Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 10

Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 10
 I 1 ! 10 MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 í Grafarvogi eru góðar 118 fm íbúðir til sölu. Stórar suður svalir. Þvottahús og geymsla eru á hæðinni. Bílskúr 21 fm fylgir hverri íbúð. Húsið verður tilbúið með vorinu. Upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. ÞU ATT MOGULEIKAAAÐ EIGNAST ÞETTA EINBÝLISHÚS FYRIR100 KR. Fannafold 209. Stærö: 200 nrr Lóð: 670 m . Heildarverð: 15 miíijónír Þú gætir átt það eftir að hreiðra um þig í þessu stórglæsilega einbýlishúsi. - Sjoppuferð eftir sprengimiðanum og framtíð þín getur breyst á einu augnabliki. Bílarnir, utanlandsferðirnar, vélsleðarnirog allt hitt er I íka alveg örugglega sjoppuferðarinnar virði. Freistaðu gæfunnar og fáðu þér miða! Húsið er til sýnis um helgina milli ki. 10 og 18. Lukkutríó björgunarsveitanna 011 9197fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I vv ' L I 0 I U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGItASr Til sölu er að koma m.a. eigna: Nýtt parhús - nýtt húsnlán Nýtt og glæsil. parhús ein hæð 129,2 fm auk bílageymslu 22 fm. íb- hæft ekki fullg. á vinsælum stað f Mosbæ. Frág. lóð. Nýtt 40 ára húsnlán kr. 4,1 millj. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. m/bílsk. Á vinsælum stað í gamla bænum 2ja herb. endurb. íb. á 3. hæð 53,7 fm nettó í reisul. steinh. Laus strax. Endurnýjuð - hagkvæm skipti I gamla góða Austurbænum 3ja herb. íb. á 2. hæð í steinh. 72,6 fm nettó auk risherb. Innr. og tæki að mestu 2 ára. Skuldlaus. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í lyftuh. í Hólahverfi. í þríbýlishúsi við Langholtsveg 4ra herb. aðalh. 93,8 fm nettó. Mikið endurn. Rúmg. lóð. Sanngj. verð. Skipti mögul. á litlu einb. í Smáíbhverfi, Mosbæ eða Kjalanesi. í tvíbýli - allt sér - bílskúr 5 herb. glæsil. efri hæð í tvíbhúsi við Laufás í Gbæ 136 fm. Innrétting að mestu ný. Stór og góður bílsk. 36 fm. Ræktuð lóð. Útsýnisstaður. Eignaskipti möguleg. Með sérþvottahúsi og miklu útsýni Stór og góð 4ra herb. íb. 109,5 fm nettó á 3. hæð við Dalsel. Ný- stands. sameign. Stæði í bílhýsi. Sólsvalir. Glæsilegt endaraðhús við Fljótasel með 6 herb. rúmg. íb. á tveimur hæðum. Á jarðh. má hafa aukaherb. eða litla séríb. Góður sérbyggður bílsk. Eignask. mögul. Góðar rishæðir óskast Traustir kaupendur óska eftir rishæðum 2ja, 3ja og 4ra herb. Ennfrem- ur óskast lítil einstaklíb. í Borginni. Opið í dag frákl. 10-16. Óvenju margir fjárst. kaupendur. AiMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 II Umsjónarmaður Gísli Jónsson Stór fyrirsögn í blaði hófst um daginn á orðunum: „Hund- arnir slógust". Þá rifjaðist upp fyrir mér það sem Kristján skáld frá Djúpalæk sagði í Degi fyrir nokkrum árum. Það var svo: „í sögufrægum átökum milli hunda og lögreglu um daginn var sagt í fjölmiðlum að hundarnir sjálfir hefðu „barist“, á öðrum stað „slegist". í minni sveit höfðu hundar engin barefli. Þeir „flug- ust á“. Þeir höfðu heldur ekki hnefa til að slást með en þeir rifust „eins og hundar“.“ Þá rifjaðist líka upp limrukorn sem þættinum var sent með þakklæti tii'Kristjáns fyrir skrif hans um íslenskt mál. Limran var svona: Spennuhámarkið hlýtur að nást og þá hnefarnir _gijótharðir sjást, - allt dauðvona og hiynjandi af höggunum dynjandi, - þegar hundarnir fara að slást. ■k Mér finnst að orðið jákvæður sé ofnotað til mikilla muna um þessar mundir, jafnvel svo að hið ágæta og yfirlætislausa lýs- ingarorð góður megi fara að vara sig. Sama er að segja um viðbrögð í óeiginlegri merk- ingu. Ef ég flyt ræðu og henni er vel tekið, þá finnst mér að ég (eða efni ræðunnar) hafi fengið góðar undirtektir, ekki ,jákvæð viðbrögð“, á ensku positive reaction(s). ★ I Orðabók Menningarsjóðs (OM) segir um orðið boldang: „þykkt léreftsefni (t.d. röndótt utan um undirsængur o.fl.); segldúkur.“ Um samsetninguna bold- angskvenmaður: „stór, fyrir- ferðarmikil kona, dugnaðar- kvendi.“ Islensk samheitaorðabók (ÍS) þýðir boldang segldúkur, og boldangskvenmaður er þar dugnaðarkvendi, hörkukven- maður, stólpakvenmaður, val- kyrja, brikk. I Blöndal er boldang þýtt á dönsku Bolster, en í Dansk-ís- lenskri orðabók Freysteins Gunnarssonar er það orð þýtt: sængurdúkur, púði, koddi, hæg- indi, bólstur. Þar (í Blöndal) er engin samsetning gefin nema boldangsbuxur. Uppruni orðsins boldang leynir á sér. Það er hvorki hjá dr. Alexander né Jan de Vries. í stóru sænsku orðabókinni fékk ég loks vitneskju undir orðinu buldan sem þeir segja að sé sama og okkar orð boldang. Buldan er svo talið: „grófur tvískeftuvefnaður úr líni, hamp- garni o.fl., sem notaður var í poka, segl og annað, t.d. fatnað, og var þá helst röndótt.“ Svíar telja þetta orð komið úr hol- lensku. Þá er hér annar pistill frá rit- stjóra Flugorðasafhs, Jónínu Margrétu Guðnadóttur: „Stilli- blökur og stýriblökur. Flug- orðanefnd starfar af fullum krafti og eru fundir hennar nú hálft hundrað. Um þessar mund- ir er verið að fást við orðaforða úr loftaflfræði, flugvélasmíði og vélfræði. Orðanefndin tók nýlega fyrir orðaforðá um stjórntæki loft- fara, jafnt þau sem flugmaður handleikur inni í stjórnklefa og hina hreyfanlegu stýrisfleti á vængjum eða stéli er stjórna hreyfingum loftfars og hraða. Föst hefð er komin á ýmis heiti ytri stjórntækja, svo sem halla- stýri, hæðarstýri og hliðar- stýri, en um önnur er oftast notast við enskar slettur. Er þá gjarnan talað um „flapsana", „trimrnið" eða „steibilæserinn" o.s.frv. Reyndar var fyrir löngu farið að kalla flaps íslenska heitinu vængbörð enda lýsir það fyrir- 515.þáttur bærinu ágætlega, en orðanefnd- in hefur iíka rætt um nýyrðið flapi (í flt. flapar). Ekki er frá- leitt að ætla að starfsfólki við flug gengi betur að temja sér notkun þess. Á vængjum og stéli eru litlir stýrisfletir sem ýmist eru til að fínstillá sjálf aðalstýrin eða létta flugmanni stjórnun þeirra, á ensku kallaðir tabs. Nefndin kom sér saman um að kalla þá einu nafni blökur og auðkenna þær síðan eftir hlutverki. Blökur þær er á ensku nefnast trim tabs verða þannig stilliblökur, en control tabs heita þá stýri- blökur. Hingað til hafa „trim tabs“ stundum verið nefndir stýris- stillar, en rökréttara er að nota það um stjórntæki stilliblakanna inni í vélinni, þ.e. fyrir enska hugtakið trim control. Lipur heiti hefur vantað um hinn lárétta og lóðrétta hluta stélsamstæðunnar, á ensku stabilizer og vertical stabilizer eða fin. Orðanefndin leggur til að nota orðið kambur um þessa stélfleti. Lárétti flöturinn ber hæðarstýrið og því eðlilegt að kalla hann hæðarstýriskamb, en kannski mætti nota orðið þver- kambur sem samheiti. Lóðrétti flöturinn hefur hingað til verið kallaður stélkambur og er ekki ástæða til að hrófla við því, en nota mætti samheitið hliðar- stýriskambur þegar samhengi krefst aðgreiningar frá lárétta kambinum.“ Nikulás norðan kvað: ’ Er ég heilann í rakspírarús skerpi, þá ræðst ég nú ekki á nein músgerpi, heldur stimpast við bola sem bágt fær að þola, sagði Kolgrímur heitinn frá Kúskerpi. Spurning í lokin: Hefur orða- sambandið að vera í slagtogi með einhvetjum hlutlausa eða niðrandi merkingu? ■ LIKAMSÞJALFUN með vöð- vateygjum heitir bók eftir dr. Sven-A. Sölveborn sem Orn og Örlygur gefur út í þýðingu lækn- anna Boga Jónssonar og Guð- mundar Arasonar. í kynningu út- gefanda segir m.a.: „Á síðari árum hefur ný aðferð við að þjálfa upp hreyfigetu rutt sér til rúms, svokall- aðar vöðvateygjur, sem leysa hinar hefðbundnu sveifluæfingar alveg af hólmi.“ Árið 1982 kom út í Svíþjóð bók eftir Sven-A. Sölveborn um vöðvateygjur. Bókin hefur síðan verið ein söluhæsta bók þessa ára- tugar þar í landi. Þessi íslenska útgáfa er sautjánda erlenda út- gáfan. ■ STAFIRNIK OKKAR heitir bók, sem Mál og menning gefur út og er ætluð fyrir ung börn sem vilja læra að þekkja stafina. Mynd- ir í bókinni eru eftir Rod Campell. ■ TRILLURNAR ÞRJÁR er bókaflokkur, sem Fjölvi/Vasa gef- ur út. Nú kemur bókin Trillurnar skeinmta sér og fjórar bækur í nýrri ritröð, sem heitir Ævintýr- abækur Trillanna . í þessum bók- um lenda stelpurnar í ævintrýrun- um Rauðhettu, Prinsessunni á bauninni, Nýju fötum keisrarans og Alí Baba og 40 ræningjum. Siggi og Vigga heitir önnur teikni- myndasöguröð, sem Fjölvi/Vasa- gefur.út. Höfundur þessara bóka er Willy Vandersteen og fyrstu fjórar heita: Puti Kuti, Víkingur- inn voðalegi, Fákurinn fljúgandi og Hamagangur á hafsbotni. Og teiknisögudeild Fjölva er líka með Prins Valiant á sinni könnu og nú er sjötta heftið komið út. Það heit- ir Sigling til Svartálfii. Jólaskraut Gjafavörar Búsáhöld Leikföng Peysur RYMINGARSALAN LAUGAVEGI91, í KJALLARA OG Á 2. HÆÐ SÚ BESTA í BÆNUM • STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HLÆGILEGT VERÐ Skyrtur Dragtir Sængurverasett Ferðatöskur Svartar gallabuxur kr. 1.390 Herraúlpur kr. 2.900 Gallapokapils kr. 990 Krampugallar í „neon“litum kr. 2.900 OPIÐ 13-18 VIRKA DAGA 10-16 LAUGARDAGA SIMI 1 32 85

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.