Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER Í989 21 Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalags: Þetta er ekki ríkis- stjóm að minu skapi Ekki ánægður, sagði Skúli Alexandersson (Abl-Vf) Fjórir þingmenn stjórnar- flokkanna, Hjörleifur Guttorms- son (Abi-Al), Karvel Pálmason (A-Vf), Skúli Alexandersson (Abl-Vl) og Stefán Valgeirsson (SJF-Ne) gerðu sérstaka grein fyrir atkvæði sínu við nafhakall um vantrauststillögu á ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar. Þeir greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en höfðu all- ir uppi nokkra fyrirvara um stuðning sinn við ríkisstjórnina. Greinargerðir þeirra fara hér á eftir. Vonbrigði með ríkisstjórnina Hjörleifur Guttormsson gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu um vantrauststillögu á ríkis- stjórnina: „Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar settist á stóla 1988, Ég varð fyrir vonbrigðum með störf þeirrar stjórnar, einkum í byggða- málum. Ég greiddi atkvæði gegn því að breytt yrði um ráðuneyti á síðastliðnu hausti og því olli staða mála í þeirri stjórn sem áður sat. Samkennd mín með núverandi ríkis- stjórn hefur farið minnkandi síðan, vegna þess hvernig hún heldur á stórum málum og hvernig einstakir ráðherrar haga störfum sínum. Það er ekki ríkisstjórn að mínu skapi, þar sem utanríkisráðherrar láta hefja framkvæmdir við nýjan hernaðarflugvöll þegar öll jieims- byggðin talar um afvopnun. Ég finn ekki til samkenndar með ríkisstjóm þar sem helzta nýbreytnin í at- vinnumálum er að koma upp er- lendu risaálveri við bæjardyr Reykjavíkur. Á afdrifaríkustum villigötum er hinsvegar ríkisstjórnin í svonefnd- um Evrópumálum þar sem verið er að strekkja inn í evrópskt efnahags- svæði, inn í fordyri Evrópubanda- lagsins. Um það stóra mál er rætt hér af einstökum ráðherrum með lítilli virðingu fyrir staðreyndum og þess utan af stráksskap, eins og heyra mátti j málflutningi utanrík- isráðherra. Ég hlýt að nefna það hér að sjálfur lýsti hann því yfír opinberlega í september síðastliðn- um að hann teldi nauðsynlegt að leita umboðs Alþingis áður en geng- ið yrði til formlegra samningavið- ræðna. Ég er andvígur þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markaði í gær í þessu stóra máli og tel hana ekki aðeins varhugaverða heldur hættu- lega. Hér í þingsalnum sitja þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ætli þeir vilji ganga skemur en utanríkisráðherr- ann í að nálgast Evrópubandalagið? Nei, ætli löngunin sé ekki álíka, eða Stefán Valgeirsson máske meiri, að komast inn úr for- dyrinu hjá Evrópubandalaginu. Virðulegi forseti. Málstaður sá sem Alþýðubandalagið hefur lengst af staðið fyrir á í vök að veijast í þessari ríkisstjðrn. Það hefur hallað undan í vaxandi mæli. Aðild flokks- ins að þessari ríkisstjórn hlýtur að mínu mati að ráðast af því hvern veg til tekst á næstu mánuðum í þeim stóru málum, sem stuðnings- fólk Alþýðubandalagsins ber mest fyrir bijósti. Ég tel ekki rétt nú, af tilefni þessarar tillögu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hér frumkvæði að, að lýsa mig frá ábyrgð á þessari ríkisstjórn. Ég mun enn um sinn leitast við að styðja ráðherra flokks- ins í erfíðri stöðu þeirra í ríkisstjórn- inni. Verði breyting á þessari af- stöðu minni mun það ekki fara fram hjá neinum hér á háttvirtu Alþingi. Ég segi nei.“ Ýmislegt farið úrskeiðis Orð Karvels Pálmasonar (A-Vf) voru þessi: „Þegar núverandi hæstvirt ríkis- stjórn var mynduð þá gerði ég þá grein fyrir afstöðu minni að ég væri á engan hátt skuldbundinn henni, en myndi láta málefni ráða afstöðu minni til hennar og greiða atkvæði hér á Alþingi samkvæmt sannfæringu minni, eins og stjórn- arskrá íslenzka lýðveldisins gerir ráð fyrir að háttvirtir þingmenn virði, og því mun ég halda áfram. Mér er ljóst að ýmislegt hefur farið úrskeiðis — og ekki síður áður — í stjórn landsins og valdið mörgum vonbrigðum, þar á meðal mér. En sú tillaga sem hér er til afgreiðslu frá oddvitum Sjálfstæðisflokks, Kvennalista og fijálslyndum hægri mönnum um að demba þjóðinni nú Karvel Pálmason og á þessum árstíma og í ljósi að- stæðna í þjóðfélaginu út í kosningar er ekki bara dómgreindarleysi held- ur líka algert ábyrgðarleysi og nán- ast tilræði við þjóðfélagið. Slíkt er gert í tilfínningalegu uppnámi og Hjörleifúr Guttormsson eigin vanmati. Það er öllum ljóst að þessir aðilar hafa á engan hátt nema síður sé vitkazt í baráttunni gegn þeim vanda sem sumir af þeim sjálfum hafa skapað og þjóðin á við að glíma. í ljósi þessara stað- reynda segi ég nei.“ Hallar á landsbyggð og atvinnulíf Skúli Alexandersson (Abl-Vl) gerði svohljóðandi grein fyrir at- kvæði sínu: „Ég er ékki ánægður með það, hvernig til hefur tekizt síðustu 14 mánuði um ástand okkar aðalat- vinnuvegar og landsbyggðarinnar hjá núverandi og fyn-verandi ríkis- stjórn. Óánægja mín er þó ekki svo mikil að ég taki undir með þeim, sem telja góða lausn að fara nú út í kosningar, að ósamþykktum fjár- lögum fyrir árið 1990, ófrágeftgnu STUTTAR ÞINGFRETTIR Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um heilbrigðis- þjónustu. Frumvarpið tengist þeirri verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga sem gildi tekur um nk. áramót. Nýir Islendingar: A frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgara- réttar, sem nú er til meðferðar í fyrri þingdeild, eru 33 nöfn. Námsgagnastofnun: Fram hef- ur verið lagt stjórnarfrumvarp um Námsgagnastofnun. Helztu breyt- ingar: 1) Níu manna námsgagna- stjóm í stað sjö. 2) Forstjóri skipað- ur til fimm ára í senn. 3) Deildar- skipting og skipulag starfsemi skal ákvarða í reglugerð. 4) Nánari ákvæði um þróun námsgagna með könnunum og rannsóknum. Skólamáltíðir: Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) og fleiri þing- menn Framsóknarflokks flytja til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fram lagafrum- varp er tryggi að komið verði á máltíðum í hádegi í öllum grunn- skólum landsins haustið 1990.“ Framkvæmdaáætlun fyrir fatlaða Síðastliðið eitt og hálft ár hefur félagsmálaráðuneytið unnið að könnun og skráningu á þjónustu- þörf fatlaðra - í öllum landshlutum. Könnunin og skráning vóru for- sendur þess að hægt væri að meta þjónustuþörfina og byggja fram- kvæmdaáætlun til að mæta henni á raunhæfu og faglegu mati, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra, þegar hún svaraði fyrir- spurn frá Inga Birni Albertssyni (FH/Rvk), þess efnis, hvort ráð- herra hyggist verða við áskorun Öryrkjabandalags Islands, Lands- samtakanna Þroskahjálpar, Banda- lags háskólamanna, Bandalags kennarafélaga og BSRB og ASI um að leggja fram á yfirstandandi þingi fjögurra árá ætlun um að eyða þeim neyðarlistum eftir húsnæði og þjón- ustu fyrir fatlaða sem nú liggja fyrir. Skúli Alexandersson nýju en þó löngu ráðgerðu og sam- þykktu skattakefi, virðisaukaskatt- inum, og í miðjum mjög mikilsverð- um viðræðum um framtíðarvið- skiptahagsmuni okkar hjá EFTA og Evrópubandalaginu. Ég segi nei við því ráðleysi sem upp kæmi ef þessi vantrauststillaga Sjálfstæðis- flokksins, Kvennalistans og Fijáls- lynda hægri flokksins yrði sam- þykkti. Ég segi nei.“ Takaþarfá landbúnaðarmálum Stefán Valgeirsson (SJF-Nv) sagði: „I trausti þess að allar upplýsing- ar í viðræðum á milli EFTA og EB er ísland varða, [fáist] jafnóðum og eitthvað gerist, og að tekið verði á málefnum landbúnaðarins og landsbyggðarinnar í samræmi við gefin heit þá segi ég nei.“ Þingmenn, sem þátt tóku í um- ræðu um málið, fögnuðu könnun og skráningu ráðuneytisins. Stjórn- arandstöðuþingmenn töldu hinsveg- ar að heildarkönnun á málefnum fatlaðra mætti ekki drepa á dreif tafarlausum framkvaémdum til að leysa úr málum sem hafa eigi neyð- arforgang. S8 Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLÖTUR KonnaeiAsrr GÓLFFLÍSAR ^fARMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL JOLATILBOÐ í dag og næstu daga gefum við 10% staðgreiðsluaf- slátt og 5% út á Euro og Visa, af öllum vörum verslun- arinnar, svo sem af leikföngum, sængurfatnaði, sæng- um og koddum. Verslunin er þekkt fyrir lágt vöruverð. FÍDO - smáfólk, Iðnaðárhúsinu - Hallveigarstíg 1, (fyrir neðan nýju bílageymsluna við Bergstaðastræti) símar 26010 og 21780. ¥ ÉLAGSLÍF □ MÍMIR 59891247=1 Frl □ Gimli 598904127 -1 Atkv. Frl. iy$ útívist Dagsferð sunnd. 3. des. Ljúf ganga ifjölbreyttu landslagi: Vifilsstaðahlíð - Kershellir. Brottför kl. 13.00 frá Umferðar- miðstöð-bensinsölu. Sjáumst. útivist. Kökubasar - kaffisala Systrafélag Ffladelfíu heldur kökubasar í dag, 2. desember kl. 14.00 i neðri sal Filadelfiu- kirkjunnar, Hátúni 2. Mikiö af nýbökuðum tertum og kökum til jólanna. Einnig verður selt kaffi og gott meðlæti gegn vægu verði. Allir hjartanlega velkomn- ir. Systrafélagið. fítmhjálp i dag kl. 14-17 er opið hús í Þribúðum, Fiverfisgötu 42. Lítið inn og rabbið um daginn og veg- inn. Heitt kaffi á könnunni. Við tökum lagið kl. 15.30 og syngj- um kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samkoma ( Þrtbúðum á sunnudag kl. 16. Samhjálp. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 oo 19533. Dagsfeyð sunnudaginn 3. des.: Kl. 13.00 Blikastaðakró - fjöruferð. Gengið með ströndinni við Háu- mýri i Blikastaðakró. Létt göngu- ferð i forvitnilegu umhverfi. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Fritt fyrir börn. Ath.: Það er stór hópur fólks, sem vlll fara með í áramótaferð Ferðafélagsins til Þórsmerkur. Þess vegna er árfðandi að þeir, sem hafa pantað farmiða greiði þá fyrir 15. des. nk. Eftir þann tíma verða ósóttar pantanir seldar öðrum. Næsta myndakvöíd verður mið- vikudaginn 13. desember i Sóknarsalnum. Ferðafélag íslands. Auðbrekku 2.200 Kúpavogur Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. I SlllÚ M m n-if j o_j ajjjg |ui f Hósanna ’89 Tónleikar - tilbeiðsia í Fíladelfíukirkjunni í kvöld kl. 20.30. Fjöldi tónlistarfólks kem- ur fram, þ.á m. Þorvaldur Hall- dórsson, Ljósbrot, Hjalti Gunn- laugsson, sönghópur frá Hjálp- ræöishernum, sænski söngvar- inn Sigvard Wallenberg ásamt mörgum öðrum. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis. Öll sem eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.