Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 20
rs 20 686 f fl33M383a .2 aUOAOHAOUAJ GIGAjaVÍUOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Valdaránstilraunin á Filippseyjum Honasan telur Corazon Aquino taka of vægt á kommúnistum Manila. Reuter. GREGORIO „Gringo" Honasan, sem talinn er hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni á Filipps- eyjum, er fyrrverandi ofursti og telur sitt helsta hlutverk vera að afstýra því að kommúnistar komist til valda i landinu. Hann sakar Corazon Aquino, forseta landsins, um að hafa tekið of vægt á kommúnistum og reyndi að steypa henni af stóli árið 1987. Honasan er hatrammur and- stæðingur kommúnista og leggur áherslu á að hermenn viti fyrir hveiju þeir beijist. Hann var einn af leiðtogum RAM, hreyfingar sem ungir herforiiigjar stofnuðu árið 1981 til að beijast fyrir umbótum innan hersins. Þeir vildu binda enda á spillingu innan hersins og að aldraðir hershöfðingjar og stuðningsmenn Ferdinands Marc- osar, þáverandi forseta, drægju sig í hlé. Honasan var helsti ráðgjafi Ju- ans Ponce Enrile varnarmálaráð- herra þegar þeir ásamt yfirmanni hersins, Fidel Ramos, ákváðu árið 1986 að steypa Ferdinand Marcos af stóli. 300 félagar í RAM tóku þátt í uppreisninni og hrakti þetta fámenna lið Marcos til Hawaii. Honasan var hylltur sem hetja eft- ir uppreisnina. Þegar Aquino tók við völdunum ákvað hún að láta leiðtoga kómm- únista lausa úr fangelsi og heíja samningaviðræður við skæruliða. Því reiddust herforingjarnir sem komu henni til valda. Árið eftir uppreisnina gegn Marcos stjómaði Honasan árásum 2.500 hermanna á forsetahöll Aqu- ino, mikilvægar herbuðir og sjón- varpsstöðvar. 53 menn biðu bana og rúmlega 300 særðust í valda- ránstilrauninni. Honasan fór í felur en fannst þremur mánuðum síðar undir rúmi ungrar stúlku í Manila. Svo virtist sem hann ætti sér ekki viðreisnar von. Hann var rek- inn úr hernum, lýstur föðurlands- svikari og í gæslu í herskipi, sem • Júlí 1986: Um 400 hermenn, sem styðja Marcos, ná Manila- hóteli á sitt vald og lýsa því yfir að ný stjórn, undir forystu Artu- ros Tolentinos fyrrum utanríkis- ráðherra í stjórn Marcosar, hafi tekið við völdunum. Uppreisnin er kveðin niður eftir 38 klukku- stundir og Aquino veitir uppreisn- var við akkeri á Manila-flóa. Hon- um tókst þó að flýja frá skipinu á fleka í fyrra. Þótt valdaránstilraunin fyrir tveimur árum hafi mistekist talaði armönnunum sakaruppgjöf. Þeirra á meðal eru fjórir hers- höfðingjar. • 'Janúar 1987: Um 300 her- menn, stuðningsmenn Marcosar, ná einkasjónvarpsstöð í Manila á sitt vald og halda henni í tvo daga áður en þeir gefast upp. Upplýst er að Marcos hafði í hyggju að Honasan opinskátt um að hann myndi reyna á ný að steypa Aqu- ino. „Það er erfitt verkefni, en þannig eru nú allar byltingar," sagði hann í blaðaviðtali. koma aftur til Filippseyja. • Apríl 1987: Fámennt herlið, sem styður Marcos, leggur undir sig höfuðstöðvar hersins í einni af útborgum Manila. Uppreisnin er bæld niður eftir átta klukku- stundir. Einn uppreisnarmaður bíður bana. • Ágúst 1987: Gregorio Honas- an stjórnar uppreisnartilraun 2.500 hermanna, sem lýkur með miklum blóðsúthellingum. Reuter Uppreisnarmenn á leiðinni frá Villamor-herbúðunum til höfuðstöðva stjórnarhersins í Aguinaldo- búðunum á Filippseyjum. Talið er að Gregorio Honasan, fyrrum ofiirsti, hafi staðið fyrir uppreisn- artilrauninni. Yfirlit yfir valdaránstilraunirnar Manila. Reuter. Valdaránstilraunin á Filippseyjum, sem hófst í fyrradag, var sú fimmta frá því Corazon Aquino forseti komst til valda eftir uppreisnina gegn Ferdinand Marcos í febrúar árið 1986. Hér er yfirlit yfir þær fyrri: Reuter Mynd, sem lögreglan hefur dreift, af manni sem grunaður er um aðild að morðinu á Herr- hausen. ■ FRANKFURT. Á annan tug þúsunda bankamanna fóru í sorgar- göngu um miðborg Frankfurtar í gær til að minnast Alfreds Herr- hausens, sem myrtur var þar í borg í fyrradag. Herrhausen beið bana í sprengjutilræði skammt frá heimili sínu. Vitni segjast hafa séð tvo menn við sprengjustaðinn og fullyrða að annar þeirra hafi verið 31 árs eftirlýstur hryðjuverkamað- ur, Christoph Seidler, sem er liðs- maður í Rauðu herdeildunum, hryðjuverkasamtökunum illræmdu. ■ NÝJA DELHI. Vishwanath Pratap Singh, nýkjörinn leiðtogi Þjóðarfylkingar- innar, var út- nefndur forsætis- ráðherra Ind- lands í gær og sver hann emb- ættiseið í dag. Hefur hann 30 daga frest til að tryggja sér þing- meirihluta. Flokk- ur hans hefur 144 sæti á þinginu, þar sem 545 menn sitja. Hefur hann fengið loforð um stuðning frá þremur flokkum með ólíka afstöðu og skoðanir; Janata- flokknum, sem hefur 88 þingmenn, og tveimur kommúnistaflokkum. Vafasamt þykir að stjórn Singhs sitji lengi. ___Blóm___ _Gjafavara_ SkreytingaL_ EB-EFTA: Finnar vilja sameinast Evrópu á sérkjörum Afskorin blóm, pottaplöntur, þurrskreytingar. Mikið úrval af hverskonar gjafavöru, gler, keramik og koparmunir. Skreytingar við öll tækifæri. Aðventukransar og efni í aðventukransa. (feBLÓM Afgreiðslutími. alla daga frá kl. 9-21, sumudaga kl. 13-21. ÁLFABAKKA 12 • S. 79060 Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNAR vilja sameinast Vestur-Evrópu efhahagslega. Finnska ríkisstjórnin gerir þó ráð fyrir nokkrum skilyrðum sem eiga að tryggja sjálfstæði Finna gagnvart Evrópubandalaginu (EB). Þessi skilyrði felast aðallega í því að takmarka rétt útlendinga til að eignast náttúruauðlindir í Finnlandi. Einnig á að tryggja sérstöðu Álandseyja en þar mega ekki einu sinni finnskir meginlandsbúar eiga fasteignir eða reka fyrirtæki. Verða þessi sjónarmið kynnt í viðræðum fulltrúa Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB. Finnska þjóðþingið tekur á næstu finna EB í Brussel. Miðflokksmenn dögum ákvörðun um stefnu Finna í þeim viðræðum EFTA og EB sem stefna að sameiginlegu efnahags- svæði í Vestur-Evrópu (EES). Ríkisstjórnin hefur gefið þinginu skýrslu um stöðu málsins. Stjórnin hefur tryggan meirihluta á þingi og er því víst að hún fær umboð til frekari viðræðna við EB. Vegna þeirrar samstöðu sem virðist ríkja um stefnuna hefur þingið aðallega rætt um hvernig ríkisstjórnin hefur staðið að undirbúningi málsins en minna um sjálf málefnin í skýrsl- unni. Hafa bæði þingmenn jafnaðar- manna og einkum þingmenn stjórn- arandstöðunnar gagnrýnt ríkis- stjórnina fyrir að hafa undirbúið málið án þess að hlýða á rödd þjóð- kjörinna fulltrúa. Miðflokksmenn, sem sækja fylgi í sveitir landsins, eru þeirrar skoðunar að ríkisstjórn- in sé að ganga beint að óskum skrif- telja eðlilegt að þjóðþingið taki ákvörðun um skilyrði, áður en um- ræður við EB hefjast. Pertti Salolainen utanríkisráð- herra er meðal þeirra innan ríkis- stjórnarinnar sem hafa undirbúið samskipti Finna og EB. Hánn bend- ir gagnrýnendum á að EB vilji samskonar réttindi hjá Finnum og þeir vilja hjá EB. Hann og ríkis- stjórnin hafa fært rök fyrir því að Finnar geti ekki aðeins borðað „rúsínuna í pylsuendanum" heldur verði að borða alla pylsuna. EB- umræðan í Finnlandi hefur í haust og raunar um alllangt skeið einmitt snúist um þessar „rúsínur". Ríkis- stjórnin hefur nú endanlega tekið þá afstöðu að „rúsínu“-stefnan svo- nefnda sé röng. Ríkisstjórnin vill að Finnar taki fullan þátt í þeim viðræðum sem eiga að hefjast milli EFTA og EB í desember. Stefna Finna hefur lengi verið að EFTA-ríkin eigi að mæta EB sem ein heild en ekki hvert ríki fyrir sig. í skýrslu ríkis- stjðrnarinnar er tekið skýrt fram að EFTA-ríkin þurfi að taka sam- eiginlegar ákvarðanir með EB en ekki aðeins fylgja þeim fyrirmælum sem EB-ríkin hafa samþykkt sín á milli. Til þessa hafa fáir útlendingar dvalið í Finnlandi og stafar þetta m.a. af því að útlendingalögin eru mjög ströng. Tilkoma evrópska efnahagssvæðisins hefði í för með sér atvinnufrelsi allra íbúa EES- ríkjanna innan þess. Nokkrir þing- menn Landsbyggðarflokksins eru andvígir áætlun ríkisstjórnarinnar vegna ótta við fjöldaflutninga út- lendinga til landsins. Formlega stendur flokkurinn hins vegar með stjórninni og á hann ráðherra í henni. Vinstri menn eru hins vegar mjög varkárir að því er varðar félagslega þætti samstarfsins við EB. Þeir benda á að EFTA-löndin séu að meðaltali ríkari og hafi betri félags- lega þjónustu en EB-löndin. Jafnað- armenn og vinstri sósíalistar ieggja þess vegna áherslu á að halda þeim félagslegu réttindum og hlunnind- um, sem nú eru í gildi í Finnlandi og annars staðar á Norðurlöndun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.