað leyti
sitt hvorri vinkonunni, börnin koma,
eru á svipuðu reki, samgangur er
aftur tryggður. Vetrarheimsókn til
Jóns og Illu á Noregi, skíðagöngur
og bílferðir, ásamt skemmtilegum
samvistar- og_ samræðustundum.
Heimkoma til íslands og hjálp og
gestrisni þeirra hjóna við aðlögun
og nýjum heimilisstófnun. Góðar
stundir á Birkimel, síðar Vestur-
brún, svo ekki sé minnst á minn-
ingamyndir af Þingvallavatni í öll-
um veðrum eins og það blasir við
manni af svölum Bláskóga.
Fjallaferðir, skíðaferðir,
skemmtilegar samverur við söng
og spil; allar þessar myndir sækja
á og standa fyrir mér ljóslifandi.
Samhugur og návist vina í Lund-
únaborg á erfiðum dögum í mínu
lífi. Loks áttum við nýlega saman
ógleymanlega langferð, sem við
vorum alls ekki búnir að melta eða
ræða nóg.
Framar öllu stendur þó myndin
af Jóni, þar sem hann á ljúfan og
hógværan hátt segir skoðanir slnar,
eða útskýrir bókband, málaralist
sína og garðyrkju, ekki með há-
stemmdum orðum, heldur með
þeirri mýkt og eintegni, sem honum
var svo eiginleg. Á merkisdegi í lífi
flölskyldunnar fyrir skömmu talaði
Jón nokkur orð til gesta og þá um
vináttuna. Þau orð og einlægni
þeirra munu verða með mér alla tíð
og minna mig á eðliseigindir Jóns,
vammleysi, aiúð og einlægni.
Ásmundur Brekkan
Jón Ingimarsson er látinn.
Bh'egnin kom yfir okkur sem reiðar-
slag. Við eigum erfitt með að skilja
að einn af okkar bestu vinum er
horfinn af sjónarsviðinu, þessi
háttvísi og prúði maður, hvers
manns hugljúfi, sem allir dáðu og
elskuðu er voru svo lánsamir að
kynnast honum.
Elínu konu hans hef ég þekkt frá
unga aldri, faðir minn var forstjóri
Hampiðjunnar hf. og faðir hennar
. lengstum stærsti hluthafinn. Valdís
kona mín og Elín voru æskuvinkon-
ur, báðar Vesturbæingar úr næsta
nágrenni. Síðar bjuggum við öll í
Kaupmannahöfn við nám. Þegar
heim kom frá námi kynntist hún
og giftist Jóni. Það var gæfa þeirra
beggja. Þau studdu hvort annað og
voru samhent svo af bar. Gæfa,
barnalán, gagnkvæm virðing, skiln-
ingur og hjálpsemi var aðalsmerki
þeirra góða hjónabands.
Jón var mjög ijöihæfur, ég öfund-
aði hann oft af þeim flölda tóm-
stundaáhugamála sem hann átti.
Gróðurrækt stundaði hann af kost-
gæfni og þekkingu, söfnun ýmiss
konar, bókband og einnig málaði
hann myndir. Hann var mjög lif-
andi persónuleiki og einstaklega
þægilegur og skemmtilegur í allri
umgengni.
Hann var hið mesta snyrtimenni,
sem aldrei féll verk úr hendi, t.d.
endurbyggði hann nánast alveg
sumarbústað foreldra sinna við
Þingvallavatn og. er það nú hið
myndarlegasta bú með rafmagni,
vatni, bátaskýli, góðri girðingu og
mikilli ræktun. Þar var þeirra annað
heimili og ávallt mjög gestkvæmt,
enda staðurinn og húsið mjög heill-
andi. Gestrisnin svo höfðingleg að
sjálfsagt þótti að ijölskyldumeðlimir
og góðir vinir gistu þar á sumrin.
Hús sitt í Vesturbænum höfðu þau
endurbætt verulega í áranna rás
og húsið og garðurinn bar snyrti-
mennsku fagurt vitni.
Jón var lögfræðingur að mennt-
un. Hann flutti fyrir mig tvö mál
áður en hann hóf störf í heilbrigðis-
málaráðuneytinu og vann þau bæði
' af slíkri snilld, að í báðum tilfellum
höfðu lögfræðingar mótaðilans orð
á því, að þá hafði aldrei dreymt um
að tapa málunum svo afgerandi.
Oft leitaði ég til vinar míns með
ýmis vandamál og alltaf var hann
svo vel að sér um hin margvísustu
mál að góð lausn eða hollar leið-
beiningar fundust, ávallt málefna-
legar og sanngjarnar.
Við Valdís vottum Elínu og Ijöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúð og munum ávallt í hjörtum
okkar geyma minninguna um góðan
vin,og góðan dreng.
Blessuð sé minning hans.
Birgir Frímannsson
Vöxtur og þroski hvers einstakl-
ings mótast að miklu leyti af þeim
manneskjum, sem standa honum
næst. Við hittum fyrir á lífsleiðinni
mikinn fjölda samferðamanna, sem
á einhvern hátt hafa áhrif á líf
okkar og störf. Þessi áhrif eru mis-
mikil og misgóð. Það er mikil gæfa
að hitta gott fólk, sem vill um-
hverfi sínu vel og hefur þannig já-
kvæð áhrif á líf allra í kringum sig.
Fyrir börn, sem eru að þroskast,
er ómetanlegt að fá að kynnast
slíku góðu fólki. Það verður ógleym-
anlegt og stendur fölskvalaust í
endurminningum bernskuáranna.
Ég kynntist Jóni Ingimarssyni
ung að árum, þar sem hann og
kona hans Elín Guðmannsdóttir
voru nánir vinir foreldra minna. Jón
var hæglátur maður og seintekinn
en eftir því sem tíminn leið fór ég
að hænast að honum og skildi með
vitund barnsins þá mannkosti, sem
hann bjó yfir. Hann var hægur í
allri framkomu en ávallt hlýr og
ástúðlegur og ég skynjaði þá miklu
festu sem innra bjó.
Tíminn leið, ég óx úr grasi og
áfram hélt Jón Ingimarsson að vera
óaðskiljanlegur hluti þess umhverf-
is, sem ég lifði í, vegna vináttu
hans við foreldra mína. B’aðir minn
mat Jón mjög mikils og oftsinnis
sátu þeir lengi og skeggræddu rök
tilverunnar og daglegt amstur og
brauðstrit. Ég fann vel, hve vænt
föður mínum þótti um Jón, og það
hafði að sjálfsögðu áhrif á mína
afstöðu og mér þótti enn vænna
um hann fyrir vikið. Þeir voru líkir
um margt og bjuggu yfir mörgum
eiginleikum, sem ég dáði hjá báð-
um.
Árin héldu áfram að líða; ég fór
til útlanda og dvaldist þar um skeið.
Þá var gaman að koma heim aftur
í gamalkunnugt umhverfi og sjá
gömlu andlitin og vinina, sem voru
hluti þess að koma heim til íslands.
Jón var einn af þeim, sem alltaf
var jafn gaman að hitta. Hann var
mjög fróður og fylgdist vel með og
hafði góð tök á íslensku máli, en
það sem laðaði mig mest að honum
var sú hlýja sem mér ávallt fannst
stafa frá honum. Mér leið vel í
návist hans og fann, að Jón var
maður sem ég gat treyst til fulln-
ustu.
Mannkostir Jóns komu skýrt í
ljós, þegar faðir minn dó 1986. Þá
var Jón ómetanlegur styrkur flöl-
skyldu minni og hjálpaði okkur með
ráðum og dáð, og lagði sig allan
fram til að létta okkur þá miklu
erfiðleika, sem blöstu við. Þá sýndi
hann, hversu heill og óskiptur hann
gekk að hveiju verki og lagði sál
sína og krafta til að gera allt sem
gera þurfti. Svo reyndist Jón mér
áfram. Hann var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd og aðstoða ef eitt-
hvað bjátaði á. Mér fannst stundum,
að hann teldi sig eiga að koma í
stað föður míns og liðsinna mér
eftir bestu getu.
Nú er Jón allur og þeir báðir
horfnir yfir móðuna miklu, vinirnir,
faðir minn og hann. Jón féll skyndi-
lega frá á ágætum aldri, þegar allt
virtist leika í lyndi og miklir erfið-
leikar í ijölskyldunni sakir veikinda
Ingimars virtust að baki. Ég var
viðstödd, þegar Jón fékk aðkenn-
ingu að þeim sjúkdómi, sem síðar
dró hann til bana, fyrir nokkrum
mánuðum síðan. Hann fékk skyndi-
lega mikinn hjartaverk og varð að
flytja hann þá sjúkrahús. Fáa menn
hef ég séð bera sig jafnvel og af
slíku æðruleysi og Jón þá. Hann
virtist skynja að eitthvað alvarlega
var að, en hafði mestar áhyggjur
af þeirn, sem umhverfis hann stóðu.
I íslendingasögum er stundum
sagt um menn, að þeir hafi orðið
vel við dauða sínum. Það voru oft
þeir, sem tóku raunum lífsins með
karlmennsku og rólyndi og virtust
vaxa með hverri raun. Jón var slíkur
maður, hann hélt ávallt ró hugans
á hveiju sem gekk, en undir niðri
bjó sú seigla og æðruleysi sem gerði
hann að þeim ágæta manni, sem
hann var. Ég sakna mjög Jóns Ingi-
marssonar, og votta aðstandendum
hans mína dýpstu samúð.
Erna Einarsdóttir
Það var komið R í mánuðinn
föstudaginn 1. september. Ég var
farinn að hlakka til þess að hitta
spilafélagana að nýju eftir sumar-
hléið. Hringdi því til Jóns Ingimars-
sonar, sem var ókrýndur foringi
hópsins. Hann var þá nýfarinn til
helgardvalar í sumarhúsi þeirra
hjóna við Þingvallavatn.
Þann sama dag veiktist hann og
daginn eftir var hann allur.
Jón var einn af fjórum, sem hófu
að spila brids reglubundið fyrir um
það bil 45 árum. Úr þeim hópi hafa
tveir látist á undan honum síðustu
4 árin. Sá sem lengst hefui' verið
í þessum hópi með Jóni er Sveinn
K. Sveinsson, sem hefur verið þar
í 40 ár. Sá sem línur þessar skrifar
kom inn í hópinn fyrir 26 árum.
Hinir eru Bjarni Guðnason og Ró-
bert Sigmundsson, sem báðir hafa
bæst í hópinn á síðustu 4 árum.
Þegar ég fór að spila við þá fé-
laga, endurnýjast kunningsskapur-
inn við Jón Ingimarsson. Ég kynnt-
ist honum 1937 í Ingimarsskólanum
eins og skólinn var kallaður þá og
kenndur við Ingimar föður Jóns —
síðai’ nefndur Gagnfræðaskóli
Austurbæjar — Við urðum síðar
bekkjarbræður í MR í 4 vetur.
Kunningsskapurinn treystist, eftir
því sem við spiluðum lengur saman
og varð brátt að vináttu.
Jón var sá sem kunni „kerfið"
og kunni til verka við úrspilið. I
formála áð Bridgebókinni, sem gef-
in var út 1957 þakkar Zóphónías
Pétursson Jóni fyrir „ómetanlega
hjálp við lestur handrits og fyrstu
prófarkar" og tekur fram að kaflinn
um Stayman-kerfið sé að öllu leyti
verk Jóns. Það var því ekki að ófyr-
irsynju að ávallt voru borin undir
Jón álitamál um úrspil og sagnir.
Þrátt fyrir yfirburða kunnáttu á
þessu sviði, var hann hógvær í dóm-
um. Og þegar gert var hlé á spila-
mennskunni til þess að spjalla yfir
kaffibolla hafði hann gjarnan yfir
hnyttnar stökur, en þær frumsömdu
fengum við sjaldan að heyra, nema
frá öðrum.
Ég hef aðeins íjallað um lítinn
þátt í fari þessa háttprúða öðlings
sem við nú höfum misst, enda þótt
margs sé að minnast, en það munu
aðrir gera. Þessar línur eru einkum
til þess ætlaðar að þakka fyrir hönd
okkar spilafélaganna fyrir óteljandi
ánægjustundir og frábæra viðkynn-
ingu.
Ég get ekki stillt mig um að vitna
í grein, sem er að finna í riti, sem
gefið var út 1971 í tilefni 60 ára
afmælis knattspyrnufélagsins Vals.
Hún er eftir Frímann Helgason, þar
sem hann endursegir sögu, sem
Róbert Sigmundsson, einn af spila-
félögunum, sagði honum löngu áð-
ur. Honum segist svo frá:
„Á þessum árum, þegar ég æfði
með Val, hafði Grímar Jónsson
ákveðið að við skyldum keppa við
Hauka. Sagði hann okkur öllum að
koma með skó og jafnframt það,
að hann myndi ekki velja í liðið,
fyrr en rétt fyrir leikinn. Mikill
fjöldi mætti til leiks og vafalaust
margir, sem höfðu von um að velj-
ast í liðið og voru til þess útbúnir
með skó, eftir því sem efni leyfðu
svo og búning.
Þegar Grímar hafði gert heyrin
kunnugt um liðskipan, kom í ljós
að ég hafði verið valinn.
Kom þá til mín drengur úr hópn-
um, en sá hafði ekki varið valinn í
liðið og segir „ég á svo til nýja
skó. Fáðu þá og kepptu á þeim“.
Auðvitað vissi Nonni, en svo var
hann kallaður að ég átti lélega skó.
Ég kunni ekki við að taka við nýjum
skóm og ata þá út, en Nonni gaf
sig ekki og fullyrt að ég mundi leika
betur á góðum skóm. Innst inni
fannst .mér að það hlytu að vera
dásamlegt að leika á svona fallegum
fótboltaskóm og fór svo, að ég þáði
boðið og bauðst Nonni til þess að
geyma gömlu skóna mína á meðan
og ég keppti á nýju skónum hans.
Leikurinn hófst og skora Haukar
fyrst 1:0. Albert Guðmundsson
jafnar, 1:1. Fyrir leikslok hafði ég
heppnina með mér og skora sigur-
markið. Þetta atvik er mér ógleym-
anlegt.“ Og síðar segir Róbert:
„Auðvitað hafði Nonni komið á
nýjum skóm með þá von í bijósti
að vera valinn í liðið. Endurminn-
ingin um þessa framkomu Nonna
hefur oft yljað mér og aldrei hef
ég orðið jafn glaður, eftir að hafa
skorað mark, eins og í þessum leik,
enda fannst mér eins óg ég væri
að þakka Nonna fyrir lánið á nýju
skónum hans.“
Grein þessari (1971) lýkur á
þessum orðum: „Nonni var Jón Ingi-
marsson, þekktur sundmaður á
sínum tíma. Nú deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu."
Nú þegar Jón er fallinn frá, verð-
ur okkur hinum erfitt um vik og
finnst missir okkar vera mikill.
Fyrst svo er um okkur, má leiða
getum að því, hversu þungbært það
hlýtur að vera fjölskyldu hans og
samstarfsfólki.
Fyrir hönd spilafélaganna,
Hannes Finnbogason