Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Sinfóníu- tónleikar _______Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Sjöttu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í Háskólabíó sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru verk eftir Kjart- an Olafsson, Carl Nielsen og Beet- hoven. Einleikari var Einar Jóhann- esson, klarinettuleikari og stjórnandi Colman Pearce. Tónleikarnir hófust á frumflutn- ingi fyrsta hljómsveitai’verks ungs tónhöfundar, Kjartans Ólafssonar, sem er að ljúka námi í tónsmíðum frá Sibelíusarakademíunni í Hels- inki. Áður hafa verið flutt rafverk og kammerverk eftir Kjartan en í þeim hefur komið glögglega fram að hann er átaksmikill könnuður og hefur sterka tilfinningu fyrir leik- rænum andstæðum. Kjartan nefnir verk sitt Reflex, sem getur þýtt margt, endurspeglun, viðbrögð við áreiti og hvernig viðkomandi hrekk- ur undan þeim. Tónefnið minnir á hugmyndir þær sem Boulez hefur sett fram, en það er meining hans, að hugmyndagrunnur tónverks geti alveg eins verið andstæður í tónhæð hljóða, án lagferlistengsla, andstæð- ur í styrk og hraða án háttbundinn- ar hrynskipunar, eins og fyrrum var talið nauðsynlegt, þ.e. að binda þessa grunnþætti í eftirhermanlega og háttbundna tónskipan. í verkinu Reflex fæst Kjartan við ýmsar gerðir hljóða og hefur byggt upp heilsteypt hljóðverk, víða með sterkum andstæðum, röð hljóðat- burða sem í heild mætti kalla hljóð- leikrit, er aðeins á eftir að mynd- gera. Reflex er gott verk og góð byrjun hjá Kjartani. Ánnað viðfangsefnið á tónleikun- um var Klarinettukonsert eftir Carl Nielsen, sem Einar Jóhannesson lék af glæsileik og innlifun. Verkið sjálft er af tónlistarsagnfræðingum ekki talið með öllu gallalaust, bæði hvað snertir formskipan og úrvinnslu hug- mynda, en fyrir klarinettið er það býsna erfitt. Þar sýndi Einar að hann er ekki aðeins frábær teknik- er, heldur og listamaður sem gefur tækninni lit innlifunar og ástríðu, magnaða galdri listamennskunnar. Verkið er hrynrænt nokkuð erfitt fyrir hljómsveitina og þar vantaði nokkuð á, eða eins og mætti orða það á málvöndunarári, að „tæmingin hafi ekki verið í fókus“. Það vantaði sem sé, t.d. í seinni hluta verksins, þá nákvæmni í tóntaki sem veldur því að menn eru ekki aðeins sam- taka í tóntaki, heldur að hver tónn öðlast sérstaka hrynræna skerpu. Þetta telst vera verk hljómsveitar- stjórans, svo sem kom fram í fjórðu Beethovens, að mótun hans var á „mjúku“ nótunum, þannig að í verk- ið vantaði allt óþol og alian kraft. Það leið áfram í þægilegri og hljóm- þýðri mýkt svo að útkoman var skap- laus Beethoven. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Örn og Örl- ygur hefur gefið út bókina Þytur í laufi eftir Kenneth Grahame. Hér segir frá Molda moldvörpu, Rabba rottu, Fúsa froski og fleiri dýrum í Villiskógi. Á hverri blaðsíðu bókarinnar eru litmyndir eftir Rene Cloke. ■ SKJALDBORG HF. hefur gef- ið út bókina Fyrsta talnabókin mín í þýðingu Guðmundar Jóns- sonar . Þessari bók er ætlað að aðstoða ung börn við að læra að þekkja tölur og hafa gaman af þeim. VEISLUELDHÚSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur oo öll áhold. • Veisluiáðoiöl. • Salarleiga. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur, kransakfikur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 Einar Jóhannesson Helgi Hálfdanarson: í GÆRKVÖLD í dag (30.11.) hef ég hvað eft- ir annað heyrt þuli útvarpsins segja ígærkvöldi þar sem ég hygg að mörgum þyki eðlilegra að segja / gærkvöld á sama hátt og 'sagt er: í kvöld, í fyrrakvöld, í dag, í gærdag, í fyrradag, í morgun, í nótt, í fyrrinótt, í vor, í sumar, í haust, í vetur. í öllum þessum dæmum stjórnar / þolfalli. Ekki er þó sjálfsagt að sú regla hljóti að vera án undantekninga; og þess ber að geta, að orðabók Sig- fúsar Blöndals tilgreinir einungis / gærkvöldi, þó að í engu hinna dæmanna væri þágufall hugsan- legt; en orðabók Árna Böðvars- sonar tilgreinir hvorttveggja, / gærkvöld og / gærkvöldi. Ætla má að þessi þágufallssýki sé til komin síðar. Orðabók Fritzn- ers tilgi'einir mörg forn dæmi um ígærkveld (úr Fornmanna sögum, Fóstbræðra sögu, Laxdælu, Fom- aldar sögum Norðurlanda, Sturl- ungu), en ekkert dæmi um í gær- kvöldi. Enn fremur nefnir Fritzner orðmyndina / gjárkveld og getur þar eins dæmis um þágufall; hann segir þar: „í gearkveldi (= í gær- kveld ...).“ Af þessu má sjálfsagt ýmislegt álykta. Sjálfur hef ég aldrei á langri ævi sagt annað en í / gær- kvöld, sem> ég þykist hafa lært í barnæsku norður í Skagafirði. Og þegar ég heyrði þulina margsegja ígærkvöldi, þá lét það mér undar- lega í eyrum. Kannski er bezt að þar haldi hver sínu. En á það vil ég benda, að við þolfallssinnar höfum nokkuð til okkar máls. GLÆSILEG, FJARSTÝRÐ HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA X - 9 0 0 Okkur tókst að útvega eina sendingu af þessumfrábœru samstœðum fyrir jólin á sérstaklega hagstœðu verði. Þeir sem fyrstir verða geta nú eignast alvöru hljóm- tæki með stórkostlegum afslætti. GÍeðilegt jóla- tilboð frá Japis. IVI A G N A R I 60 wött sínus vid S ohm, fjarstýring G E I S L A S P I L A R I 1H bita, fjórfalt lciðrcttingar- kcrfi, fjarstýring Ú T V A R P FM-stcrco, LB, MB, 24 stöðva minni, fjarstýring K A S S E T T U T Æ K I Tvöfalt mcö raðspilun, tölvu- stýrt, dolby, fjarstýring P L Ö T U S P I L A R I Alsjálfvirkur mcð T4P tón- ltöfuð, tjarstýring H í l T A L A R A R 60 wött, scrhannaðir fyrir gcislaspilara F J A R S T V R I N G 23 liða. Stýrir öllum tækjum stæðunnar JAPISS BRAUTARHOLTI 1 KRINGLUNNI, AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.