Morgunblaðið - 25.11.1989, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989
Við íþróttahús íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Á myndinni eru
talið frá vinstri: Leifúr Gíslason arkitekt, Sigurður Magnússon fram-
kvæmdastóri Iþróttasambands Islands, Magnús Á. Sigtryggsson vara-
formaður Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, og Guðni Þór Arnórs-
son, Jón Sigurðsson, Ásgeir B. Guðlaugsson og Geir Björgvinsson,
sem allir eru í byggingarnefnd íþróttaússins.
Landssamband fískeldis- og hafbeitarstöðva:
Kostnaður við af-
urðalán fiskeldis 32%
Tillögur til breytinga á Trygginga-
sjóðnum til umflöllunar í ríkisstjórn
KOSTNAÐUR fiskeldisstöðva við þau afurðalán sem Tryggingasjóð-
ur fiskeldislána ábyrgðist er 32,25% að mati Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva. Þar af eru almennir vextir afurðalánanna
allt að 12% en kostnaður vegna ábyrgðar og trygginga allt að 20%
til viðbótar. Ríkisstjórnin er þessa dagana að fjalla um tillögur til
breytinga á sjóðnum sem meðal annars miða að því að minnka þenn-
an kostnað.
■ ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra í
Reykjavík hefur efnt til skyndi-
happdrættis í formi gjafahapp-
drættisbréfa í þeim tilgangi að
grynnka á skuldum félagsins vegna
byggingar íþróttahúss við Hátún
14. Utgefnir miðar eru aðeins 1.500
talsins, og er verð hvers miða 5
þúsund krónur. Vinningar eru
Citroen Ax 1989 sportbifreið að
andvirði 925 þúsund krónur og sjö
ferðavinningar að andvirði um 350
Vþúsund krónur. Dregið verður í
happdrættinu 16. desember.
■ KOLBEINN Bjarnason
flautuleikari og Páll Eyjólfsson
gítarleikari halda tónleika í Lista-
safhi Sigurjóns Ólafssonar í Lau-
garnesi þriðjudaginn 28. nóvember
klukkan 20.30. Á þessum tónleikum
munu þeir frumflytja stutt verk
eftir ungt íslenskt tónskáld, Svein
Lúðvík Björnsson, og túlkun
þeirra á verkinu Dýrahringur eftir
. jKarlheinz Stoskhausen er einnig
frumflutningur. Önnur verk á efnis-
skránni eru eftir japanska tónskáld-
ið Toru Takemitsu og svissneska
tónskáldið Willy Burkhard. Þeir
Páll og Kolbeinn héldu fyrst sam-
eiginlega tónleika árið 1984, en
síðan hafa þeir leikið saman við
ótal tækifæri. Með þessum tónleik-
um halda þeir upp á fimm ára
starfsafmæli sitt.
Páll Eyjólfsson gítarleikari og
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
■ UNDIRBÚNINGSHÓPUR um
bætta aðstöðu sængurkvenna boðar
til baráttufunds á Hótel Borg
mánudaginn 27. nóvember kl.
16.30. Tilefni fundarboðsins pr að
meirihluti borgarráðs hefur ákveðið
að ganga til viðræðna við lækna
um leigu á 1. og 2. hæð Fæðingar-
heimilisins í Reykjavík. I fréttatil-
kynningu undirbúningshópsins seg-
ir að undanfarin ár hafi barns-
fæðingum fjölgað verulega, ekki
bara á íslandi heldur einnig í flest-
um löndum hins vestræna heims.
Þessari staðreynd hafi nágrannlönd
okkar mætt með aukinn þjónustu
við verðandi foreldra. Á sama tíma
hafi þjónusta við fæðandi konur hér
á landi verið stórlega skert. Ávörp
á fundinum flytja Sólveig Þórðar-
dóttir forstöðukona Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur, Margrét
Guðmundsdóttir formaður Ljós-
mæðrafélags Islands og Elín V.
Ólafsdóttir kennar.
■ SA GNFRÆÐINGA FÉLA G
Islandsefnir í dag til opinnar ráð-
stefnu um upphaf byggðar á Is-
landi. Ráðstefnan hefst í dag, laug-
ardag, kl. 14 í stofu 101 í Lög-
bergi á Háskólalóð. Til skamms
tíma hefur ríkt samstaða meðal
fornleifafræðinga og sagnfræðinga
um að ritheimildum og fornminjum
beri vel saman um tímasetningu
landsnáms á íslandi. Elstu mann-
vistarmerki finnast víða rétt fyrir
neðan öskulag sem hefur hlotið
nafnið landnámslag og jarðfræðing-
ar hafa tímasett á síðari hluta 9.
aldar. Nú hefur Margrét Her-
manns-Auðardóttir fornleifafræð-
ingur varpað fram þeirri kenningu
að landnámslagið sé allt að 200
árum eldra en áður var talioð. Það
þýðir að stórir hlutar landsins hafa
verið byggðir fólki strax á 7. öld.
Úm þetta efni fjallar ráðstefna
Sagnfræðingafélagsins. Auk
Margrétar flytja eftirtaldir erindi:
Margrét Hallsdóttir jarðfræðing-
ur, Sveinbjörn Rafhsson prófessor
og Árný E. Sveinbjörnsdóttir frá
Raunvísindastofnun.
■ W. Keith Reed, bass-bariton-
söngvari heldur ljóðatónleika _ í
Norræna húsinu við undirleik Ól-
afs Vignis Albertssonar, pianó-
leikará, á
morgun,
sunnudag.
Tónleikarnir
heljast klukk-
an 20.30.
Á efnisskrá
eru meðal ann-
ars ljóð Heine úr Svanasöng Schu-
berts, frönsk ljóð eftir Fauré og
amerísk ljóð eftir Ned Rorem.
Reed kennir söng við Söngskólann
í Reykjavík og kórstjórn við Kenn-
araháskóla íslands, en þar stjórn-
ar hann einnig kór skólans.
SÝNING á starfsemi Nordvision
í 30 ár hefur verið sett upp í
anddyri Norræna hússins og dag-
skrá um Nordvision verður í
húsinu um þessa og næstu helgi.
í dag klukkan 15 mun Pétur
Guðfinnsson, framkvæmdastjóri
sjónvarpsins, og formaður Nordvisi-
on ræða um norrænt sjónvarpssam-
starf í framtíðinni. Þá munu Sveinn
Einarsson, dagskrárstjóri, og Steen
Priwin, framkvæmdastjóri sænska
sjónvarpsins í Gautaborg, ræða
hvernig bæta megi norrænt sam-
starf á sviði leiklistar, tónlistar og
hvað snertir skemmtiefni.
Á sunnudag á sama tíma mun
Sigríður Ragna Sigurðardóttir,
umsjónarmaður barnaefnis Ríkis-
GENGISSKRÁNINQ
Nr. 226 24. nóvember 1989
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 62,67000 62,83000 62.76000
Sterlp. 97,85900 98,10900 97,89800
Kan. dollan 53,70200 53,83900 52,86600
Dönskkr. 8,93370 8,95650 8,70500
Norsk kr. 9,13960 9,16290 9,03680
Sænsk kr. 9,78340 9,80800. 9,71840
Fi. mark 14,86830 14.90630 14,65900
Fr. franki 10.18200 10,20800 9,98070
Belg. franki 1,65270 1,65690 1,61420
Sv. franki 38,87720 38,97640 38,74610
Holl. gyllim 30,76510 30,84360 30,02590
V-þ. mark 34,70960 34,79830 33.89360
ít. líra. 0,04709 0,04721 0,04614
Austurr. sch. 4,92590 4,93850 4,81490
Port. escudo 0,40030 0,40130 0,39510
Sp. peseti 0,54230 0,54370 0,53360
Jap. yen 0,43589 0,43700 0,43766
írskt pund 91,40700 91,64100 89,99700
SDR (Sérst.) 80,30220 80,50720 79,47600
ECU, evr.m. 70,73250 70,91310 69,33650
Tollgengi fynr nóvember er sölugengi 30. október
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Guðmundur G. Þórarinsson, for-
maður LFH, segir að sumarið 1988
hafi skapast vandi í fiskeldinu
vegna þess að erlendir seiðamark-
aðir brugðust óvænt. Þá hafi með
samþykki stjórnvalda verið ákveðið
að hefja eldi á þessum seiðum, frek-
ar en að láta þau fara í súginn,
enda gríðarleg verðmæti í seiða-
birgðunum. Ákveðið hefði verið að
heimila fiskeldisstöðvum að taka
lán til að flýta uppbyggingu stöðv-
anna. Að öllu eðlilegu hefði verið
hægt að slátra átta til tíu þúsund
tonnum af laxi á næsta ári, að verð-
mæti íjögur til fimm þúsund millj-
ónir kr.
Guðmundur sagði að fiskeldis-
menn hefðu treyst þeim fyrirheitum
sem þeir fengu og væru nú að súpa
seyðið af því. Stofnlánin hefðu ekki
fengist nema að hluta og með afar-
kostum og rekstrarfjármögnunin
væri í ólestri. Sagði hann að ríkis-
sjóður hefði tekið 6% lántökugjald
af erlendu ljárfestingalánunum,
auk venjulegs lántökugjalds og
stimpilgjald. Sem dæmi nefndi hann
að af 25 milljón króna láni hefði
ríkið tekið 2 milljónir. Guðmundur
sagði að Tryggingasjóður fiskeld-
islána hefði ekki fengið viðurkenn-
ingu bankanna og væri nú verið
að vinna að tillögum til breytinga
á sjóðnum og afurðalánakerfinu í
heild.
„Fiskeldið hefur aldrei þegið
neina ríkisstyrki, það er frekar að
ríkið haldi fyrir okkur peningum,
sjónvarpsins, kynna átta þætti sem
unnir hafa verið fyrir börn á vegum
Nordvision og eru fyrstu sjö þætt-
irnir með íslensku tali.
Sunnudaginn eftir viku verður
rætt um tæknimál, fréttasamband
milli Norðurlanda og íþróttasam-
vinnu. Eyjólfur Valdimarsson, Bogi
Ágústssqn og Ingólfur Hannesson
munu fjalla um þessi mál og sýnd
verða sýnishorn af myndböndum.
eins og til dæmis uppsöfnuðum
söluskatti sem aðrar. útflutnings-
greinar hafa fengið en fiskeldið
ekki,“ sagði Guðmundur. Trygg-
ingasjóður fiskeldislána er þannig
uppbyggður að fiskeldisfyrirtækin
bera saman alla ábyrgð, þannig að
ef ábyrgðir falla á sjóðinn lendir
tjónið á öðrum stöðum. Sjóðurinn
tekur um það bil 7% fyrir að taka
ábyrgð á viðbótar afurðalánum,
sem stöðvarnar greiða fyrirfram
auk þess sem þær taka á sig ábyrgð
á um 7% til viðbótar sem faila á
fyrirtækin ef sjóðurinn verður fyrir
skakkaföllum. Stöðvarnar þurfa að
vera með svokallaða umframskaða-
tryggingu, með 5% iðgjaldi, til að
fá þessi lán og segir Guðmundur að
í mörgum tilvikum væru stöðvarnar
að taka þessa tryggingu í þeim eina
tilgangi að fá lánin. Afurðalána-
vextirnir eru allt að 12% í útreikn-
ingi LFH. Að auki koma ýmis
smærri lántökugjöld, eins og til
dæmis 0,25% til Framkvæmdasjóðs
vegna milligöngu hans, þannig að
í heildina er kostnaður vegna við-
bótarafurðalána (yfirleitt umfram
37,5%) 32,25% samkvæmt útreikn-
ingi fiskeldismanna. Allt er þetta
kostnaður sem kemur ofan á doll-
aragengi. „Þetta er allt of dýrt
kerfi sem engin atvinnugrein getur
staðið undir,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði einnig: „Við höfum
verið leiddir I gildru. Við vorum
settir af stað en getum ekki snúið
við því fiskurinn heldur áfram að
vaxa og þarf sitt eldisrými, orku,
umönnun og fóður, hvernig starfs-
skilyrði sem greininni eru búin,“
spgði Guðmundur.
Tillögurnar sem eru til umijöllun-
ar í ríkisstjórninni beinast að því
að minnka kostnaðinn við afurða-
lánin, að sögn Guðmundar. Fallið
verði frá sameiginlegri ábyrgð fisk-
eldisstöðvanna og tekin upp ríkis-
ábyrgð á Tryggingasjóðnum sem
þó á áfram að standa undir sér,
sjóðnum verði heimilað að veita
afurðalán beint til fiskeldisfyrir-
tækja að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum,-stöðvarnar þurfi ekki um-
framskaðalryggingu og að ábyrgð
Framkvæmdasjóðs falli niður.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
24. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. i Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 85,00 40,00 57,95 84.855 4.917.497
Þorskur(smár) 35,00 25,00 30,00 1.097 32.911
Þorskur(smár/ósl.) 35,00 29,00 32,46 0,541 17.561
Þorskur(ósL) 70,00 40,00 61,52 5.587 343.727
Steinbitur 55,00 20,00 47,88 1.392 66.690
Ýsa 93,00 20,00 76,77 16.434 1.261.654
Ýsa(ósl.) 88,00 40,00 60,59 8.459 512.496
Ýsa(smá) 16,00 16,00 16,00 0,027 432
Ýsa(smá/ósl.) 16,00 16,00 16,00 0,661 10.576
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,126 2.520
Skata 89,00 89,00 89,00 0,016 1.408
Langa 42,00 42,00 42,00 1.027 43.174
Lúða 350,00 200,00 295,85 1.026 303.588
Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,097 1.455
Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,124 24.900
Lax 210,00 200,00 203,33 0,150 30.701
Koli 50,00 50,00 50,00 0,266 13.300
Samtals 62,17 122.161 7.594.532
I gær var selt úr Núpi ÞH, Þorláki ÁR og bátum. Á mánudag verður seldur
afli úr Stakkavík, áætlað magn 40 tonn. Einnig verður landað úr Hjalteyri
og selt um 20 tonn af karfa en mestur afli Hjalteyrinnar verður seldur á
þriðjudag. Þá verða seld 60-70 tonn af bátafiski.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 66,00 39,00 58,39 45.343 2.647.541
Þorskur(ósL) 68,00 30,00 50,01 10.452 522.655
Þorskur(stór) 93,00 83,00 83,00 0,902
Ýsa 92,00 30,00 74,87 8.137 609.215
Ýsa(ósL) 81,00 4,00 46,77 13.426 627.931
Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,143 2.860
Grálúða 40,00 40,00 40,00 0,194 7.760
Karfi ' 38,00 20,00 29,19 6.524 190.436
Undirrnál 10,00 7,00 2.900 23.486
Ufsi(ófL) 60,00 20,00 58.472
Keila(ósL) 9,00 9,00 9,00 0,789 7.101
Langa 31,00 31,00 31,00 0,513 15.903
Blálanga 34,00 34,00 34,00 0,375 12.750
Steinbítur(ófL) 50,00 31,00 45,08 0,170 7.664
Steinbiturjósl.) 54,00 39,00 41,50 0,120 4.980
Steinbítur/Hlýri 54,00 39,00 42,77 6.409 274.119
Skarkoli 35,00 29,00 34,51 0,616 21.260
Lúða 500,00 170,00 475,09 0,212 100.720
Lúða(stór) 490,00 490,00 490,00 0,025 12.250
Lúða(smá) 210,00 100,00 125,87 0,654 82.320
Samtals 47,61 159.106 7.575.206
SeltvarúrÁsbirni RE og ýmsum bátum. Á mánudag verður selt úrbátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 79,50 31,00 60,77 26.475 1.608.949
Ýsa 87,00 40,00 64,90 17.462 1.133,238
Karfi 36,00 15,00 25,95 0,146 3.789
Ufsi 20,00 5,00 17,33 1.279 22.163
Steinbítur 34,00 . 25,00 31,20 0,492 15.351
Langa 30,00 29,00 29,22 1.596 46.630
Lúða 275,00 65,00 201,58 0,257 51.805
Keila 15,00 6,00 10,37 7.260 75.312
Láx 160,00 160,00 160,00 0,029 4.640
Skarkoli 12,00 12,00 12,00 0,014 168
Síld 9,69 9,29 9,51 192.520 1.830.741
Samtals 19,30 250.012 4.824.635
í dag verða seld 25 tonn af þorski, ' 15 tonn af ýsu og fleiri tegundum úr
línu- og netabátum. Á mánudag verður selt úr Gnúp GK 65 tonn af karfa.
Einnig verður selt úr línu- og netabátum, 35 tonn af þorski, 20 tonn af ýsu
og fleiri tegundir.
Líkkistuvinnustofa Eyvindar
Arnasonar:
90 ára afinæli í dag
Líkkistuvinnustofa Eyvindar
Árnasonar við Laufásveg á 90
ára starfsafmæli í dag, laugar-
daginn 25. nóvember, og verð-
ur þá tekin fyrsta skóflustung-
an að nýrri byggingu fyrirtæk-
isins í Öskjublíð.
Eyvindur Árnason fæddist og
ólst upp að Akurey í Vestur-Land-
eyjum. Hann þurfti snemma að
fara að vinna fyrir sér, og eftir
að hann fluttist til Reykjavíkur
hóf hann trésmíðanám hjá Jakobi
Sveinssyni trésmíðameistara. Ey-
vindur lauk við að reisa Laufásveg
4 þann 25. nóvember 1899, og
þá flutti hann þangað ásamt konu
sinni, Sophie Heilmann. Þar hóf
hann rekstur trésmíðavinnustofu,
þar sem hann smíðaði meðal ann-
ars glugga, hurðir og húsgögn
fyrir ýmsa aðila. Á næstu árum
reisti hann einnig Laufásveg 2,
og var þar sett á stofn verslun
sem meðal annars seldi legsteina
og kransa.
Eyvindur sérhæfði sig í
líkkistusmíði, og árið 1915
smíðaði hann líkvagn. Hann
keypti síðan fyrsta líkbílinn hér á
landi vorið 1931.
Eyvindur Árnason lést árið
1950 og tók þá sonur hans, Os-
vald, við rekstri jarðarfaraum-
sjónarinnar. Undir forsjá hans
stækkaði fyrirtækið enn frekar,
og voru ráðnir nokkrir fastráðnir
starfsmenn til þess að annast kist-
usmíði og aðra vinnu.
Osvald lést árið 1963, og hefur
Davíð sonur hans séð um jarðar-
faraumsjón síðan.
Starfsemi Nordvision
kynnt í Norræna húsinu