Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 19

Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 19
MORGUNBLADIE) .FÖSXUDApUR 8, :SEPTE1VJBER 1989 19 __- Fjárlög færeysku landsstjórnarinnar: Mörg hundr- uð manns munu missa vinnuna Þórshöfii. Frá Snorra Halldórssyni, frétta ritara Morgunblaðsins. EINS og fram hefur komið í frétt- um stefnir í vaxandi atvinnuleysi í Færeyjum vegna efiiahagserfið- Ieikanna og óhjákvæmilegs nið- urskurðar. í nýframlögðum fj'Áv- lögum landsstjórnarinnar fyrir næsta ár er kveðið á um 10% nið- urskurð frá þeim Ijárlögum, sem nú gilda, en það þýðir að segja verður upp mörg hundruð manns. Öllum þeim œttingjum og vinum, sem heiöruðu mig og glöddu á 85 ára afmceli mínu þann 1. september með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um og gerðu mér daginn ógleymanlegan, þakka ég af alhug. Sérstaklega vil ég þakka börnum mínum og fjölskyldum þeirra. Guö blessi ykkur öll. Einar Gíslason frá Kjarnholtum. Bladió sem þú vaknar við! Mínar hjartans þakkir fœri ég börnum mínum, öllu skyldfólki og kunningjum, sem stuðluðu að gera mér þennan 90 ára afmœlisdag ógleym- anlegan meö allskonar vinarþeli, blómum, símskeytum, peningagjöfum og fleiru og fleiru sem mér er ekki unnt aö telja upp. Sérstakar þakkir fœri ég dóttur minni elskulegu og fjölskyldu hennar fyrir hennar framlag mér til handa, sem vakir yfir hverju fótmáli mínu. Þessu góöa fólki biÖ ég velfarnaðar og bið góð- an Guö að styðja þaö ogstyrkja íframtíöinni. Meö kœrri kveðju, Hallgríma Margrét Jónsdóttir, Mímisvegi 2A, Reykjavík. Erhard Jacobsen, formaður fé- lags opinberra starfsmanna í Fær- eyjum, segir, að þeir, sem missi vinnuna, muni ekki eiga í nein önn- ur hús að venda en sem dæmi má nefna, að aðeins hjá landsverk- fræðingnum verður 50 manns sagt upp í haust. A sjúkrahúsunum þremur verður skorið niður um 14% en það svarar til 179 stöðugilda. Á sjúkrahúsinu í Þórshöfn verður 147 manns sagt upp en í Klakksvík og Þvereyri 16 á hvorum stað. í skólamálunum verður einnig sparað og er fyrirhugað að fækka kennurum um 90. Eru þeir nú um 700 á grunnskólastiginu. Póstþjón- ustan verður einnig dregin saman og er helst búist við, að pósthúsin verði lokuð á laugardögum og út- burði hætt þá dagana. Þá verða framlög til strandferðaskipanna minnkuð og skerðingunni mætt með því að hækka fargjöldin. Svona mætti halda áfram lengi enn og samdráttur hjá hinu opin- bera ýtir undir samdrátt hjá einka- fyrirtækjum. Því veit enginn hve alvarlegt at- vinnuleysið verður en ástandið hefur orðið til að vekja á því athygli, að í Færeyjum eru engar atvinnuleysis- tryggingar. Þeir, sem missa vinn- una, verða að leita á náðir félags- málastofnana. Grænland: Vilja ekki kaupa lax af sjómönnum Kaupmannahöfii. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENDINGAR hafa gefist upp á að keppa við þá sem stunda laxeldi. Nokkrir forráðamenn fiskvinnslufyr- irtækja sögðu nýlega í við- tali við Grænlenska útvarpið að eldislax frá löndunum við Norður-Atlantshaf væri bæði ódýrari og betri en neta- veiddi laxinn sem sjómenn færðu til haftiar í Grænlandi. Yfirmaður Godtháb Fiskind- ustri í Nuuk segist helst ekki vilja kaupa lax af sjómönnum af því að vinnsla hans borgi sig alls ekki. Að hans mati er ógerningur að flytja þennan lax út á sam- keppnishæfu verði eftir að lax- eldi kom til sögunnar. Godtháb Fiskindustri er í eigu heimastjórnarinnar og er fyrirtækinu skylt að kaupa lax af sjómönnum. Verðið er ákveðið í samning- um milli stjórnmálamanna og samtaka sjómanna. Fiskvinnslan Sipineq sem er einkafyrirtæki í Holsteinsborg kaupir hins vegar engan lax af sjómönnum af því að for- ráðamenn þar á bæ telja verðið of hátt. Eigendum Renault 19 fjölgar stöðugt. Árgerð 1989 er uppseld, en árgerð 1990 er til afgreiðslu strax á sérstöku kynningarverði. Árgerö 1990 er komin. Viðtökurnar hafa verið framúrskar- andi góðar og því full ástæða fyrir þig að skoða bílinn nánar. Fyrsta sendingin af bílnum er þegar upp- seld.en við afgreiðum nú bíla af ár- gerð 1990 á sérlega hagstæðu verði. Leggðu dæmið fyrir þig, það er full ástæða til þess. Öryggið umfram allt. Það er ekki nóg með að Renault 19 sé tæknilega fullkominn á margan hátt, sé sþortlegur í útliti, hafi sþar- - neytna en kraftmikla vél, hafi smekklega og þægilega innréttingu, hafi meira rými fyrir farþega og far- angur en aðrir bílar í þessum stærðarflokki, sé framleiddur sam- kvæmt ströngustu kröfum um mengunarvarnir í Evrópu og Bandaríkjunum, hafi lágmarks loft- mótstöðu, og sé með sérstaklega styrkt fjöðrunarkerfi, þá er Renault 19 einn sá öruggasti á markaðnum fyrir farþega. Að framan og aftan eru grindarhlutar sem ætlað er að draga úr höggi við árekstur. Hliðar, hurðir og toppur eru sérstaklega styrkt til að þola árekstur og veltur. Ótrúleg sparneytni í stórum bíl. Vélin í Renault 19 GTS er tæplega 1400 cc, óra strokka og 80 hestöfl, Sigurður Hreiðar, DV i 5. júlí 1989; „Hann er stökk fram á við.“ ,,Hurð- irnar lokast með þéttum dynk, en ekki dósarhljóði eins og svo víða vill bera við." SteFán Ásgrímsson, Uminn 29. júlí 1989; „Miklar og ferlegar holur tek- ur hann sérstaklega vel og nánast svífur yfir.“ „5 gíra skiptingin er það þægileg að ég léti sjálfskiptinguna alveg eiga sig." Einfalt mál aö semja. Þú semur um þau kjör sem henta þér best. Við tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í nýjan Renault 19. Greiðslukjörin eru til allt að 24 mánaða. Til afgreiðslu strax. Takmarkaður fjöldi bíla af árgerð 1990 er til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu kynningarverði. Renault 19 GTS kostar frá kr. 8A9.300,- Leggðu dæmið fyrir þig, það er full ástæða til þess. Bílaumboðið hf sem er yfirdrifið fyrir ekki þyngri bíl en'9^0 kg. Bensíneyðslan er ekki nema um 6,5 lítrar á hundrað kíló- metra T blönduðum akstri. Reynsluakstur er fyrsta skrefið. Það hefur margt fallegt verið sagt og skrifað um Renault 19, bæði hér á íslandi og í Evrópu. Bíllinn hefur margt að bjóða T samkeppni við aðra bTla s.s. VW Golf, Toyota Corolla, Opel Kadett, Fiat Tipo, Ford Escort, Mazda 323 og Peugeot 309, sem eru allt bTlar T sama stærðarflokki. Til að þú getir gert raunhæfan sam- anburð, skaltu hiklaust reynsluaka bTlnum og fá allar nánari upplýsing- ar áður en þú tekur ákvörðun. Umsagnir þeirra skipta máli. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur, Bíllinn 2. tbl. 1988; „Fjöðrunin skil- ar sér T frábærum aksturseiginleik- um og gfrskiptingin er frábær." „Það er þykkara stál T honum og hann er skemmtilegri T akstri en flestir japanskir bTlar." Jóhannes Tómasson, Morgunblaðið 1. júlí 1989; „Álitlegur kostur f harðri samkeppni." „Hann er spr^ekur og skemmtilegur T borgar- umfefðinni." Krókhálsi 1, Reykjavík, sTmi 686633 RENAULT19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.