Morgunblaðið - 25.11.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989
Ást er ...
að eiga aðdáanda.
TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
IM3
Eg- held ég kjósi þá altur
í næstu kosningum, það
væri mátulegt á helv ...
Hættu strákur, þó getur
skotið í lampann . ..
HÖGNI HREKKVÍSI
" ©1989 Trtbuna M«dl« .Servlcw, Inc. All Rlflhls R«Mrv*d ^I
//HKEINQE/eMíNGA- „HVAPA HR.E)MG£tSNIMðA-
KOMANEEAÐFAI3A." KONA?"
Kennivald páfa
Kæri Sigíus Valdimarsson.
Eg vil þakka fyrir spurningarnar
í bréfi þínu, sem birtist nýverið. Sú
fyrri var: „Hvar stendur í biblíunni
um þetta kennivald páfans?" Hin
síðari: „Var ekki kristniboðsskipun
Jesú gefin til allra lærisveina hans?“
Þá telur þú nauðsynlegt að sanna
fyrir mér með fjölda texta, að Jesús
hafi beint kristniboðsskipuninni til
allra lærisveina sinna. Mér virðist
þú hvorki hafa lesið biblíuna né
grejn mína nógu gaumgæfilega.
Eg sný mér fyrst að síðari spurn-
ingu þinni. í grein minni stóð:
„Kristnum manni ber að tjá öðrum
sannfæringu sína.“ Þessi trúboðs-
skylda er ævaforn kaþólsk kenning.
Hún kemur fram í flölmörgum skjöl-
um og bréfum páfanna, nú síðast í
50 blaðsíðna tilskipun um trúboðs-
starfið, sem II. Vatíkanþingið gaf
út. Hér skal aðeins tilfærð ein setn-
ing úr því skjali: „Hvar svo sem
kristnir menn búa, eru þeir allir
skyldir til að sýna með fordæmi sínu
og vitnisburði í orði, hinn nýja
mann, sem þeir urðu í skírninni...“
í stuttu máli segi ég hið sama í
grein minni, svo mér virðist þú,
kæri Sigfús, vera að berjast við
vindmyllur, eins og spánski riddarinn
Don Quichote.
Fyrri spurningin er sennilega
mikilvægari þar sem við erum að
öllum líkindum þar ekki sömu skoð-
unar. Mér virðist þú ekki gera nógu
skýran greinarmun á trúboði og
stjórnun kirkjunnar, kennivaldi. I
orðabókum er kennivald skýrt sem
vald klerka, klerkastjórn. Það er að
sjálfsögðu allt annað en trúboð.
Varðandi fagnaðarerindið er þá
kennivald forysta Péturs fyrir hinum
postulunum. Hvaðan kemur þá
kennivald páfans? Það væri út í hött
að gefa Pétri titilinn „páfi“. Sá titill
kemur ekki til sögunnar fyrr en hjá
36. eftirmanni Péturs, og er letraður
á legstein hans. Það er ekki fyrr en
á 5. öld að farið er að nota titilinn
„pappas“ fyrir biskupinn í Róm. En
hafði Pétur þá sama embætti á
höndum og núverandi páfi? A því
leikur enginn vafi. Embætti post-
ulanna kallaði Pétur sjálfur episkope,
á latínu episkopatum, þaðan kemur
orðið biskup. Sbr. P.l, 20. En hvar
lesum við um „páfaleg“ yfirráð Pét-
urs? Kæri Sigfús, það liggur við að
blindur maður geti lesið það í bibl-
íunni. Það hefst með því að Jesús
gefur Símoni nýtt nafn, honum ein-
um allra postulanna. Nafnið er
Kephas, Petrus, þ.e. klettur. Jesús
segir: (Mt. 16, 18-19) „Þú ert Pétur,
kletturinn og á þessum kletti mun
ég byggja kirkju mína og máttur
heljar mun ekki á henni sigrast. Ég
mun fá þér lykla himnaríkis og hvað
sem þú bindur á jörðu mun bundið
á himnum, og hvað sem þú leysir á
jörðu mun leyst á himnum." Mér
sýnist að þú, Sigfús, viljir með bibl-
íuna í höndunum, banna Jesú að
setja sér jarðneskan staðgengil, og
þú bendir á texta Páls postula sem
þinn „grundvöll". En kaþólskir menn
taka það alls ekkert illa upp þó
Jesús hafi gefið þeim sýnilegan leið-
toga, því við höfum ekkert símasam-
band til himna til að leysa kenni-
fræðileg eða siðfræðileg vandamál.
Við höfum ekkert á móti nafninu
„Klettur“. Pétur á að styrkja með-
bræður sína (Lk. 22,31): „Styrk þú
bræður þína.“ Ef það er ekki enn
nógu skýrt hvert hlutverk Péturs
var, þá sagði Jesús fyrir himnaför
sína, með hátíðlegri, þrefaldri, yfir-
lýsingu: (Jh. 21, 15-17) „Gæt þú
lamba minna. .. Ver hirðir sauða
minna... Gæt þú sauða minna.“ Á
myndmáli biblíunnar tákna fiskar
(Lk. 5,10), lömb og sauðir að sjálf-
sögðu hina trúðu.
En eru þá einhver dæmi þess í
biblíunni að Pétur hafi gegnt þessu
forystuhlutverki eftir dauða Jesú?
Svo sannarlega og það með mikil-
vægri ákvörðun. Spurningin var
hvort heiðingjar, sem tóku skírn
ættu einnig að umskerast samkvæmt
lögmáli Móse. Allt benti til þess.
Jesús var að sjálfsögðu umskorinn
eins og allir gyðingar. Auk þess
sagði hann, að enginn smástafur
eða stafkrókur myndi falla úr lög-
málinu. Þó var Páll þessu andvígur
en fékk ekki máli sínu framgengt.
Söfnuðurinn í Antíokkíu sendi hann
til Jerúsalem til að fá úrskurð post-
ulanna. Eftir langar umræður kvað
Til Velvakanda.
Ég hef gaman af að lesa Velvak-
anda, sérstaklega þegar rætt er um
trúmál. Ég trúi Bibíunni og finnst
hún dásamlegasta bók sem til er.
Hún segir okkur frá upphafi sköpun-
ar þessarar jarðar. Guð talaði og
það varð, hann bauð og þá stóð það
þar. Því að hans er mátturinn og
dýrðin, nú og að eilífu. „Því svo
elskaði Guð heiminn að hann gaf
son sinn eingetinn til þess að hver
sem á hann trúir glatist ekki heldur
hafi eilíft líf.“ Jóh. 3. kap. 16. v.
Guð elskar Qkkur, við erum sköpuð
í Guðs mynd. Hann sendi okkur sinn
Pétur upp úrskurðinn. Jafnvel Páll,
sem þó var æði öruggur með sig
(Gl. 1,8.9. og 1. Kor 5,3-5) viður-
kenndi yfirráð Péturs. Það má glögg-
lega sjá af tveimur heimsóknum hans
hjá Pétri í Jerúsalem þar sem hann
fer til að fá upplýsingar (á grísku:
historein). Hvers vegna gerði hann
það? „Það mátti ekki vera að ég
hlypi og hefði hlaupið til einskis"
(Gl. 2, 1-2).
Kennivald (þ.e. stjórn kirkjunnar)
er nauðsýnlegt til að varðveita hina
sönnu trú og einingu, sem Kristur
vill að sé í kirkju sinni, á því er
enginn vafi. Þetta sannar öll kirkju-
sagan. Jesús fékk Pétri og postul-
unum kennivaldið og í Mt. 28, 16.20
einnig eftirmönnum þeirra; hann
lagði það ekki í biblíuna, sem reynd-
ar var alls ekki búið að skrifa.
Kennivaldið ákvað hvaða bækur
kæmu í biblíuna, og það er nauðsyn-
legt til að skýra hana á réttan hátt.
í þessum texta svo og í Jh. 15,20,27
talar Jesús sérstaklega til post-
ulanna, ekki til lærisveina almennt,
þó svo að postularnir veiti umboð
sitt áfram. Verum sameinaðir, sem
lærisveinar hans (Jh. 13,35).
Sr. Jón Habets
eingetinn son, hann sem var fæddur
af Maríu mey og getinn af heilögum
anda. Jesú kom til þess að frelsa
okkur frá syndum okkar. En ef við
játum syndir vorar þá er hann, Jesús
Kristur, trúr og réttlátur, svo hann
fyrirgefur okkur syndirnar og hreins-
ar okkur af öllu ranglæti.
Það stendur að hver sem á hann
trúir glatist ekki heldur hafi eilíft
líf. Ég'þakka Guði föður mínum og
skapara fyrir Jesú Krist, frelsara
minn og Drottinn. Guð hjálpi okkur
öllum til að velja góða hlutann og
hann mun ekki verða tekinn frá
okkur. 291221-3439
Biblían dásamlegasta bókin
Yíkverji skrifar
Flestum finnst sjálfsagt að á boð-
stólunum sé mikið úrval af
brauðum og í flestum verslunum er
hægt að velja á milli fjölda tegunda
af grófum brauðum. Þó eru ekki
nema rétt um tíu ár síðan „brauð-
byltingin" var gerð. Fyrir þann tíma
fólst framboð brauða nánast í fransk-
brauði og rúgbrauði og í Reykjavík
einnig normalbrauði. Á örskömmum
tíma breyttist þetta, þegar þjóðin var
upplýst um gildi þess að borða gróft
kom. Reyndar höfðu frumhetjar
Náttúrulækningafélagsins boðað
mikilvægi grófs brauðmetis um ára-
bil, en þeir töluðu fyrir daufum eyr-
um, og voru álitnir sérvitringar.
XXX
Margir þeirra Islendinga sem
dvalist hafa erlendis, t.d. á
Norðurlöndunum, hafa haft á orði
eftir að þeir komu heirrt, að hér á
landi sé auðveldara að fá góð nýbök-
uð brauð en víðast þar sem þeir
dvöldu. í öllum kaupstöðum landsins
eru bakarí, og hér á höfuðborgar-
svæðinu eru þau í flestum hverfum
borgarinnar. Víðast hvar í nágranna-
ÍIIIEUlt I ttt lltl ttHHltlltÍIM
löndunum er slíku ekki fyrir að fara,
heldur era brauðin bökuð í stórum
verksmiðjum og dreift í stórmarkaði
vítt og breitt um landið, pökkuð í
loftþéttar umbúðir. Það orð liggur
á, að notkun rotvarnarefna sé mikil
á slíkum verksmiðjubakstri, enda
geta brauðin orðið nokkura daga
gömul í verslununum. Vikveiji vonar
að litlu íslensku bakaríin standist
samkeppnina við brauðverksmiðjur
og stórmarkaði. Það er fátt notalegra
en að geta skroppið út í bakarí á
t.d. laugardagsmorgni eins og þess-
um í dag til að kaupa sér volgt nýbak-
að brauð, setjast svo við eldhús-
borðið með Moggann sinn og kaffí-
bolla til að njóta þessarar þrenningar.
xxx
að er mikill munur á vilja og
löngun. Víkveija langar t.d. mik-
ið til að hlusta betur á fólk, hann
hefur komist að raun um að þeir sem
geta hlustað á aðra eiga auðveldara
með öll samskipti. Löngun verður
hins vegar ekki endilega breytt í
aðgerðir, en vilji er á hinn bóginn
löngun af nægjanlegum styrk þannig
að leiði til aðgerða. Vilji hefur einnig
í för með sér val. Við getum t.d.
valið á milli kærleika eða haturs.
Kærleikur eða ást er ekki tilfínning,
heldur val, löngun af nægjanlegum
styrk til að verða að vilja. Líf í kær-
leika felst í því að veita þeim at-
hygli sem við elskum; að hlú að and-
legum þroska okkar sjálfra og ann-
arra. Algengasta og mikilvægasta
birting þeirrar athygli er þegar við
hlustum á einhvem, sem ér einhver
erfiðasta vinna sém um getur ef vel
á að takast. Hlustir þú á einhvem,
þá gerir þú ekkert annað á meðan,
það er útilokað. Það krefst þess að
þú veitir þeim sem talar alla athygli
þína og setjir þig algjörlega í hans
spor; leggir til hliðar viðfangsefni þín
og skoðanir og setjir þig í spor við-
mælándans. Hlustir á hvað hann seg-
ir og hvemig hann notar táknmál
líkamans. Víkveiji hefur verið að
reyna að hlusta af öllu afli á sam-
ferðamenn sina; fölskyldu, vini og
starfsfélaga og hefur komist að raun
um að það er eitthvert erfiðasta verk-
efni sem hann hefur tekið sér fyrir
hendur. Hugurinn vill reika, athyglin
dvína og sjálfsögunin bresta.