Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 1

Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 1
88 SIÐUR B/C/LESBOK wgitiitlMfofrife STOFNAÐ 1913 276. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Austur-Þýskaland: Alræði flokks- ins afnumið Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-þýska þingið sam- þykkti í gær að fella setningu úr 1. grein stjómarskrár landsins sem kveður á um alræði komm- únistaflokksins. Tékkneska þing- ið gerði slíkt hið sama sl. mið- vikudag. Austur-þýska þingið samþykkti einnig í gær að biðja Tékka afsök- unar á aðild Austur-Þjóðveija að innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 1968. Þá voru um- bótatilraunir þáverandi leiðtoga tékkneska kommúnistaflokksins, Alexanders Dubceks, kæfðar. Áður hafa ungversk og pólsk stjórnvöld komið samskonar afsökunarbeiðni á framfæri við Tékka. í gær var miðstjórn austur-þýska kommúnistaflokksins boðuð til neyðarfundar, sem fram fer á morg- un, sunnudag. Filippseyjar: Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti og Jóhannes Páll II páfi ræðast við í Páfagarði á fyrsta fundi sovésks flokksleiðtoga og páfa Rómarkirkj- unnar lirá stofnun Sovétríkjanna 1917. Gorbatsjov í Páfagarði: Páfa boðið til Sovétríkjanna Páfagarði. Reuter. JÓHANNES Páll II páfí og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti áttu sögulegan fúnd í Páfagarði í gær og hétu því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp milli ríkjanna tveggja á næstunni. Sovétleiðtoginn bauð gestgjafa sínum í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna og sagð- ist páfi vona að þróun mála gerði sér fært að þiggja boðið. Gorbatsjov hét því að með nýjum lögum yrði öllum Sovétborgurum tryggt fullt trúfrelsi og páfi fór lof- samlegum orðum um perestrojku, umbótastefnu Sovétforsetans. Þetta er fyrsti fundur sovésks flokksleiðtoga og páfa frá því kommúnistar rændu völdum í Rússlandi 1917. Athygli vakti að Gorbatsjov ávarpaði páfa með orðunum „Yðar heilagleiki" og „Heilági faðir“ og sagði páfa vera æðsta vald á jörðu Uppreisniimi hrundið með aðstoð Bandaríkiamanna Mnniln. Washiinrfnn. Rpnfpr. Maniia, Washington. Reuter. TALSMENN bandaríska vamarmálaráðuneytisins sögðu í gærkvöldi að hermönnum hollum Corazon Aquino, forseta Filippseyja, hefði því sem næst tekist að kveða niður uppreisn sem hófst í fyrrakvöld. Bandarískar orrustuþotur veittu stjórnarhernum aðstoð. George Bush Bandaríkjaforseti ákvað að verða við hjálparbeiðni Aquino þegar hann var á leiðinni til Möltu í gærmorgun á fúnd við Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta Níu klukkustundum eftir að fyrstu bandarísku orrustuþoturnar flugu yfir höfuðborg Filippseyja, Manila, íýstu talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins því yfir að þær réðu nú lögum og lofum í loftinu yfir borginni. Þeir sögðu að þessi aðstoð hefði skipt verulegu máli fyr- ir stjórnarherinn, því þoturnar hefðu komið í veg fyrir að flugvélar upp- reisnarmanna tækju sig á loft. Þetta hefði tekist án þess að bandarísku flugmennirnir hefðu þurft að hleypa af skoti. Bush fyrirskipaði þessar aðgerðir er hann var í forsetaþotunni á leið til Möltu. Sovéskir embættismenn í Valletta á Möltu höfðu varað Banda- ríkjastjórn við því að hafa afskipti af uppreisninni. Fyrirskipun kom nokkuð á óvart í ljósi hinnar um- deildu ákvörðunar Bush að veita Comaneci kom- in í leitirnar Washington. Daily Telegraph. RÚMENSKA fimleikadrottning- in Nadia Comaneci kom í gær til Bandaríkjanna þar sem hún hef- ur fengið hæli sem pólitískur flóttamaður. Fjölmiðlar hafa undanfarið velt því fyrir sér hvar hin 28 ára gamla fimleikastúlka, sem lagði heiminn að fótum sér á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976, væri niður komin. Orðrómur var á kreiki um að rúmensk yfirvöld hefðu rænt henni eftid að hún flúði til Ungveija- lands á miðvikudag. panamískum uppreisnarmönnum ekki hernaðaraðstoð er þeir reyndu að steypa Manuel Antonio Noriega, einræðisherra Panama, í október. Bandaríski vafaaðmírállinn Ed- ward Sheafer sagði síðdegis í gær að uppreisnarmennirnir hefðu hætt loftárásum sínum á forsetahöllina eftir að bandarísku þoturnar skárust í leikinn. Hann vildi ekki upplýsa hversu margar þoturnar hefðu verið en þær komu frá bandaríska herflug- vellinum í Clark Field, norðan við Manila. Fregnir hermdu í gærkvöldi að hermenn hollir Aquino hefðu náð öllum herbúðunum þremur og sjón- varpsstöðvunum tveimur, sem upp- reisnarmennirnir höfðu náð á sitt vald í nágrenni Manila. Hermennirn- ir hefðu búið sig til varnar á götum höfuðborgarinnar. Að minnsta kosti 24 biðu bana í átökunum í gær, þar af ellefu óbreyttir borgarar, auk þess sem 45 særðust. Talið er að foringi uppreisnar- mannanna sé Gregorio Honasan, fyrrverandi ofursti í filippeyska hernum, sem reyndi að steypa Áqu- ino af stóli fyrir tveimur árum. Sjá: „Uppreisnartilraunin á Filippseyjum," á bls. 20. í siðferðisefnum. Jóhannes Páll páfi lagði áherslu á að trúfrelsi væri undirstaða allra mannréttinda og Sovétríkin yrðu eins og önnur stór- veldi að hafna öllum afbrigðum heimsvaldastefnu. „Atburðir und- anfarinna áratuga og eldraunir, sem fólk varð að þola vegna trúar sinnar, eru velþekktar," sagði páfi og minntist í því sambandi á ka- þólsku kirkjuna í Úkraínu. Jósef Stalín bannaði hana 1946 og hefur páfi hvatt Gorbatsjov til að leyfa henni að starfa á ný. Gorbatsjov og páfi ræddust við undir fjögur augu á rússnesku í 75 mínútur, hálftíma lengur en áætlað var. Á blaðamannafundi eftir við- ræðumar sagði Gorbatsjov fundinn hafa verið „einstakan viðburð" og skýrði frá því að ríkin hygðust skiptast á opinberum sendimönnum en frá stofnun Sovétríkjanna hefur ríkt mikil tortryggni og fjandskapur milli Páfagarðs og Kremlveija. Talsmaður páfa sagði fulltrúa ríkjanna myndu hittast til að ákveða hvernig samband yrði tekið upp, m.a. hvort komið yrði á fót sendi- ráðum. 1 Eiginkona Gorbatsjovs, Raísa, olli nokkurri hneykslun hjá embætt- ismönnum páfa þar eð hún klædd- ist ekki dökkum fötum í Páfagarði, hefðum samkvæmt. Hjónin héldu frá Róm til Mílanó og þaðan var haldið til Möltu þar sem Gorbatsjov og George Bush Bandaríkjaforseti munu ræðast við á skipsfjöl um helgina. Sigfús Rogich undirbjó Möltufundinn fyrir Bush: „Forsetinn vildi lítil formlegheit“ Valletta. Frá Önnu Bjarnadóttur, frcttaritara Morgunblaðsins. „FORSETINN ákvað sjálfúr að fúndurinn yrði haldinn um borð í herskipum til að draga úr tækni- og öryggisvandamálum sem fylgja svona fundum," sagði Sigfús Rogich, sem undirbjó leiðtogafúnd George Bush Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjovs Sovét- forseta fyrir hönd hins fyrrnefhda. „Hann vildi að formlegheit yrðu í lágmarki svo-að leiðtogarnir fengju sem mestan tíma til að ræða saman en til þess eru þeir hingað komnir,“ sagði Sigfús í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigfús Rogich, sonur Ragnheið- ar Árnadóttur frá Vestmannaeyj- um, rekur auglýsingastofur í Nevada og Utah en hefur verið í fullu starfi í Hvíta húsinu sem aðstoðarmaður Bush um skeið. Hann skoðaði skipin Belknap og Slava fyrir hönd forsetans og samdi við Sovétmenn um dagskrá leiðtoganna. Frétt í Los Angeles Times segir að fundurinn sé haldinn um borð í skipum til að takmarka aðgang fréttamanna að leiðtogunum og til að forðast að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, steli senunni eins og hann gerði til dæmis þegar hann steig út úr bifreið sinni í Washington á leiðtogafundinum þar og heilsaði mannfjöldanum. George Bush þykir sóma sér best í frjálslegu umhverfi ogþess vegna hafi John H. Sununu, skrifstofu- stjóri hans, og Sigfús Rogich ákveðið að hafa fundinn á herskip- um. Sigfús sagði Morgunblaðinu í stuttu samtali í gær að þetta væru ýkjur, Bush hefði viljað sem minnst formlegheit, eins og áður segir. Vincent Tabone, forseti Möltu, tók á móti Bush á flugvellinum í roki og rigningu í gærmorgun. Bush var þreytulegur. Bandaríska þyrlan sem átti að flytja hann og fylgdarlið 8 km leið til Valletta frá flugvellinum reyndist vera biluð og forsetinn varð að flytja sig yfir í varaþyrlu til að komast leiðar Bush við koinuna til Möltu í gær. sinnar. 1 gærkvöldi kom svo Gorb- atsjov frá Mílanó, tólf stundum síðar en Bush. Stór hópur fólks klappaði og hrópaði: „Við viljum Bush, við vilj- um Bush,“ þegar forsetinn hélt af fundi sínum með Edward Fench- Adami, forsætisráðherra Möltu, í Valletta í gærmorgun. George Bush brosti, veifaði til fólksins og Reuter hélt af stað út í bandaríska flug- móðurskipið Forrestal. Mannfjöld- inn hrópaði: „Eddie, Eddie,“ þegar hann var farinn og dansaði og söng af ánægju með forsætisráð- herra landsins. Sjá „Leiðtogar risaveldanna fúnda á tímamótum í Evrópu- sögunni" á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.