Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990^C 13 í HEIMSÓKN Á MÖLTU FÓLKIÐ þorpa. Tanja sagði að hún hefði kviðið verulega fyrir að flytja út 'fyrir Valletta. Þó tekur ekki nema 10 mínútur fyrir hana að komast þangað með strætisvagni og al- menningssamgöngur í vinstri um- ferðinni eru góðar. Hún sagðist vinna með heimilis- störfunum af því að hún hefur mikla ánægju af vinnunni. „Ég geri það ekki vegna peninganna," sagði hún. „Mig iangar ekki alltaf í ný föt, húsgögn eða bíl. Ég er mjög gamal- dags.“ Hún er þrítug. Maður henn- ar er ríkisstarfsmaður. Hún sagðist stundum halda fyrirlestra á svoköll- uðum kaffimorgnum. „Svona fimmtíu konur hittast þá og rabba saman eða bjóða einhveijum að tala við þær. Margar mæta á kaffi- morgun í hverri viku.“ Annars spjalla þær gjarnan þegar þær kaupa inn. „Sumar versla á hveijum degi og gefa sér góðan tíma til þess. Ég hef annað betra við tímann að gera. Ég les mikið og reyni að undirbúa dálkinn minn og útvarps- þættina vel. Ég tek fyrir alls kyns efni sem ég held að konur hafi gagn og gaman af. Ef ég heyri til dæmis einhverri vitleysu haldið fram þá leiðrétti ég það. Næst ætla ég að fjalla um óhollustu reykinga og drykkju barnshafandi kvenna. Það er' ágætt að tala til þeirra í gegnum fjölmiðla. Því sem maður segir þar er tekið eins og heilögum sannleika." Eitríð úr nöðrunm fór í tungur kvenna ÞAÐ stendur í Biblíunni að við séum vingjarnlegt fólk,“ sagði Tanja Silia og tók mér, bláókunnugri manneskjunni, opnum örmum. „Við erum mjög hreykin af að vera nefnd í Biblí- unni.“ Hún þurfti að fletta upp hvar Malta kemur nákvæmlega við sögu en var fljót að finna rétta staðinn í 28. grein Postulasögunn- ar. Skip sem átti að flytja Pál til Rómar strandaði við eyjuna. „Nú sem vér vorum heilir á land komn- ir, fengum vér að vita, að eyjan hét Malta. Eyjarskeggjar sýndu oss ein- staka góðmennsku.“ Þeir kyntu bál og Páll tók saman hrísvöndul og lagði á eldinn. Þá skreið naðra und- an hitanum og beit hann án þéss þó að honum yrði meint af. „Það er sagt að eitrið úr slöngunni hafi farið í tungurnar á okkur kvenfólk- inu,“ sagði móðir Tönju og mæð- gurnar hlógu. „Það er mikið slúðrað hér.“ Við sátum við borðið í stóru og rúmgóðu eldhúsi. Tanja sótti sítrón- ur út á tré í teið og bar fram heima- gerða rúsínuköku. Hún býr ásamt eiginmanni og tveimur sonum í rað- húsi skammt fyrir utan Valletta, höfuðborgina. Húsið byggðu þau sjálf á lóð sem ríkið úthlutaði þeim, en það er mjög algengt á eyjunni. 60% þjóðarinnar býr í eigin hús- næði en Möltubúar eru um 350.000. Tanja sýndi mér húsið hátt og lágt að maltneskum sið. Það er þijú svefnherbergi, tvær stofur þar sem piast er yfir húsgögnunum og vinnuherbergi hennar. Hún skrifar vikulegan kvennadálk í dagblaðið Times og hefur stuttan þátt tvisyar í viku í Útvarpi Miðjarðarhafi. Dálkurinn vakti athygli mína. í þeim sem ég las brýndi hún fyrir konum að skipuleggja daginn vel og taka sér frí frá önnum heimilis- starfanna hluta úr degi. Hún benti á að samkeppni um hver þurrkaði oftast af ofan á fataskápum væri út í hött. Það var allt í röð og reglu og tandurhreint heima hjá henni, eins og víst á langf lestum heimilum. „Það kemur fyrir að tengdamæður stijúki lófanum eftir eldhúsborðum og líti hneykslaðar á þá eins og þeir séu fitulagðir þegar þær heim- sækja tengdadætur sínar,“ sagði Tanja. „Það er auðvitað óþolandi. Meðal annars þess vegna eru tengdamæður vinsælt umræðuefni þegar konur hittast. Annars velta þær ómerkilegustu hlutum fyrir sér, til dæmis hvort þessi eða hin Fönikíumenn höfðu ekki að- eins langvar- andi áhrif á tungu eyjar- skeggja heldur einnig á lag maltneskra fiskibáta. hafi litað á sér hárið eða fengið nýjan bíl, af því að þær hafa ekki nóg fyrir stafni. Ég reyni að gera mitt til að breyta þessum hugsunar- hætti.“ Tæplega fimmtungur kvenna vinnur fyrir utan heimilið. Þær eru um fjórðungur vinnuaflans sem telur um 130 þúsund manns. Þjóð- ernisflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan 1987, gaf nýlega fyrir- mæli um að konur skuli njóta fyllsta jafnréttis í ríkisgeiranum. Konum var til skamms tíma greidd álitleg summa fyrir að hætta að vinna úti þegar þær giftu sig. Nú er deilt um hvort þær eigi að fá leyfi til að vinna næturvakt. Fjölskyldan er mjög mikilvægur þáttur í lífi Möltubúa og óttast er að nætur- vinna kvenna hafi neikvæð áhrif á fjölskyldulíf. Það tíðkast að fjöl- skyldur komi saman einu sinni í viku. Francis, rúmlega tvítugur maður, sem á 12 systkini, sagði mér að þau kæmu öll saman með börn og maka á heimili foreldra sinna á hveijum sunnudegi. „Kon- urnar spila bingó í eldhúsinu en við karlmennirnir spilum á spil í stof- unni.“ Þau tala að sjálfsögðu saman á maltnesku. Hún er skyld tungu- máli Fönikíumanna en þeir réðu ríkjum á eyjunni frá 800 til 480 fyrir Krist. Langflestir tala góða ensku vegna áhrifa Breta. Þeir fóru með völd frá 1800 til 1964 og höfðu herstöðvar á Möltu til 31. mars 1979. Margir tala einnig ítölsku vegna nálægðarinnar við Ítalíu. „Það er bara ein maltnesk sjón- varpsstöð og hún sendir aðallega út á kvöldin en við náum öllum ítölsku stöðvunum," sagði Francis. „Litlu krakkarnir í fjölskyldunni leika sér stundum saman á ítölsku vegna áhrifa sjónvarpsins og þau kunna enga ensku.“ Ég hitti hann í rútu á leið að sjá herskip stórveld- anna. Við urðum samferða og hann borgaði fyrir mig rútuferðina til baka til Valletta. „Einhverjir eiga eftir að smjatta á því að ég hafi sést á tali við ókunna konu í dag,“ sagði hann þegar við kvöddumst. Malta er ekki nema 27 km á lengd og 14,5 km á breidd. Eyjurn- ar Gozo og Comino, sem tilheyra henni, eru enn minni. En fólk lætur eins og um heillanga vegalengd sé að ræða þegar það talar um svipaða fjarlægð og úr Breiðholti niður á Austurvöll og f lytur helst ekki milli VATNIÐ Regndropum safnað ogsjóbreytt í drykkjarvatn Billy W. Leverett, rekstrarstjóri vatnsstöðva Polymetrics á Möltu, við dælur í flæðarmálinu þar sem drykkjarvatn eyjar- skeggja er sótt. AÐ tekur 'um tíu minútur að breyta sjó í drykkjarvatn með andstæðu gegnflæði (Reverse Osmosis). Aðferðin er 15 ára gömul og Möltubúar hafa nýtt sér hana síðan 1982. Bandaríska fyrirtækið Polymetrics rekur fjórar vatnsstöðvar á eyjunni og mun trú- lega verða falið að reisa þá fimmtu og langstærstu innan skamms. Þeg- ar hún kemst í gagnið ætti vatns- þörf eyjarskeggja og ferðamanna að vera fullnægt að sinni. Það eru hvorki ár né lækir á Möltu. íbúar hennar bjuggu til forna í kringum vatnslindir sem finnast nærri miðju eyjunnar. Full- trúi riddara Jóhannesar skírara, sem síðar voru kallaðir Mölturiddar- ar, skrifaði 1536 að lindirnar væru líklega gamalt regnvatn og þornuðu upp á sumrum. Riddararnir settust samt að á eyjunni. Þeir höfðu feng- - ið hana á leigu hjá Karli V keisara fyrir einn fálka á ári og fóru með völd þangað til her Napóleons tók hana yfir 1798. Spurn eftir vatni jókst verulega seinni hluta 19. aldar. Þá var farið að bora eftir vatni og safna því í neðanjarðargeymslur. Regnvatni var safnað áfram og allir íbúar landsins urðu lögum samkvæmt að hafa vatnsþrær á heimilum sínum. Þeir hafa þær enn en nota regn- dropa ekki lengur til drykkjar held- ur vökva aðallega þurra jörðina með þeim. Ýmsar aðferðir við að vinna vatn úr sjó og jörðu hafa verið reyndar á Möltu en engin með jafn góðum árangri og andstæða gegnflæðið. 46,5% af drykkjarvatni eyjunnar er nú unnið með þessum hætti. Sjón- um er dælt úr neðánjarðarsöfnunar- stöðvum nærri flóðmáli í vatnsstöð. Þar er hann endanlega síaður og pumpað af mjög orkufrekum krafti inn í rör sem eru full af hárfínum pípum. Salt kemst ekki inn í þessar pípur svo að vatnið sem síast þang- að erdrykkjarhæft. Um 42% sjávar- ins skolast aftur út í haf en afgang- urinn er leiddur á hótel, heimili og aðra vatnsþurfi staði á eyjunni. Þetta er rándýr aðferð til að fá vatn en hún borgar sig fyrir Möltubúa. Án hennar gætu þeir varla tekið á móti yfir 780.000 ferðamönnum á ári, eins og þeir gerðu 1988. Ferðamenn vilja kom- ast í sturtu þegar þeim sýnist og hafa sæmilegt kranavatn til að bursta tennurnar uþp úr. Það verð- ur að segjast eins og er að drykkjar- vatnið er ekki laust við saltbragð og það tekur sinn tíma að venjast söltu kaffi og tei. En eyjarskeggjar prísa sig sæla fyrir að hafa nóg vatn. Ríkið á vatnsstöðvarnar og heimili fá það fyrir slikk eða tæpar 3.000 krónur á ári. Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.