Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 32

Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 32
LIF I RETTU LJOSI Lýsing fyrir aldraða og sjónskerta MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 V : ' r-T'- ;■ . : ; 1) i i—r—-—; - Minning-: Sigurbergur H. Þor- Veggspjöld - myndbandasýning - sjóntæki og Ijósfæri. Sýning í Sjónstöð íslands, húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17, Reykjavík. Opin daglega kl. 14-18, til 4. desember. Allir áhugasamir velkomnir. Ljóstæknifélag Sjónstöð íslands íslands Fiá stjórn VerkamannabústaOa í Reykjavík iiiimiiiiiiiiiiiTc ir.mii Stjóm Vb. hefur nýlega fest kaup á 29 raðhúsum við Krummahóla. Raðhúsin eru 3ja herbergja íbúðirá jarð- hæð og henta vel eldra fólki. Ákveðið hefur verið að gefa þeim, sem eiga nú verkamannabústað og eru eldri en 60 ára, kost á að kaupa nokkrar af þessum íbúðum. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Vb., Suður- landsbraut 30. Umsóknarfrestur er til 8. desember nk. Kr. 75.900,- stgr. VHS - MYNDBANDSTÖKUVÉL með innbyggðu myndbandstæki Engin útborgun 12 mánaða greiðslukjör AUTO FOCUS LONGPLAY ZOOM LINSA MÓTOR DRIFINN ÞYNGD M_ jcsu Egilsstöðum - Sími 97-12020 VISA, Rað------ greiðslur HUNTVtRK AUSnmiAHOS leifsson fv. hreppstjóri í dag, laugardag, fer fram frá Útskálakirkju útför Sigurbergs Helga Þorleifssonar en hann lézt þann 23. nóvember sl. Sigurbergur fæddist að Hofi í Garði 30. ágúst 1905 og var því 84 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Þor- leifur Ingibergsson útvegsbóndi og Júlíana Hreiðarsdóttir. Þau voru skaftfellsk að uppruna og afkom- endur séra Jóns Steingrímssonar. Systur Sigurbergs eru tvíbura- systurnar Sigríður og Júlíana Guð- rún f. 1908 og Pálína Hreiðbjörg f. 1911 og eru þær búsettar hér í Garði og í Grindavík. Uppeldissyst- ir þeirra systkina er Björný Hall f. 1922, búsett í Reykjavík. Sigurbergur naut þeirrar mennt- unar sem þá tíðkaðist, gekk í barna- og unglingaskóla, en einnig fékk hann tilsögn í tungumálum. .Upp úr fermingu hófst sjósókn hans fyr- ir alvöru og var róið í Garðsjóinn. Frá árinu 1924 vann hann einnig við smíðar og vitabyggingar víða um land, en þeim þætti lauk með byggingu Garðskagavitans 1944. Þann 13. desember 1930 kvænt- ist Sigurbergur eftirlifandi eigin- konu sinni, Ásdísi Káradóttur, f. 16. apríl 1912 að Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi, Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hennar voru Sigrún Árnadóttir og Kári Siguijónsson, hreppstjóri, alþm. og bóndi. Þau Ásdís og Sigurbergur hófu búskap að Hofi og auk áður- greindra starfa var einnig stundað- ur landbúnaður og hreppstjóri Gerðahrepps varð hann 1943. Árið 1951 varð Sigurbergur vita- vörður á Garðskaga og fluttust þau hjón þangað. Þar annaðist hann einnig rekstur radíómiðunarstöðvar og gæzlu Hólmbergsvita frá 1958. Starfi vitavarðar gegndi Sigurberg- ur til ársins 1975, stóð þá á sjö- tugú, og Ásdís kona hans gegndi síðan starfinu í tæp tvö ár. Þá fluttu þau til Kopavogs. Börn Ásdísar og Sigurbergs eru: Sigrún, kennari við Langholtsskóla, gift Tómasi Þ. Sigurðssyni for- stöðumanni Vitastofnunar, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn. Kári, læknir á Reykjalundi, kvæntur Kar- itas Kristjánsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Þau eiga 4 börn. Fósturdóttir Ásdísar og Sigurbergs er Valgerður Marinósdóttir gjaldkeri hjá Spari- sjóði vélstjóra, gift Valdimar Þ. Valdimarssyni verzlunarmanni. Börn þeirra eru 3. Við fráfall Sigurbergs H. Þor- leifssonar horfum við Garðmenn á eftir einum af okkar traustustu og beztu mönnum. Við nutum krafta hans ekki aðeins sem útvegsbónda, vitavarðar og hreppstjóra, sem áður er getið, heldur í ótrúlega fjöl- breyttu starfi. Sigurbergur var þannig sýslu- nefndarmaður, í fræðsluráði Gull- bringusýslu, umboðsmaður skatt- stjóra, formaður búnaðarfélags, safnaðarfulltrúi, meðhjálpari og í sóknarnefnd Útskálakirkju. Hann var prófdómari við Gerðaskóla, for- maður Umf. Garðar sem m.a. rak unglingaskóla og stofnsetti bóka- safn. Hann var formaður kjörstjórn- ar og í hópi ábyrgðarmanna Spari- sjóðsins í Keflavík. Að flestum þess- ara verkefna vann hann í áratugi. Það var ekki tilviljun að allt þetta starf hlóðst á Sigurberg. Hann var skarpgreindur og áhugamaður um vöxt og viðgang sveitarfélagsins. Það ásamt festu og trúmennsku varð þess fljótt valdandi að til hans var leitað oftar en ekki. Ekki brást Sigurbergur heldur trausti sveit- unga sinna svo vel sem hann vann að áðurnefndum verkefnum og mörgum fleirum. Starf hreppstjóra var áður fyrr öllu umfangsmeira en nú er. Þá þurfti að annast stóran hluta af starfi því sem löggæzlumenn hafa nú með höndum. Sigurbergur var, sem hreppstjóri í 35 ár, ekki dramb- látur embættismaður og sennilega milt yfirvald. En hann þurfti heldur ekki að setja upp „húfuna“ til þess að mönnum væri ljóst að yfirvaldið var mætt. Meðfædd og áunnin ró og festa sá fyrir því að hreppsbúar báru virðingu fyrir honum og gerðu sér ljóst að Sigurbergur vildi í raun að embættisverk hans sem hrepp- stjóra yrðu sem fæst á ákveðnum sviðum. Svo sem fyrr er getið var eitt þeirra verkefna sem Sigurbergur tók að sér að vera prófdómari við Gerðaskóia. Því gegndi hann í 31 ár. Þar lágu leiðir okkar saman sem víðar. Af þessu starfi hafði Sigur- bergur sérstaka ánægju. Mér fannst sem hann væri þar sem full- trúi þeirra sem nutu minni mennt- unar en unnt reyndist síðar að öðl- ast, en hafa óþijótandi áhuga á því að æskan njóti og nýti þá marg- háttuðu möguleika sem nú eru fyr- ir hendi. Áhugi hans, nærfærnin við nem- Perla HÍJSGAGNASÝNING Nýjar sendingar af ítölskum og þýskum sófasettum Opiö laugardag til kl. 16.00, sunnudag frá kl. 14.00-16.00 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVliCjl 66 HAENARI IRDI SÍMI54IOO endurna og natni hans við skoðun úrlausna var einstök. Hér er við hæfi að minnast skriftar Sigurbergs sem var frábærlega falleg og með- ferð skjala í samræmi við það. Og í dag er unnt að segja að útför Sigurbergs fari fram frá kirkj- unni „hans“, því í Útskálakirkju var hann meðhjálpari í 52 ár og í sókn- arnefnd í 50 ár, þar af formaður í 28 ár. Rómuð er framkoma hans þar við athafnir. Yfir henni var hugljúfur hátíðablær er margir minnast. Viðgangur kirkjunnar var honum hjartans mál. En með jafn ákveðnar skoðanir á svo mörgum málum hafði Sigur- bergur einnig fastmótaða stjórn- málaskoðun. Hann vat' traustur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og naut flokkurinn starfskrafta hans um fjölda ára, m.a. í kjördæmisráði flokksins í Reykjaneskjördæmi. •En Sigurbergur H. Þorleifsson stóð ekki einsamall við öll þessi fjöl- breytilegu verkefni. Án jafn vel- gefinnar, atorkusamrar og myndar- legrar eiginkonu og húsmóður sem Ásdís er, efa ég ekki að reynst hefði erfiðara að sinna þeim svo sem hugur hans stóð til. Ásdís, sem auk þess að vera manni sínum ti! trausts og skjóls, gegndi sjálf trúnaðar- störfum í Garðinum. Hún var for- maður slysavarnardeildar kvenna um árabil og heiðursfélagi er hún í kvenfélaginu Gefn fyrir starf sitt þar. í skólanefnd Gerðaskóla sat hún í ijölda ára o.fl. Eins og að líkum lætur var oft gestkvæmt á heimiii þeirra. Þar var gott að koma. Samheldni hjónanna, létt iund, eitt ljóð, veitingar. Það er svo með sumt fólk, að dvöl í návist þess hefur varanleg áhrif á þá er njóta. Ásdís og Sigurbergur höfðu mannbætandi áhrif á íbúana hér, á líf og gerðir þeirra er kynnt- ust. Með einstakri prúðmennsku, ----1-----\ MORATFRM HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. • meiri ánægja^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.