Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ- FÖSTUDAGUR 8. SERTEMBER 1989
31
Ellý Vilhjálms átti hug og hjörtu áhorfenda og ekki þótti þeim verra
þegar Ragnar Bjamason tók undir sönginn.
T 'P P*•• i • * x * •
Lii og rjor hja Jom
bankamanni og vinum
Skemmtanir
eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
Sett hefur verið saman skemmti-
dagskrá í veitingahúsinu Broad-
way, sú síðasta sem þar verður flutt
áður en Reykjavíkurborg fær húsið
afhent. Dagskráin byggir á lögum
og textum Jóns Sigurðssonar, sem
hefur viðurnefnið bankamaður. Hann
hefur samið nokkra tugi laga og á
annað hundrað texta eftir hann hafa
komið á hljómplötum.
Flytjendur laganna eru valinkunn-
ir sómamenn og konur, þau Ellý
Vilhjálms, Hjördís Geirs, Ragnar
Bjarnason, Þorvaldur Halldórsson,
Þuríður Sigurðardóttir og Trausti
Jónssón Sigurðssonar. Hljómsveitina
skipa engu óvanari menn, Jón bassi,
Guðmundur Steingríms, Reynir Sig-
urðsson, Karl Möller og Þorleifur
Gíslason, auk Jóns bankamanns
sjálfs.
Dagskráin hófst á því að Raggi
Bjarna flutti lagið um Óla rokkara
og svo stigu þau á svið hvert á fget-
ur öðru, Hjördís, Þorvaldur og Þuríð-
Morgunblaðid/Einar Falur
Jón Sigurðsson lét sig ekki muna
um að leika á nikkuna með belg-
vettlingum.
ur með lög eins og „Ég er kominn
heim“ og „Bel Ami“. Jón þandi nikk-
una sjálfur af miklum móð og Ragn-
ar söng um vorið sem fer á vængjum
yfir flóann. Trausti Jónsson var
yngstur flytjenda og fékk hann
Hjördísi m.a. til liðs við sig í laginu
um sunnanvindinn,
Svona ieið dagskráin áfram og
allii' gestir hússins virtust með á
nótunum, hvort s^m sungið var um
Edensgarð, kvöldsiglingu, eða Einsa
kalda úr Eyjunum. Og Jón skellti upp
belgvettlingum við nikkuspilið.
Þegar hér var komið sögu voru
gestir farnir að velta fyrir sér hvort
Ellý ætlaði ekki að láta sjá sig. En
hún birtist um síðir og var mjög vel
fagnað, bæði þegar hún söng ein og
í félagi við Ragnar.
Enn voru nokkur lög eftir, s.s.
lagið sem Jón samdi þegar hann var
á 15. ári, „Komdu í k_völd.“ Ellý og
Ragnar sungu síðan „Ég bíð við blá-
an sæ“ og Ragnar varð að sjálfsögðu
að syngja „Vertu ekki að horfa svona
alltaf á mig.“ Þoivaldur rak svo
endahnútinn á dagskrána með laginu
„Ég fann þig“, sem Björgvin Hall-
dórsson flutti hér í eina tíð með að-
stoð Fóstbræðra, ef mig minnir rétt.
Auk söngvara og hljóðfæraieikara
stigu á sviðið dansarar, sém sýndu
rétta sveiflu við nikkuspilið hans
Jóns. Flutningur dagskrárinnar tók
samtals um eina klukkustund, en
ekki má gleyma að geta þess, að
fyrir skemmtunina var á borð borinn
hinn besti kvöldverður. Kynnir
kvöldsins var Bjarni Dagur Jónsson.
Gestir veitingahússins frumsýning-
arkvöldið voru flestir á miðjum aldri
og virtust kunna vel að meta
skemmtunina. Þeir sungu með í flest-
um iögum og klöppuðu flytjendum
lof í lófa, enda stóðu þeir sig allir
með prýði. Kannski er ekki rétt að
nefna einn öðrum fremur, en þó má
ég til með að minnast sérstaklega á
mitt gamla átrúnaðargoð Ellý Vil-
hjálms, sem sýndi enn á ný hversu
góð söngkona hún er.
PAKKHÚS POSTULANNA KYNNIR:
KAOS
LAUGARDAGSKVÖLD
HAUSTLÍNAN KOMIN
XJöfóar til
X Afólks í öllum
starfsgreinum!
Ármúla 29 símar 38640 - 686100
£ Þ0RGRÍMSS0N & C0
Armstrong LOFTAPLÖTUR
KDRKDPLAET GÓLFFLÍSAR
I^ÁRMáPLAST EINANGRUN
GLERULL STEINULL
Einstakttilboð!
Seljum næstu daga útlitsgallaða
skápa og húsgögn á stórlækkuðu
verði. Komið á Smiðjuveg 9 í Kópa
vogi og gerið hagstæð kaup
Síðasti dagur
útsölunnar laugardag.
Opið til kl. 16.
AXIS
SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI
SÍMI 91 43500