Morgunblaðið - 08.09.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
110 c
MORGUNBLAÐID SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
I>ýzkar Stuka-steypiíluffvélar: „Leiflurstrlð" tfPRT Póllandl.
iÞEGABHGMmi
HOF 8TR1Ð
Hvers vegna sKall a heimsstyrjöld 1939.
I KLUKKAPJntu fyrir hádegi sunnudaginn 3. septem- ko,ti fró hrraku rikÍMti6n,in„i. Joachimvo„ Ribb-
Iber 1939, fyrir „kkvremieSobóifriöid. kom Sir Nev ontrop ^>*>“jjgj±gjjgjj^^
Stalín og Hitler
Til Velvakanda.
í tilefni af þvi, að um þessar
mundir er hálf öld liðin frá upp-
hafi heimsstyijaldarinnar síðari
rifjast upp löngu liðnir atburðir.
Eitt af því sem vakir í minningu
þeirra, sem nú eru komnir á efri
ár, eru deilur nazista og kommún-
ista á fjórða áratugnum og síðar
sættir 1939. Báðir áttu sér fylgis-
menn hérlendis. Nazistar þó mun
færri, og hreyfing þeirra var al-
dauða 1939, enda höfðu þeir þá
þegar séð hvert stefndi. Kommún-
istar voru mun öflugri, enda sumir
þeirra svo sanntrúaðir, að ýmsir
þeirra hafa enn ekki látið af trú
sinni, þrátt fyrir sannanir um
glæpaverk Stalins. í sambandi við
fjöldamorð hans nefna sumir sagn-
fræðingar tíu milljónir.
En varðandi þesa kumpána rifj-
ast einnig upp, að í heimasveit
bréfritara voru um þessar mundir
bændumr tveir er áttu sinn hund-
inn hvor. Annar bóndinn nefndi
sinn hund Hitler, en hinn hundur-
inn var kallaður Stalín. Báðir voru
hundar þessir grimmir. Sá var þó
munur þeirra, að Hitier hóf jafnan
beinar árásir, en Stalín gerði sínar
árásir úr launsátri.
Þetta finnst undirrituðum tákn-
rænt er Hitler 'réðst á Pólveija 1.
september ’39, en Stalín fór þar
nokkuð aðra leið, enda hafði hann
fáum mánuðum fyrr heitið Pólveij-
um hernaðaraðstoð(?).
Guðmundur
Áhugamaður um málræktarátak
sendi meðfylgjandi mynd, sem tekin
er á stað, þar sem kjúklingabitar
eru seldir. Spyr hann hvort ekki sé
ástæða til að vekja athygli á því,
Einkenni-
legnr
sparnaður
Til Velvakanda.
Um þessar mundir tala fyrir-
menn mikið um sparnað í opin-
berum rekstri, en einkum ræða
þeir þó um, að almenningur verði
að spara. Ekki fylgja þeir þó eigin
kenningum, því að rétt í þann
mund, sem ein af nefndum þeirra
leggur til að fækka ráðuneytum
er nú efst á baugi hjá ríkisstjórn-
inni að fjölga ráðherrum. Það má
nefnilega ekki gleyma „honum
Katli“, þ.e. leifum Borgaraflokks-
ins. Þar um má segja líkt og í
auglýsingunni forðum: Gunnlaugs-
búð sér um sína.
Jón prófessor Helgason í Kaup-
mannahöfn bar eitt sinn saman, á
vissu sviði, ísland og England, þar
sem segir m.a.
Eitt er þó nálega álíka veglegt hjá báðum
því örlögin veittu oss í smæð voiri dýrmætan
frama.
Ráðherratalan á íslandi og Engiandi er bráðum
orðin hin sama.
hve enskan skipar stóran sess á
þessu skilti. Ef vel er að gáð má
sjá íslensk orð fyrir neðan hin skýru
fyrirmæli á ensku neðst á skiltinu.
Signrður Guðmundsson
Kentucky Fried Chicken I Kentucky Fried Chicken
1-4 híutar
kjúklingar
5-14 hlutar
kjúklingar
15-21 hlutar
kjúklingar
PLACE ORDER HERE
Franska kílólkí
Smal
Medun
Large
Salat.ro
Satetstórt
KjúkSngasósa
UtB
Stórt
Koktaisósa
tteisstönguí 80,-
80,- Gos
130,- Sral
m- Meáiii 60,-
50,- Large A
95- W 30,-
50,- 95,- «- to m-
í tilefiii málræktarátaks
Víkverji skrifar
©1987 Unlvr—I Priu Syndiote
/t NJú €5 held ah «9 c& 9e^
(tldesilegan úhwpsCesiLl uppo. báti/rn.'1
Reyndu að segja eitthvað
við hundinn. Löggan fann
hann.
Með
mor^unkaffinu
Ég var ofsalega duglegur
í gær. Skellti öllu í þvotta-
vélina og setti svo í gang.
Ég slekk svo á henni þegar
þú kemur heim?
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji hnaut um orðalag í frétt
á baksíðu Morgunblaðsins í gær.
Þar var frá því skýrt, að Útgerðarfé-
lag Akureyringa vantaði um 50 manns
í vinnu. -Síðan var bætt um betur og
tekið fram, að aðallega vanti konur.
Nú hefur Víkveiji dagsins starfað í
frystihúsi og skildi þessa athugasemd
þannig, að starfsfólk vantaði í snyrt-
ingu og pökkun á fiski, sem er hefð-
bundið „kvennastarf" innan frystihú-
sanna.
Hins vegar kemur það spánskt fyr-
ir sjónir, þegar kvartað er undan
manneklu, að forráðamenn fyrirtækis
skuli greina á milli kyr\janna með þess-
um hætti. Leiti karlmenn í þessi störf
verður þeim varla vísað frá hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa, af því að það
vanti konur til starfa, eða hvað?
XXX
Skrifari frétti af dögunum af
manni nokkmm sem reynt hafði
árangurslaust að ná sambandi við
slökkviliðið í Reykjavík. Eldur hafði
komið upp á verkstæði þar sem
maðurinn vinnur og reyndi hann í
tvígang að hringja í slökkviliðið, en
segir að í hvomgt skiptið hafí verið
svarað. Honum tókst síðan sjálfum
að ráða niðurlögum eldsins á 15
mínútum.
Þegar ekki svaraði við fyrstu
hringingu taldi maðurinn að hann
hefði valið vitlaust númer í fátinu,
sem á hann kom er eldurinn kvikn-
aði. Hann hringdi því aftur í 11100
en í það skiptið hringdi út án þess
að svarað væri. Þá var bálið orðið
svo mikið á verkstæðinu, að maður-
inn gafst einfaldlega upp á að reyna
að ná sambandi við slökkviliðið og
sneri sér að því að reyna að slökkva
eldinn sjálfur. Það tókst á 10-15
mínútum, en ekki mátti miklu muna
að illa færi.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu á að vera útilokað að
ekki náist samband þangað á þann
hátt sem maðurinn segir frá. Þar séu
ávallt tveir menn á vakt við símann,
og nýtt og fullkomið skiptiborð hafi
verið tekið í notkun síðastliðið vor.
Engar kvartanir hafi borizt um að
ekki hafí tekist að ná þangað sam-
bandi fyrr en í umræddu tilviki. Von-
andi er það líka í síðasta skiptið, sem
slíkt gerist.
XXX
Meira um eldsvoða. Víkveiji
dagsins var staddur á Eskifírði
á dögunum er mikið tjón varð þar í
eldi. Það var sérstakt að fylgjast með
viðbrögðum heimamanna, sem
reyndar höfðu ætlað sér að eyða
kvöldinu á talsvert annan hátt. Þenn-
an dag var nefnilega haldið upp á
það með pompi og pragt að í ár er
liðin hálf öld frá stofnun Ungmenna-
félagsins Austra á staðnum. Fjöldi
manns hafði safnast saman á túninu
fyrir neðan gamla Eskifjarðarbæinn
og hátíðin, sem þar átti að halda,
fékk eðlilega talsvert annan blæ með
reyksúlurnar í baksýn.
Mannfjölda dreif að bninastaðnum
eftir að fólk hafði hrokkið illilega við
er brunalúðurinn ómaði. Fólkið fylgd-
ist með baráttu slökkviliðsmannanna
eins og gerist og gengur. Allir vora
boðnir og búnir til að rétta hjálpar-
hönd og einhvem veginn var eins og
allir Eskfírðingar ættu hlut í fyrir-
tækinu, sem þama varð eldinum að
bráð.