Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
John Wayne: fyrirmynd.
Jón væni og
jólabyltingin
HETJUR í kvikmyndum höfðu
áhrif á hetjur jólabyltingarinnar í
Rúmeníu. Ungt fólk i landamæra-
héruðum horfir mikið á sjónvarpið
í Júgóslavíu og sér þar marga
„vestra". Eftirlætishetjan er John
heitinn Wayne , („Jón væni“), sem
varð tákn um frelsi og betri daga í
augum unga fólksins. Það kaliar
hann „stóra karlinn".
*
Eg reyndi að vera eins og „stóri
karlinn," sagði 28 ára byltingar-
maður í Timisoara, Lucian Ristea,
við breskan blaðamann. Ristea tók
nokkrar myndir með Wayne upp á
myndbandsspólu þegar hann stund-
aði nám í herskóla. „Ég var sam-
mála því sem hann barðist fyrir og
hafði gaman af því að sjá hann
reykja og drekka viskí.“
Upp á síðkastið hefur Jón væni
fengið samkeppni frá Humphrey
Bogart og kvikmyndinni Casablan-
ca. „Ég horfi á þá mynd aftur og
aftur á myndbandsspólu," sagði Rist-
ian. „Mér finnst hann svalur — en
ég held að hann sé ágætis náungi
undir niðri.“
FURÐUHEIMAR
FJÖLMIÐLANNA
(Listasögu- og lítillætisdeild)
Við Sigurjón ætlum að fullyrða
að þetta sé fyrsta íslenska teikni-
myndasagan, segir Þorri. Menn
hafa að vísu fúllyrt slíkt áður hér
á landi, en okkur finnst að það
hafi verið byrjað á öfugum
enda ... Þetta er líka tvímæla-
laust í fyrsta sinn sem menn með
áhuga og getu koma saman til
að gera slíka sögu ...
Annar höfunda I
Þjóðviljaviðtali 5/1.
Sjónvarpsstöðvamar
sýna enga flokkshollustu
ÆT
■ Itarleg könnun á fréttum og
fréttaskýringaþáttum sjón-
varpsstoðvanna fyrir siðustu
kosningar sýnir m.a. að smá-
f lokkum var að mestu úthýst
og að Stöð 2 fjallaði mun
minna um Kvennalistann en
aðra f lokka sem áttu menn á
þingi.
UMFJÖLLUN SJÓNVARPSFRÉTTASTOFANNA um stjórnmál
fyrir síðustu kosningar var án allra merkjanlegra tilhneiginga
til að fjalla á jákvæðari hátt um einn flokk en annan, ef marka
má gaumgæfilega greiningu Guðmundar Rúnar^ Árnasonar
stjórnmálafræðings, á öllu útsendu efni sjónvarpsfiréttastofanna í
átta vikur fyrir síðustu alþingiskosningar. Eins og fram hefúr
komið á þessari fjölmiðlaopnu þá leiddi samskonar greining Guð-
mundar á dagblöðum í ljós flokkspólitíska slagsíðu morgunblað-
anna og því má ætla að umfjöllun sjónvarpsstöðvanna sé siður
lituð flokkspólitískum litum og verði því að teljast áreiðanlegri,
a.m.k. vikurnar fyrir kosningar. Sjónvarpsft’éttastofurnar voru
hins vegar ekki í neinu lrábrugðnar blöðunum að því leytinu að
þær fjölluðu lítið sem ekkert um smáframboðin svokölluðu þrátt
fyrir að þau stilltu upp í öllum kjördæmum.
Iþessari rannsókn ei-u 104 frétta-
tfmar grandskoðaðir eða samtals
46 klst. og 32 mínútur. 48 frétta-
tímar voru sýndir á RÚV og 56 á
Stöð 2 og stafar þessi munur af
því að á þessum tíma voru engar
útsendingar hjá RÚV á fimmtu-
dögum.
mikið um Kvennalistann en Stöð 2
minntist þriðjungi sjaldnar á kon-
urnar en gömlu f lokkana og Borg-
araflokkinn.
Eins og áður er getið var um-
fjöllun fréttastofanna um flokkana
Mest fjölluðu
sjónvarpsfrétta-
stofurnar um
málefni Sjálf-
stæðisflokksins
og verður það að
teljast eðlilegt
þar sem mál Alberts Guðmunds-
sonar bar á góma á miðju rann-
sóknartímabilinu eða um fimm vik-
um fyrir kosningar. í rúmlega fjög-
ur skipti af tíu þegar fréttastofa
RÚV- fjallaði um kosningarnar
minntist hún á málefni Sjálfstæðis-
flokksins en Stöð 2 var iðnari við
kolann og drap á flokkinn í sex
af hveijum tíu kosninga?réttum
sínum. Skýringin á því er fyrst og
fremst sú að Stöð 2 fjallaði af mun
meiri ákafa um Alberts-málið en
RÚV. Stöðvarnar fjölluðu báðar
jafnmikið um Framsóknarflokk,
Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og
Borgaraflokk. RUV fjallaði jafn-
BflKSVIÐ
eftir Ásgeir Friógeirsson
Leiðtogar
flokkanna
komu í nærri
helming allra
pólitískra
sjónvarpsvið-
tala fyrir
síðustu kosn-
ingar.
hlutlaus. Sjónvarpsfréttamennirnir
voru hvorki jákvæðir né neikvæðir
í garð eins flokks en annars. En
afstaða þeirra kom hins vegar í ljós
í því hvernig þeir horfðu fram hjá
smáf lokkunum, en eins og kunnugt
er þá er slæm umfjöllun betri en
engin. Stöðvarnar töluðu við átta
flokksleiðtoga samtals 62. í 57
skipti af þeim var rætt við leiðtoga
gömlu fjórflokkanna ásamt leið-
toga Borgaraflokksins en einungis
fimm sinnum við leiðtoga hinna
-f lokkanna. Að. auki var að meðal-
tali einungis minnst á þessi stjórn-
málaöfl í tíundu hverri kosninga-
tengdri frétt. Helstu skýringarnar
á þessari „yfirsjón" eni að viðkom-
andi framboð áttu engan fulltrúa
á þingi og að skoðanakannanir
gáfu til kynna að þau nytu ekki
mikils fjöldafylgis.
Bág staða konunnar í pólitík var
staðfest í þessari athugun og sjón-
varpsstöðvarnar virtust falla í sama
farveg og blöðin, 12,4% þeirra sem
Morgublaðið ræddi við voru konur
en 26,5% viðmælenda Þjóðviljans.
Hlutfall kven-
kyns viðmælenda
hjá öðrum fjöl-
miðlum var á
þessu bili.
Mál Alberts
Guðmundsson-
ar og stofnun
Borgara-
flokksins setur óneitanlega strik í
umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál
og kosningar. Sú umfjöllun jókst
jafnt og þétt frá áttundu viku fyrir
kosningar og tií þeirra fimmtu, —
úr því að vera um 10% af'tillu
frétta- og fréttatengdu efni í
mínútum mælt og í að vera rúm-
lega 20%. í fimmtu vikunni, en þá
sprakk borgarablaðran, vár nærri
því annarri hverri fréttamínútu
varið í umfjöllun um innlenda
póíitik. Svo virðist sem allir hafi
fengið sig fullsadda af pólitík því
tveimur til þremur vikum síðar eða
sjö til tuttugu dögum fyrir kosning-
ar var að meðaltali einungis um
8,5% af heildarfréttatímum þeirra
vikna varið í pólitík. 38% af frétta-
tímum í kosningavikunni sjálfri var
varið í pólitískar fréttir eða tals-
vert minni en í uppþotavikunni á
hægi-i armi stjórnmálanna. "
Þrátt fyrir að kosningabaráttan
hafi ekki verið með öllu eðlileg
breytir það ekki heildarniðurstöð-
um þessarar könnunar varðandi
stjórnmálaumfjöllun fjölmiðla rétt
fyrir kosningarnar.
Menntun ífjölmiðlaflóði
Nýlega var settur á
stofn Fjölmiðlaskóli
íslands sem að sögn
forráðamanna er ætlað að
uppfylla sívaxandi þörf fjöl-
miðla fyrir hæft starfsfólk.
í skólanum verður boðið upp
á stutt námskeið en í undir-
búningi mun vera eins árs
nám í blaðamennsku á há-
skólastigi. Það hefur stund-
um verið talað um að sumir
séu fæddir blaðamenn, hafi
þetta í sér og að nám í fjöl-
miðlun eða blaðamennsku
skili ekki endilega hæfum
starfskröftum til fjölmiðl-
anna. Margt er til í þessu
og fréttastofurnar Og rit-
stjómirnar eru tvímælalaust
góður skóli. En eins og þró-
unin hefur verið á síðustu
árum í heimi sem stjórnast
nánast af fjölmiðlum eru
komnir nýir tímar sem kalla
á sérfróða og upplýsta stétt
blaða- og fréttamanna.
Síðustu þijú til fjögur ár
hafa verið eins og nokkurs
konar gelgjuskeið í íslensku
fjölmiðlaþjóðfélagi. Á þess-
um árum hefur orðið hin
svokallaða fjölmiðlabylting
sem mönnum hefur orðið-
tíðrætt um. Fjölmiðlafrelsið
hefur fætt af sér nýjar út-
varps- og sjónvarpsstöðvar.
Þessar stöðvar hafa síðan
komið með svo margar nýj-
ungar í fjölmiðlun til landans
að erfitt hefur verið að fylgj-
ast með framboðinu hvað þá
að hafa tíma til að fylgjast
reglulega með einstökum
þáttum þeirra sem þar tala
til hlustenda eða áhorfenda.
Umræður á opnum línum, í
hringsjám og í þjóðarsálum
eru með nýju sniði sem fellur
að nútímanum. Fólkinu í
landinu er nú æ oftar gefinn
kostur á að tjá sig í þessum
fjölmiðlum, segja skoðanir
sínar á þjóðmálum, kvarta
yfir hinu og þessu og koma
með hugmyndir um efni
þessara miðla.
í blöðum og tímaritum
virðist stundum eins og við-
töl séu lesendum ekki bjóð-
andi nema þau séu við þekkt-
ar persónur og opinská. Það
er orðið nokkurs konar frasi
að tala um að hinn eða þessi
'hafi opnað sig í þessú eða
hinu viðtaiinu.
Þá hefur og samfara þessu
gelgjuskeiði orðið mikil um-
ræða meðal almennings og
fjölmiðlafólks um siðferðis-
mál blaða- og fréttamanna.
Spurningar hafa vaknað um
fréttamat og framsetningu
frétta. Það er ekki lengur
þagað um þá spillingu sem
kann að leynast í okkar ann-
ars ágæta þjóðfélagi. En
hversu langt er hægt að fara
þama, hvar á að draga
línuna? Hvernig eiga blaða-
og fréttamenn að haga sér
í samskiptum sínum við hin
ýmsu fyrirtæki og auglýs-
endur? Hvar er línan í þeim
málum og hveijir standast
þrýstinginn sem oft á tíðum
er fyrir hendi? Hvar eru þeir
blaða- og fréttamenn sem
geta fjallað um afmörkuð
efni af kunnáttu og fag-
mennsku og þá ekki aðeins
út frá faglegu sjónarmiði
blaða- og fréttamennskunn-
ar? Gera allir þeir sem starfa
á fjölmiðlunum sér grein fyr-
ir hversu mikill áhrifavaldur
þessir miðlar eru?
Á fjölmiðlasíðum síðasta
sunnudagsblaðs Morgun-
blaðsins var komið inn á það
sem greinarhöfundur kallaði
hina raunverulegu fjölmiðla-
byltingu. Þar var spurt: Er
Austur-Evrópa í dag eins og
hún er vegna þess að ekki
tókst að draga járntjald fyrir
sjónvarpsskjái? Sjónvarpið
átti stóran þátt í atburðunum
í Rúmeníu sem og annars
staðar í löndum Austur-
Evrópu. Fólk um allan heim
var nánast þátttakendur í
fjöldagöngum og á útifund-
um. Það hreiðraði um sig í
stofunni heima og. fylgdist
með beinum útsendingum
frá atburðunum. Viðburðirn-
ir nánast gerast heima í stofu
hjá fólkinu og það eru frétta-
mennirnir, myndatökumenn-
irnir og allir þeir sem koma
inn í dæmi fréttatúsending-
arinnar eða fréttaþáttarins
sem þar geta stjórnað út-
komunni að hluta. Ofan á
þetta koma svo áhyggjur
manna af einhæfri fjölda-
menningu í kjölfar þróunar
fjölmiðlabyltingarinnar,
áhyggjur af of mikilli sjón-
varpsneyslu barna og ungl-
inga, áhyggjur yfir því að
menningarleg verðmæti hafi
ekki forgang umfram for-
sendur markaðsafla. Hvað
börnin og unglingana varðar
má hér benda á þáttaröð sem
er nýhafin hjá ríkissjónvarp-
inu um sjónvarpsbörn á
Norðurlöndum en sú þátta-
röð á að lýsa því hvernig
börn mótast af alþjóðlegum
áhrifum. í fjölmiðlaþjóðfé-
lögum nútímans ættu raunar
engir að efast um mikilvægi
þess að þeir sem starfa á
fjölmiðlunum kunni skil á
fjölmiðlakerfum, kenningum
um félagsfræði og áhrif um
fjölmiðla um leið og þeir
öðlast þekkingu, leikni og
reynslu í hreinni blaða- og
fréttamennsku. Það er löngu
orðin þörf á skipulögðu námi
fyrir blaða- og fréttamenn
sem eiga að bera ábyrgð á
íslenskri fjölmiðlun.
Það hefur margt gerst í
fjölmiðlaheimi frá því er
nefnd var skipuð af mennta-
málaráðuneyti í ágúst árið
1974 til að fjalla um það
hvort kennsla í fjölmiðlun
skuli tekin upp við Háskóla.
Islands — en aðeins fátt í
mennta- og kennslumálum
fyrir íslenska fjölmiðlun og
ber því að fagna hveiju nýju
skrefi fram á við.
Guðrún
Birgisdóttir