Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 35
antískt og atvinnulífið í samræmi
við þann tíðaranda. Það var einstök
lífsreynsla fyrir borgarbarn að fá
að vera þátttakandi í þeirri sögu. A
þeim tíma var það viðburður í bæj-
arlífinu að fara niður á Bæjar-
bryggju til þess að taka á móti
aðkomufólki, hvort heldur það kom
með strandferðarskipi, Djúpbátn-
um, eða það það steig upp á bryggj-
una úr Flugfélagsbátnum sem flutti
fólk frá flugvél sem lent hafði á
Pollinum.
Þá fór ég oft með frænda að
sækja vörur á skipaafgreiðslur, sem
síðan voru fluttar heim f búð á
handvögnum. Það var farið að gefa
svínunum og það voru hreinsaðar
gamir í sláturhúsinu eða eitthvað
annað sem frændi var að fást við.
Aðalatriðið var að vinna, það var
lífið.
Farartæki frænda á þessum
ámm var reiðhjól, en á tyllidögum
gerði fjölskyldan sér gjarnan daga-
mun og fór í ferðalag í leigubíl um
ijallvegi Vestfjarða og nágranna-
byggðir heimsóttar.
A þessum tíma er mér efst í
huga þakklæti til frænda, þakklæti
fyrir að hafa fengið tækifæri til
þess að vera þátttakandi í því lífi
sem á ser svo stóran stað í æsku-
minningum mínum. Þegar ég í þess-
um orðum þakka fyrir árin á
Isafirði, geri ég það einnig fyrir
hönd systra minna. Þær eiga einnig
sínar fögru minningar frá Isafirði.
Hin síðari ár hefur heilsu frænda
hrakað mjög. Þrátt fyrir það bjó
hann ávallt heima og eftir lát Gunnu
Betu bjó hann einn í íbúð sinni í
Aðalstræti 25. Það hefði hann þó
ekki getað án aðstoðar og um-
hyggju Petu frænku minnar og fjöl-
skyldu hennar. Eiginmaður hennar
er Salómon Sigurðsson, og synir
þeirra, Ágúst og Ásgeir. Ást þeirra
og umhyggja hafa reynst honum
mikill styrkur og gert honum lífið
léttbærara en ella á þeim erfiðu
tímum sem síðustu árin voru. Sökn-
uður þeirra er mikill. Peta mín
megi Guð styrkja ykkur öll á þess-
um erfiðu tímum.
Þá ber að geta og þakka fyrir
þá einstöku umhyggju sem hann
var aðnjótandi frá nágrannakonu
sinni, Björneyju Bjömsdóttur hjúkr-
unarkonu, sem í raun gerði honum
mögulegt að búa heima svo sjúkur
sem hann var orðinn.
Ég bið Guð að blessa minningu
Ágústar Péturssonar.
Sigurður Ágúst Jensson
Hinrik Erlings-
son — Kveðjuorð
Fæddur 23. september 1962
Dáinn 23. nóvember 1989
Fimmtudagurinn 23. nóvember
sl. var ósköp venjulegur dagur,
þar til okkur barst sú sorgarfrétt
að Hinrik Erlingsson, eða Hinni
eins og hann var oftast kallaður,
hefði farist í vinnuslysi fyrr um
daginn. Eftir það varð þessi
fimmtudagur allt annað en venju-
legur dagur — söknuður og minn-
ingaflóð fangaði hugann.
Af hveiju hann? Hvernig gat
þetta gerst? Röð af spurningum,
en engin svör. Ósköp veit maður
lítið um tilgangínn með þessu öllu
saman. En eftir situr harmi slegin
fjölskylda. Ungur sonur, foreldrar
og systkini spyija ótal spuminga,
en fá engin svör.
Hinna kynntumst við í Réttar-
holtsskólanum á þessum mótandi
tíma unglingsáranna. Hann var
frekar hægur og hlédrægur, en
það var svo sannarlega gott að
tala við hann og treysta fyrir
innstu leyndarmálum unglingsins
sem eru mörg og margslungin á
þessum árum.
Hinni átti 6 systkini, fjórar syst-
ur og tvo bræður. Þeir bræður
voru mikið saman og nutum við
félagsskapar þeirra mjög, og oft
var glatt á hjalla hjá okkur í her-
berginu þeirra í Blöndubakkanum.
Hinni minn blessaður var þá oft-
ast hrókur alls fagnaðar. Þarna
sátum við heilu kvöldin, spiluðum
plötur, hlógum og skemmtum okk-
ur og þessi tími er ógleymanlegur
okkur öllum.
Árið 1981 eignaðist Hinni son,
Erling Bjarna sem ólst upp hjá
pabba sínum
Minningu Hinna munum við
félagarnir ávallt geyma í hjörtum
okkar. Það eina sem við getum
sagt — og það með sanni — megi
minningin um elskulegan dreng
létta sorg sonarins unga, foreldra,
systkina og annarra aðstandenda.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Kvöldbæn)
Sigrún Óladóttir
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGHVATUR SIGURJÓNSSON,
Gnoðarvogi 40,
lést á heimili sínu 1. desember.
Guðrún ívarsdóttir og börn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
AMALÍA LÍNDAL-WEBB
rithöfundur,
Guelph, Ontario, Kanada,
lést í sjúkrahúsi þann 29. nóvember.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Fred Webb,
Tryggvi V. Lfndal,
Ríkharður E. Lfndal,
Eiríkur J. Lfndal,
Jakob E. Lfndal,
Anna E. Lfndal,
Eirfkur B. Líndal.
Halldóra Gfsladóttir,
Sigrfður Nanna Sveinsdóttir,
t
ELÍN MARGRÉT JÓSEPSDÓTTIR
lést á Droplaugarstöðum 28. nóvemb-
er.
Fyrir hönd systkinanna,
Gestur Geirsson,
Sigurjón Árnason.
t
Eiginmaður minn,
ÞORBRANDUR SIGURÐSSON
frá Arnarstöðum,
lést í Landspítalanum þann 30. nóvember.
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
YNGVA KRISTINS JÓNSSONAR,
Borgarholti,
Ásahreppi,
Rangárvallasýslu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks taugalækningadeildar 32-A Land-
spítalans og legudeildar Sjúkrahúss Suðurlands, fyrir góða
umönnun.
Þórunn Guðjónsdóttir,
Sigrfður Kristinsdóttir Dittli, Oskar Dittli,
Jón R. Kristinsson, Kristrún R. Benediktsdóttir,
SigurðurÁrni Kristinsson,
Guðjón Kristinsson, Elke Osterkamp,
Vilbergur Kristinsson, Jóhanna A. Gunnarsdóttir
og barnabörn.