Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 38

Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 Minninff Finnur Klemens son bóndi, Hóli Fæddur 1. desember 1907 Dáinn 2. september 1989 Finnur Klemensson, tengdafaðir minn, andaðist í Akranesspítala aðfaranótt 2. september sl. Jarðar- för hans verður gerð frá Hvamms- kirkju í Norðurárdal í dag. Finnur var fæddur í Neðra- Hundadal í Dalasýslu og voru for- ^’eldrar hans hjónin Kristín Þoi’varð- ardóttir, Þorvarðarsonar bónda Leikskálum og Klemens Jónsson, Jónssonar bónda í Neðri-Hundadal í sömu sveit. Voru þau Kristín og Klemens því bæði Dalamenn að ætt og uppruna, en fluttu búferlum vorið 1908 að Dýrastöðum í Norð- urárdal og var Finnur þá á fyrsta árinu. Hann var elstur fimm systk- ina, en hin eru: Ásgerður, f. 1909, búsett í Reykjavík; Halldór, f. 1910, fyrrverandi bóndi á Dýrastöðum; Kristinn, f. 1912, smiður á Dýra- stöðum og Guðrún, f. 1917, búsett í Reykjavík. Finnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fór snemma — v að vinna að búi þeirra eins og títt ^ var hjá unglingum í þá daga. Auk þess var hann um skeið í vinnu- mennsku við hirðingu sauðíjár bæði í Mýra- og Dalasýslu og laust eftir 1930 lauk hann búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Það var mikill hamingjudagur í lífi Finns þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Herdísi Guðmundsdótt- ur, þann 6. maí 1939. Það var því ánægjulegt þegar nokkrir afkom- endanna gátu haldið upp á gullbrúð- —^kaupsafmæli þeirra þann 6. maí sl. að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Herdís er fædd í Neðri-Hundada! 11. október 1910, Guðmundsdóttir, Klemenssonar og seinni konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Áður en Herdís giftist vann hún um skeið í Reykjavík, auk þess sem hún lauk námi frá Húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Þau Finnur og Herdís bjuggu í Stóru-Skógum í Stafholts- tungum 1939-40, Lundi í Þver- árhlíð 1940-45 og á Hóli í Norður- árdal frá vorinu 1945 og síðan. Finnur og Herdís eignuðust þrjú böm. Þau eru: Þórir, f. 1939, bóndi á Hóli í Norðurárdal. Kona hans er Rósa Arilíusardóttir frá Hraunsmúla; Sigrún, f. 1941, gift undirrituðum, búsett í Reykjavík og Guðmundur Óskar, f. 1950, umsjónarmaður á Varmalandi. Sambýliskona hans er Anna Hjálm- arsdóttir frá Norðfirði. Aðrir afkomendur Finns og Her- dísar eru nú ellefu talsins. Eins og áður er að vikið hófu þau Finnur og Herdís búskap árið 1939, þegar heimskreppan var í algleymingi. Fyrstu sex árin bjuggu þau á leigu- jarðnæði, en Hól kaupa þau vorið 1945 af Gesti Halldórssyni, fyrir 20 þúsund krónur, sem var mikil upphæð á þeim tíma. Húsakynni þar voru öll úr torfi og gijóti utan ijárhús og hlaða sem voru timbur- byggð og járnklædd. Allt íjármagn heimilisins fór til jarðarkaupanna svo lítið varð um framkvæmdir næsta hálfan annan áratuginn, en 1962 réðst Finnur í að kaupa íbúð- arhús af Snorra Halldórssyni í Húsasmiðjunni og urðu það mikil og góð skipti til hins betra. Mun Halldór E. Sigurðsson alþingismað- ur og síðar ráðherra, og Finnur dáði manna mest, hafa aðstoðað hann í þeim verkum. Einhveiju sinni fórum við Finnur og Herdís að Stóru-Skógum áður en húsakynni þar voru rifin, en sem kunnugt er keypti BSRB jörðina fyrir nokkrum árum. í þeirri ferð rifjaði Finnur upp eftirfarandi: „Við fluttum hing- að á fardögum 1939 og ieigðum jörðina fyrir 150 krónur af Staf- holtstungnahreppi yfir árið. Við komum bæði frá Fellsenda í Dölum, þar sem ég hafði verið vetrarmað- ur, en Herdís var þar heimilisföst um það leyti. Til að byija með var bústofn okkar í Stóru-Skógum, tvær kýr, þrír hestar og þijátíu og fimm ær.“ Til fróðleiks má geta þess að kýrverð á þeim tíma var um 270 krónur, en góðir hestar gengu á 300 krónur. Eflaust þætti þessi bústofn lítill til þess að byija með í dag, en árið 1939 var nægju- semin í heiðri höfð og styrkjakerfi nútímans með erlendu ljármagni átti ennþá langt í land, sem betur fór. Af hlaðinu á Stóru-Skógum þótti mér víðsýnt yfir fagurt hérað Borgarljarðar og hafði það á orði við þau hjónin. Samt líkaði þeim dvölin þar ekki nógu vel, einkum vegna lélegra húsakynna og erfiðra samgangna, en þrátt fyrir það höfðu þau nokkra mjólkursölu í Borgarnesi. Það var eitthvað annað og skemmtilegra að flytja í Hól, þar sem Norðurá niðar við túnfótinn og Baula blasir við í allri sinni tign, hinum megin dalsins. Það leyndi sér ekki að Finnur unni sveit sinni. Hann hreifst af fegurð Ijallanna og grasgefnum lendum Norðurárdals, er þær skörtuðu í sumarskrúða og einnig hinu þegar kaldur vetrarsval- inn næddi um vanga hans er hann hugaði að bústofni sínum uppi í hálsi. Skyldu það ekki hafa verið þessir bændur sem Jónas Hallgrí- msson hafði í huga, þegar hann sagði: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.“ Finnur vár greindur vel, sem hann átti ætt til, lesinn og minnugur og markaði sér jafnan ákveðna skoðun. Þannig var lífsaðstaða hans öll, hrein og bein, hvort heldur var í t Innilegar þakkir þeim, sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS INGVARS EIRÍKSSONAR, Barónsstíg 3A. Stella Guðjónsdóttir, Sigurður H. Konráðsson, Ómar Sigurðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Bára Sigurðardóttir, Kristján Þorgeirsson, Erla Sigurðardóttir, Jón Arnar Sverrisson og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS GUÐMUNDSSONAR, Torfufelli 24, Hafliði Baldursson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Brynja Baldursdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ó. Baldursson, Helga K. Stefánsdóttir, Halldóra Baidursdóttir, Hilmar S. Sigurjónsson, Jón Baldursson, Elin Bjarnadóttir og barnabörn. stjórnmálum eða öðrum háttum. Nú er komið að leiðarlokum. Aldraður maður sem missti heilsuna fyrir tiltölulega stuttu síðan er horf- inn héðan. Guð blessi minningu Finns Klemenssonar. Guðmundur Sæmundsson „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, . hveim er sér góðan getur.“_ (Ur Hávamálum) Þann 2. september sl. lést Finnur afi okkar. Veikindi hans báru brátt að. Þrátt' fyrir að afi væri orðinn 81 árs kom það okkur á óvart þeg- ar við vissum um veikindi hans. í okkar augum var aldrei neitt að afa. Hann. var heilsuhraustur og iét aldrei neinn bilbug á sér finna. Síðan við munum eftir okkur fór- um við upp í sveit á sumrin til afa og ömmu. Afi var alltaf sívinnandi og búskapurinn átti húg hans allan. Hann var rausnarlegur og fljótlega sá hann um það að við eignuðumst sína kindina hver. Það var fastur liður hjá afa og ömmu að koma „suður“. Heimsóknir þeirra í bæinn eru okkur ofarlega í huga, þær lífguðu upp á tilveruna. Afi var félagslyndur og hann átti marga vini í Reykjavík sem honum þótti gaman að heimsækja. Við söknum afa okkar, en minn- ingin um góðan mann lifir áfram. Elsku amma, við vottum þér okk- ar dýpstu samúð. Linda, Edda og Alda Guðrún Haraldsdótt- ir firá Tandrastöðum Fædd 10. desember 1906 Dáin 1. september 1989 Guðrún Haraldsdóttir fæddist á Tandrastöðum í Norðíjarðarhreppi 10. desember 1906. Foreldrar henn- ar vora hjónin Mekkín Magnús- dóttir frá Tandrastöðum og Harald- ur Árnason frá Breiðuvík við Reyð- arijörð. Þau hjón voru bæði af fá- tæku bændafólki og bjuggu alla tíð á Tandrastöðum, örreytiskoti innst inni í Norðfirði. Gunna var í miðið sjö systkina. Hin voru Guðný, Árni, Magnús, Bjarney, Sigurður og Sólr- ún, sem öll eru dáin. Mikil fátækt var á Tandrastöð- um. Verktækni var hin sama og verið hafði í ísienskri sveit í þúsund ár og ekki beðið um annað en mat og klæði. Munaður og óhóf var ekki til í lífi þessa fólks. En það átti engu að síður sína gleði og ef til vill líka sína hamingju, þótt ekki væri á slíkt minnst eða um það talað. En Gunna, fóstra okkar, átti til glaðværð og kímni og góðsemi, þótt enginn væri munaðurinn í æsku hennar og.uppvexti. Þau hjón, Haraldur og Mekkín á Tandrastöðum, báru sig ávallt vel, þótt þröngt væri í búi, og voru mikið ágætisfólk, bæði vel gefin og greind, starfsöm og dugleg. Þessa eiginleika erfði Gunna. Skólaganga hennar var engin. Engu að síður bjó hún yfir margvíslegri þekkingu og greind íslensks alþýðufóiks ásamt hógværð og lítillæti. Þegar allt þetta kemur saman í einn stað verður það hugstæðara en sá hroki sem stundum fylgir því fólki sem þykist hafa af meiru að má, og Gunna var bæði farsæl og hveijum manni minnisstæð. Árið 1933 kom Gunna á heimili foreldra okkar, Fannýjar Ingvars- dóttur og Gísla Kristjánssonar að Bjargi í Norðfirði, til að vinna við þá útivinnu sem til féll á stóru út- vegsbændaheimili, við beitningu, saltfiskþurrkun, þvotta, aðgerð, heyskap og mjaltir. Þetta var heill heimur út af fyrir sig. Gunna hafði verið á Sveinsstöðum í Hellisfirði frá því hún var unglingur og hafði unnið fyrir mat sínum og klæðum, eins og þá tíðkaðist. Einn vetur var Gunna í Vestmannaeyjum, og minntist hún oft á ferð sína þangað og á dvöl sína þar. Annars fór hún lítið af bæ en vann störf sín af trú- mennsku. Hjá foreldrum okkar var Gunna Haralds meira en þijátíu ár, fyrst á Norðfirði, síðan á Akureyri tíu ár og síðast í Hafnarfirði, og alla tíð var hún eins og ein úr ljölskyld- unni. Lengst af vann Gunna innan- húss og fóstraði okkur systkinin og hugsaði um allt eins og hún ætti það sjálf. Sama máli gegndi um störf hennar þegar hún var á heim- ili sumra systkina okkar síðar þar sem hún fóstraði líka börn þeirra. Trúmennskan var hennar aðals- merki alla tíð. Margrét, Krislján, Ingvar, Ásdís, María og Tryggvi. * Aslaug Elíasdótt ir - Minning Fædd 5. nóvember 1916 Dáin 1. september 1989 Gengin er góð kona sem hafði kærleikann að leiðarljósi. Mér fannst stundum að Áslaug væri of góð, of friðsöm og hrekklaus fyrir þennan heim, en líklega var þetta vanhugsað. Það væri betur að fleiri væru hennar líkar að gæsku. Enda er sjaldnast minningin um mæta manneskju sem grætir þegar hún kveður, heldur vitneskjan um það — að við hefðum getað verið betri við hvort annað. Ég var níu eða tíu ára þegar ég sá Áslaugu fyrst ég man það ekki, en ég man þennan fund vel. Hún kom á bernskuheimili mitt með Guðmundi frænda. Mér fannst hún vera konan hans. „Þau voru ein- hvern veginn svoleiðis.“ Áslaug var lágvaxin, ljóshærð og brosmild. Hún brosti ekki aðeins til Guðmund- ar og Jóhanns litla stráksins, sem var með þeim og hún átti víst ein. Hún brosti til okkar allra. Mér, krakkanum, fannst hún vera af- skaplega góð Seinna urðu þau hjón og Guðmundur gekk Jóa í föður- stað.' Árin liðu og ég varð,sextán, sett- ist á skólabekk í Reykjavík, var í húsi hjá afa og kosti hjá Áslaugu og Guðmundi. Það var siður á þess- um tíma að drýgja kaffi með kaffi- bæti, en það gerði Áslaug aldrei, hún lagaði baunakaffi. Hreint kaffi. Og það var sótt í kaffið hennar í Þingholtsstrætinu. Það var helst þótt að henni að hún svæfi lengi á morgnana. Ég fékk mér lýsissopa og sykurmola í morgunmat, en þeim mun betri var hádegismaturinn, án angurs, ljúfur, bragðgóður og ekki skorinn við nögl. Áslaug var lista- kokkur og alltaf átti hún nóg af því sem Danir kalla omhu og not- aði óspart við matargerðina. Þar hafði hún forskot á margan sem borinn er til eldamennsku. En þó flest_.sé falt fyrir peninga er enn ekki hægt að kaupa omhu í búðum þrátt fyrir taumlausan innflutning. Það verður víst seint hægt að kaupa sér alúð og ég held að Aslaug hafi haft hana með sér af Barðaströnd- inni. Ég gleymi nefnilega aldrei hangikjötinu, sem hún fékk sent frá Valdísi og Bjarna í Rauðsdal og ég naut góðs af. Ég fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa til þess. En það verður víst seint annað en vatn — því ég veit ekki til þess að nokkur verki lengur hangikjöt, eins og fólkið hennar Áslaugar á Barða- ströndinni gerði á sjötta áratugn- um. Áslaug var vinmörg kona og hún var snillingur í samskiptum. Hún mat fólk mikils og þreytti það ekki með frásögnum af sjálfri sér. Það voru margir, sem komu í Þingholts- strætið og síðar á Hjaltabakkann, sem ræddu lífið og tilveruna við Áslaugu. Hún var einstakur hlust- andi og viðmælandi. Hún tamdi sér ekki að segja öðrum fyrir heldur hlustaði og gaf. Það réð því hver og einn hvernig hann fór með gjaf- ir hennar. Lífsviðhorf hennar má setja fram í spurningunni: „Hver er ég til að segja þér fyrir?“ Hún vildi að hver og einn ætti líf sitt og hann væri maður til að ráða því sér og öðrum til heilla. Um þetta voru hún og frændi sammála. Þau virtu hvort annað og samband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu og vináttu. Hún var sautj- án árum yngri en hann en samt sagði hún þegar hann dó fyrir tæp- um þremur árum „og ég sem hélt að ég færi á undan“. Hún hafði þá verið heilsulítil um nokkurra ára skeið. En þó Guðmundur kveddi var hún ekki ein, Jóhanna og Guðlaug fósturdóttir hennar og fjölskyldur þeirra voru henni dýrmætt skjól og hún naut ræktarsemi nánustu ætt- ingja og vina, að ógleymdri heimilis- hjálpinni henni Maríu. Það er margt sem ég vildi segja um Áslaugu að leiðarlokum, en ég er ekki manneskja til. Húri var undur stór í líkamlegri smæð sinni, hún gaf stórar gjafir og gladdi þá sem áttu samleið með henni þó um stuttan veg væri. Ættmennum hennar, afkomend- um og tengdabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Kvödd er mikilfeng- leg kona. Blessuð sé minning henn- ar. Nanna Úlfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.