Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 30

Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2/ DESEMBER 1989 Asgrímur Sigurðs son — Minning Fæddur 10. ágúst 1919 Dáinn 24. nóvember 1989 Ásgrímur Sigurðsson fæddist 10. ágúst 1919 á Brekku í Hróars- tungu. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar bónda á Brekku (1912-1925) og Þóru Þór- arinsdóttir d. 1976. Hann var annar í systkinaröðinni en elstur var Guð- mundur f. 1916, d. 1980, síðan Ásgrímurf. 1919, Gunnþórf. 1920, __d. 1933, Sigurður f. 1924, d. 1962, Páll f. 1931, bóndi á Lindarhóli, Þorbjörg f. 1933, býr á Kleppjárns- stöðum. Baðstofan á Brekku var talin stór eftir því sem gerðist í þá daga. Hún var í þremur hlutum; ysta herbergið var fremur lítið en mið- hlutinn var stór og rúmgóður og framendinn sömuleiðis. Það var því mannmargt þar á bæ á uppvaxtar- árum Ásgríms; 10-12 manns oft á tíðum. Sigurður, faðir Ásgríms, veiktist á árinu 1924 og lá rúmfastur uns hann lést snemma árs 1925. Þá var Ásgrímur á sjötta ári. Á þeim tíma hafði verið þar til heimilis Áslaug Björnsdóttir en hún flutti ásamt dóttur sinni, Önnu Grímsdóttur, í Brekku árið 1917. Áslaug var kona Gríms Guðmundssonar bróður Sjg- urðar en Grímur lést 1916. Ás- grímur, sem eins og áður segir, fæddist 1919 og var skírður í höfuð Áslaugar, Ás-, og eftir Grími, þ.e. Ásgrímur. Hann var því sérstakur augasteinn Áslaugar og annaðist hún hann. Hún var á Galtastöðum ytri að minnsta kosti um tíma á meðan á veikindum Sigurðar stóð og tók hún þá Ásgrýn til sín. Oft heyrði ég hann minnast Áslaugar sem fóstru sinnar. Áslaug flutti síðar til dóttur sinnar, Önnu, upp á Jökuldal er kom oft og dvaldi á Brekku. Þegar Sigurður dó snemma árs 1925, en yngsti bróðirinn nokk- urra mánaða. Hann var skírður við útför föður síns við kistuna og nefndur Sigurður. Þá um vorið var Gunnþór tekinn í fóstur hjá Guð- rúnu_ frænku sinni á Vífilsstöðum og Ásmundi móðurbróður þeirra bræðra sem þá var fluttur þangað. Þóra bjó áfram á jarðarparti á Brekku með nokkrar skepnur. Jón Friðrik, bróðir Sigurðar, kom á sumrin og sá um heyskap þar til Þórir Elísson, d. 1988, kom í Brekku og hóf búskap með Þóru 1930. Þórir var einstaklega góður maður og átti gott með að umgang- ast þá bræður og áttu þeir Ás- grímur og Þórir gott skap saman. Eins og allir vita var lífsbaráttan hörð á þessum árum. Ásgrímur mótaðist af því á sínum uppvaxtar- árum en enginn leið þó skort. Skóla- ganga var eins og almennt gerðist þá. Farkennsla og krakkar í skólan- um 3 mánuði á ári, annan hvern mánuð frá 10 ára aldri að ferm- ingu. Nám sitt stundaði Ásgrímur af samviskusemi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur enda prýðisvel gefinn. Snemma hneigðist hugur hans að smíðum. Fyrst voru tálgaðir allir kubbar og spýtur sem til náðist og síðan sagað, neglt og smíðað. Hugurinn stóð að sjálf- sögðu til smíðanáms en efnin hlutu að ráða. Hann var því heima við á unglingsárum og fram til 1950. Margir leituðu _til hans með smíðar á þeim árum. Ásgrímur var manna greiðviknastur og smíðaði marga hluti, rúm, borð, stór og smá, og skápa, stóra og litla, ferðatöskur og margt fleira. Það er sem mig ) minni að hann hafi haft aðstöðu sína við smíðar í litla herberginu sem var yst í baðstofunni. Stærri hlutir, svo sem skápar og eldhúsinn- réttingar, voru smíðaðir á heimilum eða í geymslu sem byggð var milli gamla Brekkubæjarins og nýja hússins sem Siguijón reisti. Mér eru afskaplega minnisstæðir skápar sem hann smíðaði og notað- ir voru við rúm. Skáparnir voru góðar hirslur með stóra hurð, hillur og tvær skúffur. í þá tíð þóttu svona skápar hin glæsilegustu húsgögn og áttu að ég held öll systkinin slíka gripi. Glæsilegastur fannst mér þó skápur Ásgríms, höldurnar á skúff- unum voru svo fallegar. Árið 1950 keypti Ásgrímur hluta úr jörðinni Brekku af Siguijóni móðurbróður sínum. Reisti hann þar nýbýli með myndarlegu húsi er hann nefndi Lindarhól. Teikningar voru unnar heima og sendar „suð- ur“ til samþykktar. Hóf hann bygg- ingarframkvæmdir fljótlega og miðaði smíð vel. Ekki var hann alls óvanur því hann var yfirsmiður á Vífilsstöðum, þegar Þórarinn Ás- mundsson byggði sitt_ hús 1945. Þar unnu þeir saman Ásgrímur og Gunnar Jónsson og vannst vel. Þór- arinn sagði þá hina bestu verka- menn og skemmtilegustu menn sem hann hefði haft í vinnu. Þegar síðan var byggt á Galta- stöðum ytri var Ásgrímur fenginn þar til en það hús er nánast alveg eins og Lindarhólshúsið. Ásgrímur hóf nú búskap á Lind- arhóli og sinnti því af alúð eins og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Nú var komið að því að Ásgrímur festi ráð sitt. Hann gifti sig 1955 Steinvöru Þórarinsdóttur frá Hall- freðarstaðahjáieigu. Þau voru ein- hver allra samrýndustu hjón sem ég hef þekkt. Steinvör gekk til allra verka með manni sínum og var heimili þeirra afskaplega notalegt, snoturt og gestrisið. En það átti ekki fyrir þeim hjónum að liggja að stunda búskaginn til langframa. Heymæði sótti á Ásgrím og þar kom að þau brugðu búi 1964 og hófu að stunda vinnu niðri á fjörðum. Var unnið á Reyðarfirði og Seyðis- firði í síldinni, en þó hygg ég að Ásgrímur hafi aðallega stundað smíðavinnu. Þar kom að þau Ásgrímur og Steinvör settust að á Egilsstöðum og hugðu þar að byggingu. Eftir nokkurn tíma var kominn skriður á málin og hafin bygging á ijölbýlis- húsi. Þar sem þeir er að fram- kvæmdum stóðu voru fyrrverandi bændur var byggingin nefnd „Bændahöllin“. Og var ekki við öðru að búast, þar sem Egilsstaða- búar eru snillingar í „örnefnum". Vinna við trésmíðar var starf hans þar um slóðir. Fyrst við byggingu Búnaðarbanka, síðar hjá Húsa- smiðjunni. Síðustu starfsárin voru hjá Baldri og Óskari eða þar til heilsan brast 1987. Þá upphófst trvals mmerískt sinnep með frönskuivafí Eitt það allra besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Jón Sigurðsson Júlíus Sólnes Þórður Friðjónsson Kristján Pálsson Guðmundína Samúelsdóttir Porsteinn Ólafsson Sigurður Rúnar Friðjónsson Sigurður Skúli Bárðarson Grímur Þ. Valdimarsson Kagnheiður Þorgrímsdóttir iiiitmBrn, mmamm mnmnm 6 | mZ c 1 mZ m VESTURLANDSKJORDÆMI boöar tsl fuftdar um atvínnustefriu ad HÖTEL AKRA- m 4. m Stuttar framsöguræður flytja: Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þorsteinn Ólafs- son, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar- innar, Kristján Pálsson, bæjarstjóri, Ólafsvík, Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri, Stykkishólmi, Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri, Búðardal og Jóhann Ársælsson, skipasmiður Akranesi. Auk þeirra taka þátt í pallborðs- umræðum Grímur Þ. Valdimarsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins, Ragnheiður Þorgríms- dóttir, formaður atvinnumálanefndar Akraness og Guðmundína Samúels- dóttir, formaður Iðjudeildar Verka- lýðsfélags Akraness. Fundarstjóri verður Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. VESTLENDINGAR: Mætið á fundinn og látið heyra í ykkur. Verið með í að móta atvinnustefnu framtíðarinnar! Jóhann Arsælsson Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.