Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
Boomerang J.B.H.
eftir ÓlafG.
Einarsson
Ræða Jóns Baldvins Hannibals-
sonar í vantraustsumræðunum var
einhver sú mesta andstyggð, sem
ég hef heyrt á Alþingi. Hún var
óþverrasamsetningur frá upphafi
til enda, í raun ekkert annað en
svívirðingar um formann Sjálf-
stæðisflokksins.
Slíkar eru varnirnar sem for-
maður Alþýðuflokksins grípur til
þegar illa er komið fyrir honum
sjálfum.
Auðvitað veit Jón Baldvin
Hannibalsson eins vel og sjálf-
stæðismenn að stuðningslið ríkis-
stjórnarinnar er tvístrað í afstöð-
unni til EFTA/EB-viðræðnanna.
Honum hefur sjálfum mistekist að
sameina stjórnarliðið um stefnu
sína. Hann vissi líka vel að sjálf-
stæðismenn voru reiðubúnir til
samstarfs um lausn, sem hann
sjálfur lagði til. Samt leyfir hann
sér að tala sem svo, að Sjálfstæðis-
flokkurinn íjúfi áratuga hefð um
samstöðu lýðræðisafla. Það gerði
hann einmitt sjálfur með því að
meta meira samstarfið við Al-
þýðubandalagið.
„Samþjöppun aðila
ríkisstjórnarinnar í
eina heild gerir líka
kjósendum auðveldara
fyrir en áður að velja.
Yalið stendur um
óbreytta stjórn — eða
Sjálfstæðisflokkinn.“
í þessum umræðum tókst Jóni
Baldvini Hannibalssyni það, sem
ekki er algengt, þ.e. að ganga
lengra í persónulegum svívirðing-
um áformann Sjálfstæðisflokksins
en Ólafur Ragnar Grímsson. Það
er afrek út af fyrir sig.
Um aðra þá, sem tóku þátt í
þessari ófrægingarherferð gegn
Þorsteini Pálssyni, er svo sem lítið
að segja. Páll Pétursson var sjálf-
um sér líkur og notaði sinn venju-
lega orðaforða.
í annað sinn á þessu hausti
heyruðum við í hinni nýju stjörnu
Borgaraflokksins, Ásgeiri Hannesi
Eiríkssyni. Honum tókst nú að
ganga lengra í ósæmilegum mál-
flutningi en í hið fyrra sinn. En
sómi ríkisstjórnarinnar er í sam-
ræmi við málflutning þessa liðs-
manns hennar.
Stjórnarliðar segja að van-
trauststillagan hafi þjappað þem
sarhan. Það er eflaust rétt. Án
hennar hefðu þeir ekki ákveðið
sama daginn og tillagan skyldi
rædd að virðisaukaskattur yrði í
einu þrepi, einkum þegar haft er
í huga að allir vildu þeir tvö þrep.
Þeir hefðu heldur ekki haft kjark
til að hækka staðgreiðsluskattinn
í 40%.
Þessi ríkisstjórn er sú óvinsæl-
asta í samanlagðri íslandssög-
unni. Kjósendur eiga heimtingu
að vita, hveijir styðja hana á Al-
þingi. Það hefur ekki verið Ijóst.
M.a. þess vegna var vantraust-
stillagan flutt. Þetta var eina leið-
in til að koma þeirri vitneskju til
fólksins. Og nú vita það allir. Nú
þýðir ekkert lengur fyrir Hjörleif,
Karvel, Ólaf Þ., Skúla, Árna Gunn-
arsson, Guðmund G. o.fl. að þykj-
ast vera á móti stjórninni. Þeir
styðja hana í öllum óhæfuverkun-
um.
Vantrauststillagan kann að
hafa þjappað stjórnarliðum saman.
Það er hins vegar alveg víst að
Ki\n9um........
.QtðUI
i Kt'n9'un
ö s„nSui \ö\a'°fe
“frtWc)Isson»énu.
KveiW a' sKunna'
iómsve^tfs s6Kn
Tn v
„ ccUÖl3
ÍKÓ'ÓWntun^nEgtte
\ und*'Lw«rarensen
(auW" 6, sinlónwn'!
Fé,alaKKú''o6''"
'e'KÍ>
\ daé eT oí
■Æk.
Sí ‘ Laugardag!n l6. dei
Laugardaginn 16
pmmtudag.nnf1-
Laugard-
ió studaga-
á&serc^eX-
liöti'K'1®
opíö4,1 kl-2r
,Piö tn “if1
’ opiðti'X'- 23
HttosW®1
b,WStŒÓ'
Ólafur G. Einarsson
hinar ósvífnu árásir stjórnarliða á
Þorstein Pálsson verða til að
þjappa sjálfstæðismönnum að baki
honum. Þannig verður málflutn-
ingur Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar og félaga sannkallað boomer-
ang í höndum þeirra.
Samþjöppun aðila ríkisstjórnar-
innar í eina heild gerir líka kjós-
endum auðveldara fyrir en áður
að velja. Valið stendur um
óbreytta stjóm — eða Sjálfstæðis-
flokkinn.
Höfundur er formnður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
m AÐAL VINNINGAR í Happ-
drætti Krabbameinsfélagsins eru
þijár bifreiðar af gerðinni Subaru
Legacy Station. Einnig eru fjórir
500.000 kr. vinningar til bílakaupa
að eigin vali, þijátíu og þrír vinning-
ar á 100.000 kr. hver og loks sextíu
vinningar á 50.000 kr. hver. Heild-
arverðmæti vinninga er 12,5 millj-
ónir króna. Haldið er áfram á þeirri
■ LJÓSIN verða tendruð á stóru
jólatré í Kringlunni í dag kl. 11.
Verslunin Byggl og búið hefur
gefið jólatréð, en Ástríður Thorar-
ensen borgarstjórafrú kveikir á
því. Hún afhendir jafnframt fjár-
framlag til Barnaspítala Hrings-
ins, sem er afrakstur þess sem safn-
ast hefur í gosbrunna Kringlunnar
á þessu ári. Kór Öldutúnsskóla
syngur við athöfnina undir stjórn
Egils Friðleifssonar. í dag munu
félagar úr Sinfóníuhljómsveit
æskunnar spila í göngugötu
Kringlunnar, trúðar koma í heim-
sókn og hljómsveitirnar Síðan
skein sól og Bítlavinafélagið
kynna nýjar plötur. Verslanir í
Kringlunni verða opnar í dag til
kl. 16, en veitingastaðir eru opnir
fram á kvöldið.
■ JÓLASÝNING FÍM hefst í
sýningarsal félagsins að Garða-
stræti 6 kl. 15 í dag. Margir þekkt-
ir myndlistarmenn, eldri og yngri,
taka þátt í sýningunni, sem er sölu-
sýning. í tilefni opnunarinnar verð-
ur vönduð dagskrá með upplestri
og tónlist, jólaglögg og piparkök-
um. Björn Th. Björnsson les úr
nýútkominni bók sinni „Sandgrei-
farnir", sem eru æskuminningar
höfundarins. Jónína Michaelsdótt-
ir les úr bók sinni um Tove Engil-
berts „Eins manns kona“. Jóhanna
Þórhallsdóttir syngur og Guð-
björg Siguijónsdóttir leikur með
á píanó. Samsvarandi dagskrá mun
verða allar helgar meðan sýningin
stendur, en þenni lýkur föstudaginn
12. janúar. I desember verður opnað
kl. 14 alla virka daga.
braut að gefa vinningshöfum svigr-
úm til að ráða vinningum. Ágóðinn
af Happdrætti Krabbameinsfé-
lagsins er sem fyrr ein af megin-
stoðunum undir starfsemi samtak-
anna sem nú eiga að baki fjörutíu
ára baráttu gegn krabbameini og
fyrir hagsmunum krabbameins-
sjúklinga.
Þessir bílar eru meðal vinninga í Happdrætti Krabbameinsfélagsins.
Þorgrímur Starri
í Garði sjötugur
í dag, 2. desember, er Starri í
Garði sjötugur. Það veit ég svipað
með tveimur Þorgrímum, og eru
þó 1000 ár milli þeirra, hve seinir
þeir gátu reynst til nafnfestu. Fáir
samtímamenn hefðu kannast við
Þorgrím bónda Þorgrímsson á
Helgafelli, sem hét reyndar Snorri
goði. Svipuðu gegnir um afmælis-
barn dagsins, Þorgrím Björgvins-
son, sem heitir réttu nafni Starri í
Garði. Snorri goði þótti vitur mað-
ur, en ég ætla að Starri taki nafna
sínum fram að gáfum því hann er
af Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt.
Hvergi finn ég þess stað í Gísla-
| sögu, Eyrbyggju né Víga-Styrssögu
að Þorgrímur Snorri hafi verið
skemmtilegur, en Þorgrímur Starri
er það.
i Enn kemur það til álita í þessum
mannjöfnuði að eina góða vísan ort
í grennd við Þorgrím Snorra var
sú sem Víga-Styr gamli kvað við
Halldór litla son hans og eggjaði
hann að koma út með sér til þess
að drepa ráðsmanninn á Helgafelli,
en Þorgrímur Starri er forkostulega
gott skáld sjálfur. Svo má það held-
ur ekki kyrrt liggja að ég ætla að
Þorgrímur Starri njóti betra kvon-
fangs þar sem hún Jakobína er.
Að allra síðustu þykist ég nú sjá
af samánburðinum að Þorgrímur
Starri sé ofan í kaupið öllu hugrakk-
ari maður en Þorgrímur Snorri, og
á enn fleiri sviðum persónuleikans
tekur Þorgrímur Starri hinum fram
því hann er hreinskiptinn maður og
vinur vina sinna, sem mér finnst
mjög gott því ég er einn af þeim.
Stefán Jónsson