Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 GRIPINN GLOÐVOLGUR DÆGURTÓNLIST Hver erfremsti popplagasmib ur Bretlandsf Lifandi tðlvupopp ÞEGAR BRESKA pönkbylgjan reis spruttu upp ótal lítil útgáfufyrirtæki, sem kölluðu sig „óháð“ til að- greiningar frá stórfyrirtækjunum, sem þóttu sein til að átta sig á tónlistarmarkaðnum. Þessu smáfyrir- tæki lifðu mörg, og lifa enn, á einni hljómsveit eða stefhu í tónlist og selja kannski einhverja tugi þús- unda platna á ári. Mörg rísa þó hærra og sennilega einna hæst fyrirtækið Mute. Þar munar mestu að Mute er með á sínum snærum vinsælustu óháðu hljóm- sveit heims, Depeche Mode, og vinsælustu óháðu hljómsveit Bretlands, Erasure. Erasure er tveggja manna sveit, skipuð þeim Vince Clarke og Andy Bell. Vince leikur á hljóm- borð og semur lög, en Andy HaaaaaaMaMM syngur og semur texta. Vince Clarke hefur ver- ið kallað- ur fremsti popplága- smiður síðustu tíu ára og hann hefur sent frá sér grúa vin- sælla laga með sveitum þeim sem hann hefur verið í; Depeche Mode, Yazoo, Assembly og nú með Eras- eftir ÁrriQ Matthíasson ure. Hann hefur nær alltaf haldið sig við hljómborð og tölvutól og sýnt að ekki þarf allt að vera gelt sem þannig er matreitt. Erasure varð til 1985, er Vince auglýsti eftir söngvara. Hann fann Andy Bell og frá því hafa þeir félagar stöðugt sótt í sig veðrið. Fyrsta breiðskífan, Wonderland, seldist vel án þess þó að ná inn á topp tíu. Önnur. skífan, Circus, ruddi enn brautina og komst í sjötta sæti breiðsk- ífulistans og sú þriðja, The Innocents, fór beint í efsta sætið og reyndar fór hún aftur níu mánuðum síðar, en alls seldust yfrf milljón Erasure Sætt lags að fara á svið í Kaupmannahöfn. Stuðningssöngvarar, Emma Whittle og Valerie Chalmers, og Andy Bell og Vince Clarke. eintök af plötunni í Bret- landi. Wild er svo nýjasta afurð Erasure sem selst í bílförmum (fór beint í fyrsta sæti með 135.000 eintaka sölu) og rennir stoðum undir ofangreinda staðhæfingu um Vince Clarke. Þeir Vince og Andy eru ólíkir um margt, Vince er hlédrægur og nákvæmur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, en Andy er yfirlýstur hommi og hefur gaman af að láta á sér bera. Sviðsumbúnaður sveitarinnar þykir líka skrautlegur í meira lagi; fyrir bregður sólarupprás og sólsetri, en skyndilega er á sviðinu frumskógur með risaeðlum og hrapandi geimskipi. Klæðaburður þeirra Vince og Andy er síst til þess fallinn að vekja virðingu, en Andy segir að besta leiðin til að ná at- hygli fólks sé að vera sem bjánalegastur í klæðaburði. Það er þó tónlistin sem skiptir máli og hún gerir Erasure að vinsælustu „óháðu“ hljómsveit breskr- ar poppsögu. Guðlaugur Óttarsson með Lömunum ógurlegu á tón- leikum í Hótel Borg 28. desember. Guðlaugur Óttarsson á að baki Íitríkan feril í rokk- inu, allt frá því fyrst bar á honum í Þey. Hann hefur verið í grúa sveita síðan og ein þeirra var Kukl, en þá fékk hann viðurnefnið „Godchrist", sem fjölmargir áhugamenn um jaðartónlist í Bretlandi þekkja. Guðlaug- Ljósmynd/BS ur er þekktastur fyrir að framkalla með gítarnum hljóð sem fæstir hefðu talið gerlegt að ná fram og notar hann gjaman sem ásláttar- hljóðfæri, en með Lömunum ógurlegu, sem er stuðnings- sveit Bubba Morthens, bar eðlilega lítið á slíku. Hann sýndi þó verulega góða takta og gaf Lömunum nauðsyn- lega breidd (með Hilmari Erni Hilmarssyni) til að flytja lög af Nóttinni löngu hans Bubba. HÆTTIR Grænar blökkukonur EFTIR því sem tónlist frá öllum heimsálfum vex fisk- ur um hrygg fjölgar og hljómsveitum sem hræra saman áhrifum írá ýmsum löndum í fjölþjóðlegan graut. 3 Mustapha 3 hinir bresku/balkönsku voru ein fyrsta sveitin sem lagði fyrir sig slíkan tónlistar- blending og heróp þeirrar sveitar, áfram í allar áttir, hefur bergmálað víða. Les Negresses Vertes, grænu blökkukonurnar, er frönsk sveit, sem vakið hefur á sér athygli í seinni tíð og sló meðal annars í gegn á Hróarskelduhátíðinni síðasta sumar. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Mlah, hefur vakið nokkra athygli hér á landi sem og viðar og selst allvel. Tónlist sveitarinn- ar, sem stofnuð var 1987, er blanda af ska, rai, flamenco, rokki og franskri þjóðlaga- tónlist. Nafnið segja sveitarmenn vera runnið frá mótorhjóla- töffurum sem kölluðu tvo meðlimi hennar, sem dönsuðu breakdans klæddii' eins og pönkarar, græna negra. Þeir segjast hafa hrifist af heitinu, því grænt sé litur vonarinnar og svart litur örvæntingar; tvíhyggja sem er þeim að skapi. Einnig sé nafnið ádeila á tilhneigingu manna til að skipa mönnum á bás eftir kynferði, þjóðerni, litarafti eða trúarsannfæringu. Sviðsframkoma sveitarinn- ar þykir afar lífleg og sviðið er skreytt með arabískum teppum og tjöldum. Textarnir BÍTLAVIIMIR Bítlavinafélagið, sem hefur verið með vinsælli hljóm- sveitum landsins síðustu ár, hefur ákveðið að slíta sam- starfinu og var kveðjudansleikurinn í Hollywood fyrir stuttu. Hyggjast félagarnir fyrrverandi fást við tónlist áfram, en hver í sínu lagi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ■ / tAL/Rásai' 2 á bestu breiðskífum síðustu tíu ára (frá 1980 til 1989) átti Meg- as tvær plötur með fimm efstu. Þó er hálft annað ár síðan hann sendi frá sér sóló- plötu. Megas hefur þó ekki verið iðjulaus; hefur fengist við útvarpsþættti, tónleika- hald og sitthvað f leira. í næstu viku hefjast svo upp- tökur á nýrri breiðskífu sem væntanleg er með vorinu. Téða plötu gefui' Megas sjálfur út, með aðstoð Hjart- ar Jónssonar og Hilmars Arnar Hilmarssonar, en Hilmar mun vinna plötuna með honum. Hilmar vann einnig með honum síðustu plötu, Höfuðlausnir, en einnig koma við sögu Guð- laugur Óttarsson, Björk Guðmundsdóttir og fleiri. Á plötunni verða lög sem Megas hefur leikið átónleik- um síðustu misseri og einnig lög sem ekki hafa enn verið viðruð, auk einnar lengri tónsmíðar. Platan verður gefin út í 2.999 tölusettum eintökum og eingöngu seld í áskrift. eru blanda af frönsku og arabískum slanguryrðum; gjarnan tvíræðir, en einnig rómantískir ástartextar, pólitískar ádeilur, baráttu- söngvar gegn kynþáttafor- dómum og hversdagslegar hryllingssögur. Síðasta sum- ar, þegar haldið var upp á 200 ára afmæli frösku bylt- ingarinnar, sendi sveitin frá sér lagið 200 ára hræsni til að minnast tímamótanna. Grænu blökkukonurnar eru þrettán sem stendur, en hljóðfæraskipan er nokkuð á reiki, því sveitarmenn, sem flestir eru sjálfmenntaðir hljóðfæraleikarar, eiga það til að hafa hlutverkaskipti eftir því sem þeir hrífast af hljóð- færum. A Istuttu spjalli sagði Jón Ólafsson að aldrei hefði staðið^til að leika bítlalög alla æfi; þetta hefði bara verið spurning um hvort árin yrðu tvö, fjögur eða eitthvað fleiri. „Þetta er alvarlegt stopp,“ sagði Jón, „þetta er ekkert Stuðmannastopp." Possibillys, sem Jón rak með Stefáni Hjörleifssyni, hefur verið endurvakin og hafa þeir félagar tryggt sér hljóðver í febrúar til að taka | upp plötu sem gefin verður ■E/lVJVhelsti tónlistarvið- burður síðasta árs hér á landi var heimsókn Kims Larsens og sveitar hans, Bellami, hingað og tónleikhald sveit- arinnar í Hótel Islandi. Tónleikarnir lögðu sitt af mörkum til þess plata Lars- ensogfélaga, Yummi, yummi, varð ein söluhæsta erlenda platan hér á landi á síðasta ári auk þess að ef la með unglingum dönskuá- huga. Kim Larsen hefur nú sent frá sér nýja breiðskífu, sem heitir Kielgasten og er titillagið úr söngleik sem sýndur verður í Kaupmanna- höfn á næstu mánuðum. Síðustu fréttir herma svo að Larsen sé væntanlegur hing- að til tónleikahalds með vor- inu og muni þá leika víða um land. Ljósmynd/BS Kim Larsen í Hótel ÍS' landi. út fyrir jól. Jón sagði þá Stef- án vera farna að langa mikið til að senda frá sér þyngri lög, „það býr svo mikið í okkur sem alltof fáir vita um. Við eigum yfir tuttugu Iög sem hafa safnast fyrir und- anfarin ár.“ Alla texta við þau lög semui' Sigmundur Ernir Rúnarsson. Jón sagði Eyjólf Kristjáns- son vera á kafi í Eurovision og Landslaginu og að Har- aldur Þorsteinsson hafi nóg að gera í Lömunum hans Bítlavinir Alvarlegt stopp. Bubba og í blússveit með Björgvini Gíslasyni og fleir- um. Ekki sagðist hann vita með vissu hvað Rafn tæki sér fyrir hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.