Morgunblaðið - 25.11.1989, Page 33
’MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARI)AGUR’2o. NÖYEMBER W
33’
Minning‘:
Guðjón Ingibergs-
son, Vestmannaeyjum
Fæddur 25. ágúst 1928
Dáinn 16. nóvember 1989
A siglingu á heimaslóð Vest-
mannaeyja á trillu sinni Auði tók
Gaui Ingibergs kóssinn á vit feðra
sinna. A örskoti tímamótanna milli
lífs og dauða sat hann. á þóftu báts
síns við veiðar. Snörum handtökum
var lokið en áfram lullaði trillan eins
og af gömlum vana undir hand-
leiðslu herra síns. Það var ekki ólíkt
Gaua Ingibergs að hverfa þannig
yfir móðuna miklu, eins og ekkert
hefði í skorist, en söknuður er að
svipmiklum manni. Gaui Ingibergs
var maður sem var hlaðinn skemmti-
legum húmor og frásagnarlist hans
var meiri háttar snilld. Hann gat
gert minnsta atvik að stærsta ævin-
týri, smáatriðin urðu hryggbitarnir
í frásögunni sem minnti oft á sam-
hljóm sögu heillar bókar fremur en
eitt andartak í orðsins list. Oft var
brugðið á leik og þá flæddi frásögu-
listin að hraðar en flóðið í stærsta
straumi og þá verða ógleymanlegar
grínsögur til, oft færðar upp á mág
hans, Hilmar, með tilheyrandi
stílfærslu.
Gaui var sérstaklega greiðvikinn
og það voru góðar stundir að hitta
hann í léttu spjalli á Bæjarbryggj-
unni þar sem litlu bátarnir leggja
að með stóru sögurnar og hlýja
hjartalagið. Gaui var hnitmiðaður
og þjappaði saman í efnistökum.
Eftir mörg ár á togurum og ýmiss
konar volk til sjós festi hann kaup
á húsi heima í Eyjum og nokkru
síðar keypti hann trilluna Auði. Um
það leyti hitti hann frænda sinn,
Óskar Matt stórútgerðarmann, og
segir við hann: „Jæja frændi, nú
erum við báðir eins, eigum hús og
útgerð." Heldur var stærðarmunur-
inn á fjárfestingunni í báðum tilvik-
um, en það skipti ekki máli, gjörðin
var söm.
Gaui var mikiil dýravinur og það
næmi í fari hans sýndi sig best í
vináttu hans við hundinn sem fylgdi
honum svo lengi, árum saman, en
þannig var þessi maður í senn sem
blíður þeyr og blússandi brim, því
vissulega gat yfirborðið verið hrjúft,
svo hijúft að minnti stundum á eðli
skriðjökulsins, en undir niðri bjó
hlýtt hjarta og lítillátt gagnvart al-
mættinu, málsvari þeirra sem minna
máttu sín og ekki síst málleysingj-
anna.
Oft stöldruðum við Ellireyingar
við á Víkinni á útleið í eyna vænstu.
Þá var Gaui í aðgerð á innleið og
þá var lífsgátan tekin fyrir og mað-
ur fékk frásöguna eftir kúnstarinnar
reglum, jafnvel upp á hvern titt sem
veiddur var.
En nú er Gaui Ingibergs sigldur
á önnur mið og vonandi heldur þessi
gamalgróni togarajaxl og síungi
trillukarl stíl sínum. Hann var mað-
ur, mikilúðlegur og gamansamur í
bland, hrinti engum að ósekju, en
hélt sínu striki. Það var gott að fá
tækifæri til þess að kynnast honum,
hann stækkaði viðmiðunina. Megi
hann sigla særokin i bliðum byr á
Guðs vegum á Klettsvíkum æðri til-
veru.
Þórarinn Sigurðsson
Ég er dapur í huga þegar ég rita
nokkur minnisorð um frænda minn
og vin, Guðjón Ingibergsson, sjó-
mann. Hann byijaði sjómennsku 12
Sigrún Guðjónsdóttir
frá Holti - Minning
Heiðurskona er gengin.
Elskuleg frænka mín, Sigrún Guð-
jónsdóttir frá Hóli, lést í sjúkrahúsi
Akureyrar að kvöldi 13. nóv. Þar var
hún umvafin elsku og hlýju hjúk-
runarfólks og ástvina.
" Hún sagði alltaf, mér líður vel því
allir eru svo góðir við mig, annað
var ekki hægt, því hún var alla tíð
svo góð við alla.
Hún hafði áhuga á sveitinni sinni
og fólkinu þar og lagði sig fram um
að vita hvernig samferðafólkinu liði
og vegnaði í lífinu. Hún tók á sinn
einstaka hátt þátt í gleði þess og
sorgum.
Rúna frænka mín var á svo marg-
an hátt svo einstök og það mátti
margt af henni læra. Hún var mjög
frændrækin og sinnti því af alúð.
Mörg síðustu árin þjáðist hún af
augnsjúkdómnum gláku sem að
síðustu leiddi til nær algjörrar blindu.
En meðan hún gat lesið, þá las
hún mikið og vildi fræðast og auðga
hugann, og var vel heima, hún var
afar minnug.
Hún hafði líka yndi af allri handa-
vinnu og þeir eru ófáir handgerðir
munir sem hún hefir gefið mér og
mörgum öðrum.
Rúna var gift Jóhannesi Jónssyni
bónda sem lifir konu sína. Hjónaband
þeirra var farsælt enda samveruárin
orðin mörg. Þau eignuðust átta börn
sem öll bera þess vott að vera alin
upp í ást og góðri umhyggju og þeim
kennd reglan að fara vel með alla
hluti.
Þau hjón voru samhent um velferð
heimilisins, barna sinna og tengda-
barna og afkomenda þeirra. Heimilið
var alla tíð vettvangur Rúnu og þar
vann hún störf sín aðfinnslulaust,
framan af bæði innan húss sem ut-
an, en þegar árin fóru að færast
yfir og sjónin að daprast vann hún
innanhúss og naut þá sjálfsagðrar
hjálpar síns ástríka eiginmanns sem
alltaf stóð sem klettur við hlið henn-
ar, hann var óþreytandi að lesa fyrir
hana og.leiða hana útivið og stytta
henni stundir, það var lærdómsríkt
að fylgjast með því.
Sonur þeirra, Sveinn, hefir alltaf
búið með foreldrum sínum og verið
þeim ómetanlegur styrkur, hann hef-
ur nú tekið við búinu og vinnur þar
öll störf, oft með hjálp bræðra sinna
sem búa ekki langt frá. Anna systir
hans hefur líka verið þeim ómetanleg
hjálp nú síðustu ár.
Ég hef notið væntumþykju og
tryggð þeirra allra síðan ég var lítið
barn og Guð einn veit hvað ég er
þakklát fyrir þá miklu blessun.
Ég á eftir að sakna frænku minnar
þegar ég kem í Hól en þó verð ég
að segja að ég kvíði ekki því að þar
verði tómlegt þar sem þeir eru feðg-
ar Jóhannes og Sveinn frændi.
Ég veit að þar verður mér vel tek-
ið eins og hingað til og þar get ég
yerið eins og heima hjá mér.
Ég votta Jóhannesi og Sveini
frænda mínum og systkinum hans
innilega samúð mína og íjölskyldu
minnar og bið Guð að blessa þau.
Guð blessi minningu Sigrúnar
Guðjónsdóttur.
Elísabet Arnoddsdóttir
Hjartans þakkir til allra þeirra jjölmörgu, sem
glöddu mig á afmœlisdaginn þann 15. nóvem-
ber sl.
Guö blessi ykkur öll.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Safamýri 56.
ára í Vestmannaeyjum þar sem hann
fæddist en þegar hann varð eldri fór
hann á togara og var á ýmsum tog-
urum, en undir það síðasta var hann
með eigin trilluútgerð, mest sér til
gamans.
Guðjón var í mínum huga sérstæð-
ur maður og mjög til minnis. Hann
var afrendur að afli og kunni vel
að meta kraftamenn og hafði gaman
af að segja kraftasögur en ég trúi
því að sjálfur hafi hann verið meira
heljarmenni en nokkur þeirra
hraustmenna sem hann sagði svo
vel/rá. Guðjón fór vel með afl sitt.
Ég kynntist þessu hraustmenni á
heimili foreldra minna á Bergstaða-
stræti 30. Ég var þá lítill snáði þeg-
ar • hann sat með mig í kjöltu og
sagði mér sögur. Ég veit að kynni
mín af honum og afli hans réði því
að ég byijaði að stunda lyftingar á
unga aldri og stunda enn.
Guðjón var Ijóðelskur og mat
mest Davíð Stefánsson og kunni
flest ljóða hans og flutti þau gjarnan
á sérstæðan og kraftmikinn hátt.
Guðjón Ingibergsson varð bráð-
kvaddur á sjó. Hann var einn á trillu
sinni þegar kallið kom og báran við
kinnung bátsins söng honum síðustu
kveðju frá hafinu.
Ogmundur Arnason
i
i
Kr,
22.90
Þú þarft ekki að eiga afruglara til þess að
eignast ódýrt og gott sjónvarp.
Við bjóðum úrvals 14 tommu litsjónvörp á
hreint frábæru verði.
*stgr.
UAf B§3
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
$ SAMBANDSINS VK) MIKLAGARÐ
Viö erum ekki bara hagstœöir... KRINGLAN ...viö erum betri. S: 68 58 68