Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 16

Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 Fyrstu flárréttir um helgina BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur að venju tekið saman lista yfir helstu fjárréttir. Fer listinn hér á eftir: föstudagur 15. sept. og laugardagur 16. sept. sunnudagur 10. sept. mánudagur 18. sept. sunnudagur 10. sept. sunnudagur 17. sept. fimmtudagur 14. sept. laugardagur 16. sept. miðvikudagur 13. sept. sunnudagur 17. sept. sunnudagur 10. sept. fimmtudagur 14. sept. sunnudagur 10. sept. laugardagur 16. sept. iaugardagur 16. sépt. sunnudagur 10. sept. mánudagur 18. sept. miðvikudagur 13. sept. mánudagur 18. sept. sunnudagur 24. sept. Auðkúlurétt í Svínadal, A-Hún. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvallarétt v/Lælg'arbotna, (Rvík/Kóp) Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr HHðarrétt í Bólstaðarhi.hr., A-Hún Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. Hrunar- tt 1 Hrunamannahr., Árn. Hrútatnngurétt í Hrútafirði, V-Hún. Húsmi.larétt v/Kolviðarhól, Árn. Kaldárrétt v/Hafnarfjörð Káldárbakkarétt í Kolb.st.hr., Hnapp. Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu Kiausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Koilaíjarðarrétt, Kjalameshr., Kjós. Ki ísuvíkurrétt í Krísuvík, Gullbr. Lr.ngholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf.miðvikudagur 20. sept. 1-aufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði laugardagur 9. sept. Miðfjarðarrétt f Miðfirði, V-Hún. sunnudagur 10. sept. Mælifcllsrétt í Lýtingsstaðahreppi, Skag.sunnudagur 17. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. laugardagur 16. sept. Oddsslaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudagur 13. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. föstudagur 15. sept. Reykjahlíðarétt í Mývatnssveit, S-Þing. mánudagur 11. sept. Reynistaðarrétt í Staðahr., Skag. Selflatarétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi, Skaftárrétt (Ytri-Dalbæjarrétt) í Kirkjub.hr., V-Skaft. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún. Stafnsrétt f Svartárdal, A-Hún. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. mánudagur 11. sept. mánudagur 18. sept. mánudagur 18. sept. mánudagur 18. sept. Árn. fimmtudagur 14. sept. laugardagur 16. sept. laugardagur 23. sept. sunnudagur 10. sept. föstudagur 15. sept. sunnudagur 17. sept. iaugardagur 16. sept. miðvikudagur 13. sept. miðvikudagur 13. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbr. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún Þórkötlustaðarétt v/Grindavík Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt í ölfusi, Árn. föstudagur 15. sept. og laugardagur 16. sept. mánudagur 18. sept. föstudagur 15. sept. laugardagur 16. sept. sunnudagur 17. sept. þriðjudagur 12. sept. og miðvikudagur 13. sept. þriðjudagur 19. sept. Helstu réttir í landnámi Ingólfs Laugardagur 16. sept. upp úr hádegi: Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit. Húsmúlarétt við Kolviðarhól. Nesjavallarétt í Grafningi. Kaldárrétt við Hafnarljörð. Sunnudagur 17. september síðdegis: Fossvallarétt við Lækjarbotna. Sunnudgur 17. september að kvöldi: Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Mánudagur 18. september árdegis: Selvogsrétt í Selvogi. Selflatarétt í Grafningi. Dalsrétt í Mosfellsdal. Vogarétt á Vatnsleysuströnd. Mánudagur 18. september skömmu fyrir hádegi: Kjósarrétt í Kjós. Mánudagur 18. september upp úr hádegi: Kollafjarðarrétt í Kollafirði. Þriðjudagur 19. september árdegis: Ölfusrétt í Ölfusi. Sunnudagur 24. september upp úr hádegi: Krísuvíkurrétt í Krísuvík. Seinni réttir verða dagana 14.-17. október á öllu svæðinu. Helstu stóðréttir Skarðsrétt í Gönguskörðum, Skag. Reynistaðarrétt i Staðarhr., Skag. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. Hlíðarrétt í B6Ist.hl.hr., A-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. sunnud. 17. sept. upp úr hádegi. sunnud. 17. sept. síðdegis. laugard. 30. sept. upp úr hádegi. sunnud. 24. sept. upp úr hádegi. laugard. 30. sept. upp úr hádegi. Mikil endurskipulagning á rekstri S AA MIKIL endurskipulagning hef- ur farið íram á rekstri SAA að undanförnu. Með henni er fyrst og fremst verið að efla og sam- eina fjármáiastjórnun hinna ýmsu deilda og stefnt er að því að félagið geti hægt og sígandi unnið sig út úr fjárhagserfið- Ieikum undanfarinna ára. Um fimm þúsund manns leituðu til SÁÁ á síðasta ári og segir í frétt frá SÁÁ að róðurinn hafi „þyngst til muna með tilkomu bjórsins". Búið er að tölvuvæða allt starfs- mannahald og bókhald félagsins og fer nú allt ijárstreymi í gegnum aðalskrifstofuna í Síðumúla. Hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri og auðveldað bæði dagleg- an rekstur og gerð langtímaáætl- ana. Fyrir liggur að auka þarf þjónustu SÁA með ýmsum hætti, til stendur að stórefla göngudeild- ina, í Síðumúla og þegar er búið að taka upp svonefnda vinnustaða- þjónustu. Alls eru um hundrað manns á launaskrá hjá hinum ýmsu deild- um og stofnunum en SÁÁ rekur sjúkrastöðina á Vogi, meðferðar- heimilin á Sogni í Ölfusi og Staðar- felli, auk göngudeildar fyrir alkó- hólista og fjölskyldudeildar að Síðumúla 3-5 í Reykjavík. U mdeilanlegur dómur eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Svo sem kunnugt er, vék forseti Islands samkv. tillögu dójnsmála- ráðherra Magnúsi Thóróadsen úr starfi um stundarsakir, þar til dóm- ur gengi í máli hans. í framhaldi af því var máli hans stefnt tii borgardóms til staðfest- ingar. Að mínu mati er þar um ranga málsmeðferð að ræða. í 61. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: „Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi.“ Hér er átt við að ekki megi víkja hæstaréttardómara úr emb- ætti nema með dómi. Því hefði verð eðlilegast að tilboði hæstaréttar- dómarans um að víkja sæti hefði verið tekið og þannig komist hjá stjórnarskrárbroti. Slíkt mál, þar sem starfsmanni er vikið úr starfi um stundarsakir fyrir meintar misfellur, skal fara með að hætti opinberra mála. Um það eru ákvæði í 8. gr. laga nr. 38/1954 svohljóðandi: „Nú hefur starfsmanni ríkisins verið veitt lausn um stundarsakir fyrir meintar misfellur í starfi, og skal þá þegar mál hans rannsakað af kunnáttu- mönnum eða fyrir dómi að hætti opinberra mála, ef ástæða þykir til, svo upplýst verði, hvort rétt er að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka við starfinu að nýju.“ í 139. gr. alm. hegningarlaga eru ákvæði um refsiverða verknaði op- inbers starfsmanns og er þar gert ráð fyrir að höfðað skuli mál á hend- ur honum til sviptingar starfinu, ef hann telst ekki lengur hæfur." Frávísun ef ekki sýkna Hér er berlega talað um að víkja manni úr starfi og að jafnaði miðað við, að með mál skuli fara að hætti opinberra mála, sem hlýtur að þýða að þannig skuli rannsókn máls hag- að, hver sem ávirðing hans kynni að vera, ef það telst vafasamt að hann gegni starfmu áfram. í máli dómsforsetans hefði verið eðlilegast að það hefði sætt opin- berri rannsókn eins og á stóð og að því búnu tekin ákvörðun um að málinu skyldi fylgt eftir, ef að því ráði yrði horfið. Á meðan hefði dómarinn vikið úr réttinum. Þá hefði málið fengið annan og mennskari blæ og lyktir orðið aðrar. Samkvæmt því hefði átt að vísa málinu frá dómi, ef ekki hefði orðið um sýknudóm að ræða. Sönnunarskortur hefði átt að leiða til sýknu í stefnu málsins á hendur dóms- forsetanum var endurtekin hin sama firra, um að hann hefði brot- ið reglur um áfengiskaup sem hand- höfum forsetavalds væru heimil. Þá var því og haldið fram að áfengiskaup dómsforsetans hefðu verið með öllu heimildarlaus. Höfuðið var bitið af skömminni með því að halda því fram að dóms- forsetinn hefði flekkað mannorð sitt með áfengiskaupum sínum. Mannorðsflekkun er lögfræðilegt hugtak, sem aðeins á við refsiverð- an verknað. Enda var því ekki hald- ið til streitu, þegar á herti. Að vonum komst dómstóllinn að' þeirri niðurstöðu, að til væru reglur um rétt forseta Hæstaréttar sem handhafa forsetavalds til áfengis- kaupa á sérverði. Orð réttarins um þetta atriði eru athyglisverð: „Óupplýst er með hvaða hætti þær reglur um áfengiskaup á sérsviði sem um er deilt í málinu voru sett- ar ... Engu að síður verður að telja að reglurnar hafi haft það gildi... að þeim sem þær náðu til hafi ver- ið heimil kaup áfengis til einka- nota, þ. á m. handhöfum forseta- valds." . . . í reglunum var ekki að finna ákveðin takmörk á því magni sem .. .var heimilt að kaupa, en þrátt fyrir það verður að líta svo á að þeir... hafi ekki getað nýtt þær takmarkalaust." Því verður ekki neitað, að það er furðuleg staðhæfing og með öllu órökstudd, að dómsforsetinn hafi „nýtt heimildina tii áfengiskaupa takmarkalaust", þegar það er at- hugað, að heimildin var aðeins nýtt meðan forseti íslands var í útlönd- um og mér reiknast til að í ekki eitt einasta skipti hafi dómsforset- inn nýtt heimildina að fullu miðað við launin, samkvæmt þeirri reglu, sem hafði myndast um þessi fríðindi. Þannig hafði dómsforsetinn ekki gerst brotlegur við neinar reglur og því voru orð fjármálaráðherrans í fjölmiðlum ekki rétt sem fyrr seg- ir. Engin fyrirmæli voru um magn, sem fríðindi þessi veittu. Engin lagagrein hafði verið brotin. Ekki miðað við hið keypta magn Það er athyglisvert að dómurinn „í fáum orðum sagt er þessi dómur ekki studd- ur neinu lagaákvæði, heldur byggður á per- sónulegu mati dómar- anna á siðferði. Slík við- miðun getur ekki verið grundvöllur dóms. Sið- ferðilegt mat er svo ein- staklingsbundið og um það er enginn algildur tilfinningalegur mæli- kvarði. Til þess að telja að eitthvert athæfi bijóti í bága við sið- ferðilegt mat, þarf rök. í dóminum er engin til- raun gerð til þess að rökstyðja niðurstöð- una.“ lagði ekkert upp úr því að dóms- forsetinn skilaði aftur rúmum helm- ingi hins keypta víns. Vissulega bar að meta að dómurinn skyldi með því móti vilja taka tillit tii hvaða augum þessi kaup væru litin af al- menningi. Því má segja að á þessu dóms- stigi hafi kaupin ( raun réttri snúist um 900 flöskur. 1 útreikningi, sem dómurinn gerði, var einungis miðað við heildarmagnið, en ekki hið raun- verulega magn. Með réttum út- Sigríður Gunnlaugsdóttir. Skáldsagnasamkeppni Stórstúku íslands: „Fjallar um lífshlaup átta vinkvenna“ -segir höfundurinn Dómnefhd Stórstúku Islands, sem valin var vegna skáldsagna- samkeppni stúkunnar, tilkynnti í vikunni, að Sigríður Gunnlaugs- dóttir hefði ritað besta handritið af tíu sem bárust. Saga Sigríðar nefnist Lífsþræðir og verður hún ein af jólabókum Æskunnar í ár. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið, að sagan fjailaði um dag- legt líf kvenna, það væri engin sér- stök söguhetja, heldur rifjuðu átta vinkonur, skólasystur, upp lífshlaup sitt. Dómnefndin taldi Sigríði hafa ritað handritið á „lifandi og mynd- rænan hátt“. Þetta er frumraun Sigríðar á rit- vellinum að því undanskildu að birst hefur eftir hana smásaga í smá- sagnasafni sem Almenna Bókafélag- ið hefur gefið út. Sigríður starfar hjá Sjálfsbjörg og er auk þess hús- móðir. Hún var rúmt ár að ljúka handriti sínu og vann aðeins í frístundum. Dr. Gunnlaugur Þórðarson reikningi hefðu fríðindin, sem dómsforsetinn nýtti sér talist vera jafnvirði u.þ.b. kr. 42.000,- á mán- uði þann tíma sem um er að ræða. Dómurinn taldi að í ljósi þeirrar niðurstöðu, er fyrr greinir hefðu kaup dómsforsetans verið langt fram úr því sem hæfilegt gat talist og samboðið virðingu hans sem for- seta Hæstaréttar og eins af liand- höfum forsetavalds án þess að nein rök væru færð fyrir þessari stað- hæfingu, en aðeins stuðst við per- sónulegt mat. Síðan segir í forsendum dómsins: „Telja verður að stefndi hafi með þessum áfengiskaupum rýrt svo mjög álit sitt siðferðislega að hann megi ekki lengur gegna dómara- embætti. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að víkja stefnda úr embætti dómara við Hæstarétt íslands.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.