Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 15 stundar, er sjálfur dauðinn var orð- inn henni þráð líkn eftir áralangan og erfiðan sjúkdóm. Jóhanna heitin var Norður-Þing- eyingur, fædd á Þórshöfn á Langa- nesi 29. maí 1921. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jónína Kristjáns- dóttir og Jóhann Tryggvason, er rak lengi helztu verzlun þar um slóðir. Þar ólst hún upp ásamt eldri systur sinni á góðu og glæsilegu heimili, sem hún minntist ævinlega með hrifningu sem og allrar æskubyggð- ar sinnar. Það urðu þó örlög hennar sem svo margra annarra íslendinga að ala mestallan aldur sinn á öðru landshorni. Hálfþrítug fluttist hún með Ijölskyldu sinni suður hingað, en hafði raunar áður dvalizt hér um alinokkurt skeið við nám og störf. Og hér kynntist hún manns- efni sínu, frænda mínum, Ragnari Kristjánssyni, sem þá hafði nýlega hafið störf hjá tollgæzlunni í Reykjavík. Ragnar var hinn mesti dugnaðarmaður. Hann hafði á upp- vaxtarárum vanizt hvers konar líkamlegu erfiði sem svo margir jafnaldrar hans á þeirri tíð, en jafn- framt notað svo vel stopular tóm- stundir, að hann gat boðið hinni ungu og glæsilegu brúði sinni inn í nýreist hús, sem hann var þá langt kominn með að ljúka við að fullu. Attu ýmsir erfitt með að skilja, hvernig honum mátti takast þetta mikla verk, ungum manni með lítil efni og án þeirra byggingarlána er nú tíðkast. Það mun þó í fyrstu hafa hvatt hann til dáða, að auð lóð í eigu foreldra hans beið hans fyrir sunnan, hið gamla heimili þeirra að Miðseli, er þá taldist til Framnes- vegar, en síðar hjálpaði það mikið, að móðurbróðir hans keypti af hon- um neðri hæð hins nýja húss. Er það númer 21 við Seljaveg, en gamli Miðselsbærinn er nú löngu horfinn, varð síðar að rýma fyrir nýrri stór- byggingu. Kom nú til kasta hinnar ungu húsfreyju að breyta auðum her- bergjununr á efri hæð hússins og síðar rishæðinni í viðbót í vistlegt heimili og gæða það þeim þokka, sem beztur má verða. Reyndist brátt svo,>að þar mundi engin hvers- dagsmanneskja að verki. En auðvit- að tók þetta sinn tíma, enda fjár- munir af skornum skammti, a.m.k. að því er nú mundi talið, og ekkert kappsmál að gína yfir öllu í senn. Sígandi lukka er bezt. En á skemmri tíma þó en ætla mætti var heimili þeirra hjóna orðið eitt hið fegursta og smekklegasta sem ég hef séð. Sannaðist þar sem oftar, að góð húsfreyja er sál hvers heimil- 0DEXION IMPEX hillukerfi an boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 is. Þá birtist og frábær smekkvísi hennar ekki síður í fatabúnaði, sem var í senn vandaður og fór sérlega vel. Liðu nú árin við góðan hag og að ég hygg batnandi þrátt fyrir sístækkandi Ijölskyldu — eða kannski einmitt þess vegna. Sex börn eignuðust þau hjón, fjóra syni og tvær dætur, og bera þau öll æskuheimili sínu og góðu uppeldi fagurt vitni. Elztur er Jóhann Kristján stýrimaður, kvæntur Guðnýju Þorleifsdóttur, þá Nína Björg, gift Halldóri Jóhannssyni rafmagnsverkfræðingi, þriðji Gunn- ar fulltrúi, kvæntur Margréti Ingv- arsdóttur, fjórða Auður hjúkrunar- fræðingur, deildarstjóri á barna- deild Landakotsspítala, fimmti Ragnar verkstjóri, kvæntur Ragn- heiði Jónasdóttur og yngstur Jón verzlunarstjóri, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Eru þrír elztu bræðurnir allir starfsmenn sama fyrirtækis, sjálfs óskabarns þjóðar- innar, Eimskipafélags íslands, hver á sínu sviði, og munu slíks ekki mörg dæmi hér á landi. En þó að börnin væru að heiman farin rofn- uðu ekki ijölskyldubönd og fyrri samheldni. Urðu nú heimsóknir þeirra og síðar barnabarnanna, sem orðin eru tíu, ævinlega miklir fagn- aðarfundir. En Guð það hentast heimi fann það hið blíða blanda stríðu. Fyrir þeim boðskap höfum við, dauðlegir menn, löngum mátt beygja okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Nú, er njóta skyldi elliáranna eftir mikið og giftudtjúgt ævistarf, dró ský fyrir sólu. Fyrir nokkrum árum fór Jóhanna heitin að kenna þess skæða sjúkdóms, sem varð að lokum banamein hennar. Og ekki er ein báran stök. Þá er að því dró, að Ragnar, maður hennar, skyldi láta af störfum fyrir aldurs sakir reyndist einnig hann helsjúkur mað- ur. Fór sú sótt svo geyst að á rúmu ári dró hún til dauða þennan hrausta mann, sem aldrei hafði kennt sér nokkurs meins. Hann lézt fyrir hálfu öðru ári. Sýndi nú Jó- hanna í andstreymi sínu og von- lausri sjúkdómsbaráttu nýjan þátt í eðli sínu, sem lítið hafði reynt á í meðbyr fyrri ára. Var aðdáanlegt, með hvílíkri andans ró og æðru- leysi hún tók nú mótlæti sínu. Ræddi hún um það kvíðalaust og af fullkominni rósemi, að brátt mundi líða að lokum og hún fara til fundar við „Ragnar minn“. Fær enginn sá, sem heill er heilsu, sett sig í spor fólks í slíkum þrautum, er mannlegur máttur getur engu um breytt, hversu góðviljaður og hjálpsamur hann kann að vera. Einn hlýtur hver maður að heyja sitt stríð, þegar nóg er lifað. Að lokum fjaraði út líf hinnar þjáðu konu að morgni 30. ágúst síðastliðinn. Ég kveð hana með söknuði, en umfram allt einlægu þakklæti fyrir löng og góð kynni. Sárastur er þó harmur ástvina hennar, en mikil huggun má þeim þó vera, að aldrei verður það um hana sagt — né þau hjón — að lifað hafi þau til einskis. Jón S. Guðniundsson Lífið er seigt lífið græðir djúp sár og góð er græn jörðin. Þessum orðum Snorra Hjartar- sonar verðum við að trúa. En orð eru svo sannarlega fánýt og fátækleg þegar ástvinur er kvaddur hinstu kveðju. Það eru fremur tárin og tilfinningarnar sem tala sínu máli og kalla fram í hug- ann dýrmætar minningar um elsku- lega vinkonu og litríkum myndum bregður fyrir eins og leiftri af fögru ljósi, sem nú hefur slokknað. Við Bíbí vorum samferða um lífsins veg allt frá barnæsku og deildum reynslu og innstu hugsun- um. Aldrei bar skugga á vináttu okkar. Nú er langvinnu og erfiðu sjúk- dómsstríði hennar lokið. í því sem öðru stóð hún sig eins og sönn hetja. Þegar sárasti söknuðurinn er hjá liðinn, er mest um vert að eiga og varðveita minninguna um yndislega vinkonu. Ég votta börnum hennar, mökum þeirra, barnabörnum og Rósu, syst- ur hennar, mína dýpstu samúð. Nú skiljast leiðir um sinn. En eins og við ræddum svo oft saman um, þá hittumst við í landinu þang- að sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar hér. Blessuð sé minning hennar. Oddný Ingimarsdóttir 5 dyra Fastback 3NYIR MAZDA 323!! ALLIR MEÐ 16 VENTLA VÉL OG VÖKVASTÝRI! „Allt er þegar þrennt er“ segir máltækiö og má þaö til sanns vegar færa, því við kynnum 3 mismunandi geröir af MAZDA 323: COUPE, SALOON og FASTBACK, nýjar frá grunni! SÝNINGARBÍLAR ÁSTAÐNUM Opið laugardag frá kl. 1—5 4 dyra Saloon 3 dyra Coupe • Fyrsta sending er á ieiðinni til landsins — SVO ÞAÐ MARG- BORGAR SIG AÐ BÍÐA EFTIR MAZDA ÞVÍ NÚ BÝÐUR ENG- INN BETURI! «7 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Það óvenjulega er, að gerðirnar eru nú misstórar og hafa gjörólíkt yfir- bragð, útlit og eiginleikaog er nánast ekki eitt einasta stykki í yfirbygging- um þeirra eins. • Helstu nýjungar eru: Stærri og rúmbetri en áður — 16 ventla vélar: 77, 90 eða 140 hestöfl — ALLAR gerðir með vökvastýri — GLX gerðir með rafmagnsrúðum og læsingum. Vegna hagstæðra samninga verður MAZDA 323 á einstaklega góðu verði. • Dæmi: 3 dyra COUPE 4 dyra SALOON 1.6L 16 5 dyra FASTBACK 1.6L 16 1.3L 16 ventla ventla90hö5gíram/vökva- ventla90hö.5g(ram/vökva- 77hö.5gíram/ stýri, rafmagnsrúðum, raf- stýri, rafmagnsrúðum, raf- vökvastýri magnslæsingum og fl. magnslæsingum og fl. Kr. 698.000 Kr. 849.000 Kr. 862.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.