Morgunblaðið - 08.09.1989, Qupperneq 17
17
L
MORGVNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
Michael Keaton í hlutverki Batmans og Jack Nicholson sem Gárungi
takast á.
Batman í Bíóborg-
inni og Bíóhöllinni
Kvikmyndin Batman verður frumsýnd í Bíóborginni og Bíóhöllinni í
dag, föstudag og er Island þriðja landið til að taka myndina til sýning-
ar. Hérlendis verður kvikmyndin bönnuð innan 10 ára, en í Bretlandi
fá börn yngri en 12 ára ekki aðgang að sýningum.
Athugasemd
frá Lúðvík
Jósepssyni
VEGNA ummæla í Morgunblaðinu
í gær, höfð eftir Kristni Finn-
bogasyni, varaformanni í banka-
ráði Landsbankans um „að ekki
hafi tekist að ná í Lúðvík, þar sem
hann hafi verið á laxveiðum á
þessum _tíma“ vil ég taka þetta
fram: „Ég var þijá virka starfs-
daga bankans fjarverandi, mánu-
dag, þriðjudag og miðvikudag, ég
hafði gert bankastjóra og Kristni
Finnbogasyni nákvæma grein fyrir
ijarveru minni og ég þá fullvissað-
ur af þeim, að ekki yrði um neinn
fund að ræða þessa daga.
Ég kom í bæinn klukkan 7 á
miðvikudag og mætti að venju í
bankanum á fimmtudag og föstu-
dag. Ég var því í bankanum þegar
umræddur „óformlegur fundur"
þriggja bankaráðsmanna með
Sverri Hermannssyni var haldinn.
Ég var aldrei boðaður og enginn
tilraun gerð til að boða mig á
þann fund.
Ég var einnig staddur í bankan-
um á föstudag þegar Sverrir gerði
hið umtalaða samkomulag um
kaup á Samvinnubankanum. Eng-
in tilraun var gerð til að hafa sam-
band við mig.
7. sept. 1989
Lúðvík Jósepsson
Mikil aðsókn hefur verið að mynd-
inni í Bandaríkjunum og Bretlandi
og í Bandat'íkjunum hefur myndin
skilað 240 milljónum dollara í tekjur
frá því að hún var frumsýnd í júní.
Á boðstólum vestan hafs eru um 400
tegundir af alls kyns varningi og
hefur hann skilað framleiðendum um
240 milijónum dollara. Þess má geta
að kostnaður við gerð myndarinnar
og markaðssetningu nam um 70
milljónum dollara.
Vertshúsið á Hvammstanga leigt út
Hvammstanga.
SKIPTARAÐANDI Húnavatns-
sýslu hefur leigt rekstur Verts-
hússins hf. til Egils Egilssonar
matsveins, til eins árs, frá 1. sept-
ember að telja. Egill hefúr áður
unnið við ýmis veitingastörf. Mun
rekstur hótelsins verða með líku
sniði og undanfarið.
Breytingar hafa orðið í liði for-
svarsmanna hjá fleiri fyrirtækjum á
staðnum, nú um mánaðamótin.
Hjá saumastofunni Drífu hf. réðst
til starfa sem framkvæmdastjóri
Þorsteinn Guðjónsson rekstrar- og
tæknifræðingur, en hann kom beint
frá námi í Tækniskólanum í Óðinsvé-
um.
Nýr verslunarstjóri tók við störfum
hjá Vöruhúsi Hvammstanga, Guðný
Sigurðardóttir, en hún er stúdent frá
Samvinnuskólanum á Bifröst.
Bjarki Tryggvason réðst í sumar
til Meleyrar hf. sem framkvæmda-
stjóri og útgerðarstjóri. Hann er út-
gerðartæknifræðingur frá Tækni-
skóla íslands.
- Karl
Ævilöng réttindasvipting,
óbærileg niðurstaða
í fáum orðum sagt er þessi dóm-
ur ekki studdur neinu lagaákvæði,
heldur byggður á persónulegu mati
dómaranna á siðferði. Slík viðmiðun
getur ekki verið grundvöllur dóms.
Siðferðilegt mat er svo einstaklings-
bundið og um það er enginn algild-
ur tilfinningalegur mælikvarði. Til
þess að telja að eitthvert athæfi
bijóti í bága við siðferðilegt mat,
þarf rök. 1 dóminum er.engin til-
raun gerð til þess að rökstyðja nið-
urstöðuna.
Spurningin er líka þessi: Ef það
telst siðferðilega rétt að dómsfor-
setar Hæstaréttar megi nota laun
sín sem forsetavaldshafa til að
kaupa á.fengi á sérverði í íjarveru
forseta íslands, hvers vegna verður
notkun þessarar heimildar brot á
siðferði við það, að hið keypta magn
eykst í samræmi við fjölda utan-
landsferða forseta Islands?
í þessu sambandi má bæta því
við, að skírskotun til almennings-
álits í þessu máli er með öllu út í
hött, eins og málið var í pottinn
búið, þar sem villt hafði verið um
fyrir fólki strax í upphafi ijölmiðla-
fársins. Þá þarf siðferðilegt mat og
almenningsálit ekki að fara saman,
enda er það sérstaklega áberandi í
okkar þjóðfélagi. Þá er þess að
gæta, að sönnunarbyrðin um spillt
álit dómarans hvíldi á sækjanda
málsins og sem fyrr segir var engin
tilraun gerð til þess að færa neinar
sannanir fyrir því.
Að öllu þessu samanlögðu er það
ótvírætt að sýkna bar af kröfum
ráðherrans um að dómsforsetinn
yrði rekinn úr Hæstarétti.
Svipting dómaraskilyrða með
slíkum dómi á grundvelli siðferði-
legs álits er miklu alvarlegri en
refsidómur, sem hefði mannorðs-
flekkun í för með sér. Allir sak-
felldir geta fyrr eða síðar fengið
uppreisn æru. Hins vegar er ekki
mögulegt- ævilangt að ná aftur sið-
ferðilegu áliti, ef það hefur í eitt
sinn verið dæmt af manni líkt og
hér hefur átt sér stað. Þar með er
um ævilanga sviptingu dómaraskil-
yrða að ræða.
Þess vegna má og með fullum
rétti halda því fram, að dómur þessi
sé miklu harðari refsing en dæmi
sé til áður.
Meiri kröfiir gerðar til
löglærðra en annarra
Mér þótti merkilegt, að heyra af
vörum hins grandvara deildarfor-
seta lagadeildar Sorbonne-háskól-
ans í París, prófessors Marchels
Siberts, kennara míns, eitt sinn er
ég átti samtal við hann, þá skoðun
hans að lögmenn og dómarar væru
síst siðspillta stéttin í Frakklandi
og sennilega ætti það sama við um
starfsbræður þeirra í Vestur-Evr-
ópu og á Norðurlöndum.
Hann hélt því líka fram, að gerð-
ar væru aðrar og meiri kröfur til
þeirra en t.d. stjórnmálamanna.
Hann taldi að það, væri ekki aðeins
starfið heldur líka hugsjón,, sem
gerði það að lögmenn og dómarar
gerðu meiri kröfur til sjálf sín. Hins
vegar væri með öllu ósanngjarnt
að stjórnmálamenn slyppu stundum
frá hneyksli, þar sem dómari yrði
að láta af embætti fyrir sams konar
atferli.
Skoðun mín er sú, að siðferðilegt
mat í hinum siðmenntaða heimi,
teldi það ósanngjarnt að einn maður
yrði tíndur út úr og dæmdur fyrir
verknað, sem aðrir hafa staðið í
óátalið. Fyrir utan þá, sem fengju
vínið útlátalaust eftir krókaleiðum
sbr. risna ráðherranna, sem yh'ðist
takmarkalaus og ekki háð neinu
siðfei’ðismati.
I þessu sambandi ber og að hafa
í huga, að með þessurn fríðindum,
var á vissan hátt mögulegt fyrir
dómsforsetgann að drýgja launin
lítillega, en þau eru fremur lág
miðað við menntunarkröfur og
vanda þann, sem embættinu fylgir.
Þess er og að gæta að hæstaréttar-
dómarar hafa enga bitlinga gagn-
stætt því, sem gerist einkum um
hærra setta embættismenn.
Mér hefur alltaf fundist að laun
hæstaréttardómara ættu að vera
há meðan þeir eru í starfi, en ekki
meiri en 75% á eftirlaunum. Þá
myndi starfsorka þeirra og reynsla
endast lengur og vera þjóðhagslega
eðlilegra.
Auðvitað gera allir lögfræðingar
miklar kröfur til Hæstaréttar ís-
lands og vilja að dómurinn hafi það
álit með íslensku þjóðinni að hann
láti aðeins frá sér fara rétta og
sanngjarna dóma.
Enginn þeirra mörgu lögmanna,
sem ég hef rætt um þetta mál við,
hefur frekar en undirritaður því
misst trú á Magnúsi Thóroddsen
sem dómara, þótt hann hafi að einu
leyti, ekki sem dómari, heldur sem
handhafi forsetavalds ef til vill um
of fylgt fordæmum annarra, sem
hafa með réttu neytt slíkra fríðinda.
Engan kollega hef ég hitt að máli,
sem leggur blessun sína yfir dóm-
inn.
Dómur borgardóms yfir dóms-
forsetanum fær hvorki staðist út
frá lögfræðilegu sjónarmiði né held-
ur eftir siðferðilegu mati.
Hitt má vera ljóst að dómararnir
í málinu hafa bersýnilega talið sér
skylt að taka meira tillit til þess,
sem þeir kalla siðferðilegt mat og
þá í villu sinni miðað við almenn-
ingsálit á æsingastund, byggðu á
alröngum fullyrðingum af vörum
sjálfs fjármálaráðherrans.
Höfiindur er
hæstaréttarlögmaður.
J a, h ver
þrefaldur!
Þrefaldur
fyrsti vinningur
á laugardag!
Þreföld ástæða
til að vera með!
Bladk) sem þú vaknar vió!