Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 12 Ástralía: Dagbækur úr Islands för 1870 varðveittar Ljósmynd/Matthildur Bjömsdóttir Mr. Philip Jones sýnir Vilbergi Júlíussyni dagbækur C.E. Stirl- ings úr íslandsfor 1870. eftir Vilberg Júlíusson Maður er nefndur Charles E. Stirling, f. 8. sept. 1848 í bænum Strathalbyn í Suður-Ástralíu, skammt frá Adelaide. Hann var elstur átta systkina, snemma bráð- ger og afburða námsmaður. Hann hlaut styrk t.þ.a. nema við Trinity College, Cambridge, aðeins 17 ára gamall. Hann lauk meistaraprófi í náttúrufræði 1869 og læknisfræði 1872. Hann ferðaðist víða um lönd. Sumarið 1870 ákvað Stirling, ásamt félögum sínum N.T. Everard og N. Goodman, að fara í leiðangur til íslands. Þeir komu til Seyðis- fjarðar 14. júní og til Reykjavíkur 17. júní. Þeir dvöldu hér á landi um 3ja mánaða skeið, yfirgáfu Iandið 11. sept. um haustið. Þeir félagar ferðuðust vítt og breitt um landið, fóru m.a. hringinn og komu á hefðbundna ferðamannastaði Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Krísuvík og Snæfellsnes. Þeir gistu í.tjöldum, kirkjum, hjá prestum, embættismönnum og stórbændum. Auk þess kosts sem þeir höfðu með sér lifðu þeir á fugli og fiski. Stirling hélt nákvæmar dag- bækur (í íjórum hlutum) á ferða- laginu. Hann var og drátthagur maður og teiknaði alls 67 myndir (sketches) af landslagi, býlum, kirkjum, fólki og klæðnaði, fuglum, jurtum og áhöldum. Þeir félagar höfðu með sér Uppdrátt íslands Björns Gunnlaugssonar og merktu vandlega inn á fjórðungsblöðin all- ar ferðir sínar. Þá fylgir dagbókun- um veðurfarslýsing fyrir hvern dag, skrá yfir fuglategundir og jurtir, svo og athuganir á vötnum, ám, gróðurlendi, öskulögum og hraunum. Dagbækur Stirlings og félagar hafa kannski fátt nýtt að flytja, sem ekki var áður vitað og þó. Þeir félagar verða að teljast fyrstir erlendra manna t.þ.a. kanna Fiskivötn og svæðið þar um kring. Og það vekur athygli að það er andfætlingur, Ástralíumaður, sem þar er í fararbroddi. Stirling var maður glöggur og athugull. Hann veltir t.d. vöngum yfir stærð Fiskivatna á korti Björns Gunnlaugssonar og dregur í efa umfang þeirra. Eins og kunnugt er kom Björn aldrei sjálfur til Veiði- vatna en hafði sögufróðan bónda sér til aðstoðar við kortlagningu vatnanna. Nítján áram síðar, árið 1889, kemur Þorvaldur Thorodds- en til Fiskivatna. Hann segir svo um þetta atriði: „Staða vatnanna er rétt, en þau þenja sig yfir helm- ingi stærra svæði en rétt er, á uppdrætti Björns. Sögumaður hef- ur miklað fyrir sér stærð þeirra vegna hinna praktísku nota, þ.e. silungsveiðarinnar" (Ferðabók Þorv. Th. II. bindi bls. 259). Það má geta þess til gamans að Charles E. Stirling er sennilega fyrsti og síðasti Ástralinn, sem flutt hefur inn ástralskt lambakjöt og etið uppi í óbyggðum íslands. Eftir tíu ára nám, störf og ferða- lög hverfur Stirling heim aftur til S-Ástralíu og lét til sín taka á mörgum sviðum. Hann var vísinda- maður, læknir, háskólarektor og þingmaður. Hann var víðsýnn mað- ur og raunsær. Hann lét sig barna- verndamál miklu skipta og kven- frelsismál. Hann flutti fyrstur allra frumvarp um kosningarétt ógiftra kvenna (1886). En þekktastur er Stirling fyrir eflingu Þjóðminja- safnsins í Adelaide, en hann var forstöðumaður þess 1884-1912. Deild frumbyggjanna (The Austral- ian Aborigine) eitt stærsta safn muna og minja úr lífi frambyggj- anna er að mestu leyti hans verk. Stirling var aðlaður 1917. Hann lést 20. mars 1919. C.E. Stirling gekk sjálfur vand- lega frá Dagbókum sínum úr Is- landsferðinni og lét gera utan um þær og Uppdrátt Islands sérstakar öskjur. Þannig hafa þær varðveist í hartnær 120 ár í skjalasafni The South Australian Museum í Adel- aide. Einn af safnvörðunum, Mr. Philip Jones, sem lætur sér mjög annt um líf og störf C.E. Stirlings hefur mikinn áhuga á því að dag- bækurnar verði gefnar út á Is- landi. Hann hefur látið endurrita þær og sent hingað til lands. Ut- gáfa er í athugun. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. ojj skreytingarefni Fallcg gjafavara úr tré, járni og sandblásnu gleri. t Opió um helgina i öllum búóunum. Ingólfsstræti 6 • Bankastræti4 • Laugavegi 53 sími 25656 sími 16690 sími20266 Kristskirkja, Landakoti. ■ FÉLAG kaþólskra leikmanna efnir til aðventukvölds í Krists- kirkju, Landakoti, annað kvöld, sunnudaginn 3. desember, kl. 20.30. Dagskrá aðventukvöldsins er á þessa leið: Úlrik Ólason kirkju- organisti leikur á kirkjuorgelið, Ásgeir H. Steingrímsson leikur á trompet, séra Hjalti Þorkelsson flyt- ur prédikun, Dariusz Korcz leikur á lágfiðlu, Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les upp, Barnakór Landa- kotsskóla syngur, Hátíðakór Krists- kirkju syngur, séra Jakob Rolland les jólaguðspjallið, Ásgeir H. Steingrímsson leikur aftur á tromp- et og að lokum syngja kirkjugestir saman latneska jólasönginn Adeste fideles. Meðan guðspjallið er lesið og Adeste fideles sungið, halda kirkjugestir á tendruðum kertum. Allir era velkomnir á aðventukvöld- ið. LANDSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa gefið út listaverkaalmanak fyrir árið 1990. Almanakið er unnið í samvinnu við félaga í íslenskri grafík, eins og fimm undanfarin ár, og prýða það þrettán litprentað- ar grafíkmyndir eftir íslenska lista- menn. Listamennirnir eru Sigrún Eldjárn, Kristjana Samper, Edda Jónsdóttir, Ingunn Eydal, Daði Guðbjörnsson, Jón Reykdal, Að- alheiður Skarphéðinsdóttir, Þórður Hall, Eyþór Stefánsson, Richard Valtingojer, Ingiberg Magnússon, Jónína Lára Einars- dóttir og Jenný Guðmundsdóttir. ■ HEIMAMERKIN svokölluðu sem setja má á skráningarnúmer bíla eru nú til sölu hjá Bifreiða- skoðun íslands hf. og á bensín- stöðvum. Þessi merki eru skjaldar- merki kaupstaðar eða sýslu og eru límd á þar til gerðan reit fremst á númeraspjaldinu. Karl Ragnars forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands segir að áhugi sé fyrir notkun þess- ara merkja enda séu þau falleg og fólk vilji gjaman kenna bíla sína við byggðarlag sitt. Hvítmálað með rúmfataskúffu stærð 74X160 sm FURU HÚSIÐ Grensásvegi 16 108 Reykjavlk Slmi 687080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.