Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 39

Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 39
r MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 39 KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður með gegn Sheffíeld Sigurður Jónsson skoraði í sínum fyrsta leik í Arsenalbúningnum SIGURÐUR Jónsson gerði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í fyrsta leik sínum með félag- inu. Hann lék með varaliði Arsenal á þriðjudaginn og í gær valdi George Graham hann í Arsenalhópinn sem leikur gegn Sheffield Wed- nesday á Highbury á morgun. Fyrsti leikur Sigurðar verður þvt gegrt gömlu félögunum hjá Sheffield Wednesday, en Ars- enal keypti hann frá félaginu á 475 þúsund sterlingspund. Brian Marwood, útherjinn leikni, sem lék einnig með Sheffield, kemur aftur inn í Arsenalliðið, sem hefur ekki byrjað vörnina á Englands- meistaratitlinum vel. Arsenal er í fimmtánda sæti. Sigurður Jónsson leikur með Arsenal gegn Sheffíeld Wednesday á morgun. keppnina á Spáni sem hefst í næstu viku. Það verða Páll Guðnason, Bergsveinn Bergsveinsson og Sig- tryggur Albertsson. Leifur Dag- finnsson og Bjarni Frostason verða hinsvegar eftir. Mörk fstands: Konráð Olavsson 6/3, Ámi Friðleifsson 4, Hilmar Hjaltason 4, Halldór Ingólfsson 4/1, Davíð Gíslason 2, Sigurður Sveinsson 2, Héðinn Gilsson 2/2 og Júlíus Gunnarsson 1. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ HANDBOLTI / UNGLINGALANDSLIÐ Jafnt gegn Banda- ríkjamönnum Íslenska unglingalandsliðið, yngri en 21 árs, gerði jafntefli við Bandaríkjamenn, 25:25, í fyrsta leiknum í íþróttahúsinu í Garðabæ í gær. Þessi úrslit eru nokkuð und- arleg í því íslendingar sigruðu í síðustu viðureign liðanna fyrir tveimur dögum, 34:15. íslenska liðið lék lék langt undir getu og var lengst af undir. Liðið náði þó forystunni í síðari hálfleik og Héðinn Gilsson gerði 25. markið skömmu fyrir leikslok. Bandaríkja- menn byrjuðu með boltann þegar níu sekúndur voru eftir og sá tími nægði þeim til að jafna. Hilmar Björnsson, þjálfari liðs- ins, ákvað í gær hvaða markverðir færu með liðinu í heimsmeistara- faám FOLK ■ ÍSLANDSMÓTIÐ á seglbrett- um, brautarkeppni, fer fram á morgun á Hafravatni. Keppni hefst kl. 11 en skráning er frá 10-11. Mótið er einnig opið bytjend- um. ■ BJARNI Sigurðsson, lands- liðsmarkvörður, sem tognaði á nára á landsliðshæfingu, er vongóður um að hann geti leikið með Val gegn KA á Akureyri á laugardaginn í 1. deildarkeppninni. Leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir bæði liðin, KA i meistarabaráttunni og Val í keppni um UEFA-sæti. ■ LIAM Brady lék á ný með írum þegar þeir gerðu jafntefli gegn V-Þjóðveijum, 1:1. Brady, sem kom inn á sem varamaður, missti sæti sitt fyrir Evrópukeppni landsliða í V-Þýskalandi í fyrra, vegna meiðsla. I BJARNI Ákason lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Vals í handknattleik gegn ÍR i Reykjavíkurmótinu fyrir skömmu. Það væri líklega ekki ýkja merki- legt nema vegna þess að Bjarni er 27 ára og byijaði að æfa í fyrsta sinn í haust! Bjami er stjómarmað- ur í Val og veðjaði við félaga sinn í stjórninni Svein Dal Sigmarsson um að hann kæmist í lið. Þess má geta að nokkra leikmenn vantaði í lið Vals. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Greinileg batamerki skrifar ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hefur ekki byrjað vel ífyrstu leikjum sínum ísumar en í gær sýndi liðið greinileg batamerki gegn Austur-Þjóð- verjum í nýja og glæsilega íþróttahúsinu í Garðabæ. ís- lenska liðið lék lengst af mjög vel en náði ekki að fylgja góðri byrjun eftir og varð að sætta sig við tap, 26:29. Islendingar byijuðu vel og náðu strax forystunni. Þar var fremst- ur í flokki Guðmundur Guðmynds- son sem gerði þijú fyrstu mörkin. ■■■■ Kristján Arason tók LogiBergmann svo við af honum, Eiðsson óð í gegnum aust- ur-þýsku vömina og gerði mörg lagleg mörk. Austur-Þjóðveijum gekk hinsvegar illa að komast í gegngum þétta vörn íslendinga sem var mjög frískleg og hreyfanleg. íslendingar náðu svo góðum kafla í lok fyrri hálfleiks og mest varð forystan fimm mörk. I síðari hálfleik gekk hinsvegar ekki jafn vel. Ótímabær skot og úrræðaleysi þegar íslendingar vom einum færri kom þeim í koll og gestirnir gengu á lagið. Um miðbik síðari hálfleiks áttu þeir mjög góðan kafla og breyttu stöðunni úr 19:18 í 23:28. Þar með var sigur þeirra í höfn. íslenska liðið þarf að laga ýmis- legt en það er greinilegt að liðið hefur leikgleði og baráttuvilja. Út- haldið virðist hinsvegar af skornum skammti. Kristján Arason fór á kostum og Guðmundur Guðmunds- son var mjög sprækur. Atli Hilm- arsson og Geir Sveinsson áttu einn- ig góðan leik. Islenska landsliðið hefur góðan Morgunblaðið/Júlíus Kristján Arason átti mjög góðan leik og hér veður í gegnum vörn Aust- ur-Þjóðveija með tvo varnarmenn á bakinu. tíma til undirbúnings fyrir heims- meistarakeppnina í Tékkóslóvakíu á næsta ári og ef liðið heldur áfram á sömu braut er engin ástæða til að örvænta. 26 : 29 íþróttahúsið í Garðabæ, vináttulands- leikur í handknattleik, fimmtudaginn 7. september 1989. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 5:2, 6:4, 8:4, 9:8, 13:8, 13:11, 15:12, 15:14, 19:17, 19:21, 22:22, 23:28, 25:28, 26:29. ísland: Kristján Arason 10/5, Guð- mundur Guðmundsson 6, Atli Hilmars- son 4, Óskar Ármannsson 2, Geir Sveinsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Valdimar Grímsson 1. Bjarki Sig- urðsson, Óskar Ármannsson, Gunnar Gunnarsson, Jakob Sigurðsson. Varin skot: Hrafn Margeirsson 11, Páll Guðnason. Utan vallar: 4 mínútur. Austur-Þýskaland: Holger Winsel- mann 11, Frank Wahl 5, Stephan Hauk 5, Heiko Triepel 3, Maik Handschke 2, Jan Baryth 1, Mikhael Futtrig 1, Holger Schneider 1. Varin skot: Jens Kiirbis 14/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Peter Molnar og Josef Korec frá Tékkóslóvakíu dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 700. Ugla sat á kvisti... VIÐ hverju er búist þegar Is- land mætir milljónaþjóðinni Austur-Þýskalandi í knatt- spyrnu? Við hverju er búist þegar vestur-þýskur þjálfari kemur frá Tyrklandi, landi sem er meðisiendingum í riðli, og hefur vart séð ísienskan fótboltaleik allt sumarið? Við hverju er búist þegar frammistaða leik- manna á íslandi hefur ná- kvæmlega ekkert að segja, heldur stólað á að leikmenn „detti niður" á stórleik eftir afleitt sumar? Svar: SIGRI! Það er ekki ætlun mín að gagn- rýna Siegfried Held persónu- lega. Það má jafnvel vera að hann sé ágætur þjálfari. Hinsvegar má af ýmislegt setja út á INNLENDUM það hvernig hann velur landsliðið. Hann virðist hafa gefið sér ákveðinn hóp og gengið á röðina; ugla sat á kvisti... Það er hægt að nefna mörg dæmi um leikmenn sem ættu að vera í landsliðinu. Leik- menn sem farið hafa á kostum hér heima og verið máttarstólpar í iiðum sínum. Og það má einnig telja upp menn sem ættu að vera í einhveijum öðrum búningum en íslenska landsliðsins. Vissuiega hafa allir þessir leikmenn ein- hvern tímann leikið vel og því sjálfsagt að þeir hafi verið valdir í landsliðið. En það er jafn sjálf- VETTVANGI EftirLoga Bergmann Eiðsson Morgunblöðið/Sverrír Siegfried Held, ásamt Guðna Kjartanssyni, í einni af fáu og stuttu heim- sóknum sínum til íslands. sagt að þessir leikmenn missi sæti sín í liðinu þegar þeir leika ekki eins landsliðsmönnum sæmir með félagsliðum sínum. En það virðist vera álíka erfitt að komast úr landsliðinu og í það. Liðið gegn Austur-Þýskalandi kom á óvart. Þar vantaði marga sterka leikmenn og það vissu allir nema Held. Hann hefur líklega haldið að Pétur Ormslev gæfi ekki kost á sér, Pétur Péturssoin væri enn í brúðkaupsferð, Þor- valdur Örlygsson einn af þessum Júgóslövum fyrir norðan og búið að loka símanum hjá Sigurði Jóns- syni! En gæti það kannski verið að KSÍ sé sökudólgurinn en ekki Held. Má ekki búast við því að KSÍ, eða að minnsta kosti aðstoð- arþjálfarinn, geti haft áhrif á val- jð. Aðstoðarþjálfarinn er hér heima og sér leikina og ætti að að minnsta kosti að geta sagt Held frá því hvaða leikmenn hafa _ skarað framúr. En kannski hefur hann ekki tíma til þess þvi heim- sóknir Held eru víst hvorki tíðar né langar. 111 að bæta gráu ofaní svart fer Held áður en verkefni lians er jokið. Og þá kemur í ljós að KSÍ hefur ekki gert skriflegan samning og getur ekki einu sinni farið fram á skaðabætur. Gera má ráð fyrir því að sú athygli sem árangur landsliðsins hefur vakið hafi fært honum þjálfarastöðu hjá Galatasaray Istanbúl. Ofan á allt er liðið tyrkneskt og Tyrkir með okkur í riðli! Það hefur ekki fengist uppgefið hvað Held hefur fengið í laun og, almenningur mun líklega aldrei komast að því. En það má búast við því að tímakaup hans geri allar ævintýrasögur af tímakaupi iðnaðarmanna að smáaurum. Ekki aftur Nú má gera ráð fyrir því að KSÍ ráði annan þjálfara. Að vísu geta strákarnir líklega sjálfir skipt í lið á þessum 10-15 árlegu lands- liðsæfingum og nota má gamlar ræður frá Held fyrir leiki. En við skulum gera ráð fyrir því að ann- ar þjálfari verið ráðinn. Það er því ekki nema eðlilegt að íslenskir knattspyrnuáhuga- menn biðji um það að næsti þjálf- ari þekki að minnsta kosti helstu leikmenn hér heima, viti jafnvel með hvaða liðum þeir spila og hvar þau eru á landinu og sjái sér kannski fært að eyða aðeins meiri tSma á Islandi en Siegfried Held.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.