Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 29

Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 29
MORGUNBLABIÐ FÖSTliDAGUR 8. SEFTEMBER 1989 29 Hanna E. G. Páls- dóttir — Minning Fædd 25. apríl 1933 Dáin 2. september 1989 í dag kveðjum við Hönnu ömmu hinstu kveðju. Að hún Hanna amma sé dáin er erfitt að skilja fyrir okkur ömmubörnin og sárt til þess að vita að við getum ekki heimsótt hana á Grettisgötuna framar. Við vitum líka að Halldór afi og Eyja langamma sakna hennar mikið, einnig pabbar okkar og mömmur. Hún amma var búin að vera mikið veik og finna til, en nú er henni batnað, því hún er hjá Guði, sem læknar alla, sem til hans koma. Með þökk fyrir hafa átt hana fyrir ömmu og við biðjum henni Guðs blessunar í nýrri tilveru. Blessuð sé minning elsku ömmu okkar. Barnabörn í dag er tengdamóðir mín, Hanna, til moldar borin. Kynni okkar voru stutt, alltof stutt, aðeins þijú ár. Því ræður sá sem öllu veldur og hvers vegir eru órannsakanlegir. Á þessum ámm kom það berlega í ljós að þar fór kona, sem ekki dæmdi samferða- menn sína, en sá björtu hliðarnar fyrst og fremst. Þegar ég kom inn í fjölskylduna tók hún mér opnum örmum og á þann veg að ég fann mig innilega velkominn, líkt og ég hefði þar alltaf verið. Þessi ár, sem kynni okkar stóðu, voru Hönnu þung í skauti hvað líkamlega heilsu varðar. En aldrei heyrði ég æðruorð þar að lútandi, og ef á var minnst, eyddi hún því með hægð og sló á aðra strengi. Það var alltaf gott að koma á Grettisgötuna til Hönnu og Halldórs, ekki fundið að þó ærslast væri og glatt á hjalla hjá ömmubörnunum þegar þau hitt- ust þar. Þá var viðkvæðið hjá Hönnu: „Leyfið þeim að leika sér, ég held þeim sé það ekki of gott.“ Þannig var Hanna, alltaf jákvæð. Á meðan kraftar entust starfaði Hanna í sjálf- boðavinnu í sölubúð Rauða krossins á Landspítalanum og bar hag þess líknarfélags mjög fyrir bijósti. Það et- ekki ætlun að get-a lífshlaupi Hönnu tæmandi skil, til þess voru kynni okkar of stutt. En minningin mun lifa um konu, sem bar þjáningar sínar með æðruleysi og kjarki til síðasta dags og hugsaði fyrst og fremst um þá, sem henni voru kær- astir. Hanna var fædd á Siglufirði 25. apríl 1933, dóttir hjónanna Páls Stefánssonar, verslunarmanns, sem nú er látinn, og Einöru Ingimundar- dóttur, sem er enn á lífi, 78 ára göm- ul. Hanna giftist ung Pálma A. Ara- syni prentara, en þau slitu samvist- um. Þeirra dóttir er Margret Anna, 'fædd 4. júní 1952. Seinni maður Hönnu er Halldór H. Þorgrímsson rafvirkjameistari og eignuðust þau Ijögui' börn. Þau eru: Gyða Sigríður, fædd 4. nóvember 1957, Hanna Edda, fædd 15. september 1958, Páll Einar, fæddur 2. september 1959 og Gunnar Sveinn, fæddur 3. júní 1969. Um leið og ég kveð hana Hönnu mína þessum fátæklegu orðum votta ég móður hennar, eiginmanni, börn- um og barnabörnum mína dýpstu samúð og bið almættið að sefa sorg okkar allra. Með þökk fyrir allt. Guð blessi minningu hennar. Hreinn í dag, 8. september, verður lögð til hinstu hvílu elskuleg frænka okk- ar, Hanna Pálsdóttir, sem lést í Landspítalanum 2. september langt um aldur fram. Okkur systur langar að minnast hennar í fáum orðum. Hún var fædd á Siglufirði, dóttir hjónanna Einöru Ingimundardóttur og Páls Stefáns- sonar (sem nú er látinn). En þau hjón ólu einnig upp föður okkar, Sigurð Jón Ingimarsson Svo sem fyrr segir tók Jón frá byijun mikinn þátt í og stjórnaði löngum lagasmíð á vegum ráðu- neytisins og í sambandi við það sat hann í ótal nefndum, svo sem endur- skoðunarnefndum um almanna- tryggingakerfið, nefnd til að sam- ræma iðgjaldaflokka bátaábyrgða- félaga, nefnd til að semja frumvarp til tannlæknalaga, nefnd til að semja og síðar endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, nefnd til að semja frumvarp til laga um tækni- menntaðar heilbrigðisstéttir, svo að eitthvað sé upp talið af þeim verk- efnum, sem afgreidd voru frá ráðu- neytinu á þessum árum. Auk þess vann hann með öðrum lögfræðingum ráðuneytisins að ijöldamörgum öðrum verkefnum og lagasmíð. 1984 var Jón skipaður formaður stjórnar þjónustu- og endurhæfing- arstöðvar sjónskertra og gegndi þeirri formennsku þar til á síðasta ári. Frá upphafi skiptum við Jón á milli okkar umsjón með erlendu samstarfi og hafði Jón frá bytjun umsjón með samvinnu ráðuneytis- ins við Evrópuráðið í Strassbourg á sviði félags- og heilbrigðismála. Hann sat í stjórnarnefnd félags- mála frá 1971 og í stjórnarnefnd um félagsmálasáttmála Evrópu frá 1976 og samdi sem slíkur allar fjór- ar skýrslur íslands um framkvæmd sáttmálans, sem gerðar hafa verið. Hann sat í heilbrigðisnefnd stofnun- arinnar 1970-77 og sérfræðinga- nefnd um lagaleg málefni á læknis- fræðilegu sviði frá 1975. Auk þessa starfs erlendis sat Jþn í öllum samninganefndum af ís- lands hálfu við erlend ríki um gagn- kvæm almannatryggingaréttindi. Þannig tók hann þátt í gerð samn- inga við Stóra-Bretland og Kanada, sem búið er að undirrita, og und- irbjó væntanlegan samning við Lúxemborg, sem stendur til að und- irrita í haust og var rétt nýkominn frá samningafundi í Quibeck, er hann lést. Allt það starf, sem síðast var rakið hefur verið unnið í nánu sam- starfi við utanríkisráðuneytið. Þegar í fyrsta sinn var haldið norrænt almannatryggingamót á íslandi 1960, vann Jón í Trygginga- stofnuninni sem fyrr segir, og var þá annar af framkvæmdastjórum mótsins, en síðan hefur hann verið í undirbúningsnefnd norrænna al- mannatryggingamóta og sótt flesta þá fundi og annast bæði erinda- flutning og fundarstjórn. Hér hefur að sjálfsögðu verið stiklað á stóru í sambandi við störf Jóns í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, en ekkert minnst á ýmis verkefni, sem dijúgan tíma taka, svo sem gerð fjárlagatillagna og eftirlit með fjárreiðum alls kon- ar, en áðuren sérstök íjármálaskrif- stofa kom í ráðuneytið voru þau mál aðallega á hendi skrifstofu- stjóra og ráðuneytisstjóra og deild- arstjóra áætlunardeildar. Ef reyna ætti að gera sér grein fyrir því, hvaða mál hafa risið hæst í heilbrigðisráðuneytinu á þessum tveimur áratugum, er enginn vafi á því, að þar ber hæst setning laga um heilbrigðisþjónustu og fram- kvæmd þeirra laga með uppbygg- ingu heilsugæslunnar í landinu sem aðalverkefnið og uppbyggingu sjúkrahússkerfisins til að sinna þeirri margflóknu sjúkrahúsþjón- ustu, sem nútíminn krefst. Þar að auki má nefna endurskoðun allra málefna aldraðra, bæði fyrir tilstilli laga um málefni aldraðra, en ekki síðúr fyrir þá sífelldu endurskoðun, sem lög um almannatryggingar hafa sætt á þessu tímabili og heild- arendurskoðun allra máía, er snerta hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit og umhverfisvernd. Að öllum þessum verkefnum auðnaðist okkur Jóni að vinna sam- an með öðru starfsliði í ráðuneytinu. Frá því fyrsta var Jón Ingimars- son mjög virkur í ýmiss konar fé- lagsstarfi. Hann var á yngri árum í stjórn Félags ungra jafnaðar- manna og Sambands ungra jafnað- armanna og var formaður Stúd- entafélags lýðræðisjafnaðarmanna 1945-46. Það skólaár var hann kosinn í Stúdentaráð. Hann sat í miðstjórn Alþýðuflokksins 1946-48 sem annar tveggja fulltrúa Sám- bands ungra jafnaðarmanna. í há- skóla tók Jón virkan þátt í starfi Orators, félags laganema, var vara- formaður félagsins og ritstjóri Úl- fljóts, blaðs laganema 1949-50. Af öðru félagsstarfi má nefna, -að Jón var á yngri árum mjög virk- ur sundmaður og var varaformaður Sundfélagsins Ægis 1941-49 og formaður 1952-60, hann var stofn- andi og lengi í stjórn Félags íslenskra frímerkjasafnara og stofnandi og fyrsti gjaldkeri Ár- manna, félags áhugamanna um stangveiði á flugu. Hann var vara- formaður stjórnar Bandalags æsku- lýðsfélaganna í Reykjavík 1952-55 og stofnandi og fyrsti formaður Félags háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins. Eins og fram kemur af þessri upptalningu kom Jón víða við í fé- lagsmálum, en síðustu árin voru helstu áhugamál hans og tóm- stundastörf garðyrkja og tijárækt, ættfræði, skíðaferðir og stanga- veiði. Fyrir félagsstörf voru Jóni veittar margvíslegar viðurkenningar, heið- ursgullstjörnu Sundfélagsins Ægis fékk hann 1959, heiðursgullmerki Félags íslenskra frímerkjasafnara 1979, heiðursgullmerki íþróttasam- bands íslands 1983. í einkalífi sínu var Jón mikill hamingjumaður. Hann kvæntist 17. ágsut 1951 Eiínu Guðmannsdóttur tannlækni í Reykjavík og eiga þau þijú börn: Þóru Björk kennara, sem gift er Sveini Allan Morthens fé- lagsmálastjóra, eiga þau eitt barn; Reyni tannlækni, sem kvæntur er1 Ingibjörgu Georgsdóttur barna- lækni og eiga þau tvö börn; Ingi- mar Örn viðskiptafræðinema, sem enn er í heimahúsum. Jón og Elín voru samhent hjón og höfðu sömu áhugamál. Þau bjuggu sér fagurt heimili að Vestur- brún 12 þar sem allt innanstokks og utan vitnar um snyrtimennsku þeirra, iisthneigð og ræktunar- áhuga. Foreldrar Jóns höfðu átt sumar- bústað við Þingvallavatn. Við þess- um bústað tók Jón , breytti, stækk- aði og endurbætti og þar veit ég, að þau hjónin og Ijölskyldan öll áttu margar yndisstundir. Enginn í heilbrigðisráðuneytinu gerði ráð fyrir svo snöggum um- skiptum og að starfslok Jóns Ingi- marssonar bæru að með þessum hætti. Því eru ailir hér í ráðuneyt- inu harmi slegnir. Fyrir hönd allra starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins færi ég þakkir fyrir þau ár, sem við höfum átt hér saman. Við Guðrún færum Elínu og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa um alla framtíð. Páll Sigurðsson t Hjartkær móðir okkar, SÓLVEIG HALLDÓRSDÓTTIR, Kirkjubraut 18, Njarðvík, sem lést 31. ágúst verður jarðsungin frá Keflavikurkirkju laugar- daginn 9. september kl. 14.00. Börnin. Ingimundarson, eftir að móðir hans dó. Hanna og faðir okkar voru því uppeldissystkini. Það er erfitt að sætta sig við að hún „Hanna frænka" skuli vera horf- in. Því það eru ekki nema 10 dagar síðan við heimsóttum hana á spítal- ann og áttum við þar góðar stundir sarnan, hlógum og minntumst skemmtilegra atvika frá bernsku okkar systranna, sem hún ein kunni að segja svo skemmtilega frá með sinni kímnigáfu og stálminni. Við vissum að hún var helsjúk og háði hetjulega baráttu við hinn hræðilega vágest, en hún kvartaði aldrei og alltaf var hún svo innilega þakklát fyrir það litla sem við gátum gert fyrir hana. Hún var félagslynd og mjög sterkur persónuleiki, hreinskipt- in og sagði sínar skoðanir umbúða- laust. Það má segja að við finnum samtímis til sársauka og léttis, þar sem við vitum, að henni líður nú vel og er laus við ailar þjáningar. Við systurnar, foreldrar okkar og systkini, sendum móður hennar, sem nú sér á bak sinnar einkadóttur, inni-, legar samúðarkveðjur og eiginmanni hennar, Halldóri Þorgrímssyni, börn- um og barnabörnum, sem öli reynd- ust henni svo vel í hennar erfiðu veik- indum, vottum við okkar dýpstu sam- úð og biðjum góðan Guð að styrkja þau öll í sorg sinni. Við þökkum elsku Hönnu frænku öll liðnu árin. Þó augun okkar sofni aftur hér í þér mín sálin vaki. Guðs son, Jesú, haf gát á mér, geym mín svo ekkert saki. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Guð blessi minningu hennar. Lilja og Anna t Tengdamóðir okkaf, amma og langamma, ÁSLAUG ÁLFSDÓTTIR, sem andaðist 1. september, verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju laugardaginn 9. september kl. 14.00. Ása Helgadóttir, Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendi ég öllum, er auðsýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, MÖRTU BJÖRNSDÓTTUR. Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systk- ina hinnar látnu, Magnús H. Magnússon. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför SVEINS TRYGGVASONAR. Gerður Þórarinsdóttir, Auður Sveinsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Valgerður Einarsdóttir, Bergþóra Einarsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson, Inga Einarsdóttir, Atli Sveinn Þórarinsson, Kjartan Páll Þórarinsson, Þórdis Inga Þórarinsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR ANDERSEN. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks, elliheimilis og sjúkra- húss Siglufjarðar. Agnar Jónsson, Hertha Andersen, Sofffa Andersen, Sigriður Andersen, Guðrún Andersen, Kristín Andersen, Þórður Andersen, Kristbjörg Elfasdóttir, Baldur Guðjónsson, Ragnar Helgason, Rögnvaldur Gfslason, Lárus Guðmundsson, Ingvar Guðmundsson, Birgitta Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir eru þeim færðar er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför KLÖRU RÖGNVALDSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Kristrún Skúladóttir, Skúli Eggert Þórðarson, Helgi Skúli Skúlason, Gunnar Þorsteinsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Hervald Eiríksson, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Daði Rúnar Skúlason, Gísli ívarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.