Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 6

Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 6
6 C )lMlt . 11 MORGUNBLAÐIÐ n/IANIMLIrSSTRAUIVIAR sunnudagur 14. januar 1990 30% - 40% AFSLÁTTUR af öllum vörum Nýtt kortatímabil Raðgreiðslur á stærri innkaup. P.S. Lloyds skór í öllum stærðum Austurstræti 14, sími 12345 Opið 9-18 Laugardag 10-14 Samkort Merki alþjóðaátaksins „Dagur jarðarinnar 1990“ Merkið sem notað var 1970 vegna átaksins um verndun „Móður náttúru." UIWHVERFISMÁL///IÍV/ er okkar framlag? Dagur jarðarínnar Á VORDÖGUM eru ráðgerðir Qöldafundir og kröfiugöngur eru í undirbúningi víða um heim til að minna okkur á að lífríki jarðar er í hættu, ef mannkyn gáir ekki að sér. Dagur jarðarinnar 22. apríl 1990 á að vera því til stað- festingar. Inýlegu hefti bandariska tima- ritsins Time segir frá því að náttúruverndarsamtök þar í landi gangist fyrir þvi að marka „Dag jarðarinnar 1990“ á al- þjóðavettvangi. Þann dag eru 20 eftir Huldu Voltýsdóttur ár liðin síðan um 20 milljónir manna fóru í kröfugöngur víðs vegar um Bandaríkin und- ir merki „Móður náttúru“. Þá var höfuðáhersla lögð á alhliða um- bætur í umhverfismálum og það framtak varð til þess að stjórn- völd stóðu að ýmsum umbótum í náttúru- og umhverfisverndar- málum. Þá var til dæmis farið að gera ráðstafanir tii að hefta mengun andrúmsloftsins af hálfu stjórnvalda og komið var á fót sérstakri náttúruverndar- stofnun. í greininni segir ennfremur að undirbúningur að átakinu 1990 hafi staðið all lengi. Sérstök framkvæmdastjórn skipuð 115 fulltrúum hafi starfað allt undan- farið ár. Þar eiga sæti m.a. umhverfisverndarsinnar, stjórn- málamenn, kirkjuleiðtogar, lista- fólk, fólk úr fjölmiðlaheiminum og framáfólk úr launþegahreyf- ingum. Til dæmis hafa sex fjöl- mennustu launþegasamtök í Bandaríkjunum gerst virkir þátt- takendur. Tuttugu starfsmenn eru önn- um kafnir í aðalstöðvum átaksins í Palo Alto í Kaliforníu og líkja menn baráttuaðferðunum við það þegar meiri háttar kosninga- barátta er í aðsigi. Ætlunin er að safna að minnsta kosti 3 mill- jónum Bandaríkjadala vegna framkvæmda í tengslum við átakið og upplýsa og fræða sem flesta um þessi mál. Um það bil 100 þjóðlönd hafa gerst aðilar að átakinu í öllum heimsálfum og eru tilnefnd í því sambandi svo ólík lönd sem Ug- anda og UngverjalancL „Dagur jarðarinnar 1990“ hefst við sólarupprás 22. apríl. Þá verður kirkjuklukkum hringt og í kirkjum víða um heim verð- ur beðið fyrir varðveislu lífríkis- ins. Farið verður í kröfugöngur, fjöldafundir verða haldnir og sýnikennsla fer fram um hina ýmsu þætti þess hvernig eigi að halda lífríki og umhverfí óspilltu. Aðgerðir eru mismunandi eftir löndum. Til dæmis er ætlunin að efna til fjöldahjólreiða í Vest- ur-Bengal á Indlandi, skólabörn á eynni Máritíus munu planta ttjám í stórum stíl og fjallgöngu- garpar frá Bandarikjunum, Sov- étríkjunum og Kfna ætla að klífa Mount Everest-tind og tina þar upp drasl sem fyrri leiðangrar hafa skilið eftir sig. Ef allt fer að óskum er gert ráð fyrir að þátttakendur í aðgerðum þennan dag geti orðið um 100 milljónir manna. Haft er eftir aðalfram- kvæmdastjóra átaksins: „Árið 1970 tókst að vekja fólk tii vit- undar um umhyerfismál og mik- ilvægi þeirra. Árið 1990 leggjum við sérstaka áherslu á að ákvarð- anir um meiriháttar fram- kvæmdir á vegum ríkisstjórna verði teknar með tilliti til um- hverfisverndarsjónarmiða fyrst og fremst.“ Þátttakendum er ætlað að þeina áskorun sinni til stjórnmálamanna með þá ský- lausu kröfu að þeir kynni sér þessi mál og taki tillit til þeirra í starfi. Að öðrum kosti verði þeir ekki kosnir til ábyrgðar- starfa að nýju. Einkunnarorð dagsins 22. apríl eru: Hver segir að ekki megi bæta heiminn? Greinin í Time endar með þessum orðum: „Árangur af „Degi jarðarinnar 1990“ mun leiða í ljós hversu annt mann- kyni er um jörðina sína. Höfuð- verkefni á næstu öld verður að veita þeirri umhyggju öruggan farveg svo jörðinni verði bjargað úr augljósri hættu.“ Hér á landi hafa ekki borist nein skilaboð til almennings um þetta alþjóða-átak umhverfis- verndarmanna, að minnsta kosti hafa þau farið hljótt. Hins vegar vill svo til að Skógræktarfélag íslands, Skógrækt ríkisins, Landgræðslan og landbúnaðar ráðuneytið hafa valið þetta ár, í tilefni 60 ára afmælis Skógrækt- arfélags íslands, fyrir sérstakt þjóðarátak í gróðursetningu landgræðsluskóga. Sá undirbún- ingur hefur staðið allt síðastliðið ár og er ætlast til almennrar þátttöku á vor- og sumardögum. „Átak um landgræðsluskóga 1990“ gæti orðið okkar framlag til alþjóðaátaksins um velferð jarðarinnar þar sem uppblástur og gróðureyðing er eitt mesta umhverfisvandamál á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.